Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 12
Hörkutól Framh. af bls. 4 steini, og þá einhvern heintilis- mann, sem eitthvað kunni fyrir sér á þvi sviði, en þau máttu til með að vera eins og um var beðið og koma beint á þann stað, sem þeim var ætlað. „Klám högg" þóttu ekki „smiðsleg" Langar hitur reyndu talsvert á líkamlega krafta ásláttar- mannsins, en við réttan áslátt var hver taug líkamans í notk- un. Tíminn, sem hver hita tók, fór að sjálfsögðu eftir stærð og gerð þess hlutar, sem um var að ræða hverju sinni og einnig eftir lagni og þá jafnframt skap Iynði meistarans. En að sjálf- sögðu leitaðist hann við að hafa hiturnar sem fæstar, þar sem það sparaði tíma og efnið rýrn- aði að vissu marki við hverja hitun. Það var þolinmæðisverk að þjálfa ásláttarmann eða menn, en þeir voru yfirleitt 2 og 3, ef um stórsmíði var að ræða. Þegar einn var með sleggju, stýrði meistarinn stykkinu, velti þvi og hagræddi á steðjanum með vinstri hendi en sló með hamri, stundum nokkuð þung- um, með þeirri hægri. Þegar stykkið var orðið það stórt, að fleiri þurftu að slá, tók meist- arinn það í báðar hendur, en höggin komu 1-2-3, og reið þá mikið á, að allir væru samstillt ir og létu að stjórn. Til var önnur aðferð við áslátt en hér hefur verið Iýst. Þá hélt ásláttarmaður (eða menn) báðum höndum yzt á sleggjuskaftinu (ekki ósvipað sleggjunni. Þetta þótti yfirleitt nokkuð glannaleg aðferð og ekki nema á fárra færi, eink- um ef 2 eða 3 slógu. M-i angar hitanir reyndu, eins og fyrr segir, mjög á þol- rifin. Sleggjurnar féllu og að- ilar slöppuðu af augnablik komnir að niðurlotum með tung una lafandi út úr sér, en það tók einkennilega stuttan tíma að jafna sig, öll þreyta horfin á nokkrum sekúndum, en vöðv ar stæltust. Stóreldasmíði, hvort sem um var að ræða að reka niður eða teygja svera járndrauga eða stórar suður, voru ákaflega mikilfenglegar aðfarir, sem ekk gleymast þeim, sem séð hafa eða tekið virkan þátt í þeim. Sindur og gjall þaut um allt og . var étrúlega fundvíst á snögga bletti, svo sem hálsmál og niður í skó og skildi gjarna eftir brunna bletti. Það var líka unun að sjá vel samstillta menn slá með þrem sleggjum án þess að draga af sér, og slögín komu eins og sprengingar í tvígengismótor á glóandi járnið, sem tók breyt ingum við hvert högg, of lék í höndum meistarans, þannig að ekki þurfti að lagfæra það neitt á eftir. Ef um sérstaklega vand að verk var að ræða, eða meist arinn var ekki alls kostar ánæg ur með ásláttinn, greip hann undir lokin „slétthamar" eða „plummu" til þess að bæta áferðina. En í flestum tilfell- um átti það að vera óþarfi. Þessi vinna, sem ég hér hef lýst, er horfin og kemur ekki aftur. Að reka niður járn með sleggjum hefur verið leyst af hólmi með vélknúnum hömrum, sem að sjálfsögðu framkvæma vinnuna fljótara og betur, ef þeim er réttilega beitt: en það er tvennt, sem við verðum að muna: í fyrsta lagi má þessi iðngrein, elðsmlol, etxi leggjast niður, þar sem járn og stál verður aðeins meðfærilegt í heitu eða kraumandi ástandi til þess að viðunandi árangur ná ist. Og í öðru lagi væri æski- legt að viðhalda þeirri alhliða leikfimi, sem þetta starf var á sínum i íma. Þetta