Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 8
Borgarfjörður skartaði sínu fegursta á nýliðnum haustdegi, er ég átti leið þar um hérað. Sumar lá enn í lofti. Himinn var heiður og sólin skein, enda þótt hún væri ekki einráð á himninum. Undarfegt tungl þeirra Borgfirðinga skein líka allan liðlangan daginn, að vísu fölt og nokkuð guggið af svefn- leysi, en alveg 'laust við minnimáttar- kennd og vék ekki fyrir sól. Einhvern veginn fannst mér þetta tungl gterkari fyrirboði vetrar en alhvítar fjallshlíð- arnar. En skólarnir minna Mka á vetrar- komu. Borgarfjörður er, sem kunnugt er, mikið skólahérað og einn þeirra skóla, sem hefur nýlega hafið vetrar- starfið, er húsmæðraskólinn að Varma- landi. Staðarlegt er heim að líta. Mynd- arlega skólabyggingu ber hæst er ek- ið er í hlað. Skólinn hefur ætíð not- ið sérstaks álits jafrvt utan héraðs sem innan — hingað sækja stúlkur menntun sína í hússtjórn víðs vegar að af land- inu. Og hingað er einnig gott að koma sem gestur — það væsir ekki um þann sem á hér næturstað. Forstöðukonan, Steinunn Ingimundardóttir, tekur á móti gesti af einstakri alúð og gfaðværð og þrátt fyrir miklar annir og langan starfsdag, telur hún ekki eftir sér að sýna skó'lann og leysa úr spurningum. Þetta er 23. árið sem skólinn starfar, en fyrir um það bil átta árum lauk smíði viðbótarbyiggingar og gerbreyttist þá margt til hins betra. Enn er þó eld- húsið í endurnýjun, en nú er komið að því að þurfi að endurbæta það gamla, segir forstöðukonan, það er sjaldan nægilegt viðhald á vinnusviði verklegs náms, því allar breytingar eru svo dýrar. Það er gaman að ganga imeð Stein- unni um þemian bjarta og rúmgóða skóla, þar sem allt ber vitni fögru hand- bragði og listrænum smekk. 1 skó'lahús- inu eru auk heimavistar íbúð forstöðu- konu og ein kennaraíbúð, búnar öllum þægindum. Kennslutæki eru hér líka af fullkomnustu gerð, en þótt öll sjáíf- virkni sé nýtt, þar sem henni verður komið við má þó ekki gleymast, að enn á Island sveitir þar sem sjálfvirkni nú- tímans fellur dauð og ómerk. Þar dugir handverkið eitt og því er sumum hús- mæðraefnum nauðsynlegra að læra á þvottabretti en takka á sjálfvirkri þvottavél. En þeir sem uggandi eru um breytta tíma og áhugaleysi ungra kvenna á heimilisstörfum, geta svæft ótta sinn enn um stund — aðsókn að húsmæðra- skólanum að Varmalandi var svo gífur- leg, að vísa varð hvorki meira né minna en 100 stúlkum frá núna í haust. Skól- ann sækja 44 nemendur í vetur og er það tveimur fleira en gert er ráð fyrir í heimavist — hefur því gestaherberg- ið einnig verið tekið í notkun fyrir námsmeyjar. Fastakennarar eru þrír, El- ín Magnúsdóttir, sem kennir þvott og ræstingu, Rósa Finnsdóttir, sem kennir sauma, og eru þær báðar úr Borgar- firðinum, en Snjólaug Guðmundsdóttir sem er ísfirðingur að uppruna, kennir vefnað. Kennurunum til aðstoðar er ung gtú'lka, Svava Kristjánsdóttir að nafni, og var hún nemandi við skólann í fyrra. Kennarar eru allt kornungar stúlkur og tiltöl’ulega nýbyrjaðar að starfa og auðfundið var, að mikill einhugur ríkiti milli forstöðukonu og kennaraliðs um hag skólans. Um starfsemi skóilans segir Steinunn: Við skiptum náminu niður í fjögur námskeið, einn hópurinn lærir vefnað, annar sauma, þriðji matreiðslu en fjórði þvott og ræstingu. Bóklegt nám er hins vegar sameiginlegt, bóklegar greinar eru margar, t.d. uppeldisfræði, næringarefna fræði, heimilishagfræði, þjóðfélagsfræði, híbýtafræði svo ég nefni nokkrar af handahófi. Þetta er þungur og erfiður bekkur — það er erfitt að kenna 44 nemendum í einu. Og með misjafnan undirbúning? Mjög misjafnan. Sumar hafa aðeins styztan barnaskólalærdóm að baki, hafa kannski ekki notið nema 3ja vikna far- kennslu, aðrar hafa miðskóla- eða gagn- fræðapróf og einstaka nemendur hafa stúdentspróf. Það segir sig sjálft, að hópurinn er oft mjög ósamstæ’ður, ekki aðeins hvað sjálft námið snertir, held- ur einnig í þeirri reynslu að sitja á skólabekk og tileinka sér kenns'luna. Óvenjumargar af þeim sem koma í haust hafa samt miðskólapróf og mér virðist þeim fjölga sem hafa hlotið meira en eingöngu barnaskólanám. Enn sem komið er, eru engin skilyrði sett tit inngöngu, en mér fyndist ekki frá- leitt að gera unglingapróf að skilyrði fyrir inngöngu í húsmæðraskólana. — Og hvernig er starfsdegi háttað? — Við höfum fasta stundaskrá alla daga, verklega kennglu á morgnana, bók'lesa eftir hádegi, en alltaf er gert Elín Magnúsdóttir kennir réttu handbrögðín á strauvélina, en stúlkan til vinstri Forstöðukonan Steinunn Ingimundardóttir við skrifborð sitt. vandar sig við gömiu aðferðina með járnið. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.