Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 11
Árið 1965 var Nicolae Ceausescu val- inn eftirmaður Gheorghiu-Dejs sem for- maður kommúnistaflokks Rúmeníu.Ceau sescu var þá 47 ára gamall og átti giftudrjúgan stjórnmálaferil að baki. Gheorghiu-Dej hafði alla tíð haft mikl- ar mætur á Ceausescu og það mun hafa verið ósk hans, að Ceausescu yrði kjörinn í þetta valdamikla embætti að sér látnum. Stefna Gheoghiu-Dejs í landsstjórn var: „Rúmenia fyrir Rúm- ena“, og Ceausescu hefur að þessu leyti fetað dyggilega í fótspor hans með því að leitast við að fylgja sjálfstæðri ut- anríkisstefnu. Hann hefur lagt áherzlu á þjóðlegan kommúnisma og unnið mark víst að þvi að efla sjálfstæðl flokks- ins gagnvart Sovétríkjunum. Hann varð t.d. fyrstur leiðtoga nokkurs Austur- Evrópuríkis til að stofna til stjómmála- sambands við Vestur-Þýzkaland. Ceau- sescu liefur einnig gert sér far um að halda algem • hlutleysi í deilum Sovét- manna og Kínverja. Afstaða Ceausesc- us við innrásinnl í Tékkóslóvakíu var því einungis rökrétt framhald á þjóð- emisstefnu hans og hann ávann sér hylli þjóðar sinnar í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr, er hann á morgni innrás- arinnar ávarpaði þúsundir manna, sem safnast höfðu saman á götum úti og fordæmdi innrásin,a, taldi hana ógna friði í Evrópu og framþróun sósíal'ism- ans. Ceausescu er bóndasonur, fæddur og uppalinn í Scornicesiti, sem er afskekkt fjaílaþorp í surunanverSum Karpatafjöll um. Líf bændafólksins í þessum fjalla- þorpum var fátæklegt og fábreytt, mögu 'leikar á menntun nánast engir, enda náði skólaskylda ekki til bairna í þess- um þorpum um þær mundir er Ceaus- escu var að alast upp. Einhvern veg- inn tókst þó Ceausescu að læra að lesa og skrifa. Aðeiins ellefu ára gamialH fór hann að heiman og hélt til höfuðborg- arinnar, þar sem hann sá fyrir sér sjálfur sem handlangari eða 'lærlingur. Þetta voru erfið ár, því að hann var lítill vexiti og ekki sterkbyggður, og launin auk þess svo lítií, að hann mun oft hafa soiltið heilu og hálfu hungri. Árið 1933 gerðist hann meðlimur æsku lýðssamtaka kommúnistaflokksins og komst þar skjót'lega til metorða unz hann var gerður að framkvæmdastjóra samtakanna. Sama ár og hann gerðist flokksbuindinn kommúnisti, var hann í fyrsta sinn handitekinn og fangelsaður fyrir stjórnmálaafskipti sín. Á árunum milíi 1936 og 1938 sat hann tvisvar í fangelsi skamman tíma í senn, en ár- ið 1939 var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar af rúmenskum her- dómstóli fyrir andstöðu við fasistastjórn Antonescus markálks. Hann sat því í fangelsi, þegar Rúmenar héldu út í styrjöldina sem bandamenn Þjóðverja, en á stríðsárunum var hann fluttur í illræmdar fangabúðir fyrir pólitíska fanga í Tirgu Jiu. Þar var einnig Gheorgiu-Dej og hófust þá kynni þeirra en Ceausescu leit alla tið á Gheorgiu- Dej sem læriföður sinn og fyrirmynd. Fyrir atbeina þýzks lögfræðings, Maur- ers að nafni, varu báðir látnir lausir rétt fyrir stríðslok. Nú tóku við betri tímar. Ceausescu lagði hart að sér við vinnu og nám. Sskir frábærra námsgáfna og ótrúlegs minnis tókst honum að afia sér alhlíða menntunar á skömmum tíma. Auk þess skorti hann, að sögn hvorki sjáífstraust né stjórnmálavit. Vegna óvenjuskarpr- ar dómgreindar var honum trúað fyrir hinum margvíslegu störfum innan komm únistaflokksins. H/ann var gerður að yfirmanni stjórmmáladeildar hersins og var þá hershöfðingi að nafnbót. Árið 1948 var hann kjörinn fullltrúi í mið- stjórn flokksins og sama ár skipaður aðstoðarlandbúnaðarráðherda. Aðstoðar hermálaráðhera varð hann 1950 og full túi í stjórnmá’lanefnd flokksins 1955. Árið 1954 tók hann sæti í framkvæmda- ráði miðstjórnar. Hann vann aðatlega að skipulags- og innanríkismálum, en var samt sendur sem fulltrúi á ráð- stefnu kommúnistaríkjanina í Moskvu 1957 og á 21. flokksþing rússneskra kommúnista í Moskvu 1959. Árið 1965 var hann kjörinm formaður fflokksins, svo sem áður er sagt, og tveim árum síðar varð hann jafnframt forseti lands- ins. Var sú skipun í samræmi við á- kvörðun flokksþings rúmenska komm- únistaflokksins haustið 1967 um sam- einingu flokksræðis og ríkisvalds. Sam- kværnt því heyra rúmensku leyniiög- reglusveitirnar einnig beint undir hann og flokksstjórnina. Sagt er, að Ceauseseu minni helzt á vestrænan framkvæmdastjóra í fram- göngu og háttum. Hann er mjög ná- kvæmur í klæðaburði og velur háls- bindi sín af kostgæfni. Hann hefur látið reisa sér og fjölskyldu sinni all- glæsilegan sumarbústað við Svartahaf- ið og er þar einkasund'laug í garðin- um. Eiginkona Ceausescu er hásköla- nienntaður efnafræðingur. Son sinn sendu þau til Cambridige til framhalds- náms. Ceausescu mun sýna þessum syni sínum nokkurt eftirlæti og hefur m.a. gefið honum útlendan sportbíl, sem Ceausescu yngri þenur um götur Búkarest. Þrátt fyrir þjóðernisstefnu Ceausesc us hefur hann aldrei leyft þegnum lands ins það frelsi, er Tékkar leituðust við að koma á hjá sér. Fjölmiðlunartæki í Rúmeníu gegna því einu h'lutverki að lofa aðgerðir kommúnistaStjórnarinn ar. Þar liðst engin gagnrýni og engin skoðanaskipti, engin óánægjurödd má heyrast. Stjórnarskráin áskihir að vísu prentfrelsi og frelsi til fundahalda og kröfuganga — öllum nema þeim, sem andvígir eru sósíalisma. Einkasundlaug Ceausescus. Ceausescu hei'ur Iátið reisa sér veglegan sumarbústað við Svartaliaf og gæti hver vestrænn auðjöfur verið fullsæmdur af 27. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.