Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 9
ir, að Baldwin mundi beita sér gegn
ávarpinu, á þeim grundvelli, að þar
vaeri konungurinn að leita til þjóðar-
innar framhjá framkvæmdavaldinu, yfir
höfuð ríkisstjórnarinnar. Vi'ð urðum
sammála um að mæla með því við kon-
ung, að hann skyldi lesa uppkastið fyrir
Baldwin, en undir engum kringumstæð-
um gefa honum afrit af þvi.
F östudagurinn 4. desember var
dagur síbreytilegrar vígstöðu. Baldwin
mætti á ríkisráðsfundi með afrit af
ávarpsuppkastinu, sem hann hafði ein-
hvern veginn náð í, þvert ofan í ráð-
leggingar okkar. Ríkisstjórnin bar upp-
kastið atkvæðum, einmitt á þeim grund-
velli, sem við Churohill höfðum fyrir-
fram vitað. Þannig var þaggað niður í
konungi, en þá fékk hann hina óvænt-
ustu talsmenn í morgunblöðunum á
föstudag. Þá kom Catholic Times út og
barðist grimmilega með konungi. Og
News Cronicle, sem venjulega var tal-
in málpípa lágkirkjusamvizkunnar,
birti djarflega og hressandi grein, þar
sem mælt var með morganatiskum
hjónaböndum.
Nú virtist allur straumurinn beinast
í áttina til aðstoðar við konunginn. Ef
það hefur hresst hugi fylgismanna hans,
var að minnsta kosti góð og gild ástæða
til þess.
Og bráðlega varð næstum enn meiri
ástæða til bjartsýni. Ráðagerð okkar
um að láta Brownlow lávarð stinga upp
á því við frú Simpson, að hún drægi
sig í hlé um stundarsakir, hafði virzt
algjörlega farin út um þúfur af þeirri
einföldu ástæðu, að konungur hreyfði
sig ekki frá Fort Belvedere þennan
föstudag. Og meðan hann var í kastal-
anum, var engin hugsanleg leið að ná
einkasamtali við frú Simpson. En kon-
ungurinn gaf okkur sjálfur miklu betra
tækifæri en við hefðum getað bezt von-
að.
Hann ákvað, að frú Simpson skyldi
fara til Frakkilands til að róa hugann,
og maðurinn, sem hann kaus henni til
fylgdar þangað, var enginn annar en
Brownlow lávarður. Við treystum því
að hann legði að henni að hætta við
allt saman, jafnskjótt sem ferðin væri
hafin, pg hann brást okkur heldur ekki.
Ef við hötfurn gert okkur góðar von-
ir, var að minnsta kosti full ástæða til
þess. Með því blaðafylgi, sem konung-
ur naut nú, virtist vel hugsanlegt að
snúa þjóðinni til fylgis við hann og
gegn Baldwin. Svo fremi hægt væri að
snúa þjóðinni til fylgis við konung, og
frú Simpson samþykkti að draga sig í
hlé og hætta við giftinguna, mundi
Baldwin komast að því, að hín öfluga
staða hans var farin um koll. Fram-
tíðan brosti við okkur. Sigurinn virtist
á næsta leiti.
En daginn áður, fimmtudaginn 3.
desember, hafði ég orðið fyrir miklu
áfalli. Mér var tilkynnt, að hr. Monckt-
on, lögfræðilegur ráðunautur konungs,
gæti ekki framar talað við mig. Hann
ætti í samningum við ríkisstjórnina um
afsagnarskilmálana, og hlyti því að slíta
öllu sambandi við alla úr hinum her-
búðunum. Hann vildi ekki stofna fjár-
málahlið afsagnarinnar í hættu með
því að halda uppi samböndum, sem
Baldwin væru á móti skapi.
Nú trúði ég því fyrst til fullnustu,
að konungi væri það alvara að afsala
sér völdum. En samt vildi ég ekki gef-
ast upp við svo búið. Á föstudag skrif-
aði ég Monckton og bað hann að halda
opinni einhverri leið til að hafa sam-
band við mig.
Ég sendi konungi afrit af bréfinu til
Moncktons, sem var auðvitað æt-lað
hans hátign sjálfum. Þar sem ekki yrði
framar við mig talað, gæti ég eins vel
notað þessar tvær sambandsleiðir fyr-
ir lokaorðsendingu mína. En konung-
ur neitaði bón minni um viðtal.. Hann
endurtók tilkynningu Moncktons, að
ekkert væri nú eftir annað en ganga
frá afsagnarskilyrðum, og við þá samn-
inga gæti ég ekki orðið að neinu liði.