er íþrótt, sem járnsmiðir ættu að iðka í hjá- verkum. Það fara fáar sögur af krans æðastíflu meðal járnsmiðanna gömlu ne öðrum kvillum, sem nú herja sainfélag okkar. Þeir voru yfirleitt hörkutól til Iíkama og sálar, fáorðir, gagnorðir, margir sönn ljúf- nienni, en fyrst og fremst járn- smiðir. Þeir hafa flestir horfið með hreinan skjöld og haldið sáttir við guð og samtíð sína þessari iðngrein í sérflokki (svo að notuð séu nútímahugtök). „Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins." 0 HVAÐ ER ANDLEG Framh. af bls. 5 Loks eru það skilyrði og einkunnir andlegrar heil- biigði, að maðurinn hafi nokkra ánægju af starfi sínu og áhuga á því, án tiHits til lauinanna, sem það geíui. Hann nýtur starfsiinis að irahverju leyti vegna þess sjálfs. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi um einkenni geðheilbrigði, en óhætt mun að fullyrða, að sá, sem allvel uppfyliiir þessi skilyrði öll, geti vart verið hald- inn miklum geðrænum veilum. Ég hef rakið þetta nú, til að betur mætti sjá, hvers eðlis sálræn vanheilsa er og hvað benni geti valdið. Á ýmsum tímum hefur þetta verið umdeilt mál. Elzt er það sjónarmið, að illir andar hafi tekið sér bólfestu í sál hins geðveika. Þetta er enn ríkjandi skoðun meðal frumstæðustu þjóða, og hún gerir e.t.v. etnn vart við sig hjá sumum menningarþjóðum. Framfarir í læknisfræði á síðari öldum urðu til að breyta þessu sjónarmiði. Læknar fóru að líta á geð- truflanir sem nokkuð, er þeirra fræðum kæmi við. Far ið var að líta á hina geðtrufluðu sem veikt fólk, er þarfnaðist meðferðar og hjúkrunar, eins og allir aðrir sjúklingar. Óljóst var þó, hverjar væru orsakir þess- ara sjúkdóma. Líkamlegar breytingar fundust yfir- leitt ekki, sem verið gætu undirrót þeirra. Tauga- kerfi geðsjúklinga reyndist yfirleitt óskaddað og varð þá að álíta, að starfsemi þess væri úr lagi færð, án þess að um væri að ræða varanlegar breytingar eða skemmdir á því. Framfarir í sálfræði og öSrum félagsvísindum hafa nokkuð skýrt þetta mál. Komið hefur í Ijós, að um- hverfi manns, uppeldi og venjumyndun á drjúgan þátt í mótun geðrænna vandkvæða. Starfsemi tauga- kerfis, sem við og getum kallað sálræna satrfsemi, mótast að nokkru fyrir félagsleg áhrif og uppeldi. Þetta ákvarðar viðhorf manna og hugsunarvenjur og ræður svo miklu um það, hvernig manninum tekst að ráða við hm daglegu vandamál. Ég skal ekki ræða frekar orsakir geðsjúkdóma, það görir anmar fyrirlesari síðar í þessium erindaflokki. En mieð þessu vildi ég aðeins benda á, að einkenni heil- brigði, sem áðan voru rakin, eru eiginleikar, sem menn temja sér og þjálfa með viðleitni sinni og aðstoð ann- arra á löngum tíma. Svo er t.d. með annað einkennið, sem nefnt var, að taka því óhjákvæmilega með jafn- aðargeði. Það læra menn. Sömuleiðis fjórða einkenn- ið, reglusemi og skipulega lifnaðarhaetti, og þannig mætti halda áfram að telja atriðin sjö. Það er alkunna, að töluvert af vanheilsu manna á rætur að rekja til rangra, óhollra lifnaðarhátta. Ljós- ast er mönnum þetta e.t.v. í sambandi við mataræði og næringarþörf, við leggjum áherzlu á, að fæðan innihaldi öll þau efni, sem eru nauðsynlag, og sé nægifleg að magm og