Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 12
ALDARMINNING Framhald af bls. 10. Tjarnargata 26, þar sem Jón biskup Hel gason bjó. E ftir að dr. Jón var orðinn bisk- up var hann ekki lengur sá banáttumað- ur í guðfræðilegum efnum sem hann var, meðan hann var guðfræðikennari, þó að hann fylgdi eftir sem áður hinni frjálslyndu guðfræðistefnu. Hann gerði sér það vel ljóst, að honum bæri að vera biskup allra, hvaða guðfræði- stefnu, sem þeir kynnu að fylgja, og forðaðist því deilur, er hætta var á að gætu valdið sundrungu. Þótti sumuim ihann vera um of þögull um guðfræði- skoðanir sínar, eftir að hann var orðinn 'biskup, og þóttust vart vita hvar hann stæði í þeim efnum. Man ég t.d. eftir því, að á kirkjulegum fundi, (sameiginlegum fundi presta og leikmanna) er haldinn var hér í Reykja- vík um 1930, var hörð hríð gjörð að Jóni biskupi, að gera grein fyrir af- stöðu sinni til gamallar og nýrrar guð- fræði. Man ég það vel, hve mikla eft- irvæntingu það vakti, er Jón biskup bað um orðið og stóð úr sæti og hélt stutta, en afburðasnjalla ræðu. Tók hann það skýrt fram, að hann væri sami nýguðfræðingurinn og hann hefði áður verið, en lagði áherzlu á þann mikla mun, sem væri á trú og gerði síðan mjög skýra grein fyrir mis- mun trúar og guðfræði og bað merai umfrarn allt að rugla þessu tvennu ekki saman, hvort heldur þeir fylgdu hinni gömlu eða nýju guðfræðistefnu. Gerði biskup svo skýra og skilmerki- lega grein fyrir máli sínu, að ég man ekki til, að hann væri krafinn sagna um afstöðu sína í þessum málum, eftir þetta. Dr. Jón Helgason var biskup íslenzku kirkjunnar í rúm 22 ár, en hann lét af embætti fyrir aldurs sakir í árslok 1938, en lézt 19. marz 1942. Hann mun áreiðanlega verða talinn í hópi hinna merkustu biskupa íslenzku kirkjunnar, eftir siðaskipti, og enginn mun hafa verið meiri vísindamaður í guðfræði, rithöfundur og fræðimaður en hann, svo mikið liggur eftir hann af rifcuðu máli. Má þar helzt til jafna Guðbrandi Þorlákssyni, Hólabiskupi, en afrek hans voru þó mest á sviði bókaútgáfu sem kunnugt er. Dr Jóni biskupi var margvíslegur sómi sýndur um ævina. Hann var kjör- inn heiðursdoktor frá háskólunum í Kaupmannahöfn og í Reykjavik. Hann var sæmdur mörgum heiðursmerkjum og var heiðursfélagi merkra félaga er- lendra og innlendra. Heimilislíf og hugðarmál Jí ón Helgason biskup var ham- ingjumaður í heimilislífi sínu. Hann var kvæntur danskri konu, Mörthu Mar- íu Licht. sóknarprests í Hornepresta- kalli á Suður-Fjóni. Hún undi vel hag sínum á íslandi, þótt margt væri hér öðru vísi en á æskustöðvum hennar í Danmörku. Margir minnast hins vist- lega heimilis biskupshjónanna í Tjarn- argötu með hlýjum hug og virðingu. Þau hjónin eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi: Annania Ágústa er stundað hefur skrifstofustörf, Þór- hildur, hj úkrunarkona, Cecelia CamiIIa, húsfreyja, og Páll Jakob, raffræðingur. Hálfdan prófastur að Mosfelli lézt 8. apr. 1954. Dr. Jón Helgason var mjög fjölhæf- ur gáfumaður. Hér hefur verið, að nokkru, minnzt á kennarann, vísinda- manninn og hinn virðulega kirkjuhöfð- ingja. En hann var einnig fj ölhæ-fur lista- maðui'. Á háskólaárum sínum í Kaup- mannahöfn lagði hann nokikuð stund á drátfclist og naut