Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 12
c tefán Þorsteinsson á Sauðadalsá var næturgestur á Syðri-Þverá vorið 1902. Hann kom yfir Háheiði, og ætlaði á stjórnmálafund á Sveinsstöðum. þá voru kosningar og allir Húnvetningar ofstækisfullir með eða móti Valtý. Pabbi slóst í för með Stefáni, þeir fóru fyrir framan Vesturhópsvatn, yfir á þjóðveginn og komu við á Lækjamóti. Þar var einnig Sigurður Jónssonbóndi ferðbúinn, og Guðríður dóttir hans, sem einnig ætlaði á fundinn. Sigurður spurði Stefán með hverjum hann væri, þar var enginn efi, næst Guði trúði Stefán á Valtý, taldi hann bjargvætt landsins, annars væri allt tapað. „Ég vil ekkert við þig tala, þú ert bölvaður assskotans Valtýingur“, sagði Sigurður, vippaði sér á bak, og sló í Restinn. En Stefán keyrði bálvondur á eftir. Um kvöldið á Syðri-Þverá sagði Stef án svo frá upphafi kuldatímabilsins, sem hófst 1857 og lauk ekki fyrr en 1887 með fólksflutningunum miklu úr Húnavatnssýslu, er um 300 manns úr Miðfirði flýðu landið og fóru til Am- eriku. Haustið 1856 var talsverður fisk ur á Hamarsmiðunum og stillur, á jóla- föstu var nógur fiskur, er þeir sáu ís- inn koma inn flóann í logni. Þeir vildu ekki fara frá miðunum, en straumur- inn bar ísinn svo hratt að hann króaði þá af, svo þeir urðu að setja bátinn nokkurn spöl yfir ísinn. fsinn fór ekki af fyrr en um sumarmál 1857. Um veturinn var einmuna góð veðr- átta, og til marks um það byggði móður afi minn, Sigurður Sigurðsson, skemmu í Klömbrum í Vesturhópi, á þorra um veturinn. En þá hafði afi tekið við bús- forrá'ðum af tengdaföður sínum, Snorra Jónssyni hreppstjóra. Faðir minn Jón Hansson á Þóreyjar núpi, sem var fæddur á Jónsmessu 1864, lét eftir sig nokkur minnisblöð. Ég hefi birt nokkur af þeim, eins skrifaði hann nokkrar greinar um harðindin á síð- ustu öld, sem birtust í Lesbók Marg- unblaðsins. Faðir minn andaðist 1940. Til að skýra óáranina, vonleysið og flótt ann, ætla ég að rifja nokkuð upp um árferðið. 1880-1881. Sumarið 1880 gekk ég að slætti á Þóreyjarnúpi, eins og sumarið áður. Ég man það eins og það hefði skeð núna, að við vorum að slá á þembunum aust- an við Engishólinn. Þetta var síðari hluta dags, við vórum búnir að slá gríð arstórt stykki, enda fljótslegið. Þá segir faðir minn: við skulum tylla okkur nið- ur. Þeir fóru að tala um tíðina, sitt lagði hver til málanna. Þá datt mér í hug vísa, hún er svona: Fimbulvetur frostum með, finna munu lýðír, allt er hart, ég um það kveð, opnast dauðatíðir. í) aginn eftir lofaði ég föður mín- um að heyra vísuna og sagðist hann vel geta trúað, að hún kæmi fram. Ég hefði áður sagt hvemig þessi voða vetur byrjaði. Ég hirti þá 80 ær, 2 reiðhesta og 3 trippi. Brunarnir voru afskaplegir 1881. Það var langur vegur sem ég fór til húsa, sem kölluð voru Kothús. Ég man vel Fönixbylinn, þá kól mig á aðra kinnina og aðra nösina, hvað það var ónotalegt þegar nösin var að þiðna, það var eins og ég væri að gráta, svo rann vatnið úr augunum. í framan var ég orðinn eins og holdsveikur mað- ur, bólguhnúðar á báðum úlfliðum, báð- ir fæturnir stokkbólgnir. Svona var ég útleikinn eftir frostaveturinn 1880-1881 þá á sautjánda ári. Þá voru í húsmennsku hjá föður mínum Þorbjörg Steingrímsdóttir Ijós- móðir, og Bogi Jónasson frá Ási, sem varð seinni maður hennar. Þorbjörg var At gömlum blöðum Eftir Hannes Jónsson mesta greindarkona, vel hagmælt og gleðikona mikil. Eg bað Þorbjörgu að setja blóðkoppa á fæturna á mér, mikil óskop kom af blóði, en mér albatnaði. 