Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 13
fari, forma’ðurinn á 21. ári, ég á 20. Magnúa Magnússon á 18. og Ágúst Ein- arsson á 17. ári. Ég átti að ha*a allt frítt nema brauð og feiti, svo ef eitt- hvað fiskaðist voru það tekjur. Við reyndum allsstaðar, fórum einn dag suð ur í Garðssjó og fengum þar fjórða hluta vertíðaraflans, sem var 138 fiskar og þótti gott. Ég var vormaður hjá Árna Snorra- syni á Neðri-Þverá, en kaupamaður um sumarið hjá Snorra Sigurðssyni á Vatns hOfnl og hafði 14 krónur um vikuna, annars var vikukaupið þá 12 krónur. Þé var ég tvítugur. Um haustið réri ég hjá Jóhannesi á Útibleiksstöðum, en milli vertíða var ég hjá Árna á Neðri- Þverá og vann fyrir fæði, og þótti gott Þá. 1885. Ég fór suður á vertíð veturinn eftir. Ég var á Deild á Álftanesi eins og árið áður. Það var ördeyða og aflaleysi, að- allega fiskaðist á handfæri. Við leituð- um þar, sem við sáum að Súlan stakk sér, og vorum alltaf að kippa. Róður- inn tók allt að 30 tíma, en í hlut 10- 20 fiskar þegar best var. Ég fór norður um vorið og var hjá föður mínum, og við bræður mínir. Við Hannes bróðir tókum kaupamann, Loft Guðmundsson, harðduglegan mann, og kaupakonu. Svo skiptum við heyinu að jöfnu. Um haustið setti ég á vetur 36 lömb, 20 ær, 3 sauði og tvö hross. Ég hafði 50 kinda hús, og svo voru nokkr- ar kindur í fóðri hjá föður mínum. Hannes bróðir minn hirti kindurnar fyr ir mig. 1886. Veturinn eftir fór ég suður og var á Deild hjá feðgunum, sem nú voru á sama skipinu. Gamli Jón var formað- ur, Jón yngri framí á stjór, Davíð Sanda miðskipa, Jón Benediktsson í austurrúmi. Á bak var ég framí, Jón frá Skálabrekku í Þingvallasveit mið- skipa, en Guðmundur Davíðsson í aust- urrúmi. Guðmundur var afbragðsmað- ur, en misræðinn og latur, en Jón sá alónýtasti maður, sem ég hefi þekkt. Ég gat ekki reiðst við hann, hann gat ekki betur, eins var með fisk, hann missti hvern, sem ekki hafði maga- hleypt. Jón var mér góður, eftir erfið- an róður gaf hann mér stórt stykki af kæfu, sem kölluð var bráð, og var stórum betri en sú, sem nú er búin til. M i'Iig minnir að þetta vor væru sum- arpáskar. Á páskadag fórum við til Reykjavíkurkirkju, þá var sólskin og skafheiðríkt. En er við fórum suður Skildinganesmela sáum við vætuský á Grindaskörðum. Þegar við vorum komn- ir á flot gerði svo mikla rigningu, að ég held að ég hafi aldrei komið út í aðra eins. En fyrir norðan var bleitu kafald allan daginn. Ég segi frá þessu 'hér, af því mér hefir fundizt sumar- tíð fara eftir veðri þennan dag, enda var það gamalla manna mál. Þetta sumar var hér fyrir sunnan einmunagóð tíð og þurrkur, þar til um 16 vikur af sumri, þá gerðu svo miklar rigningar, að skriður féllu á Kjalar- nesi og víðar. En fyrir austan fajll fór allt á flot, og fólki var vísað úr kaupavinnu. Fyrir norðan náðist eng- inn baggi inn fyr en eftir höfuðdag, og oft var þar grasfyllir af fönn. Er ég fór norður um vorið, fór ég til föður míns, því nú var hann alger- lega kominn í rúmið. Ég átti þá, eins og fyrr segir, 20 _ ær, 36 gemlinga, 3 sauði og tvö hross. Ég átti einnig inni í búinu vinnulaun, 200 krónur. Þetta allt lagði ég inn í búið, því um vorið fór Hannes bróðir minn í sjálfsmensku með stúlku, sem síðar varð konan hans. Við Pétur bróðir vorum hjá foreldrum okkar, i túni höfðum við samvinnu við Hannes. Um