Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 15
MARY i umsjá Baldvins Jónssonar og Sveins Cuðjónssonar Ringo á nýrri kvik- mynd Ringo Starr hefur nú undir- ritað annan samning um að leika í annari kvikmynd, en eins og kunnugt er lék hann í kvikmyndinni Candy sem nú er búið að taka. í næstu mynd leikur hann á móti sjálfum Pet- er Sellers í kvikmyndinni The Magic Christian og á Ringo að leika son Sel'lers. Handritið að kvikmyndinni samdi Therry Southren sá hinn sami og samdi handritið að kvikmyndinni Can dy og nýjustu kvikmynd Jane Fonda Barbarella. Kvikmynda- takan hefst strax á næsta ári og mun myndin tekin í Eng- landi. Annars er það að frétta frá Bítlunum, að nýjasta plata þeirra hefur nú verið tekin upp en þó á eftir að ákveða nafn á hana. Um síðustu helgi fóru þeir allir frá Englandi í frí en enginn veit hvert nema að Georg fór til Bandaríkjanna með konu sinni Patti. sem Bítlarnir gæfu síðan út um leið og þeirra eigin plata kæmi. þegcU plöturnar komu út fór lagið þeirra Hey Jude strax í 1. sæti eins og venjulega er með þeirra lög, en 'lag Pauls með ungu stúlkunni fór í 28. sæti sem þykir vera nokkuð gott. En hvað skeði, lag ungu stúlkunnar sem enginn þekkti fór eins og eldur í sinu um allt Engíand og var á þremur vikum komið í annað sæti allra vinsældarlista i Englanidi. Á fjórðu viku skeði það svo að lagið hennar fór í fyrsta sæti og sjálfir Bítlarnir fóru í arnn- að sæti. Nú þekkja állir ungl- ingar í Englandi þessa ungu stúlku sem heitir Mary Hopkin. Bandaríkjamenn virðast einn- ig ætla að taka Mary fitlu opnum örmum, allsstaðar heyrist lag hennar leikfð í helztu út- varpsstöðvum í Ameríku. Nú um mánaðamótin fer hún til Bandaríkjanna til þess eins að koma fram í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Ed Sullivan,- Meira giftingar P.P. Arnold giftist snemma í þessum mánuði umboðsmanni sínum James Morris sem erhvít ur. Hér á myndinni sjáum við þau ásamt svaramanni, en það var enginn annar en Barry Gibb úr Bee Gees. Hín geysiVinsæla songkona MARY HOPKIN MARY HOPKN Ringo í nýrri kvikmynd Peter og Mireille. Herman giftir sig Herman (Peter Noone) sem íslenzkum unglingum er ekki með öllu óþekktur, hefur nú ákveðið að gifta sig. Sú heppna er dóttir ríks fransks forstjóra og heitir Mireille Strasser og er 22 ára. Brúðkaupsdagurinn hefur verið ákveðinn hinn 5. nóvember n.k. en það er 21. afmælisdagur hans. Ung stúlka sem hefur álegið svo í gegn í Bretlandi undan- farnar vikur er flestum lítt kunn. Hún er ekki nema 18 ára að aldri og er hinn stutti frægðarferill hennar fremur sér stæður, miðað við marga aðra. í sumar kom hin þekkta tízku- sýningarstúl'ka Twiggy að máli við þá John Lennon og Paul McCartney og sagði þeim að hún hefði heyrt í ungri söng konu sem hún áliti alveg sér- staklega góða og bað þá um að gera slíkt hið sama. Paul lét af því verða að fara ti'l Wales til að sjá þessa ungu stúlku og heyra í henni. Um svipað leyti voru þeir Bítlar einmitt að undirbúa stofnun hins nýja fyrir tækis Apple. Eftir að Paul hafði hlustað á hana ákvað hann að semja fyrir hana lag sem hún ætti að syngja inn á plötu Mary myndin er tekin þegar hún kom fram í sjónvarps- þætti Engelberts Humpedinck nýlega. BRIAN POOLE giftur Þá hefur annar kunningi okk ar íslendinga Brian Poole nú þegar gift sig og sjáum við hann hér ásamt félögum sínum The Tremeloes að lokinni at- höfninni. 27. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.