Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 2
f Minnst 50 ára afmœlis fullveldis Tékkóslóvakfu í annars flokks klefa í hraðlestinni ini'ili Prag ag Budejovice voru þrír nenn: Lukás höfuðsmaður, sem sat and- spænis gljásköllóttum manni, og Svejk, sem stóð við klefadyrnar og stóð af sér þrumandi skammir húsbónda síns, sem lét sér á sama standa um nærveru þess sköllótta og húðskammaði Svejk. Reyndar var ekki nema um smámuni að ræða, nefnilega ferðatöskumar, sem Svejk átti að sjá um. — Þeir hafa stoli'ð frá okkur einni % tóskunni, þrumaði höfuðsmaðurinn. — Þetta er þokkaleg frammistaða, labba- kúturinn þinn. — Herra höfuðsmaður, sagði Svejk nieð hægð — það er hverju orði sannara, að henni hefir verið stolið. Það er alltaf nóg af þess háttar þorpurum á járnbraut aistöðvunum, og ég býst vi’ð, að þannig l:ggi í því, að einhver af þessum náung- um hafi fengið ágirnd á ferðatöskunni yðar, og að hann hafi gripið tækifærið cg stolið henni, einmitt meðan ég vék frá farangrinum. Hann gat aðeins hafa stolið töskunni við þetta einstæða tæki- færi. Slíkum tækifærum bíða þeir eftir og láta þau ekki ganga sér úr greipum. Fyrir tveim árum stálu þeir á stöð noi'ð- vesturbrautarinnar barnavagni með brjóstmylkingi í frá frú einni, og þeir voru svo göfuglyndir, að þeir skiluðu barninu á lögraglustöðina í götunni, sem ég bý við og sögðust hafa fundið það í porti, þar sem það hefði verið borið út. Seinna gerðu blöðin veslings móður- ina ærulausa. Á járnbrautarstö'ðvum befir alltaf verið stolið og þar verður ailtaf stolið. Við því er ekkert hægt að gera. — Ég er sannfærður um það, Svejk, sagði höfuðsmaðurinn — að einhvern tíma fer iila fyrir yður. Mér er það ekki ljóst ennþá, hvort þér látist vera fífl, eða eruð raunverulegt fffL Hva'ð var í töskunni. — í raun og veru alls ekki neitt, herra höfuðsmaður, anzaði Svejk, án þess að líta af skallanum á ferðafélaga þeirra. — í töskunni var ekkert annað en spegill inn úr herberginu og snaginn úr gangin- um, og þar eð hvorttveggja var eign húseigandans hafið þér ekki beðið neitt tj ón. Þegar Svejk sá, að höfuðsmaðurinn gretti sig hræðilega, hélt hann áfram með sinni blíðustu rödd: — Herxa höfuðsmaður, ég vissi ekkert um það fyr irfram, að töskunni yrði stolið . . . Þegið þér, Svejk, þrumaði höfuðs- w maðurinn. — Einn góðan veðurdag mun ég stefna yður fyrir herrétt. Ég vona, að þér hafið sjálfur veitt því eftirtekt, hvílíkt reginfífi þér eruð. — Herra höfúðsmaður, ég hefi veitt því eftirtekt. Ég hefi, sem maður segir, mjög þroskaða athugunargáfu og tek eftir öllu, þegar það er skeð. Ég er óheppinn, eins og maður að nafni Nechleba frá Nekázanka, sem fór í knæp una Grenig. Hann vildi alltaf reyna að byrja nýtt líf á hverjum laugardegi, en daginn eftir sagði hann: — Svo tók ég eftir því í morgun, félagar, að ég var í steininum. Og þetta kom alltaf yfir hann, þegar hann hafði einsett sér að fara heim, og á eftir kom í ljós, að einhvers- staðar hafði hann rifið niður gir'ðingu eða leyst hest frá vagni eða hreinsað r pípuna sína með fjöður úr húfu lögreglu n:anns. Og verst þótti honum, að þetta var ættgengt. Afi hans lenti einu sinni á galeiðunni . . . — Létið mig í friði, Svejk, sagði höfuðsmaðurinn. — Þegar vi'ð komum til Budejovice, skal ég jafna við yður ieikninginn. Er yður ljóst, að ég læt taka yður fastan. — Nei, herra höfuðsmaður, svaraði Svejk mjúkur á manninn — það hafið þér ekki minnst á fyrr. Kafli úr Cóða dátanum Svejk — Eftir Jaroslav Hasek NANDRÆÐI SVEJKS f I LESTINNI Höfuðsmaðurinn nísti tönnum óvart, stundi þungan, dró blað upp úr vasa sínum og fór að lesa strfðsfréttirnar, en \ arð brátt fyrir því ónæði, að Svejk vék séi að þeim sköllótta og ávarpaði hann: — Afsakið, herra minn, þér eruð vænti ég ekki Purkrábek, fulltrúi bankans „Slavia"? Þar eð sá sköllótti svaraði ekki, vék Svejk sér að höfuðsmanninum og sagði: — Herra höfuðsmaður! Ég hefi ein- hversstaðar lesi'ð um það, að heilbrigður maður eigi að hafa 60—70 þúsund hár á höfðinu, og að svart hár sé venjulega þjrnnra en ljóst, svo sem oft má sjá. Qg án nokkurrar miskunnar hélt hann áfram: — Og einu sinni hitti ég skottulækni á knæpunni „Spirk“, sem sagði mér, að menn misstu hárið af taugaveiklun í sambandi við barnsbiuð. Nú varð lítill atburður. Sköllótti mað- urinn stökk á fætur og æpti: — Út með yður, beinasni, sparkaði Svejk fram í ganginn, vék sér sfðan að höfuðsmann- ir.um og kynnti sig. Hér hafði verið um