Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 5
skeiðar í bol'lanum, var um að ræða
sykur, kaffi og te.
Þannig var líf þeirra orðið fullkomið
og hárnákvæmt kerfi. Fyrir öllu höfðu
þau hugsað. Á öllu höfðu þau stjórn.
Hvert smáatriði virtist ef til vill lítils
virði við fyrstu sýn, en saman mynd-
uðu þau heild, sem var eins og bjarg,
stórkostfegt og óhagganlegt bjarg, sem
margt taugaveik'lað fólk mátti öfunda
þau af.
í upphafi hjónabandsins höfðu þau
merkt á rúðupappír verkefni hvers og
eins. Hvert verkefni átti sinn sérstaka
lit og með litum lituðu þau hverja rúðu
undir réttri yfirskrift. í dálköm, sem
merktir voru nöfnum þeirra skrifuðu þau
síðan klukkan hvað átti að vinna verk-
ið og þannig komu þau sér upp heimil-
isskrá. Verkefni hvers og eins lá á
þennan hátt ljóslega fyrir í litum og
losaði þau undan öllum áhyggjum. Fyr-
ir augum sér höfðu þau fullkomna,
myndræna yfirsýn. Ekkert var látið
skeika að sköpuðu, engin 'leið að gleyma
nokkru, enginn hafði nokkru sinni
ástæðu til að saka annan um gleymsku
eða minna hann á. Á heimili þeirra
þekktust hvorki axlaypptingar né hálf-
kveðin vísa, loforð né orðatiltækið „við
sjáum til“.
Eftir tíu ára hjónaband hafði mynd-
azt óafmáanleg, mjó, lóðrétt hrukka
milli augnanna á konu hans, Kkt og
þar^a væri rauðieitt far eftir nögiL
Stundum horfði hann oftar á hrukkuna
en í augu hennar — það var undarlegt
hvað hún hafði elzt. Á slíkum stundum
varð honum tíðhugsað til hinna löngu
samræðna þeirra áður en þau giítust,
og til þess tíma er þau höfðu enn tóm
til að horfa djúpt í augu hvors annars
og finna til samhygðar andartak. Langt
var orðið síðan nokkuð slíkt hafði kom-
ið fyrir. Tillit þeirra eigraði frá einum
hlut til annars, leitaði stöðugt nýrrar
staðfestingar á, að allt væri eins og
það átti að vera og á sínum stað. Sam-
töi þeirra voru einnig þessu marki
brennd. Þrungin ti'lgangi, málefnaleg,
jafnvel stuttaraleg, að öllu leyti óað-
finnanlega raunhæf.
Einu sinni vakti þetta honum ugg.
Hann þagnaði í miðri setningu, og þegar
kona hans starði á hann ringluð og
ekki laus við ótta, sagði hann:
„Demosþenes lagði kísilstein undir
tunguna á sér.“
Þessi athugasemd var gersamlega frá-
leit, það er að segja fráleit á þessum
stað og í þessu samhengi, og kom eins
og skollinn úr sauðarleggnum. Hamingj-
an mátti vita, hvernig honum datt þetta
í hug.
Hún varð skelkuð og reis á fætur.
Hann langaði til að útskýra fyrir henni,
hvernig stóð á því, að hann hafði látið
einmitt þetta sér um muim fara.
„Það ér. að segja á ströndinni, alltaf
þegar . . .“ stamaði hann og flýtti sér
að bæta við: „Stundum finnst mér við
ekki vera meira en htutar úr geysi-
stórri verksmiðjusamsteypu, Stundum
langar mig til að segja eitthvað meira. . .
Skilurðu mig?“
„Já, auðvitað“, sagði hún, „Við erum
orðin þreytt. Við skulum fara að hátta“.
Þetta kom aldrei fyrir aftur. En
stundum virti hún hann fyrir sér rarun-
sakandi. Bar nokkuð á taugaspennu eða
vönkun? Það bar ekki á neinu. Það
fólst djúpt undir sléttrakaðri húðinni.
