Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 3
T
Eftir
Finn Gerdes
ANDLIT
ÁKALL
Eítir Steingerði Guðmundsdóttur
Hneigir þér
hugur —
helga Móðir —
marstjarnan milda.
Megi þínar
björtu brautir
— bæn mín —
Vek þú, Móðir —
mannsandans
máttuga vilja —
að böl bætist —
og bróðurhönd
órofa knýtist
hafs
lr essi andlit. Öll þessi andlit.
Rauð, búlduleit, röggsamleg. Og hann
var orðinn of gamall til að greina þau
hvert frá öðru. Hann þekkti þau varla
sundur lengur, gat ekki skilið þau að.
Andlitin á öllum ættmennum Ágústar,
og þau líktust ekki Ágústi. Ágúst hafði
stór, silaleg augu og grannleitt andlit
með dráttsnörpum skuggum, eins og
það væri upplýst af ljóskastara, eða
eins og sólin skini alltaf á það. Öll
þessi andlit, rauð og hlæjandi, sem
hann þekkti ekki lengur vegna þess
að hann var orðinn gamall. Jú, Níels
þekkti hann þó af því að ha,nn var
rauðastur, en hann varð samt nánast
þekktur á röddinni, sem gjallaði þau
reiðinnar býsn út úr þessu sama and-
liti. Fjölskylduandliti Ágústar. Níels var
þó aðeins sautján ára.
Hér stóð hann — Hinrik gamli — og
horfði á það allt saman.
Þetta var góður veggur til að halla
bakinu upp að. Hann vissi í suður og
þetta var íveruhúsið, svo Karen átti
auðvelt með að kalla til hans. í typptri
steinlögninni voru lika nokkrar góðar
holur, nákvæmlega mátulegar fyrir
tréfæturna, svo hægt var að standa og
dúfa sér á þeim.
Vil hlið hans héngu hækjurnar á
snaga, sem Ágúst hafði barið í fyrir
hann. Bekkur hafði einnig komið til
tals, en því gazt honum ekki að; þegar
hann sat stóðu fæturnir beint út í loft-
ið og þá fannst honum þeir vera fyrir
einhverjum. Hann vissi reyndar að það
voru þeir alls ekki, en honum fannst
þetta samt. Og hann vildd ekki vera
fyrir Karenu eða Ágústi eða neinum.
Um þetta hugsaði hann mikið. Og það
var ávallt það sama. Nýjar hugsanir
vildu einhvern veginn ekki koma leng-
ur. Það var nú sú tíðin, að hann gat
ekki staðið kyrr án þess að úði og
grúði af þeim, en nú var eins og allt
stæði fast í höfðinu og hugsanimar
sem komu voru einar tvær eða þrjár
og alltaf þær sömu, þær sneru
aftur og voru hugsaðar og sneru enn
aftur. En sá fjöldi andlita.
F yrir andartaki höfðu þau
aðeins verið þrjú, andlit Karenar og
Ágústar og hans eigið, sem hann gat
séð í opnum glugganum. Karen og
Ágúst höfðu staðið í sólskininu, sitt
hvorum megin við hann, og rætt um allt
það sem gera ætti á nýja búinu. Það
hafði verið notalegt. Því að andlit Kar-
enar og Ágústar þekkti hann gerla.
Hann þurfti ekki einu sinni að horfa
á þau, vegna þess að hann þekkti þau
út og inn. Þau höfðu talað saman tvö
og sjálfur hafði hann staðið og hugsað
eina af hugsunum sínum upp aftur og
aftur: að ekki væri hann nú tií margs
. nýtur leogur. Honum hafði verið svo
einkennilega innanbrjósts, bæði létt og
þungt samtímis. En svo fann hann
milda geisla haustsólarinnar á andliti
sínu, þá lagði gegnum skallann og lýstu
upp þar inni fyrir, svo honum varð
hugsað til þess að enginn var honum
fremri við að hjálpa þeim að setja nið-
ur kartöflur, því að þá gekk hann á
undan á hækjum og tréfótum og tróð
holur og Karen og Ágúst þurftu aðeins
að elta hvort sinn tréfót og leggja
kartöflurnar í eins hratt og hann gat
gengið.
— Hvenær eigum við að byrja að
setja niður kartöflur? hafði hann spurt
og fann í sama bili mjög til þess að
rödd hans var orðin gömul og brostin.
Karen brosti þessu litla, snögga brosi,
sem hún hafði frá móður sinni.
— Já, en pabbi, við setjum nú ekki
niður kartöflur á haustin, sagði hún.
í vor verða kartöflur látnar niður.
Margar kartöflur, svo þú getir hjálpað
okkur verulega mikið. Og laukar.
Þá stóð hann dálitla stund, eins og
hann einatt gerði þegar eitthvað var
sagt við hann, og lét það síast inn í sig
áður en hann skildi það. Þó var það
ekki alltaf svo, að hann skildi hvað
sagt var við hann. En þessu náði hann
óðara tökum á. Hann átti einnig að
hjálpa til við að setja niður lauka og
það var alveg nýtt af nálinni, því eig-
inlega voru það aðeins kartöflurnar,
sem hann hafði hugsað um. Nú gat
hann einnig hugsað dálítið um laukana.
Og svo hafði hann hagrætt bakinu
berast á.
Vond er veröld
vinfáuim.
Þeldökk ei sefar
sorgarbörn —
er svefnvana
hungruð híma —
kofahreysum
köldum í.
Stara spurul
á stjörnur
upphimins —
augu svört.
Barnsaugu
brostinna vona —
bráð dapurs
dauða.
betur upp við vegginn og farið að hugsa
um vorið, þegar moldin yrði mjúk og
hlý og honum fannst haustsólin, sem
vermdi andlit hans, breytast smám sam-
og hauðurs milli.
Ber þú,
blessaða Móðir —
kærleiksyl
einmana
hrjáðu hjarta.
Munaðarlausum
miskunn þína
og mildi.
Lát þú
blástjömu —
blik þinna augna —
lýsa og verma
veröld
vansælla.
Dvel þú, Móðir —
bömum harma hjá.
an í vorsól og loftið í kringum hann
mettast frjómagni svo harm gat bein-
línis fundið ilminn af moldinni sem
Framhald á bls. 6.
26. júní 1966
LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 3