Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 5
FERRUCCIO BUSONI
Hundrað ára minning
Fyrsta apríl síðastliðinn voru
liðin 100 ár frá fæðingu
ítalsk-þýzka meistarans Busonis,
sem fullu nafni hét Ferruccio Dante
Michelangelo Benvenuto Busoni,
en það var trú föður hans, ágæts
klarínettuleikara, að góð nöfn
væru gæfumerki.
Móðir hans var píanóleikari,
Anna Weiss, og hún veitti dregn-
irm fyrstu tilsögn, svo að hann 7
ára gamall gat komið fram sem
undrabam og 9 ára lék hann opin-
berlega á píanó í Vín og stjórnaði
12 ára frumsömdu verki sínu í
Eftir
dr. Hallgrim Helgason
Graz, 'Stabat mater fyrir kór. Hann
var aðeins 15 ára, þegar honum
veittist sami heiður og Mozart forð-
um, að verða félagi í Akademíunni
í Bologna eftir að hafa skrifað heila
óratóríu.
Að loknu námi í Graz, Vín og
Leipzig, þar sem hann umgekkst Christ-
ian Sinding, Frederik Delius og Gustav
Mahler, hlaut hann fyrir milligöngu
Hugo Hiemanns píanókennarastöðu við
konservatóríið í Helsinki, þar sem hann
kynntist Jean Sibelius. Nokkru síðar
giftist hann í Moskvu dóttur sænsks
myndhöggvara, Gerdu Sjöstrand. Ann-
ar sonur þeirra, Benvenuto, varð þekkt-
ur listmálari. Á giftingarári sínu, 24
ára gamall, vann Busoni Rubinstein-
verðlaunin í Moskvu og komst þar með
í kynni vi'ð Tsjaíkowskí, Rimskí-
Korssakoff og Glasunoff. Eftir dvöl
sína í Moskvu starfaði hann við kon-
servatóríið í Boston og hélt marga
hljómleika í Bandaríkjunum.
28 ára að aldri settist Busoni að í
Berlín og lagði með píanóhljómieikum
undir sig öll lönd Evrópu. Efnisskrá
hans var vel skipulögð. Þannig sýndi
hann þróun píanókonsertsins frá Bach
til Liszts, Brahms og Saint-Saens. Með
slíku afreki var hann kominn í fremstu
röð píanósnillinga. Og á 100 ára afmæli
Franz Liszts 1911 hélt Busoni sex hljóm-
leika með verkum hans. Sem hljóm-
sveitarstjóri gerði hann sér far um að
flytja verk ungra manna, og tók þann-
ig upp á arma sína Carl Nielsen, Béla
Bartók, Edward Elgar, Hans Pfitzner,
Hugo Kaun o.fl. 1907 var Busoni kenn-
ari við konservatóríið í Vín, hélt 1912
meistaranámskeið í Basel í Sviss, varð
1913 námsstjóri við músíkskólann (liceo)
í Bologna. Þegar fyrri heimsstyrjöld
hófst, hafnaði hann í Zúrich sem hljóm-
sveitarstjóri og varð loks prófessor í
tónsmíði við músíkakademíuna í Berl-
ín að lokinni styrjöld. Um þetta leyti
barði að dyrum hjá honum ungur ís-
lendingur. Busoni tók honum vinsam-
lega, horfði lengi í augu honum og
sagði síðan, að píanólög þau, sem gest-
urinn sýndi honum, væru frumleg.
Þessi ungi maður var Jón Leifs.
Því miður varð Busoni aðeins 58
ára gamall og lézt af hjartasjúkdómi
1924.
H usoni var heimsmaður, gæddur
óvenjulegu atgervi og karlmannlegum
fríðleik. Hann talaði sex tungumál og
var gagnkunnugur bókmenntum Ev-
rópu.. I viðræðum tamdi hann sér á
síðari árum prófessorslegan fyrirlestra-
tón og hélt uppi áróðri fyrir nýjar hug-
myndir sínar.
Þessar hugmyndir fól hann í einum
samnefnara, er hann nefndi fútúrisma,
þótt það hugtak stafaði ekki frá hon-
um. Hann vildi t.d. skipta áttundinni
í 50 tónbil, í stað þeirra tólf, er við nú
notum. Og annað veifið fannst honum
nægilegt að beita þriðjungstónum.