kennslu í þeirri grein. Á biskupsárum sínum teiknaði hann flestar eða allar kirkjur landsins, sem hann vísíteraði, og er það hið merki- legasta safn, nú í eigu Þjóðminjasafns- ins. Þá teiknaði hann og málaði fjölda mynda úr sögu Reykjavíkur, fyrr og síðar, og eru margar þeirra nú í eigu minjasafns Reykjavíkur og voru all- margar þeirra á sýningu, nú fyrir skemmstu, en sú sýning sýndi þætti úr þróunarsögu Reykjavíkurborgar. Auk þess sem margar myndir dr. Jóns eru hin beztu listaverk hafa þær mikið menningarsögulegt gildi, en ekki mun hann þó sjálfur hafa talið sig í hópi listamanna. Þá má loks geta hinna mörgu rit- verka, er eftir hann liggja um sögu Reykjavíkur. Nægir þar að nefna: „Þeg- ar Reykjavík var 14 vetra.“ (Safn til sögu íslands V.) „Þættir og myndir úr sögu Reykjavíkur 1786—1936) útg. 1937, „Árbækur Reykjavkur“ 1941 og „Þeir sem settu svip á bæinn‘‘ 1941. ÖIl hafa þessi rit hans margvíslegan fróðleik að geyma úr sögu Reykjavík- ur og sýna greinilega, hve vænt honum þótti um þennan stað, sem verið hafði heimili hans frá barnæsku. Þá eru til í handriti endurminningar hans sjálfs, „Það sem á dagana dreif“, en ekki mun enn þykja tímabært að gefa þær út. Fleira mun vera til í handritum, seim fengur væri að kæmi fyrir almenn- ingssjónir. Eftir að dr. Jón lét af embætti var hann eítt sinn að því spurður, hvernig hann hefði fengið tíma til þess að sinna svo umfangsmiklum ritstörf- um með biskupsembættinu og þeim ferðalögum utan lands og innan, sem því fylgdu. Því svaraði hann á leið: þessa leið: „Það er ákaflega einfaldur hlutur. Ég hefi notað ritstörfin, til þess að hvíla mig fná öðrum störfum. Frá barnæsku vandist ég á að sjá föður minn sístarfandi. Og ungur kenndi hann mér hendingarnar: „Ónotuð stund leið allmörg hjá, sem engum framar gagna má.“ Vinnugleði föður míns erfði ég, sem betur fór, og henni — ásamt heimili mínu, — á ég að þakka flestar ánægju- stundir lifs míns“. (Læsb. Morgunblaðs- ins 1939. bls. 29) f kveðjuræðu, sem dr. Jón flutti í Dómkirkjunni við guðsþjónustu á gaml- árskvöld 1938, er hann lagði niður hirðisstafinn, valdi hann að texta þessi orð úr Efesusbréfinu 5:20: „Þakkið jafn- an Guði föðumum fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists“. Með þessum orðum vildi hann alveg sérstaklega undirstrika þakklæti sitt til Guðs fyrir handleiðslu hans á liðnurn ævidegi og um leið flytja þakkir prest- um og söfnuðum fyrir samstarf liðinna ára og biðja þjóð sinni blessunar. Skömmu fyrir andlát sitt mælti hann við vin sinn (sr. Bj. J.): „Hvar, sem ég lít yfir liðna ævi, sé ég alls staðar náð Guðs mér til handa. Ég hefi verið brot- legur við Guð, en hann hefir aldrei sleppt af mér hendinni.“ (Kirkjur. 1942 bls. 74). Á þessum tímamótum, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu dr. Jóns Helga- FÉFLETTIR Framhald af bls. 7 erum, getum væntanlega verið sam- mála um að á því sviði stöndum við vægast sagt langt að baki því, sem bezt gerist í öðrum löndum, þar sem mót- taka ferðamanna er atvinnuvegur. í þessu sambandi nægir að nefna, að svo- kólluð „portier-þjónusta" er hér óþekkt á hótelum, ennfremur flutningur far- angurs ferðamannsins til og frá her- bergi hans, og allir þekkja seinagang- inn á afgreiðslu í