sasmsetninigu. Sömwleiðib laggj- um við áherzlu á, að húsakynni séu björt og loftgóð, en eigi heilsuspillandi. Spurningunni um heilsusamlega lifnaðarhætti á hinu sálræna og félagstega sviði hefur enn verið of lítill gaumur gefinn, enda er hér um miklu flóknara og vandasamara yiðfamgsefni að ræða en á flestum öðr- um sviðum heilsuverndar. Þekkingu manna er of stutt komið á þessu sviði, og vafalaust er ;það enn erfiðara að temja sér hollt lífsviðhorf og hugsunarvenjur en rétt mataræði. Þetta er einkum erfitt sökum þess, að enn eru skiptar skoðanir um það, hvað sé rétt viðhorf eða holl venja, og í öllu félagslífi og samskiptum manna eru ríkjandi vissar mótsetningar og hagsmunaárekstr- ar, er erfiðleikum valda. Tökum dæmi: f þjóðfélögum okkar er mikil áherzla lögð á samkeppni og viðleitni til að standa öðrum framar. Þetta er auðvitað grund- völlur nauðsynlegra framfara, en veldur því, að hver maður verður að heyja tillitslausa samkeppni við aðra, reyna að komast fram úr þeim eða ýta til hliðar. Á hinn bóginn komumst við ekki af án samistarfs og samhjálpar, og okkur er frá fyrstu tíð kennt hið kristilega viðhorf að styðja þá máttarminni og taka tillit til annarra. Sá keppnisandi, sem ávallt ríkir, bæði í þjóðfélaginu og innan smærri eininga þess, svo sem innan fjöl- skyldunnar, milli systkina og oft maka, hlýtur að hafa sálræn áhrif. Hann leiðir til stöðugs þrýstings á ein- staklinginn, ótta við að bíða ósigur eða standa sig ekki. Þetta leiðir aftur til andúðar og tortryggni í garð annarra. Það eykur vandann, að hvað sem maðurinn gerir, mun hann sæta gagnrýni og aðfinnslum einhverra. Sá, sem stendur sig illa í lífsbaráttunni, aflar lítils, býr í lítilli íbúð og unir glaður við sitt, mun talinn ó- duglegur, framtakslaus og sérhlífinn. Sá, sem stendur sig betur, berst meira á, býr í einbýlishúsi og skipt- ir um húsgögn á fárra ára fresti til að tolla í tízk- unni, mun öfundaður og sæta ámæli fyrir fégræðgi og hégómaskap. Hver er þá lausn þessara mótsetninga? Sumir reyna að leysa þær með öfgum á annan hvorn veg. Þeir geta sleppt allri tillitssemi í sam- keppninni, en reka sig þá oft á reglur samfélagsins um viðskipti manna. Aðrir gefast upp, hætta að berjast, því að þeir vita, að baráttan er erfið og þeir munu ekki hljóta ein- róma lof. Þessi síðari lausn mundi yfirleitt kennd taugaveiklun eða talin geðtruflun, en flestir geðsjúk dómar eru einmitt í því fólgnir að gefast upp við að heyja lífsbaráttuna á raunhæfan hátt. Flestir taka þó mótsetninguna fyrir gefinn hlut og reyna að finna milliveg milli öfganna. Taka þátt í baráttu lífsins, en beita drengilegum leikreglum, halda fram rétti sínum án þess að ganga á rétt annarra, taka tillit til anoarra án þess að fóroa sér fyrir þá, mynda sér eigin skoðun á því, hvað sé rétt oghæfilegt.frek- ar en láta gagnstæðar skoðanir annarra toga sig sitt á hvað. Þetta er engan veginn auðvelt, en þó skilyrði and-1 egrar heilbrigði, að það takist sæmilega. Ég bef valið þetta dæmi um félagslegar mótsetn- ingar, vegna þess að mér finnst það varpa ljósi á kjarna þess, er við köllum geðvernd. Hún er í því fólgin að leita leiða til farsælla lausna þeim vanda, sem lífið ávallt hefur