Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 11
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
„í voru heimalandi kostar saltið minna en svínakjöt. Þér
mynduð sennilega fá tíu kíló eða fleiri af salti fyrir það, sem
greitt er fyrir eitt kíló af svínakjöti".
„Landi yöar hlýtur að vera vel stjórnað", sagði kínverskur
kunningi minn, ,,og þar hlýtur að vera gott að vera“. Sjálfur
varð hann að greiða margfalt kjötverð fyrir hvert kiiö at
salti, og þó var saltið oft ófáanlegt með öllu.
Baksvið þessa samtals um saltið var eitt mesta snilldar-
bragð einokunar og óbeinnar skattheimtu, sem veröldin hefur
haft af að segja, það er kínverski saltskatturinn og salteinka-
salan. Ríkið eitt mátti selja salt í heildsölu, en upp úr því skipu-
lagi skapaðist það furðulega ástand að sérhver kínversk sýsla
hafði tvöfalt manntal: Anna'ð var saltmanntalið, hitt var skatta-
og herþjónustumanntaliö, og var hið fyrra allt að hundrað
og fimmtíu prósent hærra en hið siðara. En saltyfirvöldin
létu það ekki á sig fá, því þau töpuðu ekki á því, og voru
reyndar svo örlát að ætla háttsettum mönnum tvöfaldan salt-
skammt, svo að þeir hefðu nokkuð afgangs af eigin neyzlu
handa gestum. Bændur í sveitum voru hins vegar saltlausir
vikum saman. í heitum löndum veldur saltskortur vanlíðan,
einkum þar sem menn lifa mest á jurtafæðu. Nú var svo hátt-
að í heiminum í styrjöldinni, meðan sumir landar vorir auðg-
uðust svo áð þeir blessuðu stríðið, að kristniboðar og mikill
hluti þeirra þjóða, sem þeir störfuðu á meðal, lifðu öreiga-
lífi, en samt var þeim ætlaður tvöfaldur saltskammtur. Vér
gátum þess vegna stundum gefið kínverskum kunningjum
salt, og þótti það veglegri gjöf en ginfiaska eða konjakspeli
hér á landi, því þegar menn fengu salt í matinn, þá hvarf
höfuðverkur og slappleiki, og menn urðu hressari, glaðari og
þróttmeiri en meðan þeir bjuggu við saltskortinn.
Saltið, sem vér fengum á föstu verði frá ríkinu, var stundum
svo blandað leir, smásteinum, spýtum og spónum að þa'ð leit
út líkt og grófur, gráleitur sandur á vinnustað. Fyrsta verk
vort var því að hella því í stóra krukku me'ð vatni, hræra
í blöndunni með spýtu, tína tréflísar ofan af, en láta leir og
steina falla til botns, og sjóða síðan lakann í potti, unz hann
varð að hvítu og hreinu salti. Það sama gerðu sumar verzl-
anir og seldu hvítt salt á háu verði.
Kínverjar skildu betur en vér líkingu Jesú: Ef saltið missir
seltu sína, með hverju á þá að salta? Leir og steinar, sem
menn fengu með saltinu — og á sama verði og þáð — höfðu
enga seltu, en af þessu gat orðið mikið, ef vatn komst í
saltfarminn.
Kínverjar voru svo miklir snillingar í skattheimtu að vér
mættum margt af þeim læra — og spara oss hagfræðinga og
siglingar til útlanda. Skulu nú nefndar nokkrar aðferðir til
viðbótar, einkum frá Tu-ohun tímabilinu. Eimir enn eftir
frá því að ýmsu leyti, en hér er nokkuð miðað við verk Lin
Yutangs frá 1936, „My Country and My People“.
Slátrunarskattur var greiddur af öllum skepnum, sem slátr-
að var, nema hænsnum og öndum. Auðvelt væri að koma
honum á hér.
Veðmálaskattur yrði hjá oss að vera einskonar happdrættis-
miðaskattur, en af þessum miðum kaupa menn mikið. Væri
hæfilegt að ákveða svo sem kr. 10.00 á miða fyrst um sinn.
Jötu-, bása- og trogaskatt mætti láta bændur greiða, það
er gjald af öllum jötum, sem skepnur éta úr, básum kúa og
trogum svína. Hér mætti einnig innheimta tvílembuskatt af
öllum tvílembum, gæruskatt af gærum, mismunandi mikinn
eftir litum
Svallskatt eða slarkskatt mætti innheimta af unglingum,
sem fara í svallferðalög um hvítasunnuna, og af bílstjórum,
sem aka þeim; ballskatt af danshúsum, en þessi gjöld myndu
svara til þess, sem Lin Yutang nefnir prostitution tax.
Velvildarskatt (Goodwill tax) þyrfti að innheimta af öllum
bændum, sem stækkað hafa búin að undirlagi ráðunauta, en
„letiskatt“ af þeim, sem ekki hafa gert það, sömuleiðis af
öllum eigendum eyðijarða og eigendum bifrei'ða, sem ekki
er ekið a.m.k. 20 km. daglega. f Kína var velvildarskatturinn
innheimtur af þeim, sem ræktuðu ópíum að boði höfðingja, en
„letiskatturinn" af hinum, sbr. L. Yutang bls. 225. Þar sem vér
höfum hvorki þessa búgrein né heldur prostitution, verður
að aðlaga skattana að ísl. staðháttum, svo að þeir komi landi
og lýð að gagni.
Miklu fleiri möguleika mætti upp telja, t.d. glerskatt, það
er skattur á öllu flöskugleri í landinu, án tillits til innihalds
þess, sem í flöskunum kann að vera. — Innheimtulaun til
skattheimtumanna þarf að hækka verulega frá því sem nú
er, þó ekki upp í 60—70% eins og var hjá Kínverjum, því til-
gangur skatta er fyrst og fremst að tryggja fé ríki og
sveitafélögum.
