Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 7
MSIIi friðsælla |»orpa í værum svefnS Aí>riðjudaginn 20. gerðist það helzt markvert, að þekktasti farþeginn um borð, frú Margrét Jónsdóttir, skáld og rithöfundur, átrti 75 ára afmæli. Hún var þarna á skemmtireisu með manni sínum Magnúsi Péturssyni kennara frá Akureyri og það var prýði að þessum æskuglöðu en öldnu hjónum. Richard Beck, prófessor, mínntist frú Margrét- ar með ýtarlegri grein í Morgunblað- inu þennan dag. Skipstjórinn bauð þeim hjónum upp tit sín síðar í tilefni dagsins en þessi merkisdagur hins áldna skálds vakti ekki verðskuldaða athygli um borð. Það var bjart en gjóstur á sigling- unni fyrir suðaustur horn landsins. Þetta hefur mér alla tíð þótt leiðin- legasti hluti siglingarinnar við strendur landsins. Þokubrælur eru þarna tíðar, sjólag oft leiðintegt og þarna er a'lger hafnleysa á löngum kafla. VatnajökuU og einhverjir fleiri jöklar risu tignar- legiir að sjá til landsins. Miðvikudagurinn 21. ágúst rann upp, meðan Esjan renndi sér út og inn firði milli friðsæl'la þorpa í værum svefni við öryggi, sem margir kunna misjafntega að meta. Þeir sem eru harðastir and- stæðingar þjóðskipulags okkar ætla að sjálfsögðu andstæðingum sínum þann hlut að dökkklæddir menn kveðji hjá þeim dyra að næturþeli og kippi hús- ráðandanum eða allri fjölskyldunni fá- klæddri útí bifreið og aki til fangelsis, vegna þess, að einhver fjölskyldu- meðlimurinn hefur látið ógætileg orð falla um íslenzka forsætisráðherrann daginn áður, en reynslan hefur sýnit að það verður fljótlega kvatt dyra hjá þeim sjálfum mörgum hverjum áður en langt er umliðið frá því sú breyting er á orðin sem þeir óskuðu heitast. Bylt- ingin étur börnin sín svo sem kunnugt Farþegarnir á Esju vöknuðu af vær- um blundi í blíðan síðsumarsmorgun og til góðs morgunverðar að venju. Klukk an var rúmlega átta, þegar ég kom uppí borðsalinn. Það heyrist illa í Reykjavíkurútvarpinu eystra og járn- ið og vélarskröltið í skipi bætir ekki um hlustunarskilyrðin. Fæstir reyndu því til að hlusta nema þeir sætu undir hátölurunum. „Forsætisráðherrann bað þjóðina að sýna stil'lingu. . , . Ég heyrði þessi orð innanum truflanirnar, en lagði þó ekk- ert frekar við hlustirnar og ég sá ekki að það gerði neinn í salnum. Fólk er að verða ónærnt fyrir váiegum tíðind- um, síðan að fréttir fóru að berast hvaðanæfa af hnettinum og „altsstað- ar er harmur og allsstaðar er böl“, Margrét og Magnús. og menn ná ekki lengur að finna til með þessum ósköpum öllum. Maður h'lust ar því helzt á síldarfréttir, það stend- ur maruni næst. Ég hélt upp í brú eins og ég var vanur að fá fregnir af siglingunni um nóttina og spjalla við offiserana og vita hvort einhvern þeirra hefði dreymt brjálaðan kvenmann eða eitthvað ann- að stíkt fyrir vondu veðri. Ég mætti skipstjóranum á háþiljunum fyrir aftan. brúna. — Rússar ruddust inní Tékkó- slovakíu í nótt — voru hans fyrstu orð. Þeir í brúnni eða loftskeytamað- urinn höfðu náð fréttum frá íslenzka útvarpinu, BBC og norskri stöð og skipstjórinn rakti atburðina. Við stóð- um þarna á hvítþvegnum þiljunum í andvaranum sem lagði inn fjörðinn. Það var glaðasólskin Mér varð star- sýnt á íslenzka fánann, dreginn að húni á stöng aftast á skipinu og blakti þar í golumni baðaður sól. Fregnin af innrás Rússa kom mér ekki á óvart. Mér hafði ekki, eitt and- artak, dottið í hug, að Rússar létu þró- unina í Tékkóslóvakíu afskiptalausa. Eins og aðrir fullorðnir menn hef ég lifað lengst af ævinnar við svik komm- únista og nazista á víxl. Ég