Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 6
AÐ SALTA... Framh. af bls. 2 skógarins, Svo máttugt er lögmál hans. Svo nákomið okkar kynslóð. En þessi orð merkja það eitt: að Tékkar hafa verið kúgaðir, ef Rússar ráðast ekki inn í land þeirra. Eða var þetta hótun ein? Gamall tími og nýr tvinnast saman. Elta okkur í afgirta firði og einangrun. Ó, Tékkóslóvakía, land Kafka og Holubs, vakna þú sem hefur sofið. Skóg urinn hlustar á þig rumska. Stattu upp, bað er glas. Milli þín og okkar þytur þt-ssa myrka skógar. Nú vitum við að þú lifir. Fyrir tuttugu árum opnaðir þú augu okkar. Við, sem ,þá vorum ung, heyrð- um fangelsisdyrnar lokast að baki þér. Við höfum engu gleymt. Og þó. Er ekki Vngverjuland gleymt? Hefur æskan ekki gleymt því — eða mundi hún það nokkurn tíma? Mikið er þitt hlutverk, Tékkóslóvakía. Enginn veit hvað býr í þungum niði sögu þinnar. Prentfrelsi,. málfrelsi ... kommúnismi. Andstæður. Sinjavskí, Daniel . . . hvar eru þeir . . . og hinir .. ? Meðan Tékkar óttast Rússa, igerist ekkert. En gu<5 hjáílpi Dubcek, þegar þjóð hans hættir að ótt- ást íhlL.tun úr austri. Bresnev veit lengra nefi sínu. Eða getur verið að Dubcek verði kommunismanum það, sem Lúther varð kaþólskri kirkju? Endurreisn. Úr and- stæðum sprettur nýtt líf. Án gagnrýni Lúthsr3 hefði kaþólsk kirkja rotnað í rótina. Hann rétti henni spegil, og hún sá sitt afmyndaða andlit. Og þá varð bylting í ríki eina heimsveldisins, sem ailtaf stendur. Þó hefur enginn orðið var við neina byltingu. Þannig eiga byltingai að vera. Ætli nokkur hafi ver- ið sannari kaþólikki en Lúther? Minnsta kosti gerðist hann aldrei lúth- erskur. Vegna hans lifir páfinn. Nú heyrum við rödd Dubceks. Hvað rra ,.hina bergmálslausu múra"? Hafa íafnvel þeir fengið mál? Vonandi kom Dubcek ekki á hökulskóm á fundinn í Cierna, þetta orðfæri er lánað úr Mjóa- lirði, fæðingarstað Þorgeirs Hávarsson- ar: Hann kom e'kiki berfættuir í skóniuim á þemnan fund, mundi það mierkja. Hvað Þorskafjörðurinn var annars langur. Og lygn. Líkastur stöðuvatni. í f ndstöðu við gáraðan tímann: í andstöðu við hafrót tvísýnna tíðinda, sem berast okkur. Jafnvel hingað. Samt er loftið þykkt af lyngangan. Fögnuður landsins yfir vinnufúsum höndum og tízkulaus- un trúnaði. Nú skil ég betur 'em oft áður guðsgrænan fögnuð Matthíasar ... Jón- ^sar . Steingríms ... Þorsteins ... iilmur he'ðar, og þarma áin ----- liðast eftir grænum dalniuim. Straumlþumg, vatnsmikil. í óða önn að flytja burt skaflana af heiðinni, sem gæti dregið nafn af þeim sem móta heimsfréttirnar. Ég slekk á útvarpinu. Drep á því eins og kerti ... Við erum að háma í okkur hangikjöt og innfjarðabakfcelsi með kaffivatni. Sverrir segir sögur. Við hlustum^ Krist- ján Tryggvason, klæðskeri á ísafirði, öðlingsrnuður, konurnar Gréta Lind og Hanna — og drengurinn Ingólfur hlust- ar einnig með auga á hverjum fingri. Ég er að velta því fyrir mér, hvílíkur Jl'xus það er að þurfa ekki lengur að hugsa um. hvort kertið ósar. Láta sér í Jéttu rúmi liggja, hvert vaxið rennur. Horfa .. hverfa ... Anda að sér hvítri J; gnu og grænum ilmi. Horfa út um gluggann, virða fyrir sér úr litlum nota- iegum veiðikofanum skvompurnar á veginum. Hann hefur rignt. Sel heitir kofinn. Hér hefði Hamsun kunnað við sig. Ef ég væri skáld, mundi ég skrifa róman um þennan stað. Kristján klæðskeri og ¦ Óskar Aðal- eteinn eru systkinasynir. Ég þekki Ósk- ar ekki mikið, en að góðu einu. Berðu nonum kveðju mína, Kristján, og segðu h< iium að guð borgar fyrir hrafninn. Uppi á heiðinni Reiphólsfjöll, með hvítum fönnum. Þegar við ókum niður ireð ánni í morgun og fjörðurinn opn- sðist.blasti Snæfjallaströndin við aug- utó. Ég hafði einnig séð hana af heið- inni, tignarleg fjöll við nyrztu höf, í b.'