Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 7
y/lU^y-* vro SJAUM SMASACA eftir Jacki Ritthie „Ég er heiðarlegur borgari og gneiði mína skatta,"'sagði ég önuglega. „Þegar þið hafið lokið þessari ruddalegu inn- rás á lóð rhíha, krefst ég þess, að það verði gengið frá öllu eins og það var áður." „Hafið engar áhyggjur af því, Hr. Warren", sagði Littler leynilögreglu- maður. „Borgaryfirvöld munu setjaallt á sinn stað aftur." Hann brosti. „Hvort sem leitin ber 'einhvern árangur eða ekki." • - Hann átti hér auðvitað við lík konu minnar. Enn höf ðu þeir ekkert f undið. „Það verðúr ekki vandalaust, for- ingi. Menn yðar hafa bókstaflega rót- að upp öllum garðinum. Það er eins og garðurinn fyrir framan húsið hafi ver- ið plægður. Þér ætlið yður auðsjáan- lega að rífa niður hús mitt smátt og smátt. Ög nú sé ég, að menn yðar eru að bera bor inn í kjallarann." Við vorum inni í. eldhúsi og Littler . sötraði káffi. Hann var enn sigurviss. „Bandaríki Ameríku eru. 3.026, 789 fermílur að stöðuvötnum meðtöldum." Littler hatfði igxeinilega lagt á sig töluna til þess að geta slegið um sig á augnablikum sem þessum. „Er þá Hawai og Alaska talin með?" spurði ég. Hann lét ekki setja sig út aí laginu: „Ég held okkusr sé ó'hœtt að sleppa þeim. Eins og ég sagði eru Bandaríki Ameríku 3.026,789 fermílur. Þar eru tal in með fjöll og sléttur, borgir og sveita- setuir, eyðiimeirkuir ag stöðuvötn. En samt sem áður er það ófrávíkjanleg regla, að þegar maður myrðir konu sína, grefur hann hana- á sinni eigin landareign." Það er Mka eini öruiggi staðurinm, hugsaði ég. Ef maður færi að grafa konu sína úti í skógi, þá væri aldrei að vita nema einhver skátadrengur ræk ist á hana, þegar hann væri. að grafa eftir örvarendum. ' Littler brosti aftur. „Hvað er lóð yð- ar stór?" „Sextíu sinnum hundrað og fimmtíu fet. Gerið þér yður ljóst, að ég vann að því árum saman að slétta túnið í garðinum mínum? Menn yðar hafa grafið svo djúpt, að þeir eru komnir niður á harða klÖppina?" Hann var búinn að vera hér í tvær klukkustundir, og var enn vongóður um árangur. „Ég er hræddur um, að það verði eitthvað annað en garðurinn yðar, sem þér hafið áhyggjui- af, herra Warren". Ég sá út í bakgarðinn gegnum eld- húsgluggann. Átta eða tíu verkamenn borgarinnar voru að tæta upp garð- inn minn undir eftirliti lögreglunnar. Littler horfða á þá. „Við erum mjög vandvirkir. Við ætlum að rannsaka ösk una úr skorsteininum, og yið ætlum að efnagreina öskuna í arninum." „Það er kynt með olíu hér," ég heilti meira kaífi í bollann hans. „Ég drap ekki konu mína. Ég veit satt að segja ekki, hvar hún er." Littler fékk sér sykur. Hvaða skýr- ingu gefið þér á f jarveru hennar?" „Eg ber enga ábyrgð á fjarveru hennar. Emily pakkaði saman eina nótt ina og fór. Þér tókuð eftir því, að surat af fötum hennar var horfið." „Hvað veit ég um, hvaða föt hún átti?" Littler léit sem snöggvast á ljós mynd af konu minni, sem ég hafði fund ið fyrir hann. Ég ætla ekki að vera nærgöngull, en hvers vegna genguð þér að eiga hana?" „Af ást, auðvitað." En þetta var auðvitað hlálegt svar, og jafnvel lögregluforinginn trúði því ekki. „Var ekki kona yðar tryggð fyrir tíu þúsund dollara? Og eruð þér ekki við- takandinn?" „Jú". Tryggingin hafði vissiulega átt sinn þátt í ódæði mínu, en hún hafði ekki verið aðalástæðan. Ég losaði mig við Emelíu einfaldlega vegna þess að ég gat ekki þolað hana lengur. Það verður ekki sagt, að ég hafi log- að af ástríðum, þegar ég gekk að eiga Emely. Ég er ekki þannig skapi farinn. Ég held ég hafi gifzt aðallega vegna einhverrar sektartilfinningar, sem gríp ur of t um sig meðal piparkarla. Við Emely unnum bæði