Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 9
Hér ©ru ofin litfögur klæði í svuntur, dnka og kjóla. Kennarinn, Snjólaug
Guðmundsdóttir sést að' baki stúikunni á mið'ri mynd.
Steinunn lítur eftir að ré*t sé hnoð'að og hrært.
ráð fyrir útivistartíma um miðjan dag.
Klukkan 5 er starfsdegi lokið nema fyr-
ir þær sem fara í aukanám í útsaumi
eða prjóni og þær sem hugsa um kvöld
matinn.
— Og hvernig er félagslífi háttað í
stútknaskóia uppi í sveit?
— Kvöldvökur höfum við einu sinni
í viku og lesum þá upphátt úr einhverri
bók. Þannig höfum við lesið t.d. Sögu
Borgarættarinnar og Brekkukotsannál
— það er ein erfiðasta bók sem ég hef
lesið upphátt, maður ies kannski hálfa
aðra síðu áður en kemur að næsta
punkti — nú, og svo lesum við reyf-
ara inn á mil'li til að auka spenning-
inn. Skemmtikvöldvökur höfum við einu
sinni í mánuði og þá eiga sex stúlkur
að sjá um skemmtidagskrá, sem á að
vara í minnst klukkutíma. Þá leika þær
og syngja og iáta okkur kennarana
gera kúnstir og allir hafa gaman af.
Annað mætti nefna, sem er alveg sér-
stætt fyrir okkur hér, og það eru átt-
hagakynningarnar. Hér dveljast stúlkur
af öllu landinu og kynnast hver ann-
arri, en til þess að kynnin séu á breið-
ari grundvelli er persónulegum einvörð
ungu, höfum við komið á átthagakynn
ingum. Þá eiga stúlkurnar að fræða um
átthaga sína og heimabyggð, sýna mynd
ir o.þ.h. Þessi kvöld eru afar vinsæl
og margt skemmtilegt sem þá kemur
fram. Og svo eru fólagsleg samskipti
við hina skólana, Hvanneyringar og
stúlkurnar hér skiptast á boðum og þá
ríkir mikill gleðskapur. 1. febrúar eru
gagnkvæm boð milli skólans á Bifrösit
og skólans á Varmálandi, en því fylgir
ekki alveg eins mikið fjör — í skólan-
um í Bifröst eru nefnilega stúlkurlíka!
Helgarfrí eru tvisvar á skólaárinu og
þá förum við til Reykjavíkur, heim-
sækjum söfn og sýningar og skoðum
verksmiðjur. Þessar ferðir eru skemmti
og fræðsluferðir í senn, heimsóknir í
verksmiðjurnar reynum við t.d. að sam-
ræma náminu í vöruþekkingu. í fyrri
ferðinni er skylda að sækja leiksýningu
í Þjóðleikhúsinu og oft förum við í leik
hús í seinni ferðinni líka, en þá eru
stúlkurnar 'látnar sjálfráðar, hvort þær
fara eða ekki Og ekki má gleyma heim-
sóknunum á bæina. Á hverju vori fá
stúlkurnar heimboð frá nokkrum bæjum
hér í grennd og dveljast þar megin-
hluta úr sunnudegi. Þær eru ákaflega
hamingjusamar eftir þessar heimsókn-
ir og finnst þær eftir það eiga hvert
bein í heimilisfólkinu.
Nú, þetta má segja, að við höfum
okkur helzt til afþreyingar, en ann-
ars er skólaárið mestmegnis vinría og
aftur vinna í heila níu mánuði sam-
fleytt. Hver dagur líður alllrt of fljótt
— hann er búinn áður en maður er
sjálfur búinn með allt sem maður ætl-
aði að gera. sv.j.
BÆKUR
frá BONNIERS
Reidar Ekner: I den havandes liv. Ess
áei om Gunnar Ekelöf. Albert Bonni-
ers förlag. Stockholm 1967.
Þetta greinasafn um Gunnar Ekelöf
er rannsókn einstakra mótífa í skáld-
skap hans. Fjallar höfundur um þessi
mótíf, sem sum hver koma snemma fram
í ská'ldskap Ekelöfs og eru endurtekin
með nýjum tiilbrigðum, eins og t.d. fóst-
urmótífið, sem bókin dregur nafn af.
í bókinni eru átta kaflar og hefst hver
þeirra á skilgreiningu ljóðs eða ljóða-
flokks, sem höfundur brýtur til mergjar
en kannar síðan baksvið og v,arpar
ljósi á ýmis ytri atriði.
Fyrsti kaflinn
fjallar um hefðir
og sérleik i skáld-
skap Ekelöfs. Vík
ur Ekner þar að
fyrstu bók skálds-
ins, Sent pá jord-
en, sem út kom
1932, og segir að
þar hafi sjálfstæ'ð
skáldgáfa Ekelöfs
þegar birzt á eftir
minnilegan hátt.
Hann hafi sagt
fullkomlega skilið
Gunnar Ekelöf. vig hefðbundinn
skáldskap og þar
gengið feti framar en t.d. Södergran,
Diktonius, Lagerkvist og Sjöberg. Hins-
vegar hafi mönnum ekki strax orðið ljóst
hve verulega nýjung hann var sænskri
ijóðlist en að því vikur nánar í öðrum
kafla bókarinnar, sem nefnist: Enkel-
heten och det svenska.
í kaflanum I den havendes liv er
fjallað um fósturmótífið eins og áður
segir, en þar hefur Ekelöf lagt úit af
þessum orðum Predikarans: „Eins og
þú veizt ekki, hvaða veg' vindurinn fer
og hvernig beinin myndast í móður-
kviði þungaðar konu, eins þekkir þú
ekki heldur verk Guðs, sem allt gjörir.“
Frá Predikaranum liggur svo leiðin á-
fram til austurfenzkrar sagnamenning-
ar, sem Ekelöf lagði sig mjög eftir í
síðustu ljóðum sínum, sem kunnugt er.
