Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 15
að orðin, sem hann setlaði að segja og
sein hann hafði hugsað og skynjað svo
innilega áðan. Þau voru svo lifandi í
huga hans og hvert orð átti sinn rétta
Stað.
Hann setlaði að lyfta hendinni. Til
öryggis ætlaði hann að lyfta hendinni
og halda andlitunum föstum. En hönd
hans bifaðist ekki.
Sviminn þjarmaði að höfði hans og
(hann fann, að nú þegar hann gat
munað allt saman, skorti hann þrótt
til að segja það sem hann vildi.
Líkami hans og höfuð teygðu seint
og syfjulega úr sér og runnu afturá-
bak. Skógurinn og mýrin og engið
sveifluðust með og urðu að honum
sjálfum sem gekk í mjúkri moldinni
og að Karenu og Ágústi, sem skriðu á
hnjánum hvort á eftir sínum fæti og
lögðu kartöflurnar i holurnar, sem
hann tróð fyrir þau.
Og svo lá hann í hýjanlínsvef Eif
þráðum, sem slitnuðu einn af öðrum.
Hann heyrði einhvern segja: Læknirinn,
og skömmu síðar var bíllinn ræstur
*neð langri sveigju í bakgír, skarki í
gírkassanum, stíganda í vélinni, nýjum
gír og bílhljóðið varð æ veikara og
hvarf honum síðan. Tveir þræðir hrukku
í sundur. Neðan af enginu steig þokan
upp i stórum, hvítum hvirfingum og
blandaðist ötullegri, ísætri benzínlykt-
ihni. Svo fann hann ekki lengur neina
lykt heldur. Hann lá svo þægilega og
fylgdist með og sá þræðina bresta. En
svo varð hann hræddur. Það var eitt-
hvað.........? Þau máttu ekki gleyma
honum, þau máttu ekki gleyma að þau
höfðu lofað honum.......
En þá var andlit Karenar beint uppi
yfir honum og eyra hennar kom alveg
að munni hans, og ótti hans hvarf. En
sneri aftur, því hann gat ekki hreyft
varirnar og sagt það sem hann vildi.
Það kom eins og rámt hvískur úr
hálsi hans og varð ekki numið.
En hann sá á eyra Karenar að hún
kmkaði koili og hann fann fingur henn-
ar grípa um hendi sína, og svo kom
rödd Karenar eins og síðasti mjói
þráðurinn úr fjarska og gerði hann
mjög sælan áður en hann slitnaði:
— Og laukana, pabbi minn.
Torfey Steinsdóttir þýddi.
SVIPMYND
Framhald af bls. 2
móðga9t. Hann er samt sannfæringar-
heitur, næstum því ástriðufullur, þegar
þau málefni eru á dagskrá, sem honum
eru hjartfólgin, en eins og flestir mennt
aðir yfirstéttarenglendingar reynir
hann að dylja hitann með því að vera
kuldalega hlutlaus og óháður í tali og
bregða fyrir sig kaldhæðni. Hann set-
ur trú sína á alþjóðlegar stofnanir og
reglu laga og réttar i heiminum. Þótt
hann hati kommúnismann, er hann
þeirrar skoðunar, að sigrast verði á
honum með friðsamlegum hætti en
ekki með styrjöld. Hann er jafnákafur
talsmaður „friðsamlegrar sambúðar“ og
Krústjoff var, en eins og Krústjoff
kvaðst vera viss um, að „kommúnism-
inn mun grafa kapítalismann", er Glad-
wyn lávarður sannfærður um hið gagn-
stæða á sinn rólega hátt.
Lávarðurinn hefur mikinn átouiga á
hvers konar nýjum alþjóðlegum og yf-
irþjóðlegum stofnunum, eins og Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Hann berst fyrir
þátttöku Breta í EBE og vill, að banda-
lagið sé ekki eingöngu á efnahagssvið-
inu, heldur taki líka til varnar- og ut-
anríkismála. Þar er hann á öndverðum
meiði við Harold Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, sem hefur lýst yfir
vilja Breta á að ganga í EBE, en neit-
ar að fórna nokkru af fullveldi Breta
á hinum viðkvæmu sviðum 9tjórnmála
og örygigismála.