að bjóða. Við þessu er ekki til neitt allsherjarráð, sem grípa megi til, hvenær sem á þarf að halda. Heldur verða menn að skoða hvern vanda, kryfja hann til mergjar öfgalaust og af fullri hreinskilni og leita svo úrræða, en þola það, sem eigi er hægt að breyta. AÐ SALTA... Framh. af bls. 6 lögðum af stað. Þau eru einnig bláröndótt. Það virSist vera tízka hér Jm slóðir. Við göngum meðfram ánni. Hvergi hefur mannlíf verið á borð við það sem gerðist á Hornströndum, hugsa ég. Þar lögðu þeir í ósærðan sjó, sigu í björg, eltu tófur. Marías langi bjó í Kjós í Jökulfjörð- um, sonur Þorvalds púðurhlúnks fiem kallaður var. Vagn var af Strönd- um. Þeir voru afbragð að herma eftir cófu, og gögguðu sig eitt sinn saman. Marías er fyrir neðan móSinn í fjör- unni. læðist varlega með honum og ¦gaggar stöðugt, en hinn fer niður með holtum og eftir hlíðarhallanum og gagg- ar einnig ákaflega. Þeir heyra að nú r.álgast þeir tófuna. Vagn skyggnist um, teygir fram álkuna. Marías sér þá hvar skolli er 'kominn og fretar á mórauða frolluna, en hæfir ekki sem betur fer. Þetta er á sunnudegi, en það þótti ó- ^æfumerki að drepa tófu á helgidegi ... Púðurhlunkur? Af hverju skyldi það vera dregið? Jú, skýring er á öllum hlutum: hann hlóS með þreföldum púð- iirskammti, þegar hann var einhverju sinni á refaveiðum, en gleymdi að setja i höglin. Mundi ekki allt þetta sóma sér vel í skáldsögu eftir Hagalín? Eða Valdi dúpeys. Ætli hann hafi geaigið hér upp með Langadalsá, inn í gljúfur? AndaS aS sér grænu kjarri, bitið sundur mýflugur, hlustað á niðínn. Hver veit? En dúpeys, hvað skyldi það merkja? AuðvitaS, hann var í tveimur peysum, og alltaf vel klæddur. Allt og fumt. Eitt sinn var hann aS því spurSur, hvernig honum heilsaðist. „O, böl- vantega, enda alveg hætt að falla til mín að ráði." Ætli Laxness hafi einn- eginn heyjað sér þetta orðfæri í ferð- inni góðu á ættarslóðum þeirra fóst- bræðra, Þorgeirs og Þormóðs? í Para- dísarheimt lætur hann Björn bónda á Leirum segja við stúlkuna, ljósið í húsi föður síns: „Það er ekki farið að falla neitt að ráði til þessara dreingja, rýj- an mjfsou BlessaSar látið þi'ð þá eiga sig: það er nær að taka í okkur gömul karl- dna, þá vitið þið hvað að ykkur snýr." Þaranig fær þetta fólk viðurniefni af umhverfi og hátterni. Fáir sleppa. Þetta er siSux, sikáldslkapur. Blóm í hrjóstri. Hér hafa staðhættir ntótað fóLk meir en annars staðar, styrkt innviðina. „Það er ekki meira að eiga böm en hafa haddlífi", er í minnum haft eftir ein- hverjum bóndanum hér um slóSir. Blámýrai'draugurinn er ættaður úr ögursveit. Hann var ekki hrekkjóttur, svo hann skar sig úr eins og annað hér um slóðir. Það var ekki hann sem setti gaddavír undir taglið á merunum, ,svo þær tækju ekki fang. Ætli ég gati heilsað upp á Pál í Þúf- iimí dag? Nei, það verSur ekki tími. Ég kem aftur seinna. Páll kenndi mér orða- tiltæki, semfær nýjar víddir á þessum stað: að handlása sig eftir berginu. Ætli það sé annars handlesa sig? Þannig kallar landið 'á orð og myind- ir Á Laugabóli, næsta bæ við Blámýr- ar, er Þormóður fæddur, segir Grerpla. En Fósbbræðra saga segiir að hann sé 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.