0 aldwin forsætisráðherra var
heldur ekki iðjulaus þennan föstudag.
Hann var tekinn að gerast óþolinmóð-
ur yfir öllum þessum seinagangi. Enda
þótt ég væri útilokaður frá frekari
viðræðum við konung — og Baldwin
hafði stjórnlagalegan rétt til að útiloka
mig — þá hleypti forsætisráðherra nú
Churchill að til viðræðna við konung.
En mér var þó sagt frá konungi, að ég
gæti talað við Churchill, sem ætlaði til
kastalans klukkan sjö. Með það varð
ég að gera mig ánægðan.
Churchill fór til kvöldverðar í
kastalann og lagði fast að konungi að
segja ekki af sér. Hann hélt því fram,
að þarna væri engin stjórnlagaleg hindr-
un í veginum og gæti engin or'ðið, fyrr
en giftingin væri orðin að raunhæfum
möguleika. Hann var móðgaður við
Baldwin fyrir að hafa tryggt sér vil-
yrði stjórnarandstöðunnar um að
mynda ekki nýja stjórn. Hann lagði
áherzlu á mikilvægi þess að bíða átekta
og tefja málið. Hann vakti máls á hinu
flókna erfðaréttaratriði og bað konung
að æskja leyfis frá erfiðinu, samkvæmt
ráði lækna sinna, og síðan skyldi hann
draga sig í hlé í Windsor, draga upp
brúna og neita öllu viðtali.
Churchill ók beint frá kastalanum
og heim til mín. Það var konungur
sjálfur, sem hringdi og tilkynnti mér
komu Churchills. Vonin blossaði enn
upp og nú í síðasta sinn, því að þarna
var samband tekið upp aftur.
Með því að konungur hafði neitað
mér móttöku þennan sama dag, álykt-
aði ég, að hann hefði raunverulega í
hyggju að segja af sér. En þegar hann
talaði við mig í símann þetta föstu-
dagskvöld, ályktaði ég líka, að hann
hefði séð sig um hönd og væri nú loks
búinn til að berjast fyrir konungdæmi
sínu. Churchill var sömu skoðunar.
Kraftur hans, mælska og hrifning virt-
ist hafa léð konungi nýtt hugrekki.
Þegar Churchill kom til Stornoway
House klukkan tvö um nóttina sagði
hann mér, að hann ætlaði að skrifa
tvö bréf, annað til konungs og hitt til
forsætisráðherrans. Hann hafði einnig
í undirbúningi yfirlýsingu handa blöð-
unum.
Þegar hann fór frá mér, seint og síð-
ar meir, hafði ég jafnað mig af þessu
áfalli, sem ég hafði fengið af ummæl-
um konungs um, að hann ætlaði að segja
af sér. Hrifning Churchills var smit-
andi, og mér fannst ég hafa góða ástæðu
til að halda, að konungur hefði breytt
þessari örlagaríku ákvörðun sinni. Og
enn bárust mér góðar fréttir, sem
styrktu mig í þeirri trú.
Dulmálsskeyti hafði borizt frá Frakk-
landi. Þetta var einfalt dulmál, þar
sem notuð voru ýmisleg nöfn úr fjöl-
skyldu minni, til þess að gefa í skyn,
að skeytið væri mér ætlað, en raun-
verulega var það til konungsins. Það
var ekki hægt að misskilja þýðingu
skeytisins: Frú Simpson var reiðubú-
in að hætta við hjónabandið.
Skeytið hljóðaði annars þánnig:
„W. M. Janet ráðleggur James Comp-
any sterklega að fresta kaupum á
Ohester-hlutabréfum til næsta hausts
og að tilkynna þá ákvörðun munnlega,
til þess með því að hljóta auknar vin-
sældir, viðhalda virðingu sinni en
jafnframt réttinum til þess að hefja
samningaumleitanir að nýju með haust-
inu“.
Niðurlag næst.
Almenmngur i Bretlandi var a bandi konungs, hélt liópfundi honum til stuðnings og safnaðist saman fyrir utan konungshöllina, eins og sést á myndinni hér
að ofan. A spjoldunum stendur: Latið konunginn vita, að við stöndum með honum. Guð varðveiti konunginn. Konungi var aldrei leyft að snúa sér beint til
brezku þjoðannnar, hvorki munnlega né skriflega, fyrr en um leið og hann sagði af sér, og sjálfur neitaði hann að að þiggja aðstoð vinveittra áhrifa-aðilia.
Hann vildi t.d. ekki þiggja lijálp vinsamlegra dagblaða, sem hefðu ásamt sterku almenningsáliti get»ff ' —V« fram önnur endalok.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9