Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 13
m/mrn • Uk íw mm »uwmar- T<IKH: HAR ÁUB<RASSOM- OK E(?ÆSIRTÖLÐUSK OÚNlft..., SVA DRflP HflHN SIKÓR DR'OMA. ... W HRlSfl DtfORVHNi'IK ÖK L flOST FJ'ÓlRlHUM 'fl JÖRÐIMA OK KAJÖÐISK FASffllSPYRHDl YIÐ, DflAUT FJÖ70RINN.... SV)q Aí fJARRI FltKiU ÖROÍIN. ÞAf £R SÍf>AN HAFf FVRIR OR-ÐfAK, AftÉVSl ÖR J/EÐlNfil EÐA DREPI ÖR DRbnA.PA £R £INN HVERR HLl/f R ER /QKAfLlGíl SÖffR. EPT/R ÞAf ÖTfUDSKÆSIRNIR, Af P£/R MYNDI EIQI FÁ BUNDíT C/IFINN. an þátt í, að alvarleg hætta steðjar nú að ferðamálum okkar. Því aðeins hefur tekizt að halda fargjöldum óbreyttum, að fullt tillit hefur verið tekið til auk- innar nýtingar, svo og með aukinni hag kvæmni í rekstri. Ósjaldan heyrist sagt frá því í dagblöðum, að nýting hótelherbergja hjá hinum ýmsu hótelum hafi stórauk- izt, og eru það vissulega ánægjulegar fréttir, en jafnframt auðskildar með til- liti til þess, að nærri mun láta, að er- lendir ferðamenn verði helmingi fleiri á árinu 1966 en á árinu 1962. Á hinn bóginn er mér það með öllu óskiljan- legt, hvers vegna eigendui gisti- og veitingahúsa láta viðskiptavini sína ekki njóta þessarar auknu nýtingar með því að stilla verðlagi í hóf. Til viðbótar * alla hina háu hótelreikninga, hvort sem um er að ræða gistingu eða mál- tiðir, bætist svo samtals 25% álag, þar af 15% þjónustugjald og 7,5% sölu- skattur. Það, sem á vantar í 25%, mun samsett af margs konar framlögum til styrktar viðkomandi stéttarfélögum. Slíkt óhemju álag á þjónustu sem þessa inun vera algert heimsmet. Ofan á allt saman bætist svo hinn illræmdi og ein- staki 25 kr. nefskattur, sem tekinn er «f öllum gestum, er sækja vilja veit- ingahús að kvöldi til, þó svo aðeins sé um það að ræða að fá sér kaffisopa. Það væri vissulega mikið framlag, ef sölu- ekattur af þjónustu greiddri í erlend- um gjaldeyri fengist felldur niður, svo t>g aðrir aukaskattar á reikningi ferða- mannsins, þannig að aðeins væri um 15% álagningu þjónustugjalds að ræða. Ennfremur myndi veruleg lækkun á gistingu og hvers konar veitingum vor og haust verða til mikilla bóta, enda í fullu samræmi við reynslu undanfar- inna ára af flugfargjöldum til landsins á sama tíma. Næst, þegar verðhækk- anir á mat blasa við, mætti einnig hugsa sér þá leið að minnka hina óhóf- lega stóru mælieiningu áfengra drykkja t. d. í 3 centilítra í stað 4, án breytinga á verði og væri hún þó áfram stærri en annars staðar tíðkast. Ýmsum kann að þykja, að ég hafi verið harðorður um of í garð hótel- og veitingahúsaeigenda, sem fjölmargir eiga skilið hrós fyrir dugnað og framtaks- semi á mörgum sviðum, og gjörbreytt hafa veitingahúsamenningu okkar á fáum árum. Orsakir umræddra hækkana eru vita- skuld einnig almenn hækkun vinnu- launa og vöruverðs í landinu, en hvor- ugt réttlætir þó þær stórkostlegu hækk- anir, sem orðið hafa á þjónustu við er- lenda ferðamenn. Staðreyndir fáum við ekki umflúið, sem eru þær, að mjög alvarleg hætta steðjar að hinni ungu at- vinnu grein í heild, sem fjöldi kvenna og manna hefur nú atvinnu af, ef ekki verður spyrnt fótum við hækkandi verðlagi á þjónustu við ferðamenn. Ekki er ósennilegt, að við Flugfélagsmenn, sem á erlendum vettvangi vinnum svo til eingöngu að kynningu íslands sem ferðamannalands, gerum okkur eitthvað betri grein fyrir þvi, hve alvarlega horfir í þessum málum. Ég vona því, að allir viðstaddir taki orð mín sem aðvörun, en ekki sem árásir á stétt eða stéttir manna. Landkynningarmal E g mun nú víkja nokkuð að land- kynningarmálefnum, án þess þó að verða um of langorður, enda verðlags- málin hugsuð sem aðalmálefni