A erlendum bókamarkaði
Greinasöfn.
Man as an End. Alberto Moravia.
A Defence of Humanism. Secker
& Warburg 1965. 35/—
Undirtitill þessarar bókar er
„bókmenntalegar, þj óðfélagslegar
og pólitískar greinar" og „vörn
fyrir húmanismann". Moravia er
húmanisti i þeirri merkingu að
álíta, að maðurinn sé markmið i
sjálfum sér og listin sé fullkomn-
asta tjáningarform hans. Mora-
via er nú frægastur ítalskra rit-
höfunda og einkum þekktur ut-
an Ítalíu fyrir skáldsögur sínar.
Höfundur skrifar hér um marg-
vísleg efni og menn. Þessar
greinar eru settar saman á und-
anförnum tuttugu árum, og þær
fyrstu birtust, þegar fasistar
réðu enn á Ítalíu. Voru þær
greinar hans mjög illa séðar af
þáverandi stjórnarvöldum. Höf-
undur álítur, að sannur húman-
ismi sé hunzaður nú á dögum, og
að einkenni nútimans sé gróða-
fíknin, pólitísk oftrú og valda-
fikn. Þessi skoðun birtist einkum
í fyrstu grein bókarinnar. Hann
gerir harða hríð að Macchiavelli,
telur hann frumkvöðul pólitiskr-
ar spillingar og álítur, að kenn-
ingar hans séu hliðstæða við sad-
ismann. Aðrar greinar bókarinn-
ar fjalla meðal annars um Hem-
ingway, Verdi og Boccaccio, nú-
tíma málaralist, freudisma o.fl.
Bókin er mjög skemmtileg af-
lestrar og sýnir nýja hlið á þess-
um ágæta höfundi og er einnig
tilbrigðarik og fersk.
Maimnon and the Black Goddess.
Robert Graves. Casseil 1965.
21/—
Graves er vel þekktur sem
ljóðskáld og samkvæmt eigin
mati er hann það fyrst og fremst.
Segist hann hafa sett saman
skáldsögur til þess að hafa fyrir
salti í grautinn og öðrum lífs-
þörfum. Hann hefur mjög feng-
izt við rannsóknir á goðafræði
þjóðanna, sem byggðu fyrrum
landsvæðið umhverfis Miðjarðar-
haf, og niðurstöður hans eru um
margt frábrugðnar ríkjandi skoð-
unum. Hann álítur, að fyrir um
það bil þrjú þúsund árum hafi
völdin í þjóðfélögum þessa sVæð-
is verið 1 höndum kvenna og
karlmenn hafi náð frumkvæðinu
eftir harða valdastreitu. Hann
rökstyður þessar kenningar sinar
með ályktunum, sem hann dreg-
ur af goðafræði Grikkja og Róm-
verja og annarra þjóða, er
byggðu þetta landsvæði fyrrum.
Auk greina þessa efnis, eru hér
prentaðir Oxford-fyrirlestrar
hans um skáldskap, sem hann
hélt 1962, og ágæt grein um þýð-
ingar, en hann hefur sjálfur
fengizt mjög við þýðingar, eink-
um úr latínu, en hann er mjög
vel að sér í þeirri tungu. Allar
þessar greinar eru skemmtilegar
aflestrar, fyrst og fremst sökum
þess, hve höfundur hefur sjálí-
ur mikinn áhuga á efninu, sem
hann ritar um.
Heimspeki.
La Rcbelión de las Masas. José
Ortega y Gasset. Espasa-Calpe
1964. Coleccion Austral 1.
Espasa-Calpe er eitt stærsta
útgáfufyrirtæki Spánar, meðal
annars gefur þessi útgáfa út
stóru, spænsku alfræðiorðabókina
sem telur upp undir hundrað
bindi. Þetta rit kemur út í bóka-
flokki spænskra klassíkera. Þessi
útgáfa er mjög ódýr. Ortega y
Gasset er vel þekktur heimspek-
ingur, og þessi bók varð sú
fyrsta bóka hans, sem frægði
hann utan Spánar. Bókin kom
fyrst út á spænsku 1937. Af
spænskum hugsuðum tuttugustu
aldar bera Unamuno og Ortega y
Gasset höfuð og herðar yfir
aðra og teljast til þeirra fremstu
á Vesturlöndum. Hugtakið massi
eða fjöldinn er notað hér í ákveð-
inni merkingu, þ.e. fjöldi, sem
hópsefjun eða múgsefjun verkar
á, og öðlast hóplíf sem siíkur, og
kveikja hans til athafna, verða
þær hvatir, sem búa með öllum
mönnum og eru oft taldar held-
ur neikvæðar. Þessar hvatir
verða kveikja vissra verka og
eru réttlættar með vel þekktum
frösum, svo sem almenningsheill
og frelsi, sálfræði og kjarabætur.
Ortega y Gasset álítur að áhrif
þessa fyrirbrigðis séu nú meiri
en oft áður og meginhætta nú-
tímans sé fólgin í áhrifum og
afskiptum hins guðlausa múgs.
Þessi bók hefur verið þýdd á
flestar Evróputungur og var og
er mjög lesin.
Ég lét hana Emimu hafa það óþvegið. Hún er að bera ut uppiognar sögur um þig. — Og þú lætur sem þer standi a sama? — Já, auðvitað. En ef hún fer að
segja sannar sögur uim mig .... — . . . . þá fær hún það vel úti látið — hjá mér!
26. júní 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11