Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 1
Minnzt 50 ára fullveldis Tékkóslóvakíu * Svo lítur út sem í mörgu hafi ekki verið hirt um varnir föðurlandsins. Við höfum látið það afskiptalaust fram til þessa og gegnt störfum okkax sem fyrr; atburðirniæ nú upp á síðkastið valda okkur á hinn bóginn áhyggjum. Ég á skóaraverkstæði á torginu frainundan keisarahöllinni. Ég hef ekki fyrr opnað hjá mér í grárri morgunskímunni en ég sé hvar menn undir vopnum eru komnir við endann á öllum þeim götum sem liggja þangað. En þetta eru ekki okkar menn, heldur auðsjáanlega hirðingjalýðux noi'öan úr löndum. Með einhverju móti, sem ég fæ ekki botn í, hefur hann þröngt sér allar götur inn i höfuðborg- ina, liggur hún þó víðsfjarri landamærunum. Hvernig sem öllu vikur við, eru menn þessir hingað komnir, og er engu likara en þeim fjölgi heldur með hverjum morgni. IWMiM Stutt frásögn eftir Franz Kafka Hannes Pétursson þýddi * Þeir setjast fyrir undir beru lofti, það or háttur þeirra, því að þeim býður við íbúðarhúsum. Starfi þeirra er að brýna sverðin, hvessa örvaroddana, þjálfa reið- hrossin. Þessu kyrrláta torgi, sem alltaf var haldfð tandurhreinu, hafa þeir um- snúið í sannkallað gripahús. Að vísu reynum við oft og tiðum að skjótast út úr búðunum til þess áð fjarlægja versta óþverrann, þó ekki sé meira, en þeim ferðum fækkar óðum, því fyrirhöfnin ber engan árangur og hefur í tilbót þá hættu í för með sér að við lendum undir snarólmum hestunum ellegar sætum meiðslum af svipuhöggum. Samræðum er ekki hægt að halda uppi vfð hirðingjana. Þeir bera ekki skyn á tungumál okkar, eiga sér vart tungumál sjálfir. í sinn hóp ræðast þeir við líkt og dvergkrákur. Æ og aftur heyrast þessir dvergkrákuskrækir. Lífsihættir okkar, skipulag okkar er skilningsgáfu þeirra jafn ofvaxið sem það liggur þeim í léttu rúmi. Þess vegna eru þeir fráhverfir öllu merkjamáli. Þótt þú geif'laðir svo á þér kjálkann að þú fengir stífkrampa og pataðir þar til hendurnar á þér hlypu úr liði, þá myndu þeir ekki skilja þig og munu aldrei skilja þig. Oft igretta þeir sig; þá ranghvolfast augun í þeim og fröða vellur út úr munninum; þó ætla þeir hvorki að tjá með því neitt sérstakt né heldur skt'lfa fólk; þeir gera þet'ta af þvi að það er nú einu sinni eðli þeirra samkvæmt. Þa'ð sem þá vanhagar um, það taka þeir. Rangt væri að segja að þeir beittu ofríki Menn víkja sér undan þegar þeir láta greipar sópa og gefa þeim alveg frjálsar hendur. Þeir hafa hremmsað vænan skerf af mínum varningi ekki síður en annarra. En mér ferst ekki að kvarta þegar ég sé til að mynda hvernig komið er fyrir slátraran- um hérna hinumegin. Hann hefur ekki við að birgja sig upp, allt hrifsa og gleypa hirðingjarnir jafnóðum. Hrossin éta meira að segja kjöt. Oft liggur reiðmaður á götunni við hlfð fararskjótans, og báðir gæða sér á sama kjötstykkinu, hvor sínu megin frá. Slátrarinn er smeykur um ;sig og leggur ekki í að hætta kjötafhending- unum. Það finnst okkur hinum ofurskiljanlegt og styrkjum hann með samskotafé. Færu hirðingjarnir varh'luta af kjötæti, hver veit þá hvað þeim kynni að detta í hug að gera, hver veit reyndar hvað þeim kann að detta í hug, þó svo þeir fái daglega kjöt. Fyrir skemmstu leit slátrarinn svo á, að hann gæti hvað sem öðru liði sparað sér umstangið vi'ð aflífun gripanna og leiddi að mongni dags fram naut á fæti. Það ætti hann að láta ógert eftirleiðis. Ég lá endilangur innst á verkstæðisgólfinu rúma klukkustund, undir hrúgu af öilum þeim fataplöggum, ábreiðum og sessum er ég hafði nærhendis, í því einu skyni að þurfa ekki að hlusta á öskrið í nauitinu, sem hirðingjarnir réðust á úr öllum áttum meó stökki til þess að höggva tönnunum í heitt kjötið og rífa það i sig. Allt var löngu með kyrr’ð þegar ég hætti mér út úr dyrunum. Eins og drykkjuboltar hjá vínámu lágu þeir dasaðir kringum leifamar af nautinu. Einmitt í þann mund þóttist ég festa augun á sjálfum keisaranum bak við einn hallargluggann; aldrei stígur hann annars fæti sínum í framsalina, ævinlega dvelur hann innst í hallargarðinum; en í þetta skipti, eða svo virtist mér að minnsta kosti, stóð hann við einn gluggann og horfði drúpandi höfði á atferlið úti fyrir höll sinni. „Hvernig endar þetta?“ spyr maður mann, „Hve lengi fáum við risið undir þessu fargi og kvalræði? Keisarhöllin hefur togað hirðingjana hinga’ð, þar fannst hins vegax ekki úrræði til a’ð flæma þá aftur í brott. Hliðið er læst; varðliðið sem skref- aði þar áður hátíðlega inn og út heldur kyrru fyrir bak við rimlaglugga. Okkur iðnaðarmönnum og verzlunarfólki er falið að bjarga ættjörðinni. En vfð erum ekki vaxin 3líku hlutverki, og höfum aldrei gumað af því heldur að svo væri. Misskiln- ingur er það, og fyrir því munum við tortimast.” *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.