Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 9
glldi, bæði vegma þess að húm eir frá gömlu norrænu svæði, þar tsem norrænt mál var eiui talað á 18. öid, og enn- fremur vegna þess að sögnin er „Saga i Miniatur" svo notuð séu orð Jakobs Jakobsens. Þrátt fyrir það, að hún sé nokkuð löng og geymi atriði, sem ekki koma beinlínis við rannsókn okkar, ætla ég að taka hana hér upp: „Noregskonungur sendi á ári hverju mann til Hjaltlands að heimta skatt. í byggðunum voru vissir staðir, þangað sem bændurnir komu á tilsettum tíma með skattinn, sem reiddur var af hendi í sméri og vaðmáli. Bændurnir höfðu með sér reizlur sínar til að vega smérið, en skatthe'mtuimaðurinn hafði ætíð hjá sér sína eigin reizilu og bar saman við reizLur bændamna. Ár nokkiuirt, þegar skattheimtumiaður kóngs kom að venju til Öri á Fetlar að sækja skatt Fetlarbænda, lenti hann í deil- um við bónda að nafni Joen Tait, sakaði hann um að greiða allt of lítið cg nota falska reizlu. Þessu neitaði Tait og fullyrti, að reizla skattheimtu- mannsins hlyti að vera röng. Hvert ' skætingyrðið rak annað, og deilunni lauk með því, að Fetlarbóndinn, sem var uppstökkur maður, lyfti reizlu sínni og sló útsendara kóngs dauðan niður með lóðinu. Fyrir afbrot þetta var hon- um stefnt til Noregs (sumir segja til Danmerkur) til þess að standa augliti til auglitis við kónginn. Fetlarbóndinn gekk fyrir köng berfættur með exi í hendi. Hann var stór maður og sterk- ur en undarlega vaxinn og voru fæt- urnir alsettir hnútum. Konungi varð stairsýnt á fæbur hans, Qg er Tait spurði, hví hamn starði þannig, var svar ið, að aldrei hefði konungur fyrr séð svo hræðilega fætur. Þá mælti Tait, að fyrst þetta ylli hneyksli, mætti ráða bót þar á og í sama bili lyfti hann exi sinni og hjó hnút af fætinum. Mælti þá kóngur, að sig undraði ekki að Tait vægi skattheimtumann hans, fyrst hann kærði sig svo lítt um holid sitt og blóð. Raunar hefði hann unnið til óhelgis sér, en með hliðsjón af dirfsku þeirri, sem konungur hafði nú orðið vitni að, skyldi hann gefa horium tækifæri til þess að bjarga lífinu. f nágrenninu reikaði um grimmt bjarndýr, mannskætt. Fangaði hann dýrið og færði það lifandi fram fyrir kóng, skyldi hann halda lífi. Tait tók boðinu, hélt til gamallar konu, sem bjó í skógi nærri aðsetri bjarnarins, og spurði hana vandlega um hætti dýrsins. Konan sagði þá við hann að smér hefði komið honum í þennan vanda og myndi smér einnig bjarga honum frá vandanum. Hann skyldi taka haldgóð reipi og kirnu af sméri, sem hann skyldi setja á sólríkan stað í skóginum, leggjast síðan í felur og bíða þess tíma að björninn kæmi að sleikja smérið. Þegar björninn hefði sleikt smér ið myndi hann syfja og leggjast til hvíldar. Hann skyldi sæta lagi að koma að dýrimu rmeðan það svæfi ag bisnida það með reipunum. Tait þakkaði konunni ráðin og með hjálp þeirra tókst honum að ná birninum og færa hann lifandi fram fyrir kóng. En kóngiur, sam hafði haldið sig vera lausan við Tait, skipaði honum á burt úr Noregi með björninn. Tait fór heim til Fetlar með bersa og flutti hann þaðan til lítillar eyjar eða hólma, Linga að nafni (Yelli-Linga), sem liggur milli Yell og Fetlar upp við strönd Yell. Þar segir sagan, að hann hafi tjóðrað björninn, og kallast staður- inn þann dag í dag The Bear's Bait (Bjarnarhagi), en nafn þetta þekkja nú fáir. Á miðjum hólmanum sést einskon- ar hringur, þar sem grasið ber annan og safameiri svip en bæði utan hans og innan. Segir sagan, að þetta stafi af göngu biarn.arins brinigiuim tjó5uinhœliinn. V Um það efast víst enginn, að frá- sögnin í sögu Jakobs Jakobsens ber öll merki smásögu. En að efni til líkist jftAl*^-^-^] cr hún þó enn meir þeirri gerð fornís- lenzkra sagna, sem kallast þættir. Harð lyndur og þrár eybóndinn gegnt Noregs konungi er eitt algengasta mótívið í þessari tegund bókmennta. Víg á full- trúa konungs eða fógeta, sem nær alltaf eru sýndir óréttlátir og óaðlaðandi, er einnig commune bonum í þáttunum, einnig lífshættulegar raunir og gifturík heimferð til ættlandsins að lokum. Fyr- ir utan þessar almennu líkingar er einnig hægt að greina nokkra nánari líkingu milli hjaltlenzku sagnarinnar og einstakra þátta eða lengri sagna. Ævintýralegar viðureignir við birni og önnur villidýr koma og fyrir í þáttar- kenndum inngangi Víga-Glúmssögu (3. kap.), í 5. kap. Völsungasögu, þar sem úlfur er ginntur með hunangi, og