Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 13
íæddur á Dyrðílmýrt, nú Tyrðilmýri. Þaðan er komið fyrsta atomskáld lands- ins, sem nokkuð kveður aS, Páll Borg- arsson: Stormurinn æðir hér stranglega yfir svo öldurnar hífast í háaloft. Maninshugir lækka við storminn þann stranga yfir því húsi sem hífist á loft. Svo er blákalt fullyrt að lágt sé ris- alð á ljóðaskálidskap nú uim daga! Þorgeir var fæddur að Jöklakeldu í Mjóafirði. Hann var ekki skáld. Haus hans á stönginni og siðar í skemmu Þormóðs stendur sem táknmynd sög- unnar: Stalín. Þessi táknmynd ofsækir ckkur. Húti er farg. Áhrif Þorgeirs auk- ast jafrnvel í daiuðaruum. Þormtóðiur losn- ar ekki við harrn: „Um atvik að dauða Þorgeirs Hávarssonar, svo og í hverj- um stað hann hafi látið líf sitt, munu seint fást greið svör af fræði- mönniuim....". En Þormóðux heldiuir tryiggð við hann, genguir í skeinmiu sína „að salta hetjuna í framan". Smám saman þegar Þormóður er farinn missir haus- inn áhrifamátt sinn, verður gamanmál. Þeir gantast við hann. Og hauskiúpu Þor- geirs Hávarssonar, aiías Stalín, gat að iita „upphafða á stalla, fáða af mikilk' list: var það hinn bezti gripur. Af höfði þessu fengu meinn allgóða skemmtaii við Djúp leingi síðan og dróst úr hömlu að klerkar sýngi yfir, liðu svo þrír mannsaldrar fullir, að höfuð þetta fylgdi húsum i Ögri. en þá fórst er bæarhús geingu upp fyrir eldi..." Muradi ekki Tékkóslóvakía sýna okk- ur, að senn líður að því að bæjarhús- in, þar sem haus Stalíns er á stalli, gangi upp fyrir eldi. Sverrir er komimn inin í gljúfrið. Ég er einn í kjarrinu, svitna í hitanum. Mig þyrstir. Kjarrið nær í geirvörtur. Nú stendur Kristján klæðskeri niður við brúarhyl, staðráðinn í að setja í hann. En Sverrir inni í gljúfrunum, týndur ag trölliuim gefinn. Ég dreg aið mér ramma ainigan bitrkis Oig víðis. Og lynigið stneymir inri í vit mián. Hér kemiuír engimn. Jafnivel saiuð- kindina má telja á fingrum anjiajnrair handar. Hér fær landið að vaxa í friði. Ég leggst á hnén, drekk úr litlurn fjallalæk. Hann minnir ekki á mannlíf- ið eins og mórautt jökulfljótið, sem gleypir bláar bergvatnsárnar. Hann er of tær, fyssandi. Hjalar eins og barn. Hvað það er svalandi að drekka. Ég heyri e'kkert nema sytrið í lindinni. Það minnir á Jaroslav Hasek, þann sem gaf Sveik ódauðlegt líf. Mesta friðar- sinna í bókmenntum allra alda: Angar vangur grænn og elfan silfurtær, ynd- ishjal í lind og klukknahljómux gkær — eins og Karl fsfeld þýðir HaiS'ak á ein- um stað. Ekki yrði ég hlessa, þótt ég niætti hér smalamanni Vermundair hins mjóva Þor- grímssonar í Vatnsfirði. Svo mikil er fyrnska þessara þröngu fjarða. Ég horfi yfir dalinin. f honum miðj- am standa enn grænar réttarrústir, hálffallnar. Þar sló foli Guðjón ráðs- mami í Bakkaseli til bana. Og þarna rústir Bakkasels eins og svört þúst. Þar dó Hafliði, ungur piltur úr botn- Utgefandi: Frairilcv.5tj.: Rltstj6rar: Jtitstj.fltr.: Auglýsingar: Ritstjórn: H.'f. Arvakur, Reykjavik. HaraMur Sveinsson. Sigurður Bjarnascn frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Gísli SigurðS¦ im. Arni Garðar Kri$tinsson. ASalstræti 6. Simi 