haustið voru sett á vetur rúmar 100 ær, 25 sauðir, milli 30-40 lömb, 4 kýr, en ég man ekki eftir _ hve mörg hrossin voru, liklega 10-12._ Ég réri um haustið hjá Jóhannesi í Útibleiksstöð- um, eins og vant var, en aflaði litið, því í mörg ár eftir að hvalina rak á Ánastöðum kom ekki fiskur í Miðfjörð. Pétur bróðir réri hjá Jakobi á Illuga- stöðum og fékk til hlutar um 1000 fiska, mikið af skötu og 2 hestburði af heilagfiski. Allt var þetta flutt heim, því faðir minn sagði okkur að draga vel að, það mundi mikils þurfa með í vetur. Vestan af Borðeyri voru flutt heim 1600 kg. af kornmat, slátrað var um haustið og lagt til heimilis um 20 hálf- geldum ám og hrútum, 5 sauðum, þre- vetrum, nokkrum lömbum og einni kú. En heimilisfólkið var: foreldrar mínir, vinnukona, smaladrengur, ég og Pétur bróðir milli vertíða, og tökubarn. 1887. Þessi vetur var nokkuð harðari en í meðallagi, töður voru hraktar og lélegt fóður, en úthey sæmileg þau, sem heyj- uðust eftir höfuðdag. Um sumarmál gerði kast, sem stóð stutt, var góð tíð fram að krossmessu og sleptu þá marg- ir fé. Stórrigning var á krossmessu all- an daginn, og síðast um kvöldið hljóp- í snjóbyl, sem hélzt til 23. maí. Þá var komin svo mikil fönn, að allt var ó- fært, t.d. var Lárus Blöndal sýslumað- ur heilan dag að fara frá Brekku fram að Hnausum. Fénaður var kominn um fjöll og náðist ekki, enda almenning- ur búinn með hey, néma dræjur fyrir kýr. F járfellir var almennur, t.d. féll í Hnausum 50 ær, 50 sauðir, 130 geml- ingar og 13 hross. Á Þingeyrum yfir 100 fjár, yfir 100 fjár á Hnjúki, og á Helgavatni yfir 100 fjár. Á öllum þess- um bæjum voru nóg hey, en féð náðist ekki, vegna ótíðar. Á bæjunum mun fjáreign hafa verið 400-500 nema í Hnausum, þar mun féð hafa verið 700- 800. Almennt fjártjón mun hafa verið 20-70 á bæjum, hross hnmdu niður, t.d. í Dælir 6 hross og 7 drápust í Hvarfi. Á Efra-Vatnshorni bjó ekkja, Ragnhildur Snorradóttir. Um haustið var sett þar á vetur 90 fjár, 2 kýr og 5 hross. Það féll allt, og ekkjan flosn- aði upp og fór vestur á Reykjanes til systur sinnar, konu séra Jóns, sem þar var prestur. Allan veturinn var mikill gestagang- ur á Þóreyjarnúpi, sem ágerðist eftir því, sem leið á veturinn. Eftir áramót- in mátti segja, að fólkið flakkaði. Oft voru næturgestir 20-40, vestur að Syðsta- Hvammi og niður í Miðfjörð var 3-4 tíma gangur, en alsstaðar úthýst þar á milli. Ef fólk kom síðla dags úr Vest- urhópi eða Víðidal varð það að setjast upp á Þóreyjarnúpi. Það var ekki af því að fólkið væri vont, þó það út- hýsti, það hafði ekki nóg fyrir sig, og svalt jafnvel sjálft. Á Þóreyjarnúpi var öllum gefinn matur, meðan entist, og margir báðu um mat með sér, þó ekki væri nema ein máltíð. Og móðir mín hafði lítið ef hún lét aumingja synj- andi frá sér fara, hún gat það ekki. í nágrenninu var drengur máttlaus af hor, og stúlka á sama bæ veik af hor og hungri. Hún var flutt að Klömbrum til Júlíusar læknis, og flentist þar. Vistráðningar brugðust og fólk flakk aði allt þetta ár, það sem ekki komst í burtu. Ég hitti í Miðhópi tvo bræður, harðduglega, sem báðu mig að taka sig upp á mat. Þetta vor sýndi Jón Skúla- son á Söndum hvert stórmenni og höfð- ingi hann var. Hann tók aldrei fleiri menn í vorvinnu en þá, allt fjölskyldu menn, borgaði eins og venja var, allt í kornmat, sem hann lét þá fara með