Raksturinn var einndg háður skipulag-
inu. Hann rakaði sig á hverjum degi
og a'lltaf á kvöldin, til þess að rakstur-
inn tefði hann ekki á morgnana. Hann
notaði gamlan sparibauk undir notuð
rakblöð. Ekki til þess að spara rak-
blöðin eða láta brýna þau á ný. En
hvaða vit var í því að gera sér sér-
staka ferð að ruslafötunni með eitt rak-
blað, þegar hann þurfti auk þess að
pakka því inn? Eitt barnanna hafi eitt
sinni skorið sig á notuðu rakblaði og
síðan hafði hann gert að venju að vefja
þeim í bréf. En nú hafði hann líka
fundið upp kerfi fyrir rakblöðin. Á
fjögurra eða fimm vikna fresti bjó hann
um rakbiöðin í einn pakka og fleygði
þeim öllum í einu. Sparibaukurinn kom
því í góðar þarfir. Á hverju kvöldi
stakk hann snotaða blaðinu í baukinn
meðan kona hans bjó rúmin undir nótt-
ina og hugsaði: Bara að hann gæti nú
í eitt einasta skipti 'látið vera að raka
sig. En þegar hann kom, sagði hún að-
eins: „Eau de Cologne", Eða: „Ryk“.
Eða: „Fuchsia“ Eða: Lak“ Þannig höfðu
þau vanið sig á hraðritunarmál og
hann skildi samstundis hvað hún átti
við. Hann vökvaði blómið eða hjáípaði
konu sinni að slétta lakið og þegar
hann beygði sig yfir rúmið og fann ilm-
inn af rakspíranum á vöngum sér.ósk-
aði hann þess að hann gæti látið undir
höfuð leggjast að raka sig þó ekki væri
nema eitt kvöld, en slíkt var óhugs-
andi. Raksturinn var skráður á list-
ann yfir líf þeirra. Engin frávik. Ein-
ungis fúllkomin ófrávíkjanleg regla.
Regtusemin á heimilinu var aldeilis
ekki smámunir: hún var samlífi þeirra
til framdráttar og undirstaða velgengni
þeirra í starfi, en hún var samt sem
áður drepandi, svo leiðinleg og einhæf,
að maður gat gengið af vitinu. Hann
fann það á andliti sinu þegar það
straukst við hreint og hvítt koddaverið
á kvöldin. Hann fann það á þeim augna-
blikum, er eitthvað gerðist, sem stóð
ekki á listanum og neyddi hann til að
líta upp. Hann andvarpaði feginsam-
lega hvenær sem sílíkt kom fyrir. Þó
nn hann ætíð til sektar og fór strax
að svipast um — hafði mokkur tekið
eftir honum, séð, að hann stóð þarna
aðgerðarlaus og glápti niður í poíl með
nýföllnu laufi meðan hann beið þess að
komast yfir götuna, hafði nokkur gef-
ið honum gætur meðan hann mældi með
augunum lengdina á útbrunninni eld-
spýtu og lét hugann reika til þess, sem
hafði nýlega fleygt henni frá sér, og
hugleiddi hvað sá mundi hafa verið að
hugsa, meðan hann kveikti á henni, eða
tók nokkur eftir honum meðan hann
virti fyrir sér grasið sem óx svo undar-
lega út undan þakhellunum á strætis-
vagnastöðinni? Enda þótt hann hefði
atdrei sagt það berum orðum, fannst
honum á slíkum stundum, að reglu-
bundin sjálfvirkni lífs hans væri í ætt
við trega hemlanna aftast í margra
tonna vörulest, og hann var stirður í
skapi og haldinn leiða unz hann komst
aftur í jafnvægi og líf hans rann aftur
í sama afmarkaða lygna farveginum.
Hann líkti sjálfum sér við gam'la, út-
slitna vél og hann fyrirvarð sig
þá sunnudagsmorgna, sem hann smurði
jafnmargar brauðsneiðar og á virkum
dögum og vissi þó mætavel, að börnin
voru í heimsókn hjá ömmu sinni, eða
þegar hann bjó einnig hvíhi konu sinn-
ar undir nóttima enda þótt hún ætti
næturvakt á stofnuninni.