árri þverröndóttri skyrtu. Nákomin mannlífi margra alda. Og hér fór Hagalín um sveitir með sitt stóra álfhamarshjarta, fullt af marg- ntum ljósum sem fólkið kveikti. Nú fylgja þau okkur, þessi ljós. Kristrún í Hamravík, lík höfundi sínum, sterk. Lík þeim sem þorði að skrifa ,.Gróður og sandfok." Aníta . . . Og Falur skepnan, kannsiki ég hifcti þig líka. Og senn verð- ut Hagalán sjötuigiuir. Heiil honuim. Við komumst að Mórillu í dag. Hún rennur kolmórauð úr Drangajökli í B aldalón. Og þarna er jökullinn, hvít- ur með blátt ör eftir viðureign við veð- urguðina, og slær sporðinum við jafn- s éttu. Kambur jökulöldunnar eins og íar eftii jarðýtu. Þannig velti skriðjök- uilinn landinu á undan sér. Nú er hann horfinn. Og 'engu líkara en ýtustjórinn hafi orðið hvellisjúkur á þessum stað. Eitt sinn var fjölskrúðugt mannlíf á þessum slóðum. Margvíst fólk og litríkt, með sín ör. Og fyrnsku í blóðinu. Marg- ir með viðurnefni sem eru yfirtak. Að ^ isu era hér enn bæir á stangli, en fæiri þegar norðar dregur. Og nú búa fáir utan í Wíðunum eins og fmglar í bjargi ... Friggi slefa ... Steini tönn ... Dón kúpa . . . hvílíkur skáldskapur. Þegar Steini tönn rotaði steinbítinn á iærinu á Frigga slefu, hló Mangihrafn mest á ævi sinni, að Íjví er hann sagði siálfur Og mannlífið sprettur eins og gras úr ;-öi'ð. Nei, eins og jöklasóley. Ef noiikurt fólk hefur mótazt af um- hverfi sínu, þá eru það Vestfirðingar, Djúpmenn. Og þeir hafa einnig orðið íyrir áhrifum af þjóðum. Venedía hét langamma Sverris, hún var úr Trékyllis- vík. Og þarna voru Metúsalemsa, Bet- úel, Otúel, fræg skytta um Djúp, Mæj- as. Og héðan er Dósi. Dósáþeus Tímó- teusson var greindur og sólbrúnn, þeg- ar hann setti svip á bæinn. Nú er hann J.orfinn, í bilí. Týndur. Eitt sinn orti nann vísu um Stein. Fyrri parturinn er annað hvort níð eða kaldrifjað grín, ó- J?kt Dósa. Sá seinni er mikill spádóm- ur, enda á Dósi ættir og nafn að rekja til Biflíunnair: Steinn sem hef ur stolið mest, stolið mest af annarra grasi, hann mun þegar sól er sezt sitja bekk hjá Matthiasi. Þetta orti Dósi um Stein, þegar Sand- burg var betur séður á fslandi en iðju- Joysinginn úr Dölum. Aldrei hefur neinn, mér ókunnugur, sýnt ungum dreng meiri hlýju en Dósóþeus Tímó- leusson, þegar ég hi'tti hann í Reyk- holti fyrir fjórðungi aldar. Þá var hann ungur og hraustur, bjó í tjaldi og synti eins og selur í lauginni. Aldrei á kvenna fari, svo vitað væri. Svo hlýr og góð- ur við uppburðarlítinn reykvízkan pilt, eð mundi nægja heilli þjóð fyrir himna- vist. Of góður til að sjá við veröldinni. Já, einkeinnileig nöfn, sótt í BMáiuina eins og annar gróður á þessum slóðum. Guðbrandur biskup hrósar Vestfirðing- urn í formála fyrir Vísnabókinni, því að þeir einir keyptu Guðbrandsbiblíu að nokkru gagni, þótt hún kostaði kýr- v«rð. Hver muindi niú kaiupa biflíiu fyr- ir 15 þúsund krónur? Ekki mundi Dósó- þeus hafa efni á því. En frændur hans og forfeður fengu ekki slag af svoleið- is tittlingaskít. Við horfum út Djúpið. Þarna blasir við Æðey. Og Vigur, auðvitað. Þar var sr. Sigurður, afi Sigurðar vinar okkar, mikil líempa og vildi heldur rífa þorsk- hausana fyrir vestan en rífast við þá fyrir sunnan. Hann var einn af þessum pétrum-ottesenum, sem höfnuðu vegtyllum, jafnvel ráðherradómi. Og parna er Vatnsfjörður. Nú er séra Baldur Vilhelmsson fluttur í Reykjanes, er mér