Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 4
Smásaga effir Alexander Kliment Ijudo Fulla: Málverk Tékknesk mynd- list á Biennalnum í Feneyjum Peter Matejka: Sveitakona NIUNDI VASAKLIÍTURINN Oft langaði hann til þess að hætta við allt saman, slíta sig lausan, láta óhreina tauið vera áfram óhreint. Oftar gældi hann við þá hugmynd, að næsta miðvikudag færi hann út úr húsi með tóma töskuna, eða frestaði þessu vana- lega verkefni sínu til fimmtudags eða þriðjudags, en öíl frávik voru óhugs- andi. Skifnulagið sem bar uppi eðlilegt 'líf fjölskyldunnar mundi hrynja við minnstu breytingu. Á þriðjudögum ábti hann að gæta sonarins og fara með hann í sundhöllima, á fimmtudögum átti hann að færa iamaðri móður sinni bæk- ur. Hún þurfti að minnsta kosti þús- und síður á viku til að lifa af, og eng- inn annar en hann var fær um að út- vega henni þær. Hann einm vissi hvað hún var búin að lesa á langri sjúkdóms- legu, hvað hún vildi helzt lesa og hvað mátti bjóða hermi og að hve löngum tíma liðnum mátti bjóða henini það á ný. Þetta var hans líf. Nei, ekki líf, ein- ungis nokkurs konar tilvera. Á hverjum miðvikudegi fór hann með óhreina tauið. Það var krafa sérhæfn- innar. Hann og kona hans voru bæði sérhæfð. Þau létu sér ekki nægja að vinna og lesa á vinnustað. Þau gerðu það einnig heima. Það var nauðsyníegt að fylgjast með, dragast ekki aftur úr öðrum. f séngreinum þeirra urðu ótrú- legar framfariir og unga fólkið sem var sífellt að útskrifast úr háskólunum var sérlega metnaðargjarnt og vel að sér. Hjónin og vísindamennirnir, sem voru nú nær fertugu, áttu þrjú börn. Skipu- lagðri hugsun sinni áttu þau því að þakka, að umfangsmikið heimilislíf þeirr hrundi ekki niður í það stjórnleysi, sem reynir svo á kraftana. Skipulag — það var einmitt rétta orðið. Ef siður hefði verið að flokka fjölskyldur og fólk, hefðu þau áreiðanlega lent í „iskipulags“ dálk inum. Þau höfðu sérstakar reglur um skó og hvernig ætti að raða þeim í hillurmar. Væru skórnir í notkun, sneru tærnar inn, biðu þeir annarrar árstíðar, sneru tærnar fram. Þetta var í sérstökum til- gangi gert á sama hátt og allt annað í háttum þeirra átti sér ævinlega tilgang. Þrjátíu sekúndur máttu þau ætla sér til að fara í skóna. Þeim næg*ði að teygja sig einu sinni í hilluna á bak við fortjaldið, þegar þau voru að fara í vinnuna og börnin í skólann. Ekkert þeirra ruglaðist í ríminu eða þvældist fyrir hinum. Þótt svo komið hefði sól- myrkvi, hefði myrkrið ekki háð þeim. Þau hefðu ekki glatað áttum eða vaðið í villu um íbúðina. Þau hefðu ekki þurft að þreifa fyrir sér eftir hlutunum jafn- vel þótt þau hefðu verið slegin bhndu. Allt var nákvæm'lega á sínum stað, rað- að niður eftir skipulaginu. Leirtau, hnífar og gafflar, pottar, matvæli, brauð og brauðsög, langi og mjói pappírs- hnífurinn, greiður, krókar og grammó- fónplötur. Vasaljós hékk fast við dyrn- ar í ganginum og vararafhlaða lá á gas- mælinum við gluggann. Börnin igengu frá leikföngum sínum eftir skipulag- inu. Atdrei kom það fyrir, að börnin þeirra þyrftu að leita að lyklinum að leikfangabílnum. í baðherberginu gilti einnig skipu- lag. Hvert þeirra átti sitt sérstaka handklæði, sem þekktist á litnum og enginn þurrkaði sér á handklæði annars. Sameiginlegt handklæði höfðu þau fyr- ir hendur og fætur, svonefnd B-hand- klæði, eitt fyrir börnin og annað fyrir fullorðna. Jafnvel vasaklútar heyrðu undir skipulagið. Áður en þau fóru út á morgnana, gengu a'llir fylktu liði út í forstofuna og konan hans sagði „vasa- klúturinn". Hann átti að vera í hægri vasanum og með honum áttu börnin að auðkenna sig. Til öryggis auðkenndi faðirinn sig einnig með vasaklútnum síðan hér um árið, að hann neyddist til að fá lánaðan vasaklút starfssystur sinnar. Kona hans kom að honum þar sem hann var að strauja vasaklútinn áður en bann skilaði honum. Allar út- skýringar reyndust haMlauisar. Innkaup voru einnig skipulögð. Hver fjölskyldumeðlimur átti sérstaka inn- kaupatösku samkvæmt reglunni: Sér- hver dregur að búi. Töskurnar voru í ólíkum litum og héngu hver á sínum krók, og sérhvert þeirra bar ábyrgð á sinni vöru. Auk þess höfðu þau skipulagt tákm- mál. Lífið er flókið, hraðinn mikill, eng- inn tími til að tala eða nefna hlut- ina róttum nöfnum. Nöfn eru löng. Þau höfðu þess vegna fundið upp tákn. Líf þeirra var fuílt af táknum. Salt og brauð, námsefni barnanna, bankabókin, blómin og vökvun blómanna — allt sem nöfnum tjáir að nefna — var skiilgreint með einföldustu hugtökum og tölum. Stæði rautt glas á hvolfi á hillunni í baðherberginu, táknaði það að Marc- elka ótti að þvo baðkarið. Blór bollí á borðinu þýddi að Ondra átti að kaup*a sykur. Væri skeið í boltanum, þýddi það: Kauptu sykur og kaffi. Væru tvær 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.