Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 14
Bœkur frá Bonniers Framhald af bls. 9 únistastjórn Ungverjalands 1919, en dvaldist síðan í Vín og Berlín og i Moskvu frá 1933 til 1945. Þá sneri Lukács til Ungverjalands aftur og vai prófessor við háskólann í Búkarest og jafnframt hugmyndafræði- legur og bókmenntalegur ráðunautur kommúnistastjórnarinnar. Hann studdi þó uppreisnina 1956 og varð mennta- máíaráðherra í stjórn Nagys. Rússar tóku hann til fanga og fluttu til Rúm- eníu, en árið 1957 var honum aftur leyft að fara til Ungverjalands. Bók Ljungdals skiptist í fjóra kafla. Nefnist sá fyrsti Mannen och myterna, en þar tekur höfundurinn ti'l meðferðar þær sögusagnir, er gengið hafa um Lukács og greiði úr ýmsu, sem áður var óljóst um verk hans og viðhorf. í ö'ðrum kafla, sem heitir Lukács, alienation en oCh konsten, gerir Ljungdal grein fyrir verk- um Lukács um fkrringH, en með verki sínu „Saga og stéttarvitund“, sem kom út 1923, komst Lukács að svipuðum niðurstöðum um firringarfyrirbrigðið og Marx hafði gert í æskuritum sínum. Það merkilega í þessu máli er það, að þessi æskuverk Marx voru Lukács ekki kunn, því að þau voru ekki gefin út fyrr en um 1930. Avantgardism och alienation heitir þriðji kafli bókarinnar, en síðan eru niðurstö'ður dregnar saman í lokakafla. Er bók þessi einkar fróðleg og vel þegin nú þegar'firring er svo mjög á dagskrá. J. H. A. jr A erlendum bókamarkaði Brave New Victuals. An inquiry into mod- ern food production. Elspeth Huxley. Fore- word by Peter Schott. An Panther Book 1967. Höfundur álítur að svo geti verið, að meginhluti mannkynsins megi vænta eyði- leggingar og dauða vegna hægfara eitr- unar, sem stafi af nútíma maitvælafram- leiðslu. Auk þessa aukist stórlega eitrun hafsins vegna eitraðs úrgangs frá verk- smiðjum og iðjuverum og auk þess sé engan veginn öruggt að umbúðir um geisla- virk úrgangsefni, sem kastað er í hafið, séu öruggar. Þetta er hrollvekjandi bók og tímabær hugvekja. Ilumanism. H. J. Blackhman. Penguin Boöks 1968. 5/ Bókin er rituð að frumkvæði Penguin útgáfunnar. Höfundurinn hefur fengizt við margt, hvarf ungur af skólabekk til þess að geta sinnt áhuga sínum á hrossum og vann að hrossarækt um tíma, síðar fór hann í háskóla og á stríðsárunum var hann slökkviliðsmaður í Lundún-um, síðan hefur hann fengizt við ritstörf. í bók sinni skil- greinir hann orðið „humanismi" Hann tel- ur að fylgjendur mannúðarstefnunnar telji manninn aðeins ábyrgan gagnvart sjálfum sér og skynsemin hljóti að vera þeirra æðsta leiðarstjarna. Dogmur og kreddur hljóti að vera hverjum góðum húmanista andstæðar og einkenni þeirra sé opinn hug ur, óbundinn öllum kenningum, og virðing fyrir náunganum og rétti hans til andlegs frelsis og sjálfstjáningar. VANDRÆÐI SVEJKS Framh. af bls. 3 svo hræddur, að hann var mállaus í háifan mánuð, og hann fékk ekki málið aftur, fyrr en hann kom í heimsókn til Vaneks, garðyrkjumanns nokkurs í Hostivar, þar sem hann lenti í áflogum, og þeir brutu svipuna han,s. — Þetta skeði, sagði Svejk — í maímánuði árið 1912. Járnbrautarþjónninn opnaði náðhús- dyrnar og læsti sig þar inni. En eftir urðu Svejk og lestarstjórinn, sem reyndi áð lokka 20 krónur út úr Svejk í skaðabætur, annars sagðist hann neyðast til að leggja málið fyrir stöðvar stjórann í Tábor. — Ágætt, sagði Svejk — ég hefi ekkert á móti því að tala við menntaða menn, og hlakka til að hitta þennan stöðvarstjóra í Tábor. Svejk dró pípu upp úr hermannakáp- unni og kveikti í og um leið og hann blés frá sér reyknum hélt hann áfram: — Á sínum tíma var maður að nafni Wagner stöðvarstjóri í Svitava. Hann var harðstjóri við undirmenn sína og kúgaði þá, eins og hann gat, en verstur var hann við Jungwirt, þangáð til vesl- ings maðurinn drekkti sér í fljótinu af örvæntingu. En áður en hann gerði það, skrifaði hann stöðvarstjóranum -bréf og sagðist myndi ganga aftur og gera reimt í kringum hann á nóttunnni. Og hann stóð drengilega við loforð sín, það er synd að segja annað. Um nóttina sat okkar ágæti stö'ðvarstjóri við ritsíma- áhaldið. Allt í einu hringja klukkurnar, og stöðvarstjórinn tekur á móti svo- hl.jóðandi skeyti: „Hvernig líður þér, þorparinn þinn? Jungwirt.“ Þetta skeði á hverri nóttu í viku, og stöðvarstjórinn var farinn að senda svar skeyti til draugsins í allar áttir: „Fyrirgefðu mér, Jungwirt.“ Og nóttina eftir kemur svohljóðandi svarskeyti: „Hengdu þig í stoðinni við brúna. Jungwirt." Og stöðvarstjórinn hlýddi. Seinna var símritarinn á stö’ðinni í Svitava tekinn fastur út af þessu máli. Þama getið þér sé'ð, að fleira er milli himins og jarðar, en heimspekina dreymir um. Lestin rann nú inn á stöðina í Tábor, og áður en Svejk fór út úr lastinni undir leiðsögn lestarstjórans, vék hann sér að Lukás höfuðsmanni og sagði: — Herra böfuðsmaður, nú á að leiða mig fyrir s1 öðvarstjórann. Lukás höfuðsmaður svaraði ekki. Þegar lestin fór af sta'ð aftur varð hon- um litið út um gluggann og sá hann þó Svejk standa á stéttinni, í samræðum við stöðvarstjórann, en umhverfis þá hafði safnast múgur og margmenni. Lukás höfuðsmaður varpaði mæðinni. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.