Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 15
strom og co. Tiara gerra Ot I sænskri þýðingu. í hinni fyrri Kvinnors drömmar (1961) er aðalpersónan hús móðir í borg, í hefðbundnu hlut- ari Kánslor (1963) er trúlofunar- verki eiginkonu og móður, hin síð- og þroskasaga ungrar stúlku. Margt eiga þessar konur sameiginlegt og í báðum bókiuim er aðferð höfundar hin sama: þetta eru raunsannar sál- fræðilýsingar, trúverðugar persónur í umhverfi sínu. Aðalpersónan í Kvinnors drömmar heitir frú Pyy og hún er varla nefnd í sögunni — það er allt að því fyrir tilviljun að lesandinn fær að vita, að hún á sér fornafn. Frú Pyy er því fulltrúi þeirra kvenna sem vart eiga sér sjálfstæða tilveru utan hjóna- bands og heimilis, sjálfsvitun þeirra er óhjákvæmilega háð stöðu manns- ins í saimifélagiiníu, kjörujm hans, sjálfu nafni hans. Vissulega á frú Pyy sér draum um aðra tilveru og hún gerir grátbroslegar tilraunir til að brjótast út úr afmarkaðri, hvers- dagslegri tilveru sinni: hún byrjar kappsamlega á námskeiði þar sem hún hyggst læra að mála á postulín, hún verður sér úti um elskhuga, hún hvetur eiginmann sinn til að byggja. Úr verður álgert hrun, bæði fjárhagslega og andlegt, maðurinn verður gjaldþrota, konan fær tauga- áfall. í sögunni er varla um að ræða þjóðfélagslega ádeilu nema að svo miklu leyti sem hún felst í sjálfri umhverfis- og persónulýsingunni, í því rótleysi sem einkennir allar at- hafnir frú Pyy og ailit hennar Mf. — Það er þó, þegar allt kemur til alls, eigin sjálfsblekking frú Pyy sem stendur í vegi fyrir hamingju hennar, — höfundur gerir hana þannig úr garði að lesandinn á bágt með að trúa því, að frú Pyy hefði nokkurn tíma orðið neitt „af sjálfri sér" óbamingja hennar stafar fyrst og fremst af því að hún á örðugt með að horfast í augu við sína eigin meðalmennsku og sætta sig við eigin takmarkanir: jafnvel ástleysi sitt á eiginmanninum getur hún ekki játað nema ósjálfbjarga í dáleiðsluástandi hjá sáMræðinigi. Þrátt fyrir þessi beiaku sannindi verður lesanda hlýtt til frú Pyy, og það er bæði henni og okkur þó nokkur bót að hún missir ekki af Syndafallinu, þegar hún æðir um sem ferðamaður í Vati- kaninu í bókarlok, þó við lægi, að hún missti af þessu fræga málverki sem hún hafði hlakkað svo mjög til að sjá. Það sakar kannski ekki að geta þess, að eiginmaður hennar mdssti ailigenlega af Syndafallinu — hann komst nefnilega aldrei að því hvar þau voru stödd, hjónin. í skáldsögunni Kánlsor er fiallað um ástarsamband ungrar stúlku úr sveit og ungs manns úr borg og eru þannig hvort um sig fulltrúar ger- ólíks umihverfis. í>au enu aindstæðiUir í fleiri skilningi en einum: umhverfið lífsvenjur og ólík hefð hefur mótað skapferli þeirra og filfinningalíf. f bók Marju-Liisu Vartio helzt per sónu- og umhverfislýsingin í hendur — stúlkan er örgeðja og tilfinninga- nætm, uppriuinaleg í öllum orðiuim sín- um og gerðum eins og náttúran sjálf, pilturinn heldur fram kostum hins vitræna og kerfisbundna, jafn- vel ástina og tilfinningar á að skil- greina vitsmunalega. Marja-Liisa Var tio ernæm á tilfinningasveiflur ungs fólks á gelgjuskeiði: hún heldur sig alla tíð í nokkurri fjarlægð frá efn- inu og lýsir ákafanum og öfgunum í framkomu og geði með samúð og kímni. Þetta má í rauninni kalla þroskasögu beggja aðila: f lokin sýn- ir höfundir okkur inn í líf þeirra eft- ir sex ára hjónaband. Þá eru þau bæði þess megnug að brosa að sjálf- um sér: mestu öfgarnar í lífsskiln- ingi þeirra hafa slípazt, og annað mat lagt á það sem einu sinni þótti svo örlagaríkt og mikilvægt. Midsommardansen eftir Hannu Sal ama kom út í Finnlandi árið 1964, og ári síðar kom hún út hjá Bonniers í sænskri þýðingu. Fyrir bók þessa hlaut höfundiuir þriggja ára fangelsis- dóm fyrir guðlast í heimalandi sínu — á kápu segir, að bókin í heild hafi verið ámælisverð að dómi íhalds samra afla í þjóðfélaginu, enda þótt lagabókstafurinn næði aðeins yfir þann hluta hennar, sem túlka mátti sem guðlast. í Midsommardansen lýsir Hannu Salama Jónsmessuhátíð, sem haldin er í „félagsheimili" úti á landi — á Jónsmessu „eiga" allir að halda út úr bænum og skemmta sér á sama hátt og menn „eiga" að vera heima á jólum. Sviðið er því þjóðfélaigslega hefðbundið: formið hið sama ár eftir ár. Inn á þetta svið leiðir höfundur aragrúa af fólki, sem hittist líkt og af tilviljun, það leiðir saman hesta sína og fuinduir þeir.ra ieiðir tiil átaka og uppgiörs; ekkert þeiirra á sviðið uimf raira aðra, höfuinduirinn fylgir þeim aðilanum eftir, sem umsvifin hefur meiri þá stundina og fleytir þannig frásögn sinni áfram með hraða og spenningi. Þótt Salama einbeiti sér að lýsingu ytri átaka og forðist dýpri sálfræðilega könnun á athöfnumsögu fólks síns fáum við gegnum þessi átök, innsýn í fortíð þess og skiln- ing á þeim hvötum, er liggja að baki átakanna. Uppgjörið milli sögufólks tekur á sig myndir, er við þekkjum af lýsingum af skemmtunum úti á felenzkri landsbyggð — úr Þórsmörk- um Verzlunarmannahelgi til dæmis. þegar þær skejnimtank voru upp á si'tt bezta. Á Jónsmessuhátíð Sailamias enu við'brögð fólks fnumstæð og ger- sneydd alLri rónuantík: það veitiir tii- ftoning.uim sínum og geðbrigðuim út- rás í miskuinnarlauisiuim slagsimálum, vasapeladrytokjiuislkap og tillviljiunar- kenndum kynmökum úti í náttúrunni. Hátíðinini lýkiuir með skelfitlegiu slysi, sem banar fjölda manrns, eæ langferða bifreið og fólkstbifreið rekaist á. Salama er hlutlaus sagnamaður og leggur sjálfur engan dóm á efni sitt eða athafnir sögufólks. Við fyrstu sýn kann að virðast sem þetta nú- tímafólk á finnskri Jónsmessuhátíð sé siðferðilega blint, en slíkur skiln- sngur, held ég- að sé sikammisýnn. Þetta fólk á í brjósti sér ríka rétt- lætiskennd, en réttlætis og siðgæðis- mat þess er annað en hið viður- kenmda ' cng opinbera; mér virðist einnig örla á þeim skilningi, að mat þess á verðmætum skorti leiðsögn og fótfestu — það er undir tilvilj- un komið, hvort höggin verða vind- högg eða hitta í mark. Atvikinsjálf hljóta að tala sínu máli um hin af- stæðu hlutfóll, sem hver siðferðileg- ur dómur hlýtur að vera undirprp- inn: ég nefni sem dæmi unga mann- inn, sem gengur af öðrum hálfdauð- um í ósvikinni reiði vegna þess að hinn síðarnefndi misþyrmir og drep- ur önd á svívirðilegan hátt -— mað- urinn sem guðlastar fer hálfgert í taugarnar á félögum sínum, ekki vegna þess sem hann lætur sér um munn fara, heldur öllu heldur vegna þess, að hann truflar allar samræð- ur með fordrukknu rausi sínu. í heild stafar vonleysi og vonbrigði þessa fólks kannski fyrst og fremst af því, að líf þess er í ósamræmi við gildandi