10100. langabólgu. Hafði „tak í gegnum sig". Hvernig er hægt að ímynda sér að unnt hafi verið að lifa af þessa eirtangrun. þessi himingnæfu fjöll. En tíminn líður. Eit't sinn var sagt: Ég ætla yfir Heið- ina. Nú er Túngata þar sem H'eiðin .var. Tíminn líður, einnig í Reykjavík v.. Af birkinu drýpur hunangsiknur. Eg horfi á stóra röndótta hunangsfmgu fljúga milili blómaruna. Ef ég rennidi henini fyrir lax, fengi ég kannski tólfpuindara. En ég vil ekki vinna það til. Hér á hún heima. Hér vinnur hún að því að dreifa ilmandi blómuin uim hlíð og hjalla. í vingarði drobtilnis. Og þrestamnJir symgja á gneinuim í skuggail'ausTÍ þögniriini. Og fljúga svo „í erindum guðs milli himins og jarðar", eins og Tómas segir ógleym- amlega „Hann er langur hann Langidalur, aðallega utantil", var sagt um annan dal. Um þann hinn sama dal var einnig sagt: „Slíkir m'enn voru þá um Langa- dal". Það var Espólín sem komst svo að orði um þá misjöfnu sauði, sem þar bjuggu. Ættfeður mína. En hér hafa fá- ii búið. Og ættir manna ekki raktar eft- ir dómabókum. Ég fæ mér sæti. Hvernig lyktar þessu, hvert stefnir? Fer að hugsa um „Tvö þúsund orð" tékkneskra skálda og menntamanna. Veröldin þrýstir sér irrn í hugsun mína, þar sem ég sit í grasi og lyngi og reyni að forðast hana. En kemst ekki undan. Rifja upp það sem stendur í þessu plaggi. m.a.: „Við v"erð- um að skilja að hið rétta um ástandið hjá okkur er almenn fátækt, og stjórn- arfyrirkomulagið hefur gengið sér til húðar ..." Dýr er þessi reynsla. Hvað skyldi hún hafa kostað mörg mannslíf? Hvað hefur á unnizt. Jafnvel hunangsflugan dreifir blómum. Sáir lífi. Hverju hafa þeir sáð? Er manneskjan til þess eins að deyja? Eins og fiskifluga. Eða mý- vargur. Og þarna er hún þessi háa nafoitagaða hteiði, og snæþakin fjöllin. Dalurinn eins langt og auga eyg- ir. Og Sniæfiallasiröndin fylgir mamni, hvert sem rót tímans ber. Svo mætast þau einn góðan veðurdag, hún og Holub, tékkneskt skáld, sem orti um fólkið í landi sinu: Við réttum grasinu hjálparhönd og það breyttist í korn Við réttum eldinum hjálparhönd og hanD breyttist í eldflaug. Hikandi, varlega réttum við fólki hj álparhönd, sumu fólki ... Svo amia ég í áttina til Sverris. Áin hefur ekki verið á uppitökum. Samt er von . . . M. SMASAGAN_____________ Framh. af bls. 7 fór út að glugiganuim og sá yður vera að gnafa eitthvað í tunglsljósimt. Loks- ins hafði hann kjank í sér til þess að vekja konu sína. Þau horfðu bæði á yður." „Bölvaðir njósnararnir. Og þannig komust þér að þessu?" „Já, hvers vegna notuðuð þér svona stóran kassa?" „Hann var sá eini, sem ég gat fundið. En hann var samt hvergi nærri eins stór og líkkista." „Frú Treeber var að hugsa um þetta allan sunnudaginn. Og þegar þér sögð- uð henni, að kona yðar væri farin í ferðalag og mundi ekki koma aftur á næstunni var hún orðin alveg viss um, að þér hefðuð.....já . . . . kálað henni." Ég hellti meira kaffi í bollann minn. „Nú, jæja, og hvað funduð þér?" Hann var enn svolítið feiminn að segja það: „Dauðan kött." Ég kinkaði kolli. „Svo að ég er fund- inn sekur að því að grafa dauðan kött?" Hann brosti. „Þér eruð mjög slóttug- ur, hr. Warren. í