1882. S ™,ri5 .Mr froSt„rt„,„„ , góðu meðallagi, en haustið heldur stirt og veturinn eftir harður. Á þorranum voru slög og regluleg ótíð fram á gó- una. Ekki man ég eftir hvern dag pásk- ar voru, en þeir munu hafa verið um miðjan apríl. Á pálmasunnudag komu séra Þorvaldur Bjarnarson á Melstað, og Gestur Jóhannsson hagyrðingur, sem fór til Ameríku. Þá var sterkur hiti, sólbráð og sunnan þíðvindi. Faðirminn bauð gestunum til stofu, og fóru þeir að tala um ýmis málefni. Svo kom kaffi, og gaf faðir minn þeim út í það.„Held- urðu ekki, Hans minn, að veturinn sé búinn“, sagði séra Þorvaldur. Faðir minn þagði stundarkorn, en segir svo: Harðnar á dalnum, herðir að hvalnum hafísinn veldur. Neyðar á falnum og násigðaralnum Norðurjötunn heldur. Lækkar í malnum mörgum hjá halnum meinið sem geldur. Emjar í valnum af illviðrasvalnum, ásauður feldur. Nú ertu vitlaus, Hans segir séra Þor- valdur. Nei, segir faðir minn, það á eft- ir að koma hafís og mikið af hval,og fjárfellir verður mikill. Upp úr páskum gerði hríðar og harðindi, og á sunnu- daginn fyrstan í sumri var svo svart- ur norðanbylur, að það er þriðji svart- asti bylur, sem ég hefi komið út í á æfinni. Þegar hann birti upp var hafís fast- ur við Vatnsnes, og tveir hvalir rekn- ir í Krossanesi, hvalkýr og kálfur. Fað- ir minn fór á þá hvalfjöru, þar var einnig Eggert á Ánastöðum. Segir þá faðir minn: Þú þarft ekki að kaupa mikinn hval, Eggert minn, þú fært nóg- an hval bráðum. Er Eggert sneri heim- leiðis, var hann með hval á þrem hest- um. Þá hitti hann Jón á Almenningi, sem teymdi hest, er engir baggar vohi a. Spurði Eggert um ástseður á heimil- inu, þar var engin lífsbjörg, nema mjólk úr einni kvígu. Sumir segja, að Eggert hafi skorið 32 bita úr böggum sínum, aðrir að hann hafi gefið Jóni baggana af einum hestinum, og bað Jón Guð að launa honum. Jón á Almenningi var fá- tækur barnamaður, málhaltur og ófram- færinn. E ftir betta kast batnaði tíð dálítið, en var þó voða vond. Þar til um hvíta- sunnima, þá gerði stórhríð á norðan í 3 daga. Hvítasunna var þá í fimmtu viku sumars, þá rak 32 stórhveli á Ána- stöðum. Um Trínitatishelgina vorumvið Bjöm, vinnumaður föður mins, sendir til að fara í hvalskurð. Er við komum að Ánastöðum, og ég skilaði erindinu, sagði Eggert: Það er sjálfsagt að þið báð ir frá Þóreyjarnúpi séuð teknir í skurð, því það hefir ræst, sem gamli maðurinn sagði í Krossanesi, og sagði þá, svo að fjöldi fólks heyrði, um spádóm föður míns á Krossanes hvalfjörunni. Við Björn vorum þarna í hálfan mán uð, en þá varð stopp á vinnunni, því fólk var farið að leggjast í mislingun- um, og fórum við báðir heim. Daginn eftir var ég í norðan stormi að berja með kláru á túninu, jafna áburðinum. Þegar leið á daginn skildi ég ekkert í, hvað ég var máttlaus, og sat oft við að berja. Klukkan 7-8 fór ég að taka eftir dökkum blettum á úfliðunum, þá hætti ég og