Sömuleiðis áleit Busoni, að ófullkom-
leiki hljóðfæranna ætti eftir að standa
þróun tónlistarinnar fyrir þrifum. Þann-
ig er Busoni brautryðjandi stefnu nútím-
ans, atónalismans og elektrónismans.
Það hejur verið furðuhljótt um
sjónvarpsmálið alræmda eftir að
uppvíst varð um falsanir og aðra
.óreiðu á áskorun Félags sjónvarps-
áhugamanna til Alþingis. Hefur
þeirri stofnun ekki, svo mér sé
kunnugt, verið sýnd öllu meiri lítils
virðing en með því að senda henni
þetta dœmalausa plagg, og virðist
vont lengi geta versnað.
Gunnar Karlsson reit grein í
„Tímann“ 28. nxai síðastliðinn og
sýndi með
Ijósmyndum
og dæmum,
hvernig föls-
unum áskrifta
lista „sjón-
varpsáhuga-
manna“ er
háttað, jafn-
framt því
sem hann
sýndi fram á,
að plaggið er
með öllu marklaust, nema kannski
að því leyti sem það leiðir í Ijós
óvinsœldir dátasjonvarpsms með-
al íslendinga.
Sjaldan mun hafa verið hafður
meiri viðbúnaður við sújnun und-
irskrifta en í þessu tilviki: listar
lágu frammi í fjölda verzlana,
birtust á áberandi stöðum í dag-
blöðunum, voru bornir í íbúðar-
hús og á vinnustaði. Tekið var
fram að áskrifendur vœru ekki
yngri en 18 ára, og ýmsir áhrifa-
menn meðal safnenda létu í veðri
vaka, að söfnunin væri einskorð-
uð við áhrifasvœði dátasjónvarps-
ins á Suðvesturlandi. Hefði það
verið rétt, námu undirskriftirnar
samt ekki nema rúmlega 20% at-
kvœðisbœrra íbúa á sjónvarpssvœð-
inu. En svo kemur bara á daginn,
að undirskriftirnar eru alls ekki
einskorðaðar við Suðvesturland,
heldur eru þœr víða af landinu, og
nemur þá hlutfallstalan einungis
12% atkvœðisbœrra íslendinga. En
það er ekki nóg! Enn kemur í Ijós
að meðal undirskrifenda er fjöldi
unglinga á öllum aldri og börn nið-
ur í 8 ára aldur, og er þá hlutfalls-
tala undirskriftanna komin langt
niður fyrir 10% landsmanna, og
gat niðurstaðan varla aumari ver-
ið.
Ofan á allt þetta bœtast svo
marghauuaðar falsanir, svo sem
þœr að sömu nöfn eru á fleiri en
einum lista, erlendir ríkisborgarar
fá að greiða atkvœði, heilir listar
eru án heimilisfanga eða annarra
auðkenna, og loks eru öll nöfn á
einstökum listum skrifuð sömu
hendi, sem gerir þá með öllu mark-
lausa.
Hér skal ekki farið nánar út í
að lýsa þessu makalausa plaggi
og subbuskapnum í sambandi við
gerð þess, en segja mœtti mér, að
það vesalings fólk, sem glœptist á
að setja nöfn sín undir áskorun
Félags sjónvarpsáhugamanna, eigi
eftir að verða frægt að endemum
í íslandssögunni og þingsögunni.
Það eitt að forráðamenn félagsins
skyldu afhenda áskorun sína í of-
angreindu ástandi gefur til kynna,
að ekki líti þeir mjög stórum aug-
um á málstaðinn.
Mér finnst ástœða til að ítreka
og taka undir þessa niðurstöðu
Gunnars Karlssonar: „Söfnunin
sýnir, svo ekki verður um villzt,
að almannavilji er ekki með því,
að Keflavíkursjónvarpið haldi
áfram sendingum sínum til ís-
lendinga, eftir að íslenzkt sjón-
varp tekur til starfa. Hlutfallstala
áskorenda er svo lág, að ekki get-
ur stafað af neinu öðru en því,
að yfirgnœfandi meirihluti lands-
manna vilji láta loka hermanna-
sjónvarpinu.“
Yfirgnæfandi meirihluti ís-
lenzkra háskólastúdenta og bama-
kennara hefur lýst yfir vilja sín-
um, að ógleymdum 60 málsmetandi
menntamönnum og forustumönn-
um á ýmsum sviðum.
Sigurður A. Magnússon.
26. júní 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5