heim um helgar. Þetta vor lét hann út yfir 5 þúsund pund af kornmat. A Þóreyjarnúpi var búið að taka allt úr bænum, kornmat og annað, til að gefa skepnunum. Og þegar birti upp um vorið var ekki um annað að ræða en láta allt út, kýrnar hvað þá annað. Þær voru verjaðar á túninu, heyruddi var tekinn úr rúmunum og blandaður betra fóðri, og þeim gefinn dropinn úr sjálfum sér. Allt bjargaðist þetta, af fénu drapst furðu lítið og lambadauði ekki teljandi Tíðin batnaði vel, ég fór ekki úr fötum í hálfan mánuð, en gekk til fjárins og lét hverja kind ráða sér sjálfa. Svo var farið til grasa upp á fjall, og það lifnaði í kúnum. En þetta er eina vorið sem ég man, að ég væri svangur. Hannes bróðir fór að búa á Urðar- baki, en Jakob bróðir átti þá heima í Forsæludal í Vatnsdal, og flutti til Canada um vorið. Hann fór snemma, til að geta útvegað konu og börnum dvalarstað. Jakob hafði lært ensku, og var því leiðbeinandi vesturfaranna. Anna kona Jakobs var hjá föður sín- um, Hannesi Þorvarðarsyni á Hauka- gili, og þrjú börn þeirra, en eitt var á Þóreyjarnúpi. Hannes flutti þau vestur á Borðeyri, en vesturfaraskipið komst ekki inn vegna hafís, sem lá fram um höfuðdag. Svo Hannes flutti þau suður til Reykjavíkur og kom þeim þar í skip. Um sumarið var heyskapur mjög rýr, og veturinn eftir harður. Haustið 1887 dó faðir minn, þá 71 árs, eftir fjög- urra ára vanheilsu. Það var engin furða þó fólkið flýði, það var vegalaust, hungrað og von- laust. Sumu af því vegnaði vel, og enn betur afkomendum þeirra. Ég á frænd- ur í Utha, áberandi lækna. Og ég á líka frændur í Canada, sem sóma sér vel. Hefðu feður þeirra og mæður ekki farið vestur, hefðu skilyrðin til frama orðið minni. Góðæri og kuldatímabil, velgengni og kreppa hafa skipzt á sfðan landið byggðist. Núverandi kuldatímabil byrj- aði fyrir nær þrem árum, fjárkreppan líka, og svo kemur þriðja styrjöldin. Þá verður ekki hægt að flýja tfl Am- eríku. Útkjálkabyggðir Framh. af bls. 6 býlli staða, þar sem hægt sé með minni kostnaði og fyrirhöfn að skapa því létt ari lífsafstöðu, betri samgöngur, skemmt analíf, sjónvarp, skóla, o.fl. o.fl. Benda ýmsir flytjendur þessa boðskapar t.d. á Austfirði og Vestfirði, sem staði þar sem dýrt sé og nálega ofvaxið þjóðinni að halda uppi byggð á, vegna einangr- unar og of erfi’ðra náttúruhamfara. — Víst er um það að þessi byggðarlög geta átt það til að taka ómjúkum hönd- um á íbúum sínum. En sú harða lífs- barátta, sem þar og víða annarsstaðar hefur orðið að heyja hefur jafnframt orðið fólkinu sá holli skóli, sem þroskað hefur með þjóðinni þær eigindir, sem bezt hafa enzt henni til menningar, sigra og dáða. Og skyldu þeir ungu menn, sem nú vaxa úr grasi við gleðilíf í skemmti- 'stöðum þéttbýlisins, með hávaða og skrípilátum danshljómsveita og dægur- laga söngvara verða skeleggari að bjarga 'lífum drukknandi sjómanna við Látra- bjarg og Grænúhlíð, en Þórður á Látr- um og þeir aðrir Vestfirðingar, sem í því starfi hafa sýnt stærstan kjark og fórnarhug? Eða skyldu þeir, með múg- mennsku og hóglífisuppeldi gleðihús- anna að veganesti, eiga eftir að lyfta þyngri og happadrýgri tökum í athafna lífi landsmanna, en t.d Sveinn á Egils- stöðum eða Einar Guðfinnsson á Bol- ungarvík, svo nefndir séu tveir önd- vegismenn Vestfjarða og Austurlands, er getfð hafa sér það hróðrarorð í at- vinnurekstri