Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 8
Þegar Játvarður VIII missti krúnuna ÞRIÐJI HLUTI um hlynnt honum. Og við höfðum öflug áróðurstæki okkar megin — fengjum við leyfi til að nota þau. En ég gerði fleira en fara fram á, að konungihollum blaðakosti yrði beitt. Konungur ætlaði ekki að draga sig í hlé, en hitt var hugsanlegt, að frú Simp- son hætti við hið fyrirhugaða hjóna- band. Með þetta í huga, reyndi ég að ná sambandi við hana. Hún bjó í Fort Belvedere, þar sem konungurinn gætti hennar vandlega. Ég samdi leiðara, sem ég bjóst við, að henni félli vel í geð, og ég hringdi til konungs og bað leyf- is til að lesa hann fyrir hana. Hann svaraði því til, að ég gæti sent sér greinina, og svo skyldi hann sýna henni hana, ef sér byði svo hugur. MT að var einnig vitað, að róið hafði verið í Mackenzie King, forsæt- isráðherra Kanada. Hann kom í heim- sókn til London seint í október. Hinn 23. október gisti hann eina nótt hjá Baldwin í Chequers, sem er hinn opin- beri sumarbústaður forsætisráðherrans, og fékk þar að vita um hinn yfirvof- andi skilnað frú Simpson og ræddi um afleiðingar hans. Morguninn 27. október sat hr. King fund í konungshöllinni, þar sem náinn vinur konungs, Brownlow lávarður, var einnig viðstaddur. Skömmu eftir fel. tvö sama dag fékk frú Simpson skilorðsbundinn bráða- birgðaskilnað í Ipswich. Eftir fundinn sagði hr. Mackenzie King konunginum frá hinum miklu vinsældum, sem hann nyti í Kanada. Konungur gat ekki annað skilið, en hr. King væri þeirrar skoðunar, að sam- band frú Simpson og konungs væri algjörlega persónulegt og alls ekki neitt opinbert mál. Nú var málið komið í argasta tímahrak. Hver dagurinn, sem léið, jók á mikilvægi ástandsins og nauðsyn á skjótri lausn. Ég hitti Hoare aftur í Stórnoway House sunnudaginn 29. nóv- ember. Hann borðaði hjá mér kvöld- verð og sagði mér, að nú gæti það ekki lengur dregizt, að málið kæmi fyrir almenningssjónir í blöðunum. Mér var þetta vel ljóst. Hann sagði mér líka, að ríkisstjórnin myndi koma til fundar miðvikudaginn 2. desember, til að gera endanlega út um umsókn konungs um lagasetningu um morganatiskt hjóna- band. Ég vissi, að ef komizt yrði að niðurstöðu, yrði hún óhagstæð konungi, og allt mundi komast í uppnám. Og því varð að afstýra. Því hitti ég konung aftur á mánudag, 30. október 1936, og bar fram nýja tillögu. Hann skyldi taka aftur allar hjúskaparfyrir- ætlanir sínar, en ekki aðeins umsókn- ina um áðurnefnda lagasetningu. Hann skyldi segja Baldwin, að í bili þyrfti hann ekki á að halda neinum ráðlegg- ingum viðvíkjandi hjúskaparfyrirætlun- um sínum. Þetta var allt mjög svo eðlilegt, þar eð skilnaður frú Simpson gat ekki orðið endanlegur fyrr en eftir fimm mánuði, og þann tíma mætti nota með góðum árangri til að hafa áhrif á almenningsálitið. Ennfremur gat verið von um að stjórn Baldwins, sem var orðin óvinsæl, mundi falla bráð- lega. Þetta viðtal varð langt, og konungur sagði aftur og aftur, að hann ætlaði að ganga í hjónabandið, hvort heldur í hásætinu eða utan þess. „Frú Simpson verður ekki yfirgefin", sagði hann. Þó samþykkti hann að láta hr. Monckton tilkynna Baldwin, að konungurinn æskti ekki neinna ráðlegginga