fyrstu neituðuð þér að hafa grafið nokkurn hlut." „Mér fannst yður ekkert koma það við". „Og þegar við fundum köttinn, stað- hæfðuð þér, að hann hefði daið af eðlilegum orsökum." „Það hélt ég til að byrja með." „Konan yðar átti köttinn, og einhver hefur höfuðkúpubrotið hann. Það er greinilegt." „Ég legg það ekki í vana minn að rannsaka dauða ketti." „Hann blés í pípu sína. „Ég er þeirr- ar skoðunar, að eftir að þér myrtuð konu yðar, drápuð þér einnig kött- inn. Ef til vill vegna þess að nærvera hans minnti yður um of á konu yðar. Eða ef til vill vegna þess að kötturinn hafði orðið vitni af aftöku konu yðar, og mundi geta vísað okkur....." „Nei, heyrið þér mig nú, hr. lögreglu- foringi." sagði ég. Hann skipti litum. „Nú, það er vitað til þess að skepnur hafi krafsað þar sem húsbændur þeirra voru grafnir. Að vísu eru það oftast hundar, það skal ég játa. En því ættu kettir ekki að geta____?" Ég velti þessu fyrir mér. Já, þvi ekki það? Littler hlustaði á borinn um stund. Þegar okkur er tilkynnt um hvarf ein- hvers, þá höfum við það fyrir reglu að kynna okkur sparifjáreign viðkomandi. Og svo bíðum við. Undantekningairlauist skilar víðkomandi sér ininan fáirra vikna. Venjulega þegar hann er orðinn uppi- skroppa með peninga." „Og hvers vegna í ósköpunum gerið þið það þá ekki í þessu tilfelli? Ég er handviss um, að Emelía kemur aftur eft ir nokkra daga. Eftir því sem ég bezt veit, hafði hún aðeins hundrað dollara á sér, og ég veit, að hún hatar að þurfa sjálf að annast fjármálin." Hann glotti dauflega. „Þegar um er að ræða týnda eiginkonu, þegar ein- hver heyrir vein, og þegar við höfum tvö vitni að greftrun í bakgarði, þá úrskurðuim við, að hér sé um morð að ræða. Við höfum ekki efni á því að bíða." Og heldur ekki ég. Lík Emelíu gat ekki legið endalaust. Þess vegna hafði ég drepið köttinn, og komið því í kring, að það sást til mín. En ég var rólegur þegar ég sagði: „Og þá eruð þið ekki seinir að grípa til skóflunnar og eyði- leggja lóðir manna. En ég vara yður við. Ef hver torfa, blóm og moldar- köggull er ekki settur á sinn stað, höf ða ég mál á hendur ykkur." Littlerr lét sér ekki bregða. „Og svo var það blóðbletturinn á gólfteppinu í dagstofunni." „Það var mitt eigið blóð. Ég varð fyrir því slysi að brjóta glas og skera mig í höndina." Ég sýndi honum örið aftur. Hann lét ekki haggast. „Þetta er bara til að hylma yfir hina eiginlegu orsök blóðblettsins. Uppgerð." Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér. En ég setti blóðblettinn þarna til þess að velzja grunsemdir lögreglunnar, ef annað reyndist ekki nægilegt. Ég sá, að Fred Treeber hallaði sér yfir grindverkið og var að horfa á verkamennina við vinnu sína. Ég stóð upp. „Ég ætla að ná tali af þessari skephu." Littler elti mig út. Ég stikaði yfir moldarhrúgur. „Kall- arðu þetta að vera góður granni?" Fred Treeber kyngdi. „Albert, ég meinti ekkert illt. Ég trúi því ekki, að þú hafir gert það, en þú þekkir Wilmu og hugmyndaf lug hennar." Ég horfði illskulega á hann. „Við tefl um sko ekki framar ég og þú," Ég sneri mér að Littler. „Hvers vegna er- uð þið svona vissir um, að ég hafi husl- að