Þvotturinn heyrði undir hann. Á
hverjum miðvikudagsmorgni fór hann
út með töskuna. Árla þann morgun lá
harnn á hnjánum á gólfflísunum í bað-
herberginu og taldi vandlega hverja
diskaþurrkuna á fætur annarri, og
skyrtu eftir skyrtu, Hann skrifaði aúElt
niður á miða, sem hann lagði í töskuna,
áður en hann fór með byrði sína á
vinnustað. Milh klukkan ellefu og tólf
á miðvikudögum, spurði enginn eftir
honum á rannsóknarstofunni. Hann er
farinn í mat, var sagt, enda þótt allir
vissu, að hann væri farinn í þvottahúsið.
Hann og kona hans sváfu hlið við
hlið, einstaka sinnum sváfu þau saman,
að vísu ágætlega, en einhverra
hluta vegna var þó tæknin of fullkomin.
Þetta var verkefni sem líffærastarfsem-
in hafði lagt fyrir þau og þau leystu
það af prýði. Bæði hugsuðu um eitt-
hvað annað á meðan, eitthvað mikilvæg-
ara auðvitað, að minnsta kosti fullviss-
uðu þau hvort annað um það í þögn-
inni á eftir. Sorgmæddur svipur þeirra
tjáði allt í senn: tillitssemi, skilning og
fyrirgefningu. Það var einmitt þessi fjar
hugur, sem gerði þau svo ókunnug hvort
öðru, einnig þegar hann skaut upp
kolli við allt aðrar aðatæður. Enda
þótt þau spjölluðu saman yfir kvöld-
kaffinu eftir að börnin voru komin í
háttinn og áður en þau tóku til við að
vinna langt fram á nótt, kóm í Ijós, að
ekkert þeirra atriða, sem reglubundið
líf þeirra byggðist á, var verulega þýð-
ingarmikið. Þýðingarmest af öílu var
hlutverk þeirra í þjóðfélaginu: af því
hlutverki misstu þau aldrei sjónir og
þar veittist áreiðanlega báðum ríkuleg-
ust fullnæging.
Ríkulegust, já, hver getur eiginilega
sagt um það, en hlutverk þeirra í þjóð-
félaginu veitti þó reiðufé fyrir unnar
rannsóknir, ritlaun fyrir útgefnar bæk-
ur og örugga stöðu. Fjölskyldan var
stór og þar að auki áttu þau fyrir
aldraðri móður að sjá. Öll höfðu þau
vanizt góðum 'lífskjörum og vildu sífellt
bæta þau, sem þeim líka tókst.
Honum bar einnig að fjarlægja merki-
miðana af hreina þvottinum og raða hon-
um inn í skáp. Þetta gerði hann seint
á miðvikudögum, nokkrum mínútum fyr-
ir kvöldverð, sem kona hans sá um.
Þennan miðvikudag tók hann utan af
þvottinum eins og hann var vamur,
braut saman pappírinn og vafði snær-
inu í hnykil, sem hann bjó til með því
að brjóta fyrst annan endann tvöfald-
an nokkrum sinnum. Lök og kodda-
ver. Handklæði og munnþurrkur. Einn
nærbolur. Stífað og slétt, ásamt eftir-
litsseðli. Þetta handklæði hefur strau-
kona númer sjö straujað. Við kvörtun
gerið svo vel að framvísa þessum seðli.
Hann hafði aldrei kvartað og aldrei vís-
að fram neinum eftir'litsseðli. Hann hlaut
því að vera ánægður með þvottinn og
hvað talninguna snerti, hafði allt ver-
í fullkomnu lagi. Þangað til í dag.
Rósrauður vasakíútur hafði lent með
öllum þessum tandurhvíta þvotti. Þessi
rósrauði vasaklútur var lítill, ekki einu
sinni fjórðungur á við þerripappírinn í
stilabók sonar hans.
Hann hélt þessum næfurþunna klút
upp að birtunni og skoðaði hann vand-
lega. Hann var gagnsærri en krónu-
blöðin á valmúa, og meðan hann horfði
á viðkvæmt efnið, virtist það lifna í
höndum hans. Einu horni klútsins hélt
hann milíi fingra sér. — Þessi fíngerði,
næstum þokukenndi hlutur heillaði
hann. Nánast kvikar hreyfingar hans
vöktu honum ugg. En þegar hann sá,
að hreyfingar klútsins áttu sér eðlileg-
ar orsakir, kom hann aftur til sjálfs sín
og bægði frá sér allri tilfinningasemL
Hann hafði haldið klútnum yfir ofnin-
um. Heita loftið, sem streymdi í þungum
bylgjum upp af ofninum, hafði bært
þennan dularfulla hlut í höndum hans.