lítilsháttar mis- skilning að ræða. Sköllótti náunginn vaæ nefnilega alls ekki Purkrábek, fuUtrúi bankans „Slavia", heldur aðeins von Schwarzburg yfirhershöfðingi. Yfirhers höfðinginn var í eftirlitsferð til setuliðs- stöðvanna og ætlaði nú að koma þeim á óvart í Budejovice. mwk UM SVEJK Ævintýri góffa dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek kom út í íslenzkri þýffingu Karls ísfelds áriff 1942. Hasek andaffist tæplega fertugur aff aldri áriff 1923. Góffi dátinn Svejk hefur haldiff minningu hans á lofti um víffa veröld. Um Svejk segir höfundur sjálfur í inngangi aff bók sinni á þessa leiff: Umbrotatímar krefjast mikilhæfra manna, Til eru hetjur, hlédrægar og auff- mjúkar, án frægffar og sögulegs dýrffarljóma Napoleons. En væri skapferli þeirra rannsakaff, myndi þaff skyggja á frægff Alexanders Makedoniukonungs. Enn í dag má sjá á götum Pragborgar gamlan, slitinn mann, sem hefir ekki hugmynd um mikilvægi sitt í sögu síffustu tíma. Auffmjúkur gengur hann leiffar sinnar, ónáffar engan, og enginn blaðamaffur ónáffar hann heldur meff því aff biffja hann um vifftal. Væri hann spurffur aff heiti, myndi hann svara yfirlætisiaust: „Ég heiti nú Svejk.“ Og þessi gamli, yfirlætislausi og slitni maffur er í raun og sannleika góffi dátinn Svejk, hugprúffa hetjan, sem á sínuum tíma var á allri vörum í hinu bæheimska konungsríki. Mér þykir afar vænt um góffa dátann Svejk, og þegar ég segi frá ævintýrum hans í heimsstyrjöldinni, er ég sannfærffur um, aff allir munu hafa samúff meff þessari yfirlætislausu hetju. Hann kveikti ekki í musteri gyffjunnar í Efesus, eins og fífliff hann Herostrates gerffi, til þess aff sín yrffi getiff í blöffunum og skólabók- unum. Höfundurinn. Þetta var hræðilegasti yfirhershöfð- ingi, sem nokkru si'nni hafði uppi veri'ð, og væri ekki allt í röð og reglu átti hann eftirfarandi samtal við yfirmann setuliðsins: — Eigið þér skammbyssu? — Já. — Agætt! í yðar sporum myndi ég áreiðanlega vita, til hvers ég ætti að nota hana, því að þetta eru ekki setu- liðsstöðvar heldur svínastía. Og sannleikurinn var sá, að hverri eftirlitsferð lauk á þann há-tt, að ein- hver skaut sig og sagði þá von Schwarz- burg hershöfðingi ánægður: — Þannig á það að vera! Svona eiga hermenn að haga sér. — Herra höfuðsmaður! sagði hann. — Hvar hafið þér gengið í foringjaskóla? — í Prag. — Þér hafið þá gengið í foringjaskóla, en vitið samt ekki, að yfirmaður ber ábyrgð á undirmönnum sínum. Hva’ð heitið þér, herra höfúðsmaður? — Lukás. — Við hvaða herdeild eruð þér? — Ég var . . . — Kærar þakkir. Ég er ekki að spyrja um, hvar þér hafið verið, heldur við hvaða herdeild þér eruð nú. — Við 91. herdeild, herra hershöfðingi. Ég var rekinn út á vígstöðvarnar. — Þér voruð rekinn út á vígstöðvarn- ar! Það yar laukrétt. Þér hefðuð ekki illt af því að fá að komast í hann krapp- an. — Það hafa þegar verið gerðar ráð- stafanir til þess, herra yfirhershöfðingi. Yfirhershöfðinginn tók aftur blaðið og sökkti sér ofan í lesturinn. Lukás höf- uðsmaður fór náfölur fram í ganginn, tii þess að jafna reikningana við Svejk. Hann sá hann standa úti við gluggann með sælum svip, eins og mánaðargamalt vngbarn, sem hefir drukkið sig mett af móðurmjólkinni og er nú að fá sér dúr. Höfuðsmaðurinn nam staðar, benti Svejk að koma inn í tóman klefa og lokaði hurðinni. — Svejk, sagði hann hátíðlegur — loks er sú stund komin, að þér skulið fá ráðningu, sem þér hafið aldrei vitað dæmi til áður. Hvers vegna réðust þér á þann sköllótta? Vitið þér, að það er Schwarzbui'g yfirhershöfðingi? — Herra höfuðsma'ður, sagði Svejk með pastulasvip. — Mér hefir aldrei á ævinni dottið í hug að móðga neinn, og ég þekki yfirleitt alls engan yfirhers- höfðingja. Hann er sannarlega nauða- likur herra Purkrábek, fulltrúa bankans „Slavía". Hann kom í knæpuna til okkar, og einu sinni, þegar hann var sofnaður fram á borðið, kom einhver góðgjarn maður og skirfaði á skallann á honum með bleki: „Vér leyfum oss hér með að bjó'ða yður líftryggingu, svo að börnin yðar komist ekki á vonarvöl, ef þér skylduð falla frá.“ Auðvitað fóru allir út, nema ég, og ég hefi alltaf verið óheppinn. Og þegar hann vaknaði og leit í spegilinn, varð hann reiður og hélt, að ég hefði gert sér þessa glennu, og ætlaði líka að gefa mér ráðningu. Þetta litla orð „líka“ rann svo milt og ésakandi af vörum Svejks, að höfuðs- ma'ðurinn lét höndina síga. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.