Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Síða 14
tipprunalega uppkastinu aS útvarpsræð-
unni, sem Baldwin hafði neitað a'ð sam-
þykkja. En vitanlega voru margar breyt-
ingar á orðnar, sökum hins breytta
ástands.
Konungurinn var ekki lengur að tala
til að verja hásæti sitt, heldur til að gera
grein fyrir því, hvers vegna hann hefði
verið neyddur til að afsala sér því. Ég
hlustaði á ræðuna ásamt nokkrum kunn-
ingjum mínum heima hjá mér í Cherk-
ley. Og ég lét hrífast og töfrast af flutn-
ingnum og hrynjandi raddar konungs.
Ég var einnig hrærður, eins og svo
margar aðrar milljónir manna af virðu-
leikanum og gremjuleysinu og hinni ein-
lægu hreinskiini í ræðunni.
Eg hlustaði með mestu hrifningu, allt
þangað til ég hrökk snögglega vi'ð, er ég
heyrði, að konungi lágu vinsamlega orð
til Baldwins.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin
eyrum. Ég vissi vel, hvernig Baldwin
hafði farið með konunginn, og ég vissi
vel um álit konungs á framkomu Bald-
wins í hans garð.
Það vissi ég vegna þess, að hann hafði
sagt mér það sjálfur. Þess vegna gat ég
ekki skilið þessi vinsamlegu ummæli
og það hélt áfram að vera mér ráðgáta,
þanga'ð til mörgum árum seinna, þegar
konungur leysti úr gátunni í sinni eigin
ævisögu. Baldwin hafði beðið hann um
þessi vingjarnlegu ummæli, og hann
hafði orðið við þeirri bón.
Að frátöldum þessum lofsamlegu um-
mælum, sem voru óskiljanleg, var ræð-
an snilldarverk, en annars eðlis en ræða
Baldwins í þinginu daginn áður. Þó var
hún jafn-gagnleg til þeirra áhrifa, sem
slíkri ræðu voru ætluð.
Með einni snilldarlegri ræðu hafði
hann endurheimt samúð almennings og
jafnvel áunni'ð sér aðdáun. í erlendum
borgum, í þúsunda mílna fjarlægð, grétu
konur á almannafæri á strætum úti.
Þetta var sigurvinningur eðlilegrar og
hreinskilinnar mælsku. Hún endur-
heimti velvild almennings. En hún gat
ekki endurheimt hásætið Játvarði VIII
til handa. Það hafði hann misst fyrir
ful'lt og allt.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 4.
haíði verið harður eins og steinn, —
sagði afgreiðslustúlkan í brauðbúðinni
mér, að stúlkan við kassann ætlaði að
fara að gifta sig. Og ég sá giftinguna af
hreinustu tilviljun, af því að ég hafði
farið út á stétt til að sópa hana. Hún var
í dökkbláum jakkakjól með hvíta hanzka
cg í hvítum skóm og með liljuvönd, sem
var bundinn ótal borðum. Þið megið
ómögulega hlæja að mér, en ég gekk
syngjandi inn í garðinn, og ég var svo
glöð, að ég snerti hvert blóm og strauk
það blíðlega eins og það væri barnið
mitt. Allan daginn var ég hamingju-
söm, svo hamingjusöm, að ég á engin
orð til að lýsa því. Mér var ómögulegt
að sauma, og ég fór úr einu herbergi
í annað og lagaði til og snurfusaði. Ég
bjó aftur um rúmin, skipti á rúmfötun-
um og setti yfir þau silkiábreiður. Og ég
hafði tilbúinn mat handa okkur, þegar
maðurinn minn kæmi heim. Á borðið
við gluggann setti ég útsaumaðan dúk,
og ég þeytti rjóma.
Þegar maðurinn minn kom, hafði ég
kveikt á öllum ljósum, og ég var þreytt.