sagt. Hættur að trúá á Stalín. Hefiur biflíuna á hraðbergi. Og sýnir af sér mikið trúarþrek. Lengi er von á einum. Mjóifjörður, Skötufjörður og hvað þáir heita nú allir þessir staðir, "sem við rkkur blasa. Engin hafgoluspýja til að íoipesta þessa stund. Ekkert sem minnir á örlög þeirra sem fórust á liðnum vetri. Ekkert — nema jökullinn. Nú er hér lítill fiskur. Áður stóð á hverju járni. Þá varð allt til bjargar. i ólkið eins og mý á mykjuskán. Lund- inn kafar undir síldina og heldur henni uppi, en hvítfuglinn vakir yfir. Sjómenn- irnir sjá gerið og pusa síldina. Henni er be'tt. Eða þá að hún er söltiuð handa kindunum. Stundum flýtur línan upp af síórfiski og löngu. Það var nú þá. Nú er ekki vart yið líf innan Arnarness. Hvað veldur? ,,í ganmla daga vall kampa- lampinn upp úir fiiskinium", segja karl- ;irnir. Og eiga við ræ'kjuna. f gamla daga ... Ég virði fyrir mér þessa reisnlegu byggð, Hestfjörð, Álftafjörð — og þarna er Seyðisfjörður, þar sem Edd- om kom að landi .... Og þarna Ögiur. , Þar slær hjarta Djúpsins eins og allir vita", segir Sverrir. Þar stóðu þeir í íjörunni o^ "ökuðu á bátinn. Þar var tekið í þá, þegar þeir komu sjóblaut- ír að landi. Og stundum stóðu þeir á rlittinum og öskruðu, þegar mikið lá við: „Þú mundir braigða, þótt þú yrðir skorinn". Nú er þar minni byggð en áðiur. Hvergi meira útfall aí fólki. Ögur er frægt af Fóstbræðrasögu og Gerplu. Þar bjó Þormóður kolbrúnar- skáld með Þórdísi Kötludóttur. ,.í Ögri þróaðist hamingja meiri en menn vissu dæmi annarsstaðar á Vestfjörðum, og Jiótt leitað væri í öðrum héruðum" ... „Hin óráðna mær, sem af forvitnisök- um lét opinn glugg sinn um nótt, var og ástkona bónda síns alger, sú er lykur hjarta manns jafnt lífi og limum. Og því er það að orðum gert, að eigi hafi ástir jafngóðar eða bstri tekizt með hjónum fyrir vestan land". Hér fjarlægist enginn, hvorki fólk sitt né uppruna. Hér er auðvelt að nálg- ast: landið, ræturnar. Sitt eigið blóð. Sverrir kann margar bækur utan bók- ar. Gerpla er ein þeirra. Nú skil ég bet- ur en áður, hvers vegna hann hefur iagt svo mikla rækt við þessa bók. U.éðan úr Ögri er hann ættaður. 7'ungutak þessara mergjuðu byggða fylgir honum. „Sumri var tekið að halla og dimmt af nótt, en bóndi kunxii stikl- mnar í bæaránni og stefndi til fjalls" — Svo lýsir Halldór Laxness því, þeg- ar Þormóður yfirgetfur Þórdisi, konai sína, nótt eina fyrir nær þúsund árum. „Ég hrökk við, þegar ég sá þessa setn- íngu", segir Sverrir. „Að sjá þessa vinnusemi, þessa nærfærni við staðinn og þá sem honum unna. Þarna eru stikl- uinar enn í ánni, ég lék mér við þær diengur. En ekki hélt ég að neinn utan- aðkomandi mundi taka •eftir þeim". Og enn fremur: „Við Ögur eru ytri og ínnri klampir við varirnar þar sem lent var, aldrei kallaðar annað. Klappir voru ekki til í Ögurvík: „Það sýnist mér ráð að vér höggvum óhelgimenn tessa hér á klömpinni", segir Þorgeir Hávarsson í Gerplu. Það fór um mig ljúfur straumur og klampagleði, þegar ég las þetta. Hvílík snilld. Móðir mín befur sagt mér að sig minni að Laxness hafi komið í ÖgUT 1937. Og ekki síðan, að ég held. Þá hefur Gerpla verið far- in að brjótasit um í honum. Þá ferðaðist hann um Vestfirði." Við vorum að rifja upp ÞormóS kol- brúnarskáld og Þorgeir Hávarsson. Ekki hefði mig larigað til að gljáfægja á howum hausinn úti í skemmu, eða mynnast við hann dauðan. Fóstbræðra saga er eldri en Njála. f henni stendur: ,.Nú fjo-ir því að þeim Þorgrími reynd- ist meiri mannraun að sækja Þorgeir en iilappa um maga konum sínum, þá sótt- ist þeim seint ..." Þaðan er auðvitað komið bröltið á maga Hallgeirðar, minnsta kosti stingur þetta í auga. Um þetta töluðum við Sverrir. En nllt í einu rnan hann setningu úr Njálu, &em kom honum kynlega fyrir sjónir, pegar hann las bókina enn einu sinni, nú nýlega: „En frá Valgarði (hinum gráa) er kominn Kolbeinn ungi". Eins og Njáluhöfundur sé að tala um mann, &tm allir þekkja. Kolbeinn er lifandi, þegar sagan er rituð. Annars hefði stað- ið: var kominn Kolbeinn ungi. Ætli Brennu-Njálssaga sé eldri en fullyrt er? Úr Ögri er margt gó'ðra manna. Sverr- ir man eftir, þegar Friðfinnur Ólafs- son frá Strandseljum kom heim ungur riámsmaður — og kunni að dansa Lam- befch Walk, þar var Dósóþeus vist- íður um tíma. Og Gestur Benediktsson þjónn, sem margir Reykvíkingar kann- ast við að góðu. Þá urðu menn oft p eyttir. Eitt sinn var Gestur svo þreytt- ur, að hann xeyndi að fara í koddaver- i3 í staðinn fyrir skyrtuna sína. Þegar nlaup komu, var róið upp á líf og dauða. Þá var svo mikill fiskur, að þurfti að seila. Nú þarf ekki lengur að seila. Við ókum inn Langadalsströnd á út- halli, upp í Langadal, fram hjá Kirkju- bóli. Bakkasel er í eyði. Það stendur upp í hlíðinni, eitt og yfirgefið. Athugasemd neðanmáils. Ekki er þetta Kirkju/ból skáldsins, sem kvað um „hornanna klið". Á þassu Kirkjubóli hafa þeir að vísu kunnað að meta hornakliðinn, en með öðrum hætti. Þetta minnir mig á Vest- firðinginn, sem var á ferð um Hval- fjörð. Við Saurbæ var honum sagt að i)ér hefði sálmaskáldið búið. „Ha, bjó Halldór hér?" sagði Vestfirðingurinn undrandi. Svo mikill er máttur Morgun- blaðsins. Svo vafasöm áhrif þess. Miðvikudagur 31. júlí. Langadalsá gæti verið með eftirsókn- orverðustu laxveiðiám í landinu, ef hún væri betur ræktuð. Hræddur er ég um að hún sé rányrkt. Að vísu reitist upp eitt og eitt kvikindi. Við erum búnir að íá tvo laxa, ekki stóra. Þeir eru þó brag- arbót. Ég hef hvergi séð svo mikið sem uppitak. Og áreiðanlega eru þeir ekki margir laxarnir sem vaka við steina. í dag færði Sverrir mér blátt nælon- ret, sem hann krakaði upp úr ánni. Það tók mig sárt að sjá þennan móral. „Ég vissi að botngróðurinn er ekki blár hér á Vestfjörðum", sagði Sveirir, þegar nann rétti mér netið. Annað var ekki íögt. Litadýrðin er ólýsanleg. Lyngið sums staðar rauðbrúnt um hásumar. Hér er meiri gróður en fyrir sunnan. Landi'ð frjósaimara. Kannski eir minna um sauð- kind, færra fólk. Hér eru dilkarnir nú á við haustlömb fyrir sunnan. Hér blómg ^st allt, nema nýræktir bændanna. Þær eru arfagular af tærandi átumeini kals- ins. Engu líkara en ókunn hönd hafi lagt sitt bláa net á þessa frjósömu jcrð. Blátt klakanet. í dag eru þeir 'enn að tala saman í Tékikósióvakíu. Ég stenzt ekki mátið, en skrúfa frá útvarpinu. Viðræðurnar hafa farið fram í „hreinskilni og bróðerni", segir Pravda. Áður sagði hún að frjáls- ræðishreyfingin í TékkósJóvakíu yrði barin niður með hervaldi. Eins og í Ungverjalandi. Nú, „hreinskilni" — hvað skyldi það merkja? Eitthvert ó- bragð er af þessu orði á þessum stað. Nú leggja þeir sem óðast sín rauðu net í mórilluir kalda stríðsins. Hann er á sunnan. Dimmt yfir. Aus- andi rigning í morgun með dagmála- glennu. í gær var hann bjartur í vestr- inu og vindurinn stóð í sömu átt. Það vissi á gott, enda var veðrið yndislegt seinni partinn og fram á nótt. Hitimn svo mikill inni í gljúfrinu, að mývarg- iirinin óx eins og dökkt ský úr logninu. Suðið yfirgnæfði nið árinnar. Reiphóls- fjöll gnœfðu yfir heiðina, þe®ar viÖ Framh. á bls. 12 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.