var auk þess svo heppinn að fá nokkra nasa- sjón af kenningum kommúnista á ungl- ingsárunum og kynntist kommúnistum þeirra ára dálítið persónulega, hugs- anagangi þeirra og ritum. Það vekur mér al'ltaf jafnmikla furðu þegar alþýða manna í lýðræðislöndum og reyndar margir framámanna líka, virðast lostnir furðu yfir einu eða öðru hervirki Rússa. í ritum kommúnista alít frá Marx og framá þennan dag er að finna ótelj- andi yfirlýsingar um að sá tilgangur að koma hinum kapitaliska heimi sem þeir nefna svo samkvæmt trúarjátningu einu nafni, hversu margbreytilegur, sem hann annars er, fyrir kattarnef og þessi tilgangur helgi öl'l meðul. Beiting of- beldis er beinlínis stefnuskráratriði, af því að sú aðferð hafi í för með sér myndun harðsnúins kjarna byltingar- manna, sem síðan verði líklegri tit að fylgja sigrinum eftir heldur en þeir kommúnistar, sem kynnu að taka völdin eftir lýðræðislegum le.'öum, Samkvæmt ritum kommúnista eru borgaralegar dyggðis, svo sem orðheldni, drengskapur, vinátta og ættarbönd, auðvaldsblekking og einungis til þess fallnar að slæva bar- áttuhug öreiganna og rugta þá. Þó að kristnu fólki finnist það máski harka- lega mælt, þá ganga þeir fram að þessu leyti undir hinu kristna kjörorði: Yfir- gefa skaltu föður þinn og móður og fylgja mér . . . enda lifa kommúnistar í trú en ekki skoðun, og ofannefndar dyggðir hafa ekkert gildi fyrir komm- únista sjálfa, þegar um hina hei’lögu baráttu við „auðvaldið" er að ræða. Ég er hér að tala um raunverulega kommúnista en ekki þessa hlálegu moð- hausa og neináeysismenn hér uppi á ís- iandi, sem hafa í fávizku sinni kallað sig kommúnista, auðvitað án þess að hafa hugmynd um kenninguna og fram- kvæmd hennar og standa nú vælandi á götuhornum og segjast ekkert skilja í Rússum. Við getum deilt um, hvort hér séu yfirieitt nokkrir kommúnistar nema þess ar hræður, sem enn eru á lífi úr gamla kommúnistaflokknum, en það fer ekki á milli mála að Rússar eru kommúnistar og af hverju undrast fólk þá í sífellu, Málverk skipstjórans af hinum ódauðlega Bolvíkingi. — að þeir haga sér eins og sannir komm- únistar? Innrás Rússa í TékkósMóvakíu var ekta kommúniskt viðbragð, beint úr textabók, við háska, sem þeir töldu steðja að sér. Það má segja að baráttuaðferðir komm únismans krystallist í þessum verknaði að laumast að næturþeli með óvígan her inn yfir landamæri vinaþjóðar eftir að hafa kvatt með koissum og blíðu- orðum og heitum um eilífa vináttu stundu áður. Það fólk sem lifði Finnlandsstyrjöld- ina 1939, samninginn við Hitler sama ár, rýtingsstunguna í bak Pólverja, undirokun Eystrasaltslandanna, innrás- ina í Ungverjaíand, og undrast enn, á ekkert betra skilið en að úlfurinn gleypi það einn daginn. Slíkar rauð- hettur eru sérstaklega búnar til fyrir ú’lfa. Esjan dólaði þarna fyrir Austfirðina allan þennan dag og brá sér inná hvern fjörðinn af öðrum. Það var hvergi maður við verk að sjá á bryggjum og varla hræða á stjái. Síld, síld, síld. Hvar var síldin? Það leíð rúmíega hálf öld frá því að síldin hvarf frá Aust- fjörðum um aldamótin og þar hún kom aftur. Það er vonandi að sú saga endur- • taki sig ekki í bráð, en hin „dauðu“ þorp vöktu manni ugg. Dauður sjór, glær og átulaus, varia fugl á flugi, hvað þá bátur, enda fiski- miðin frfðuð fyrir því veiðarfæri, sem helzt væri hægt að fiska með á þess- um tíma — og til landsins kalin tún. Við nálguðumst Norðurheimskauts- bauginn og ríki Neptúnusar og Auroru Boreális, svo sem segir frá í næstu grein. 27. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.