Ij ord Gladwyn segir, að eigin
reynsla sín hafi sannfært sig um það,
að fullkomið þjóðlegt sjálfstæði, (eink-
um meðal hinna smærri þjóða), sé goð-
sögn nú á tímum, og að þær geti því
aðeins ráðið einhverju um örlög sín,
ef þær tengist þjóðum, sem hafa svip-
aðar skoðanir, eflist hver af annarri í
sameiningu og myndi nægilega stórar
heildir til þess að geta haft áhrif á
gang heimsmála. Hann er því ákaflega
gagnrýninn á þá stefnu, sem de Gaufle
fylgir nú, að losa um Atlantshafsbanda-
lagið.
Fyrr á þessu ári kom út bókin „The
European Idea“ eftir Lord Gladwyn,
þar sem hann mælir mjög sterklega
með sameiningu Evrópu. Bókin þykir
merkilegt „pólitískt plagg“, sem þeim
er nauðsynlegt að kynna sér, er vilja
fylgjast með straumum og stefnum í
Evrópu. Hann rekur sögu Evrópu og
sameiningarhugmyndarinnar og færir
fram mörg rök máli sinu til stuðnings.
Bókin hefur hlotið ágæta dóma.
Gladwyn lávarður er heiðursdoktor
við Oxford-háskóla og hefur hlotið ým-
islega upphefð. Meðal annars er hann
stórkrossriddari frönsku heiðursfylk-
ingarinnar.
Hann giftist árið 1929, og er kona
hans Cynthia, fædd Noble, en faðir
hennar var Sir Saxton Noble. Þau eiga
tvær dætur, sem heita Stella og Van-
essa, og einn son, Miles. í tómstundum
sínum iðkar hann margar íþróttir og
les í bókasafni sínu. Hann er fróður
um bókmenntir, — eftirlætishöfundur
hans er Swift, — og hefur ort töluvert
af háð- og gamankvæðum.
Hagalagðar
EINS OG BRANDUR ÚR BYSSU
Og eins tíður gestur og Melsteð
(Sigurður lektor) var á heimili for-
eldra minna, eins sjaldséður var sr.
Hannes (Árnason) þar..
í þá daga voru í fæstum húsum
ljós í anddyrum á kvöldin, og þá
ekki heldur á heimili foreldra minna.
Þegar því komið var inn í koldimm-
ar forstofur, voru ekki alltaf auð-
fundnar í myrkrinu stofudyrnar er
knýja átti á. En venjulega sagði hr.
Hannes Árnason ósjálfrátt til sín, er
hann kom inn úr dyrunum, með því
að velta öllu, sem þar var lauslegt
af göngustöfum og regnhlífum og í
fátinu, sem á hann gat komið við þá
háreysti, gat farið svo, að hann
gleymdi að drepa á dyr og kæmi
rjúkandi inn í stofuna eins og brand-
ur úr byssu. ' (Dr. J. H.)
RJÚPUR OG RÆÐUR
Páll Melsteð þýddi tvær ræður
(predikanir) og skyldi ágóðanum var-
ið til að koma upp minningarvarða
yfir Jón Vídalín. „Þessar ræður hafa
landar mínir verið tregir til að kaupa.
Svo sem til sannindamerkis um
það, vil ég að gamni mínu geta þess,
að einn dag litlu eftir að ræður þess-
ar komu á prent, voru tveir smá-
sveinar sendir út um borgina; ann-
ar átti að bjóða mönnum rjúpur til
kaups, hverja fyrir 25 aura, en hinn
var með ræður þessar og bauð þær til
samans fyrir 25 aura exemplarið.
En svo fór að rjúpnrnar flugiu út
hundruðum saman en aðeins 10 expl.
af ræðunum. Þar vann holdið glæsi-
legan sigur á andanum“.
(Endurmininingar P. M.)
26. júní 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15