mælikvarða siðgæðis og réttlætis. í bókarlok á langferðabíl- stjórinn yfir höfði sér ákæru vegna misþyrmingar á ungum manni, sem hliðraði sér hjá að aka slösuðu fólki af slysstað og í skúkrahús. Þessi ungi maður reyndist vera sonur lög- Mppdkaldó 'ippayialdámatnr' eiammannóinó Frú Elsa Þórarinsdótiir segir frá HJÓNIN Elsa Þórarinsdófctir og Stefán Gíslason, flugmaður, búa að Hátúni 7, ásamt fjórum börnum sínum, Þórarni, Gísla, Rósu og Ernu. Synirnir eru báðir farnir að viiina fyrir sér, eins og sagt er, en dætunn- ar hjálpa móður sinni við heimilisstörfin. Elsa húsfreyja kveður steiktan kalkún vera í mestu uppáhaldi hjá eiginmanninum, en ekki þar fyrir, að uppáhaldsréttir séu margir, bæði hjá honum og öðru heimilisfólki, því hún hafi lítið af matvendni að segja. Hún igefur hér uppskrift af kjötrétti, sem má nefna Amerískan kjöt- búðing, því að þaðan er uppskriftin upprunnin. 1 kg nautahakk. 1 bolli haframjöl. 1 bolli tómatsósa. % bolli saxaður laukur. 2 egg. 2 tesk. salt. %tesk. pipar. Þetta er allt hrært í hrærivél og síðan sett í eldfast mót. Bakað í ofni í um það bil 1% klst. Borið fram með kartöflumús og soðnu spaghetti. Þessa uppskrift má reikna fyrir 8 manns. í ábæti kýs Stefán helzt að fá einhverja köku og bezt þykir honum Möndluterta. 4 egg. 100 g sykur. 100 g súkkulaði. 100 g möndlui. A milli: 2 bananar, 1 peli rjómi, jarðaberjasulta. Möndlur og súkkulaði er hakkað í hakkavél eða möndlukvörn, eggin og sykurinh þeytt, möndlum og súkkulaði blandað saman við og bakað síðan í tveimur botnum. Jarðaberjasultan, bananasneiðar og þeyttur rjómi látið á milli. reglustjórans á staðnum. Það er því óhjákvæmilegt, að komi til ákæru segir i bókinni. Bókinni lýkur áður en til þessa uppgjörs kemur — þeirri spurningu er ósvarað, hvort sigrar hin „opinbera" réttlætiskennd með löggilt réttarhöld að vopni eða upp- runaleg réttlætiskennd bílstjórans, sem hann fær aðeins veitt útrás með ofbeldi. RABB Framh. af bls. 16. skemmtunum unglinga lýtur. Þess œttu menn að minnast, að ungling- ar sœkjast öðrum jremur eftir fé- lagsskap og skemmtunum. Séu þeim öll hús lokuð hér í borginni, sleppa þeir fram af sér beizlinu í Þórs- mörk eða Húsafellsskógi. Ég hef séð hundruð þessara unglinga fylla félagsheimilin austiur i sveitum yfir sumartímann; oft eru þeir peðfull- ir, stúlkur jafnt sem strákar og setja óœskilegan drabbarabrag á þessi glœsilegu hús, þar sem vín- neizla er bönnuð. Klæðnaður þess- ara unglinga er einnig í allmiklu ósamrœmi við þann menningar- brag, sem íbúar sueitanna reyna að halda þar uppi og ætti aldrei að hleypa fólíci inn í vel búin félags- heimili í misjafnlega útlítandi gallabuxum og peysum. Að vísu mun vín oft vera tekið af unglvng- um við þessi tœkifæri, en þá fer drykkjan fram í bílunum og við það er ekki hægt að ráða. Engum finnst drukkinn unglingur úr Reykjavík æskilegur gestur, en það er erfitt að standa í stbðugum sundurdrætti likt og í réttum og þegar öllu er á botninn hvolft, borga þessir unglingar sinn að- gangseyri og húsin eru mjög pen- ingaþurfi. Forráðamenn œskulýðs- mála hefðu gott af að sjá þetta með eigin augum; það leynir sér ekki, að þarna er alvarlegt vandamál, sem enn hefur aðeins verið tekið vettlingatökum. Gísli Sigurðsson. 11. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.