Hann flýtti sér að stinga klútnum í
vasann. Konan kallaði í matinn og böm
in voru farin að rjála við diskana sína.
Dóttirin kveikti á útvarpinu. Þauhlust-
uðu á útvarpssögu barnanna og eftir
það á innlendar og útlendar fréttir.
Þetta var á a'llan hátt hagkvæmt. Börn-
in töluðu ekki við borðið og sjálf
þurftu þau ekki að lesa dagblöðin dag-
inn eftir. Síðan þuríti að hlýða börnun-
um yfir, bjóða þeim góða nótt, stilla
til friðar í svefnherberginu, kveikja upp
í arninum, rífa af dagatalinu, drekka
kaffi með konunni. Allt nákvæmlega eft-
ir skipulaginu.
Klukkan 21.30 var hann seztur við
skrifborðið með opna bók fyrir framan
sig. Það var nýtt útlent tímarit, sem
snerti sérgrein hans. Hann gat ekki les-
ið. Hann lokaði bókinni, en lagði fyrst
rósrauða vasaklútinn sem bókmerki inn
í bókina. Hvernig hafði hann komizt í
þvottinn hans? Hvaðan kom hann?
Hver hafði lagt hann þama? Og hver
saknaði hans nú á þessu kvöldi? Ætti
hann ekki að skila honum? En það var
ekkert merki á honum, ekkert númer,
og þvotbahús í stórborgum eru risafyr-
irtæki með risastórum suðupottum, þeyti-
vindum, þvottavélum sem þvo þúsund
stykki á dag, á klukkustund kannski
eða mínútu.......
Hvað sem öðru liði, ákvað hann að
geyma vasaklútinn á sér til þess að
týna honum ekki. Betra væri að hafa
hann við höndina, ef hann kynni að
verða þess var, að einhver spyrði eftir
honum í þvottahúsinu, enda þótt líkur-
nar væru litlar.
Varlega, 'líkt og hann óttaðist að fing-
ur hans mundu spjatla fíngerða gull-
þræðina, braut hann klútinn saman,
lagði hann í umslag undan nafnspjaldi
og lét umslagið í innsta hólfið í pen-
ingaveski sínu, sem hann gekk með í
brjóstvasanum. Síðan gieymdi hann
klútnum. Hann gleymdi honum gersam-
lega. Önnur örlög gátu vart beðið þessa
fánýta hlutar, eins og lífi hans og höf-
um var háttað.
Ekki fyrr en næsta miðvikudag, er
hann gekk frá hreina þvottinum í skáp
inn, kom honum klúturinn aftur í hug
og kannski hefði hann jafnvel skoðað
hann á ný, ef hann hefði ekki verið
kominn í síopp, og meðan hann raðaði
í skápinn, gleymdi hann honum aftur.
Á fimmtudaginn stóð hann frammi
fyrir speglinum í baðherberginu og var
að klæða sig í hreina skyrtu, sem hann
hafði komið með úr þvottahúsinu dag-
inn áður. Innan í stífaðri erminni fann
hann eitthvað mjúkt strjúkast við sig.
Hann snarstanzaði í miðjum klíðum,
stóð nokkra stund hreyfingarlaus eins
og hvít, höfuðlaus stytta, var ekkert
nema skyrta með upplyftum ermum. Þeg-
ar hann hafði jafnað sig. stakk hann
höfðinu snöggt og eftirvæntingarfúllt
gegnum hálsopið. Hann var þarna. I
skyrtunni fcans. Mjúkur silkiklútur.
Annar vasaklútur......
Framhald í næsta bíaði.
Alexander Kliment er í hópi yngri rithöfunda tékkneskra rithöfunda, fæddur
1929. Sagan sem hér birtist er þýdd úr sænsku og tekin úr bókinni Ny tjeckisk och
slovakisk prosa, sem kom út í Svíþjóð 1965. Svava Jakobsdóttir þýddi.
27. október 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5