hjóna- bandi viðvíkjandi. Jr riðjudaginn 1. desember sagði Monckton mér frá samtali sínu við Baldwin. Þegar hann aflhenti skilaboð- in, spurði Baldwin, hvort þetta þýddi nokkra breytingu á afstöðu konungs — með öðrum orðum, hvort hann teldi hann vera 'hættan við öll giftingará- form? Hr. Monckton kvaðst engin boð hafa að færa um það efni, og Baldwin hundsaði því beiðni konungs, eins og hún hefði aldrei fram komið. Þessi þriðjudagur var síðasti dagur- inn, sem blöðin þögðu. Það var dagur- inn, þegar Blunt biskup í Bradford ílutti ræðuna, sem kveikti í púður- tunnu fréttaburðarins. Hann harmaði hið meinta afskiptaleysi konungs af trúmálum, og Yorkshire Post og önnur norðlenzk blöð prentuðu ekki einasta ræðuna, heldur fluttu athugasemdir ritstjórnarinnar með henni. Þessar at- hugasemdir komu ekki fyrir almenn- ings sjónir fyrr en að morgni 2. des- embers, en ég fékk að sjá þær kvöldinu áður og gerði konungi aðvart um þær. Samtimis bað ég hann að aflétta frétta- banninu á þeim blöðum, sem væru honum hliðholl. Hann neitaði. Nú, þegar allt málið var komið fyrir almennings sjónir, lagði Baldwin mikið kapp á að tryggja sér einróma stuðning blaðanna. Hann fól meira að segja Hoare að benda mér á, að ein- róma stuðningur allra blaða væri æski- legastur. Ég svaraði: „Ég hef ráðið mig hjá konungi. Ég er hans maður“. („I have taken' the King’s shilling. I am a King’s man“). Baldwin gekk beint og hreinskilnis- lega að Kemsley lávarði, eiganda Sun- day Times og margra annarra blaða. Hann hitti hann í hádegisverði, sem Fitzalan lávarður bauð til. Baldwin tal- færði mál konungs og spurði Kemsley lávarð álits. Kemsley svaraði, að lág- kirkjusamvizkan í Bretlandi væri ekki útdauð, og Baldwin samþykkti það. Við lok samtalsins sagði Baldwin: „Þetta hefur verið eftirtektarverð við- ræða“, og bætti síðan við: „Ég vildi, að þér vilduð taka að yður hlutverk mitt“. Einnig var leitað til fleiri blaða, beint eða óbeint. Ennfremur voru mörg sveitablöð, sem gengu sjálfkrafa í lið með Baldwin, án þess að nokkur um- leitan kæmi til. M iðvikudaginn 2. desember 1936 samþykkti ríkisstjórnin að beita sér gegn morganatisku hjónabandi, hverjar svo sem afleiðingarnar kynnu að verða. Það var daginn, sem Yorksihire Post „hengdi bjölluna á köttinn". Orrustan var i fullum gangi og fyrir allra aug- um. — - Vitanlega var allt komi'ð undir vi'lja konungs til að verja sig. Hann talaði við mig að kvöildi 2. desember og tjáði Hefði ríkisstjórn brezka íhaldsflokksins undir forsæti Baldwins fallið vegna af- sagnarmálsins seinast á árinu 1936, er ekki ólíklegt, að Churchill hefði tekið við forystu íhaldsflokksins þá þegar og myndað nýtt ráðuneyti. — Myndin er af Churchill um þetta leyti. mér, að hann ætlaði að fara að lifa sem óbreyttur borgari. Væri þetta satt, var tilgangslaust að vera að halda bar- áttunni áfram. En ég trúði ekki, að þetta væri síðasta orðið, því að enda þótt konungur talaði oft um afsögn, gaf hann jafnframt í skyn, að hann vildi verða áfram við völd. Hvort sem hann hefur látið þessa yfirlýsingu frá sér fara í augnabliks þunglyndi eða sem hálfgildings ógnun, þá tók ég hana ekki sem lokaorð hans, þar eð hann hafði sýnt