En um leið og ég sá hann, varð ég fyrir
sárum vonbrigðum. Hann kom inn um
dyrnar og lokaði þeim á eftir sér eins
og ráðvilltur á svip. Ég hélt í fyrstu, að
hann væri veikur. Hann gekk inn í
svefnherbergið og ég fylgdi honum eftir
eins og skugginn hans og sagði ekki
aukatekið or'ð. Hann fór úr jakkanum og
lagði hann frá sér á rúmið og gekk svo
út að glugganum og stóð þar eins og
steingervingur. Ég þorði ekki að yrða
á hann. Ég tók jakkann, og ég man,
að ég læddist með hann á tánum eins
hijóðlega og ég hefði gengið inn í kirkju
meðan verið er að blessa. Jakkann
hengdi ég í fatahengið fyrir aftan hurð-
ina. Og ma'ðurinn minn stóð þarna án
þess að hreyfa legg né lið. Hann sneri
bakinu að mér og horfði út um glugg-
ann. Og ég fór að hátta, og án þess að
mér gæfist tóm til að spyrja, hvað að
honum gengi, sneri hann sér skyndilega
við og faðmaði mig að sér, og hvað
haldið þið. Hann var að gráta. . . Og
hann grét sárt, alveg eins og ég hafði
gráti'ð nætur þær, er ég var sem döprust
í bragði. Hann sagði ekki neitt. Ég
spurði, af hverju hann væri að gráta, en
hann svaraði því engu. Að lokum róað-
ist hann og sagði: „Við skulum fara að
sofa. . .“ Og hann minnti á lítinn dreng,
og ég fann virkilega til með honum. . .
að leið langar tími áður en ég
uppgötvaði allan sannleikann. Þegar ég
spurði, af hverju hann hefði grátið
þessa umræddu nótt, setti hann upp
þennan roknasvip og varð bálvondur. Og
dagar og vikur liðu, og ég stóðst ekki
freistinguna að spyrja hann öðru hvoru,
af hverju hann hefði grátið, og ég var
á barmi örvæntingarinnar, af því að
hann vildi ekki segja mér ástæðuna.
Sjálf hefði ég getað grátið, mér fannst
tilveran svört, svört og drungaleg. Við
yrtum varla hvort á annað. Við sögðum
bara „já“, „nei“, „já“, „nei“ . ... og
létum þar við sitja. Mér leið eins og
drukknandi manneskju. Og allt í einu
rann upp fyrir mér Ijós; maðurinn
minn haf'ði orðið ástfanginn af þessari
stúlku, og nú var hann óhamingjusam-
ur, af því að hún hafði gift sig. Og þegar
ég hugsaði um, að hann hefði elskað
hana, einmitt þegar ég óttaðist það sem
allra mest, lá mér við að örvilnast.
„Ertu leiður yfir að þurfa að koma einn
heim á nóttunni?" ég gat ekki á mér
setið að segja það við hann. „Viltu, að
ég komi og bfði eftir þér?“ Það var
engu líkara en hann hefði orðið fyrir
hundsbiti. „Það vantaði nú bara, að þú
gerðir mig að athlægi". Og í þetta sinn
rifumst við. Ég sagði, að það væri ekk-
ert víð það að athuga, að kona sækti
manninn sinn í vinnuna, og hann sagði
jú og ég sagði nei, og þannig þrættum
vi'ð til morguns.
Við töluðumst ekki við í hálfan mán-
uð eftir þetta. Og þótt við færum að
tala aftur saman, varð ólánið ekki um-
flúið. Ég horfði á manninn minn og sá
hann eins og hann leit út í raun og
veru. Ég hefði getað hlegið. . . . Hann
vantaði þrjár tennur og gat því aðeins
tuggið öðru megin. Og þegar hann borð-
aði, var önnur kinnin á honum úttroð-
in en ekkert í hinni, svo að allur svip-
urinn var hinn skoplegasti. Og hann
hámaði í sig matinn eins og hungraður
úlfur og stakk olnboganum út í loftið.
Þegar hann gekk, hallaðist hann lítið
eitt út í aðra hliðina, eins og hann væri
allan tímann me'ð þjónsservéttuna á
handleggnum. Augun voru blóðhlaupin,
og þegar hann brosti, komu alveg sér-
stakir drættir fram við munninn, sem
stöfuðu af því, að hann neyddist til að
brosa sýknt og heilagt framan í við-
skiptavinina.
U m veturinn veiktist hann. Hann
fékk svo slæma inflúenszu, að við lá, að
hann fengi lungnabólgu upp úr öllu sam-
an. Hann varð óttasleginn og leita’ði at-
hvarfs hjá mér, og ég átti hann ein, út af
fyrir mig, eins og hann væri ósjálf-
bjarga barn. Það var ekki nema von, að
ég blíðkaðist. . . En svo þegar honum
var batnað, tók gamanið að grána. Hann
fór að gera allt mögulegt og ómögulegt
tii að kvelja mig og pína. Ég ætla ekki
að fara út í nein smáatriði, því að þau
mundu aldrei taka enda. Smámunir,
skiljið þið. Allt me'ð ráðnum huga gert,
og tilveran reyndist mér óbærileg.