hjá sama fyr- irtækinu — Marshall pappírsvörufyrir tækinu — ég var miðaldra gjaldkeri og Emely dugandi vélritunarstúlka, sem var ekki líkleg til að eignast nokkru sinni eiginmann. Hún var hversdagsleg, hljóðlát og hlédræg. Hún hafði engan smekk fyrir fallegum fötum, hún lét sig fátt annað skipta en veðurfairið, og hún hélt sér við andléga með þvi að lesa dagblöðin annan hvern dag. í stuttu máli, þá var hún kjörin eigin kona handa manni, sem lítur á hjóna- bandið sem samkomulagsatriði en ekki rómantík. En það er aldeilis furðulegt, hvern- ig svona hversdagsleg, hljóðlát og hlé- dræg kona getur ummyndazt í hávaða- - saman hvenvarg, jafnskjótt og hinir traustu veggir hjónabandsins umlykja hana. Konan hefði í það minnsta getað ver . ið þakklát. „Hvernig kom yður og konu yðar sam an?" „Ömurlega. En ég sagði bara: „Við höfðum skiptar skoðanir á ýmsu. En hver hefur það ekki?" En lögregluforinginn hefði fengið nán ari upplýsingar. „Eftir því sem ná- grannar yðar segja, rifust þið svo að segja endalaust." Hann átti efilaust við Fred og Wilmu Treeber. Þar sem ég á homlóð, er húsið þeirra eiginlega eina húsið, sem stendur við hliðina á mínu. Ég veit ekki hvort rödd Emelíu heyrðist yfisr garðinn og götuna til Morrison hjón-' • anna. En það gat auðvitað verið. Eftiir því sem henni bættiist þyhgd, jókst radd- stynkuTÍnn. . „Treebershjónin heyrðu ykkur rífast næstum því á hver ju kvöldi." „Það var nú bara þegar þau hættu að rífast sjáif og fóru að leggja við hlustirnar. Og það er ekki 'satt, að þau hafi héyrt í okkur báðum. Ég beitti aldrei röddinni." „Það sást síðast tiil konu yðar á föstudagskvöldið, þegar hún fór inn- í húsið klukkan hálf sjö." „Já hún var að koma úr kjörverzlun- inni méð djúpfrystan mat og rjómaís. Það var næstum eina framlag hennar til matargerðarinnar. Ég tók sjálfur til m-orgumverðinn, borðaði hádegisverð í imatstafu fj^TÍrtækiis'inis, og' á kvöldin bjó ég annaðhvort sjálfur til matinn handa mér eða borðaði pakkamat, sem aðeins þurfti að hita upp í ofninum. „Það var í síðasta sinn,. sem sást til hennar." sagði ég. „En ég sá hana um kvöldið, þegar við vorum bæði komin heim. Og þegar égvaknaði um morgun- inn, hafði hún pakkað saman og .var farin." Nú var borinn farinn að brjóta kjall aragólfið. að barst slíkur hávaði neð- an úr kjallara, að ég neyddist til þess að loka eldhúshurðinni. „En hver var það, sem sá Emelíu seinast? Fyrir utan sjálfan mig.auðvitað." „Treebers hjónin." Þær voru líkar að sumu leyti Emelía og Wilma Treeber. Þær höfðu báðar gildnað með aldrinum. Höfðu báðar skapsmuni valkyrjunnar en hugarfar . dvergsins. Fred Treeber er smávaxinn maður, voteygur annaðhvort samkvæmt eðli eða hjónabandserfiðleikurn. En hann er góður taflmaður og ber lotn- ing'u fyrir mér, vegna þess að honuni finnst ég búa yfir þeirri einbeitni, sem hann skortir. „Um miðnœtti þetta samia kvöld,' sagði Littler lögregluforingi, „heyrði Fred Treeber skaðræðisvein berast úr þessu húsi." „Skaðræðis?" ' „Það voru hans orð." „Fred Treeber lýgur," sagði ég kalt. „Ég geri ráð fyrir, að kona hans hafi heyrt það líka." „Nei. Hún sefur mjög fást. En það vakti hann." „Vakti þetta svokallaða skaðræðis- vein Morrison hjónin líka?" „Nei. Þau voru eiinnig sofandi, og svo er talsverð fjarlægð á milli húsanna, Hús Treebers er aðeins í fimmtán feta fjariægð." Littler tróð í pípu sína. „Fred Treeber var að hugsa. um að vekja konu sína, en ákvað að géra það ekki. Hún virðist hafa erfiða skaps muni. En samit gat hann ekki sofnað • aftur. Og svo um tvö . leytið heyrði > hann hávaða í garðinum yðar. Hann Framh. á bls. 13 11. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.