það áður, að hann var ófús til að afsala sér völd- unum, og hafði engar ráðstafanir til þess gert. E n þegar nú stefnan var mörk- uð á annað borð, reyndist aðstoð blað- anna við konung miklu sterkari i land- inu en andstaðan. The Times, Morning Post, Daily Telegraph og Daily Herald voru andvíg honum og eins blöð Kemsl- eys, en það var ekkl annað en fyrir- fram var vitað. Hins vegar voru blöð mín, Express bg Mail, og öll fylgtblöð þeirra beggja ásamt sveitablöðunum sum egar þessi aðferð brást, varð að reyna aðra. Og nýja aðferðin var und- irbúin á fundi í Stornoway House fimmtudagskvöldið 3. desember. Þar var samþykkt, að bezta aðferðin, til að telja frú Simpson hughvarf yrði fyr- ir milligöngu einhvers, sem hefði greið- an aðgang að Fort Belvedere. Því bað ég Brownlow að taka þátt í ráðagerð- unum. Þegar hann kom til fundarins, bað ég hann að fara næsta dag, föstudag 4. desember, til Belvedere, jafnskjótt sem hann vissi, að konungur væri lagð- ur af stað til London, og reyna að telja frú Simpson á að láta af fyrirætlun sinni. Þetta tók hann að sér, enda þótt hann vissi, að með því stofnaði hann vináttu sinni við konung í hættu. í sjálfsævisögu sinni kallar hertog-. inn af Windsor þetta „samsæri“. En þarna var ekki um neitt samsæri að ræða. Ég get auðvitað ekki svarað fyr- ir hina, sem tóku þátt í ráðagerðinni, en eini tilgangur minn var að draga úr spennunni og vinna tíma. Ef Bald- win missti alla átyllu fyrir eftirrekstr- inúm og óðagotinu, sem hann beitti svo vægðarlaust, gætum við fengið ofurlít- ið svigrúm og gætum sýnt almenningi þessa hjúskapar-fyrirætlun í réttu ljósi. Með velviljað almenningsálit að baki sér gæti konungur látið í ljós fyrir- ætlanir sínar síðar, í ró og næði, þegar honum bezt hentaði. að var orðið nauðsynlegt að fá næði til rólegrar umhugsunar og grund- aðra ákvarðana. Áreynslan af þessu öllu var farin að segja til sín hjá kon- unginum, og það kom fram á margan hátt. Hann reykti stanzlaust, ýmist vindlinga eða pípu. Hann hélt áfram að segja: „Engin gifting — engin krýning“, og endurtók þetta æ ofan í æ með vax- andi áherzlu eftir því sem lengra leið. Stundum sat hann og hélt höndun- um um höfuðið. Stundum þurrkaði hann svitann framan úr sér með vasa- klút eða hélt vasaklútnum upp að höfðinu, eins og til þess að draga úr þrýstingi eða sársauka. Ef hann héldi áfram að þjást undir þessu fargi, var mér ljóst, að einhver örlagarík en ónauðsynleg ákvörðun yrði tekin. Eitt- hvað varð að finna, sem gæti létt þessa taugaspennu, og við töldum vænlegast x þeim tilgangi að snúa okkur til frú Simpson. P ■Ll n á meðan hafði konungur sjálf- ur annað verk með höndum. Hann hafði unnið að uppkasti að útvarps- ávarpi, sem hann vonaði að geta flutt þjóðinni, og á fimmtudag sendi hann lögfræðing sinn, hr. Allen, tU Storno- way House, til að sýna mér uppkastið, og fór fram á athugasemdir mínar og ráðieggingar og bað mig eiruxig að fara yfir það ásamt hr. Churchill. Þegar Ailen kom til Stornoway House, athuguðum við Churchill uppkast- ið og gerðum eina eða tvær breyting- artillögur við það. En við héldum báð- Eftir Beaverbrook lávarð 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.