Mörgum mun í fersku minni, er Gunn
ar Ekelöf hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í janúar 1966 fyrir
ljóðabók sína: Diwan över fursten av
Emgión. Hér rekur Reidar Ekner sögu
þeirrar bókar, sem vart mun eiga sinn
líka. Furstinn af Emión var nafn, sem
árum saman hafði verið Ekelöf kunnugt,
en ekki nema nafnið eitt, en er hann var
staddur í Istanbul 31. marz 1965 fann
hann þar mynd þessa fursta og ánæstu
tveimur dögum gerði hann frumdrög að
29 ljóðum í Stengleikum uim furstann
í Emgión. Síðari hluti bókarinnar, sem
einnig inniheldur 29 Ijóð, segir Ekner
að hafi orðið til mjög skömmu síðar,
en ekkert ljóðanna sé eldra en, frá 31.
marz. 1965. Sé þetta algert einsdæmi
um ljóðabækur Ekelöfs.
Reidar Ekner er ungt skáld og bók-
menntafræðingur. Kom fyrsita Ijóðabók
hans út árið 1960 og sama ár sendi
hann frá sér safn Ijóðaþýðinga. Árið
1962 varði hann doktorsritgerð, en síðan
hefur komið frá honum Ijóðabók og
greinasafn auk þeirrar bókar, sem hér
hefur verið gerð a’ð umtalsefni.
Gunnar Ekelöf: Vákvisare till und-
erjorden. Dikter. Albert Bonniers för-
lag. Stockholm 1967.
Vágvisare til underjorden er síðasta
ljóðabókin, sem Gunnar Ekelöf lét frá
sér fara, en hann lézt sem kunnugt er
snemma á þessu ári. Þessi bók er í
flokki með tveimur síðustu ljóðabókum
Ekelöfs, Strengleikum um furstann í
Emgióm og Sögunni um Fatumeh. Er
þessi bók hugsuð sem lengiliður á milli
tveggja fyrrnefndra bóka að því er seg
ir í athugasemdum.
í áðurnefndri bók kemst Reider Ekn-
er þannig að orði um síðustu bækur
Ekelöfs: „f fjölskrúðugri ljóðagerð Eke
löfs eru mörg ris, en mér virðist hann
þó al’drei hafa náð hærra en í þessari
austurlenzku sögu“.
Að lokum fylgir hér eitt stutt ljóð
úr þessari síðustu bók:
Har du sett öknen blomma?
Ság mig: Har du sett öknen blomma?
Ság mig, sá att jag vet
hur en blommande öken ser ut
— Jag har sett öknen blomma
Det var deri blindes ansikte
nár han med handen kánde pá nágot
som munnen mindes.
Villielm Moberg: Förrádarland. En
beráttelse om mánniskor som historien
har glömt. Albert Bonniers förlag. Stock
liolrn 1967.
Förrádarland,
eða Land föður-
landssvikaranna,
eins og bókin gæti
heitið á íslenzku,
segir frá fólki, er
bjó við landa-
mæri Smálands
og Blekinge
snemma á 16. öld,
en þá voru þessi
mörk einnig landa
mæri Svíþjóðar
og Danmerkur. Ar
um saman lifði
þetta fólk í
friði og átti gó’ð skipti við grannana
handan landamerkjalækjarins. En er
Gustav Vasa kom til valda varð annað
uppi á teningnum. Hann leið ekki þegn-
um sínum við landamærin að eiga vin-
samleg skipti við fjandmennina hinu
megin við lækinn og urðu þeir sem út
af brugðu að sæta afarkostum.
Af frásagnargleði og ríkri innlifun
segir Moberg sögu þessara forfeðra
sinna, en sjálfur er hann frá Smá-
land sem kunnugt er. Sagan hefst þar
sem landamerkin eru ’lögð eftir byggð-
inni, Rauði steinn er gerður að landa-
merkjasteini og landamerkjalína látin
skipta héraðsmönnum milli tveggja kon
ungsríkja. í framhaldi af því eiga þeir
að vera reiðubúnir að fara með ófriði
hver á hendur öðrum þegar þjóðhöfðingi
bý’ður. Gerð landamerkjalínunnar leið-
ir hugann strax að samtíðinni og þann-
ig verður saga fólksins í Smáland og
Blekinge jafnframt nútímasaga stærri
þjóða í hnotskurn. Óhugnaður návígis
styrjaldar 16. aldar með állri villi-
mennsku sem fylgdi málaliðasveitunum
og Moberg dvelur við og lýsir ítarlega,
vekur hjá lesanda sterkan viðbjóð á
styrjaldarfyrirbrigðinu og sýnir tilgangs
leysi mannvíganna. Og í bókarlok, þeg-
ar þessu fornu landamærahéruðum er
lýst sem friðsælum blómlegum sveitum,
þar sem landamerki eru löngu týnd, er
þess getið, að Rauði steinn sé enn til,
annars staðar á jörðinni.
Arnold Ljungdal: Georg Lukács oc.h
marxismens estetik. Albert Bonniers för-
Georg Lukács
hefur um fimmtíu
ára skeið verið í
fremstu röð m=u-x
iskra bókmennta-
fræðinga. Stjórn-
málaferill hans
hefur verið um
margt sérstakur.
Hann varð
fræðslumálaráð-
herra í hinni
skammlífu komm
Framh. á bls. 14
V. Moberg.
lag. Stockliolm 1967.
Georg Lukács.
27. október 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9