Og sumrinu lauk með rigningum. All-
ar ge.orginurnar héngu niður, og ég
varð að festa þær upp með smáspýtum,
svo að þær réttu úr sér. Og smám sam-
an urðu dagarnir styttri og loftið fersk-
ara. A meðan maðurinn minn borðaði,
bar ég fyrir hann matinn, og til þess
að leiða athyglina að einhverju, horfði
ég á hann gleypa hann í sig með sama
æ'ðibunuganginum og hann var vanur,
og oft komst ég ekki hjá því að brosa
svo að lítið bar á. En að lokum tók hann
eftir því. Og ég man, að daginn eftir að
hann uppgötvaði, að ég var að hlæja
að honum, kom hann heim með raf-
magnsvír. Ekki spurði ég, hvað hann
ætlaði að gera við hann. Næsta sunnu-
dag kom hann fyrir slökkvara í svefn-
herberginu okkar, „til að geta kveikt á
ljósinu í garðinum án þess að þurfa a’ð
fara alla leið út að útidyrahurðinni til
þess arna“. Þegar hann hafði lokið verk-
inu, ságði hann: „Prófaðu, prófaðu . . .
Hvernig lízt þér á? Ef mér seinkar á
nóttunni, og þú heldur, að ég sé í fylgd
með kvenmanni, geturðu kveikt á ljós-
inu án þess að þurfa að ómaka þig út að
útidyrahurðinni. Lízt þér ekki bara vel
á þetta?“ „Alveg prýðilega" svaraði ég.
MT egar kominn var tími til, tók ég
upp georgínurnar, eins og ég var vön
á hverju ári, og setti laukana upp á
hillu í ruslakompunni úti á svölum. Og
þann 28. október, ég minnist þess eins og
þa'ð hefði skeð í gær, háttaði hann sig í
rólegheitum, slökkti ljósið og sofnaði.
Ég gerði slíkt hið sama. Ekki veit ég,
hversu lengi ég hef sofið, þegar ég fann
allt í einu til þunga fyrir brjóstinu,
þunga, sem ætlaði mig alveg að kæfa,
og ég vaknaði smám saman, en mér leið
eins og ég væri ennþá sofandi, eins og ég
kæmi langt að, og ég heyrði í fjarska,
en þó greinilega, rödd mannsins míns,
sem sagði: „Komdu, flýttu þér, komdu. .“
Ég stökk á fætur í dauðans ofboði, og
maðurinn minn næstum því hrinti mér
út að glugganum: „Sérðu ekki neitt?“
„Nei“. „Sérðu alls ekki neitt?“ „Bíddu
aðeins". í þessu kveikti hann á ljósinu
í garðinum, og ég sá. . . í fyrstu sá ég
nokkurs konar skugga, sem hallaðist
upp að trjábol, og þegar ég fór að greina
hann nánar, sá ég, að þetta var stúlka.
„Hvað er þetta?“ „Kvenmaður. Þú held-
ur, að ég sé alltaf á eftir kvenfólkinu,
ekki satt? Þarna sérðu, ég hef meira
að segja stúlkur í garðinum hjá mér“.
„Það er eins og mig sé að dreyma“,
sagði ég. Hann bankaði í rúðuna, og
stúlkan fór að hreyfa sig hægt, hægt,
eins og hún væri úr öðrum heimi. Hún
gekk út að hliðinu, og hefði ég ekki
heyrt ískra í.hjörunum, hefði ég haldið,
að ég sæi ofsjónir. Og maðurinn minn
hélt um magann af hlátri. . . þið getið
ekki ímyndað ykkur, hvernig hann hló.
Daginn eftir spurði hann, hvað hefði
eiginlega gengið að mér um nóttina, ég
hefði æpt upp úr svefninum, að það
væri kvenmaður í garðinum. Og ég var'ð
hálfringluð. „Mig var ekki að dreyma.
Þú hafðir hugsað þér að gera mér þenn-
an grikk, daginn sem þú settir slökkvar-
ann í svefnherbergið. „Og þegar hann var
farinn í vinnuna, hljóp ég út í garðinn
og að trénu til að vita, hvort ég gæti
ekki fundið eitthvað, ég vissi ekki hvað,
eitthvað, sem ég gæti snert, þótt ekki
væri það nema fuglsfjöður, sem hefði
dottið á jöfðina. Og ég fann ekki neitt
og sá ekki neitt, ekki einu sinni fótspor,
því að moldin í kringum tréð var svo
hörð. Og ég var utan við mig allan dag-
inn, og ég velti því fyrir mér, hvort
ég hefði raunverulega séð það, sem ég
sá um nóttina, eða mig hefði dreymt það.
Draumurinn um föður minn, sem ég hef
áður skýrt frá, var öðruvísi, það var
virkilegur draumur. En það sem komið
hafði fyrir um nóttina var hrekkjar-
bragð af hálfu mannsins míns, og svo
ætlaði hann sér að láta mig halda, að
ég væri ekki lengur með öllum mjalla.