þessarar framsögu. Þess gerist ekki þörf við ykkur, sem takið þátt í þessari Ferða- málaráðstefnu, að eyða miklum tíma í að lýsa nauðsyn þess, að £if íslands háifu sé rekin öflug og jafnframt hnit- miðuð landkynningarstarfsemi erlend- is. Þessa er að sjálfsögðu enn frekar þörf fyrir okkur en stærri og þekktari þjóðir með tilliti til þess, að land okkar, lega þess, svo og siðir og venjur lands- manna, er lítt þekkt, og allir þekkja hinar furðulegu hugmyndir, sem út- lendingar gera sér um land og þjóð. Á þetta jafnt við um þær þjóðir, sem næst okkur búa og fjærst. Mesta undrunar- efni útlendinga, sem hingað koma, er oft á tíðum, að hér skuli búa siðmennt- uð þjóð í betri húsakynnum en víðast hvar þekkist annars staðar. Oft heyrist, að framlag hins opinbera til landkynn- ingarmála sé lítið, og ekki von á að með því litla fjármagni sé hægt að vekja svo athygli á landi og þjóð, að erlendir ferðamenn leggi hingað leið sína í vaxandi mæli. Vissulega hef ég oft tekið undir þessa gagnrýni, en jafn- framt er þeim mönnum, sem gagnrýna og beinna hagsmuna hafa að gæta af auknum ferðamannastraumi, hollt að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig, hvað þeir hafi lagt til málanna. Það er þjóðarlöstur á okkur íslendingum að heimta, að ríkið geri þetta og ríkið geri hitt og leggi fram allt það fé, sem þarf til þess að auðga einstaklinginn. Að sjálfsögðu fara hagsmunir ríkis og ein- staklinga saman, þá um það er rætt að r.uka tekjur af ferðamönnum. Samt er það staðreynd, að ekki er orð gerandi á öðrum fjárframlögum til landkynn- ingarmála erlendis en þeim, sem komið hafa frá íslenzkum flugfélögum og rík- issjóði, og er þó hlutur ríkissjóðs mun minni en flugfélaganna. Hér verður að breyta um stefnu, t. d. með árlegum fjárframlögum frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda, samtökum kaup- manna, Félagi íslenzkra iðnrekenda, sjávarútvegi og landbúnaði, svo og bæj- ar- og sveitarfélögum víðs vegar um land. Framlag íslenzkra ferðaskrifstofa þarf einnig að aukast verulega, ef vel á að vera. Öflug lar.dkynning kostar vissulega mikið fé, en þó má margt gera og athyglisvert, án þess að miklu þúrfi til að kosta. Ekki væri t. d. kostnaðar- samt að vinna að auknum og réttum skrifum í kennslubókum í landafræði hjá hinum ýmsu þjóðum og fá þar birt- ar fleiri og betri myndir frá íslandi. Á þessu sviði er hlutur íslands oft bæði lítill og rangt farið með það litla, sem sagt er. Dreifing bæklinga til þeirra manna í hinum ýmsu löndum, sem frekast er álitið, að fýsa muni til ís- lands, þyrfti heldur ekki að kosta mikið fé, og sama er um dreifingu kvikmynda til sýningar í skólum í sambandi við kennslu, svo og til félagasamtaka og kvikmyndahúsa. Þó svo unnið sé að þessum og öðrum málum I dag, er sú starfsemi ekki nægjanlega umfangs- mikil. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að kynna hina sér- stöku náttúru landsins og þá miklu fjöl- breytni og víðáttu, sem ísland hefur upp á að bjóða. Þetta hefur að mínum dómi verið rétt stefna, sem ber einnig að fylgja framvegis. Það er hins vegar jafnrétt, að okkur hefur um of láðst að geta þess, að hér býr venjulegt fólk, sem klæðist að minnsta kosti eins vel og í nágrannalöndunum, hefur aðgang að frambærilegum veitingahúsum og gististöðum, reyndar í dýrara lagi, og býr í betri húsakynnum heldur en tíðkast meðal nágrannaþjóða okkar, eins og fyrr segir. Það er ekkert leyndarmál, að við Flugfélagsmenn munum framvegis í vaxandi mæli •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 26. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.