á nokkrum fleiri stöðum. Það, að björninn er fluttur lifandi fyrir konung og síðan fluttur á skip landa á milli, minnir mjög á söguna um Auðun og tamda björninn í Auðunnar þætti vestfirzka. Hægt væri að fara nánar í saumana á þessum líkingum, en slík rannsókn myndi leiða okkur langt frá viðfangs- efni okkar og á enda heima í sérstakri ritgerð. Hinsvegar er rétt að taka fram, að það er mjög bagalegt, að Jakob Jakobsen skyldi láta sér nægja að end- ursegja söguna í stað þess að skrá frá- sögn sögumannsins frá orði til orðs. Það er og bagalegt, að hann skyldi að mestu leyti láta undir höfuð leggjast að skrá þau afbrigði, sem samkvæmt hans eigin sögn komu fyriir í frásögn- itm annarra sögumanna. Eins og sagan liggur nú fyrir, er hún engan vegínn táknrænt dæmi um hjaltlenzkan frásagn arstíl, og líkindi þau, sem geta hafa vierið í framsetninigu milli sögunwar og íslenzku þáttanna, hafa orðið til muna óskýrari. Jafnframt er það einnig hugs- anlegt, að viss atriði frásagnarininar, sem gefið hefðu eitthvað tii kynina um upprunann, séu nú óafturkallanlega giöt uð. Þannig álít ég, að þau sterku lík- indi, sem nú eru milli hjaltlenzku sagn- arinnar og forníslenzku þáttanna, hafi verið miklu meiri en frásögn Jakobgenis gefur til kynna. Með tilliti til þessa verðum við að gaumgæfa það mótív í sögunni um Tait sem fyrst og fremst vekur áhuga okkar: frásögnirna um varvskapaða fætur hans. Tait er lýttur á sama hátt og Þórarinn Nefjólfsson í lýsingu Snorra, frásögn, sem formlega fellur inn á svið þáttanma. í báðum tilfellum starir norskiuir kon- ungur á nakta fætur eybónda og lýsir því yfir, að hann hafi aldnei séð annað eins. Nokkur skyldleiki birtist einmig í því, að Tait heggur útvöxt af fæti sínum, en fót Þórarins skorti stórutána. Einnig leggur konungur þraiutir bæði fyrir Tait og Þórarin, — að vísu alls óskyldar. En þar með er líkingunini lok- ið. f Taitsögninni sér konungurinn báða fæturna frá upphafi og þar er ekki um að ræða neitt veðmál. Hjaltlenzka sag- an dregur ekki heldur fram neina mynd af vizku og klókindum hetjunnair. Sjálfs misþyrminigin róar aðeins heitt og óstýr látt skap. Höfum við þá tvíburagreinar af sama minni eða hversu er tengsl- unum varið? Er ef til vill réttara að tala um tvö óskyld mótív, sem líkjast hvort öðru, aðeins vegna þess að þau eru sett fram á svipaðan hátt? Mér virðist, að mjög erfitt sé að veita fullinægjandi svar við þessari spurn ingu, ekki sízt sökum hins áðurnefnda skorts á afbrigðum af sögunni. Líkur þáttaefniviður í mynd munnlegra frá- sagna hefur auðvitað verið fyrir hendi bæði á Hjaltlandi og íslandi á víkinga ðld og miðöldum. Af öliu mik ráða, að samgöngurnar milli íslands og Orkn- eyjajarlsdæmisins (að meðtöldu Hjalt- landi) hafi staðið með blóma á víkinga- og sagnatímum. Þar með verður senni- legt að bæði miunnleg, íslenzk sagna- minni og ritaðar íslenzkar sögur hafi borizt til Hjaltlands. Að því er snertir síðasta liðinn vierðum við að gæta að því, að auk þess sem það liggur fyrir að handrit hafi getað borizt til Hjalt- lands, er einnig mögulegt, að saga eða þáttur hafi verið endursagSur af manni, sem hafi hlýtt á hann lesinn, en þann- ig færist sögnin aftur til þjóðsagna- stigsins og blandast ef til vill nýjum minnum. Taitsögnin virðist geta verið afkomandi frásagnar, sem hefur lifað all an siran aldur í munnliagri geymd, en það er heldur ekkert, sem mælir gegn þeim möguleikum, að þarna sé um að ræða samsetningu minnis sem hefur orð ið kunnugt á Hjaltlandi gegnum skrif- aðar, íslenzkar heimildir. Sagan um fer- lega fætur Taits gæri þá verið afbakað, þjóðsagnakannt afbrigði af Þórarins- frásögn Snorra. Það sem einkum styð- ur slíkan skilning er, að þær skýringar sem sögnin gefur á atferli konungs og Taits eru veikar og að nokkru mót- sagnakenindar. Látum það liggja milli hluta, að Tait sé lýst sem heiftugum og uppstökkum. Það kemur fram, að hann sníður til sín eigin fætur, aðeins vegna þess að konungi lízt ekki á þá, en það yrði allt skiljanlegra, ef sagan lýsti því í upphafi, að Tait hefði séð nytsemi þessarar gerðar sinnar fyr- ir. Við skiljum ekki heldur, í þeirri mynd, sem sögnin er nú hversvegna Framh. á bls. 14 „Þórarinn var manna Ijótastr, og bar þat mest frá hversu illa hann vai Hmaðr. Hann hafði hendr miklar og I jótar, en fœturnir váru þó miklu Ijótari." 11. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.