Og þegar dimmt var orðið, lokaði ég hús-
inu og sópaði það, og ég skalf af ótta, og
til að losa mig við þennan ótta, fór ég
að opna skúffur án þess að vita, að
hverju ég var að leita, og ég vissi ekki,
að hverju ég leita'ði, fyrr en ég fann
það: ég leitaði að ljósmynd af föður
mínum. Ég er nefnilega ekki ein af þess-
um konum, sem hengja fjölskyldumynd-
ir upp um alla veggi. Þetta var þykk
pappamynd og mjög óskýr sakir elli og
raka, og ég tók hana upp úr skúffunni:
ég lagðist á hnén og fór um hana hönd-
um eins og hún væri helgur dómur. Tím-
inn hafði máð út neðri hluta andlitsins,
en aúgun sáust mjög greinilega, og úr
þeim skein svo mikil góðmennska og
hlýja, að augu mín fylltust tárum. Og
ég gekk inn í svefnherbergið og stillti
myndinni upp við krukku á náttborðinu,
og mér fannst eins og einhver væri hjá
mér. Upp frá þessum degi var faðir minn
hjá mér. Ég talaði við myndina. Ég sagði:
„Ég ætla að fara út í bú’ð að kaupa.
Hafðu engar áhyggjur af mér, ég kem
strax aftur“. Og mér fannst faðir minn
horfa á mig og segja: „Já, blessuð gó'ða,
farðu“. Og þetta sama ár skilaum við,
maðurinn minn og ég. Það gekk erfiðlega
að fá hann til þess, því að hann vildi
ekki, að við skildum. Hann sagði, að við
værum of fullorðin til að gera slíka vit-
leysu. En þa'ð var ekkert um annað að
gera; við það eitt að sjá hann varð ég
óróleg, og mér leið ekki vel fyrr en hann
var farinn í burtu. Núna býr hann hjá
frændfólki sínu, og þegar við hittumst
úti á götu, heilsumst við með handa-
bandi, og hann segir við mig:_ „Hvernig
hefurðu það?“ Og ég svara: „Ég hef það
ágætt. En þú?“ Og aldrei framar hafa
vaxið georgínur í blómareitnum. Stund-
um þegar hann fyllist af grasi,, fjarlægi
ég það og róta moldinni dálítið til, svo
að hann líti ekki eins illa út. Og sjái ég
georgínur í blómabúð, kemur yfir mig
nokkurs konar vanlíðan, og mér finnst
ég ætla að kasta upp. . . Afsaki'ð.
Álfrún Gunnlaugsdóttir þýddi úr
katalónsku.
SViPMYND
Framhald af bls. 2
tímunum saman um Víetnam-vanda-
málið og jarðeignaskiptinguna í Ind-
landi. Hann vill umbæta (eða siðbæta)
hjónabandð, svo að það verði annað
og meira en vanahj ónaband og vald-
streita. Ef til vill væri fjölkvæni, segir
hann, en vel að merkja þjóðfélags-
lega viðurkennt fjölkvæni, þar sem.
aðiljarnir gætu lært að virða hver ann-
an og ekkert færi fram í pukri, rétta
leiðin í áttina að sönnu hjónabandi.
Sumum finnst þetta og fleira, sem hann
heldur fram, bera vott um ungæðings-
hátt eða barnasikap skóladrengs, sem
hefur ekki enn náð fullum þroska, en
hann ver skoðanir sínar af mikilli
mælsku. Rétt notkun málsins á að leiða
til skilnings manna á meðal og skiln-
ingurinn aftur til kærleika og ástar,
segir hann.
— Það er ósanngjarnt, segir hann,
og eiginlega fráleitt, að það skuli þurfa
að sikrifa svona margar bækur, til þess
að fólk geti skilið hvert annað og sína
eigin aðstöðu. Hvers vegna getum við
ekki talað saman? Eitt samtal er meira
virði en margar bækur, segir iþessi meist
ari samtalslistarinnar. — Mér fyndist
það æskilegast, ef við næðum svo langt
að ekki væri þörf fyrir nema — ja,
eigum við að segja: eina, prentaða bók
tíunda hvert ár. Bezt væri, að hún væri
ekki nema ein síða — í mesta lagi, eins
konar yfirlýsing. Axel Jensen álítur
það líika veikleikamerki, að hann skuli
skrifa bækur og verði að skrifa bæfcur.
Hann lætur hins vegar ógetið, hvort
það sé veikleikamerki hjá almenningi
eða sjálfum honum.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. júií 1960