matsölum, ef setinn er bekkurinn, sem eingöngu stafar af því, hve miklu fleiri gesti hverjum framreiðslumanni er ætlað að afgreiða en annars staðar þekkist. Fjöldi þessara starfsmanna á hverjum stað miðast frekar við skjótan framburð áfengra drykkja en lipra og pc-rsónulega þjón- ustu við matargesti. Árangur stefnu undanfarinna ára, hvað verðlagningu snertir, er svo sá, að greiðasölustaðir utan Reykjavíkur hafa keppzt við að nálgast það verð á þessari þjónustu, sem verið hefur í höfuðstaðnum, og víða tekizt vel upp á bví sviði, án þess að beini sá, sem veittur er, né heldur aðrar aðstæður, eigi þar annað skylt við en nafnið. V f issulega er um áþekkar hækk- anir að ræða á margri annarri þjón- ustu, sem ferðamaðurinn getur ekki komizt hjá að kaupa. í því sambandi vil ég nefna, að fargjald með Strætisvögn- um Reykjavíkur var á árinu 1962 kr. 2,25 fyrir eina leið, en er í dag kr. 5,00. Leigubílar hafa á sama tímabili hækk- að frá því að vera kr. 18,00 startgjald og 3.72 kr. fyrir hvern ekinn kíló- metra í kr. 34,00 startgjald og kr. 6,55 sonar, biskups, er hans minnzt með þakklæti og virðingu ekki aðeins af þeim, sem hlutu blessun hans á vígslu- degi, eins og sá, sem þetta ritar, heldur einnig af þeim mörigu sem kynntust honum og muna hann. HELZTU HEIMILDIR. H. Þ. Guðfræðingatal 1910. P. E. O. íslenzkar æviskrár. Kennaratal á íslandi. E. Albertsson: Merkir íslendingar IV b. 1965. J H. Grundvöllurinn er Kristur 1915. J. H. Kristur vort líf. Prédikanir 1936. Kirkjuritið 1942. fyrir hvern ekinn kílómetra. Fargjöld með áætlunarbílum hafa á umræddu tímabili hækkað mjög verulega, og má sem dæmi nefna, að á órinu 1962 kost- aði ferð frá Reykjavík til Akureyrar kr. 300,00, en í dag er íargjaldið á sömu leið 515,00 kr. Þessar verðhækk- anir og aðrar, sem ég hirði ekki um að telja upp hér, eiga sannarlega sinn þátt í því, að ísland er í dag eitt dýr- asta ferðamannaland heims, en um leið skortir hér fjöldann allan af þessari þjónustu, sem ferðamaðurinn telur nauðsynlega og sjálfsagða. Alvarlegri eru þó áðurnefndar hækkanir á mat og gistingu sökum þess, hve mikill hluti ferðaeyrisins fer í kaup á þessari þjón- ustu. Einhverjum, sem hér er staddur, kann að finnast undarlegt, að ég skuli ekki greina frá hækkunum á flugfargjöld- um innanlands og milli landa á áður- nefndu tímabili, en ástæðan er ein- faldlega sú, að engar áþekkar verð- hækkanir hafa átt sér stað á því sviði. F lugfargjöld til landsins eru nú ekki aðeins þau sömu og árið 1962, heldur eru nú einnig boðin ýmis lægn sérfargjöld, sem gilda á ferðamanna- tímabilinu. Hvað viðvíkur flugfargjöid- um innanlands, þá hafa þau hækkað nokkuð, en jafnframt þeim hækkunum hafa verið tekin upp sérfargjöld íy. ,r ferðamenn, svokölluð „inclusive ton."- fargjöld, sem gera erlendum og íiiíi- lendum ferðamönnum nú kleiíi ó kaupa flugfar milli Reykjavíkui g Akureyrar, báðar leiðir, fyrir nr. 1.148.00 og er þá 7,5% söluskattur inni- faiinn í því verði. Árið 1962 kosiaði far fram og aftur milli Reykjavíkur og Akureyrar kr. 990,00 en söluskatturmn var þá aðeins 3%, sem einnig var inni- falinn í fargjaldinu. Af þessu sést. að hækkun er sáralítil og á vissulega eng- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.