til lands og sjávar, ©r lengi mun merki eftir sjá? Og hvort mundi sú kynslóð, sem nú menntar huga sinn við Dýrðlinga- og Vasaþjófamenningu sjónvarpsins eiga eftir að færa þjóð sinni fegurri lista- verk en snillingarnir Gunnar Gunnars- son og Jóhannes Kjarval sem aldir eru upp í tveim fjörðum á Austurlandi, er svo geta orðið harðbýlir, að fannalög og hafþök af isi loki þar öllum leiðum svo mánuðum skipti? Skyldu fjállkirkj ur þær, sem þessir Harðjaxlanemend ur reisa í íslenzkum bókmenn'tum á kom andi árum gnæfa hærra en Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar, sem ungur laugaði huga sinn við heiðríkju og lækjarnið austfirzkra dala? Ég læt hverj um eftir að velta fyrir sér þessum hlut- um. En sem ég dvaldi á Austurlandi fáa sumardaga og fann og sá, að hvorki höfðu ísaiög síðasta vetrar, gróðurkal né brigðular síldargöngur megnað að beygja hugi þeirra, sem þar búa til vonleysis og flóttahyggju, heldur hert þá í sókn gegn örðugleikum og árleysi þóttist ég hafa fengið svar við þessum hugleiðingum: Yrði sú stefna uppi að leggja í auðn ýmsar af þessum og öðrum svonefndum „útskagabyggðum“ landsins kynni af því að leiða það þjóðlífskal, sem öl'lu túnakali yrði stærra. Athafnamenn Framh. af bls. 10 brúsann, rcyndum við að gang- setja vélina og í gang fór hún strax. Síðar kom í ljós að bát- urinn hafdi verið olíulaus vegna leka á tönkunum. Við gátum siglt inn á Kalmannstjarnar- vík í Höfnum og þar lágum við fyrir ankeri um nóttina. Með birtu næsta morgun sáum við skip koma fyrir Stafanes- tanga og það var sem okkur grunaði, því þar var kominn bátur að leita okkar og það var togarinn Rán. Við höfðum feng ið mjög litla olíu og Rán dró okkur því til Reykjavíkur, þar sem við biðum færis til Eyja. Ekk'i langaði farþegana að liætta á annað eins ferðalag og urðu þeir því eftir í Reykjavík um sinn. — Eftir að sjómennskunni lauk, Gunnar, snérir þú þér al- gjörlega að skipasmíðum. Lærð ir þú sérstaklega til skipasmíði? — Nei, það gerði ég ekki á skólabekk. Ég vann með vön- um mönnum og lærði mest á því og reynslunni. Ég vann við bátaviðgerð’ir löngu áður en við byggðum slippinn, en hann byggðum við árið 1925. Slipp- vagninn og spilið fengum við frá Noregi, en þangað fór ég til þess að kaupa hvort tveggja. Fyrsti báturinn, sem var tek- inn upp í dráttarbraut hér í Eyjum hét Garðar, en eigend urnir voru frá Múla og þvi var báturinn daglega kallaður „Múlagarðar. — Þú hefur smíðað mörg skip. — Já, ég hef smíðað alls 14 skíp frá kili, en auk þess hef ég unnið við ótal skip, sem hef ur þurft að breyta í ýmsu og byggja upp að nýju og yfir öll þau skip hef ég alls ekki tölu. Stærsta skipið, sem ég smiðaði var Helgi, sem var 119 tonn, smíðaður árið 1939 og var þá stærsta skip, sem hafði verið smiðað hérlendis. f mörg ár eft- ir það var ekki smiðað stærra skip hérlendis. Helgí sigldi m.a. öll stríðs- árin á milli íslands og Englands og reyndist vel. Þegar Helgi hafði siglt 120 ferðir yfir haf- ið á stríðsárunum til Grimsby, hélt borgarstjórnin þar veizlu til heiðurs áhöfninni. Alla þessa 14 báta, sem ég smíðaði, teiknaði ég líka og þarna er í allt um að ræða á 5. hundrað tonn í nýskipasmíði. Samhliða þessu hef ég svo ver- ið útgerðarmaður í 48 ár og hversdagsstritið hefur verið mér ánægja. Árni Johnsen. 27. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.