fór inn klukkan níu hátt- aði strax og var kominn með óráð. Það var ég með á annan sólahring. Ég var að tala um menn á ferð langar leiðir frá bænum, hvað þeir væru margir, og með hvað marga hesta hver þeirra væri. Þetta stóð allt heima. Á öðrum degi hvarf óráðið, mér fannst ég vera frískur, og vildi klæða mig. En það var aftekið. Um sama leyti og ég lá, lá einnig Björn vinnumaður, og einnig drengur um fermingu, þvi nú var hann giftur og farinn að búa á hálfri jörðinni. Mikið leiddist mér hvað þeir báru sig illa, þeir héldu, að þeir mundu deyja. Ég lá viku, klæddi mig svo og fór út á hlað. Það var norðan stormur og sólskin, en það þótti mér undarlegt, að mér sýndust rauðir hnoðr ar fyrir augunum, eins og þéttasta mý- bit. Eftir litla stund fór ég inn, og var inni við það, sem eftir var dagsins. Daginn eftir þurfti að sækja meðul út að Klömbrum, nú lá undir tuttugu manns með aðkomandi mönnum. Hestar voru uppi í fjalli, ég bauðst til að fara, og þetta ferðalag mun ég muna nokkuð lengi. Ég fór þetta 100-300 metra, var þá orðinn uppgefinn, hóst- aði og ældi og kúgaðist. Svo lagði ég á stað aftur, kom með hrossið og reið út að Klömbrum. Þegar ég kom út fyrir Breiðabólsstað kom þar á móti mér frú Guðný kona séra Jóns Kristjánssonar á Breiðabólsstað, og með henni Jón póstur, sonur hennar. Hún spurði mig hvort margt fólk lægi hjá mér, og eins, hvort ég væri búinn að liggja. Ég sagði henni eins og var. Mér er fyrir minni hvað hún sagði, hún taldi þetta tilraun _ til að drepa mig með glanna- skap. Ég kvaddi og fór mína leið, og kom heim með meðulin, hvort þau hafa komið að gagni, veit ég ekki. Upp frá þessu var ég eins og ég hefði aldrei orðið lasinn, þó man ég eftir, að einn daginn kom ég ofan af fjalli, og ætlaði ekki að komast heim fyrir máttleysi. Allir héldu að nú væri ég að fara, ég lagðist upp í rúm, sofnaði og svitnaði. Þegar ég vaknaði var ég nokkurnveg- inn frískur. IV ú lá um 20 manns, og var ekki á skriði nema tvær gamlar konur og fað- ir minn, og svo ég, ég átti að vaka eina nótt, því gömlu konurnar og faðir minn voru orðin uppgefin af svefn- leysi og þreytu. Voru þá fjórar mann- eskjur, sem þyngst voru haldnar, móðir mín, Anna kona Jakobs bróður míns, og tvær vinnukonur. Það var breitt fyrir alla glugga og nærri myrkur í baðstofunni, og alltaf þurfti að hafa volgt vatn að drekka, handa sjúkling- unum. Um kvöldið gætti ég að öllum rumunum, svo fór ég fram og lagði að í hlóðunum, víst ekkert sparlega, og sig- aði vel frá túninu. Eftir þetta fór ég að ganga um spítalann, vita hvernig öllu liði. Voru allir sofandi. Ég fór fram í baðstofuhorn, settist þar á saman- brotna sæng og þá leið mér illa, myrkur í baðstofunni og ekkert nema æ og stunur, ég myrkfælinn og frávita af líkhræðslu. Þarna sat ég stundarkorn, og hefi líklega hálfgleymt mér. Ég hrökk upp, og fór að athuga sjúkl- ingana, sem allir voru sofandi sem fyr. Svo fór ég fram í eldhús, þá var soðið upp úr katlinum, hann nærri þur, og eldurinn nærri útkulnaður. Ég hafði hraðar hendur við að koma þessu öllu í lag, svo fór ég út, ekkert var í tún- inu, svo ekki hefi ég sofið lengi. Ég fór þá inn og enn voru allir sofandi, en eftir stund fóru sújklingarnir