konu mína hér?" Littler tók pípustertinn úr miunniinjuim. „Bíllinn yðar. Þér ókuð honum á benz- instöðina við Murray götu klukkan hálf sex á föstudagskvöld. Þér létuð fylla hann og skipta um olíu. Afgreiðslu maðurinn límdi spjaldið á sinn venju- lega stað innan á dyraumgjörðina að framanverðu, og þar stendur dagsetn- ing og mílufjöldi. Síðan þetta gerðist, hafðið þér aðeins ekið átta tíundu úr mílu. Og það er einmitt fjarlægðin frá benzínstöðinni að bílskúrnum yðar." Hann brosti. „Með öðrum orðum, þá ókuð þér beint heim. Þér vinnið ekki á laugardögum og í dag er sunnudagur. Bíllinn hefur ekki verið hreyfður síðan á föstudag." Ég hafði treyst þvi, að þeiir veitrbu þessu athygli. Ef ekki hefði ég orðið að vekja athygli þeirra á því með ein- hverju móti. Ég brosti kalt. „Hefur yður ekki dottið í hug, að ég hefði borið líkið inn á næstu auðu lóð og grafið það þar?" Littler skrikti góðlátlega: „Næsta auða lóð er langt héðnn frá, og það er harla ótrúlegt, að þér hafið borið lík ið um mannlausar götur ailla þessa leið, jafnvel þótt það væri að nætuirlagi". Treeber leit upp frá vinnandi mönn- unum og horfði á blómabeðið mitt. „Al- bert, þar sem dalíurnar þínar verða hvort eð er rifnar upp, er þér þá ekki sama þótt ég skipti á nokkrum stjúp- mæðrum?" Ég snerist á hæli og klöngraðist aft- urað húsinu. Það leið á daginn, og smám saman dofnaði sigurvissan í andliti Littler. Það var farið að skyggja, og klukk- an hálf sjö stanzaði borinn í kjaMar- anum. Chilton lögregluforingi kom inn í eldhúsið. Hann var þreytulegur, svang- ur og örmagna og buxurnar hans voru útataðar í leir. „Það er ekkert að sjá þarna niðri." Littler beit í stertinn. „Ertu alveg viss? Hefurður leitað nógu vel?" „Ég skal setja hausinn á mér að veði", sagði Chilton. „Ef hér er falið lík, þá mundum við finna það. Mennirnir úti eru líka hættir." Littler starði á mig. „Ég veit, að þér myrtuð konu yðar. Ég finn það á mér". Það er eitthvað aumkunarvert við mann, sem hefur ekkert nema brjóst- vitið til að vísa sér leiðina. En engu að síður hafði hann rétt fyrir sér í þetta sinn. „Ég ætla að steikja mér lifur og lauk í kvöld," sagði ég glaðlega. „Ég hef ekki bragðað það lengi." Lögreglumaður kom inn í eldhúsið ut an úr bakgarðinum. „Lögregluforingi, ég var að tala viS þennan Treeber í næsta húsL" „Nú og hvað?" spurði Littler óþolin- móðlega. „Hann segir mér, að hr. Wárreai eigi sumarbústað við eitthvert vatn í Byronhéraði." Ég missti næstum lifrina úr höndun- um, sem ég var að taka út úr ísskápn- um. Treeber asni og kjaftaskur. Littler glennti upp augun. Skapið snöggibreyttiist, og það skríkti í honum. „Þarna kom það, þarna kom það. Þeir grafa þau alltaf á sinni eigin lóð." Ef til vill var ég fölur í andliti. „Þér skuluð ekki voga yður að stíga fæti inn á þetta land. Ég er búinn að eyða tveimur þúsundum dollara í það síðan ég keypti það, og ég vil ekki hafa, að þe=sir þorparar yðar snerti þar tangur né tetur." Littler hló. „Chilton, sækið flóðljós og áttu mennina pakka saman." Hann sneri sér að mér: „Jæja, og hvar er svo þetta litla fylgsni yðar?" 11. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.