að smá vakna, og hagræddi ég þeim eins og ég gat. Ég skal ekki segja, að það hafi verið af manngæðum, en hitt er víst, að öllu þessu fólki þótti vænt um mig og þykir enn í dag, því sem lifir. Ég ætla ekki að segja hvað mér létti um morg- uninn, þegar gömlu konurnar og faðir minn komu á fætur. Faðir minn og nokkrir menn aðrir keyptu heilan hval, og kostaði hann 150 krónur. Ég var því látinn fara í skurð, og voru þar að verki með mér nokkrir menn, sem mér finnst ástæða til að geta. Ég var vökumaður, en vann á daginn með Guðmundi Arasyni, sem viktaði hvalinn, annar maður hét Bogi Björnsson, þriðji Hjörtur Jónsson, fjórði Guðmundur Magnússon og fimmti Guðjón Jóhannsson. Hvalrekinn mikli á Ánastöðum bjóirg- aði vafalaust Húnvetningum frá hungri 1882, enda fleiri héruðum, því hvalur var sóttur úr Skagafirði, vestan úr Dölum og sunnan úr Borgarfirði. fs- inn lá fram um höfuðdag og engar matvörur í verzlunum. Veikindi og manndauði voru um vorið, stórkostleg- ur fjárfellir hjá sumum, svo við auðn lá. Hey nýttust ekki vegna ótíðar fyrr en eftir höfuðdag. „Komdu með hval handa gestunum, góða mín, þeim er ekki nýnæmi á sauðakéti", er sagt að Hans afi minn hafi kallað á eftir ömmu. Þá voru gestir komnir á Þóreyjarnúpi, sem ætluðu að fara á hvalfjöruna, en gest- risni var mikil. Vitanlega var ekkert két til frekar en hjá öðrum, þó bjó afi vel eftir því, sem þá gerðist 1883. góu veturinn eftir fór ég suður til sjóróðra, og lét faðir minn Björn vinnumann sinn fara með mér. Bjöm réði sig í Árnakoti á Álftanesi hjá Sveini Gestssyni, en ég var hjá Ólafi á Gamlahliði. Ég var svo á vorvertíð fram að Jónsmessu hjá Bjarna Jónssyni í Brekkukoti, síðar á Vatnsnesi við Keflavík. Hann var mikill formaður, og ég hafði mikið gott af að læra sjó hjá honum. Á vor- og vetrarvertíð mun ég hafa haft um 200 krónur, þetta þótti þá mikill peningur. Þá var ég 19 ára. Er ég kom norður var Hrútafjörður fullur af hafís, þó komið væri fram í júnílok. Ég hitti fjölda af fólki, sem ætlaði til Ameríku, bæði á Þórodds- slöðum og annarsstaðar. Þar á meðal var Stefán Kristmundsson með konu og börn. Hann bað mig að koma með sér og lána sér peninga. Mikið langaði mig til þess, en þegar til foreldra minna kom, lögðu þau svo hart að mér, að ég hætti við þetta. Þetta sumar fór Eyjólf- ur Guðmundsson á Geitafelli, sonur Guðmundar Ketilssonar á Illugastöðum, til Ameríku, og alla leið til Utha, með öll börn sín, nema Ögn í Krossanesi. Það var ýmist verið að flytja þau vest- ur á Borðeyri, eða heim að Þóreyjar- núpi, því Camoens, vesturfaraskipið, komst ekki inn á Borðeyri fyrr en eftir höfuðdag, er ísinn rak burt. Þeir voru bræðrasynir Eyjólfur og faðir minn. 1 etta sumar var voða grasleysi, við bræður vorum við heyskap og tvær stúlkur, en Jakob bróðir hafði hálfa jörðina. Á endanum urguðum við upp talsverðum heyjum, því nýting var góð. Um haustið réri ég hjá Jóhannesi á Útbleiksstöðum, en afli var sáralítilL 1884. Veturinn eftir réri ég hjá Jóni Jóns- syni yngra á Deild á Álftanesi. Það var ördeyðuvertíð, hæstir hlutir á Álfta nesi voru um 200 fiskar, sumir sáu varla fisk. Við vorum á fjögurra manna 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.