Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 3
Mikilvægasti áhrifavaldur kvik- myndalistar í Sovétríkjunum á síðustu árum hefur verið tilkoma nýrrar kyn- slóðar kvikmyndagerðarmanna. Með þessu á ég ekki einungis við það að nýjar kvikmyndir, gerðar af nýjum leik- stjórum hafi náð almennum vinsældum eða verið teknar alvarlega af gagn- rýnendum. Ég hef annað miklu þýðing- armeira í huga, — samfellda þróun, sem leiðir það af sér, eins og reyndar gerist í allri þróun, að sumt eldist, missir nota- gildi sitt, og deyr, en annað fæðist, herðist í eldi gagnrýni og mótspyrnru, og vinnur sér tilverurétt, — ryður sér til rúms. Þannig fæddist kvikmyndalist okkar, — í hörðum deilum. Á fyrstu árum fcyltingarinnar komum við, mjög ungir menn, til hálffallinna kvikmyndatöku- sala og hljómleikasala í gömlum húsum með brotna glugga. Á þeim dögum voru slík húsakynni talin hæfa kvik- myndagerð. Við höfum enga starfs- menntun, enga tæknilega þekkingu, enga reynslu. Við höfðum aðeins hug- sjónir og tilfinningar, sem styrkur og ljómi byltingarinnar hafi kveikt í brjóstum okkar, og meðvitund um fersk leika þessarar nýstárlegu tilveru. Á þessu skeiði starfaði kvikmynda- iðnaðurinn í öðrum löndum í anda ,,stjörnulögmálsins.“ Fallega teknar og vel framkallaðar kvikmyndir með marg- þvældri atburðarás voru gerðar í fjölda framleiðslu. Nokkrar aðalformúlur höfðu komið fram, — fögur og saklaus og ljós- hærð stúlka, hin karlmannlega sögu- hetja, og þorparinn, sem strax vakti allra óbeit með fasi sínu. Kvikmynda- gerð Rússlands fyrir byltinguna bar sömu höfuðeinkenni, en var á lægra stigi. Kvikmyndagerð í Sovétríkjunum skömmu eftir 1920 gerði uppreisn gegn þessum lögmálum. Sergei Eisenstein hafnaði t.d. notkun handrits, notkun „stjarna“ til að halda áhuga áhorfenda og reyndar notkun leikara almennt. Þá Kvikmyndagerð > Sovétríkjunum 3. grein NÝJU KVIKMYND- IRNAR Eftir Gregori Kozintseu komvi kvikmyndir Pudovkins og síðar Dovzhenkos. Tilgangur þeirra var ekki að skemmta, heldur hrista upp í áhorf- endum. Ég get ekki litið á kvikmyndalist að- eins sem þróun tæknibragðs, útvíkkun kvikmyndarinnar sem tjáningarforms. Þá þróun má skilja og meta að verð- leikum með því einu að bera myndirnar á tjaldinu saman við lífið, og bera kvikmyndir ekki aðeins saman við aðr- ar kvikmyndir heldur einnig umbreyt- ingar samtímans. Lítum á verk eftir mjög ungan byrj- anda, Michail Bogin. Hin stutta kvik- mynd hans, „Parið“, bar ekki merki þróaðrar atvinnumennsku. Hún var prófverkefni nemanda, sem var um það bil að ljúka námi við Kvikmyndahá- skólann í Moskvu. Þó var þetta kannski sú mynd, sem mönnum geðjaðist bezt að á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Þar létu 6000 áhorfendur í Vilborg Dagbjartsdóttir Tilbrigði við gamalt stef Um auða sali hljóð og bleik reikar hún alein löngum, hlustar á regnið telur lauf á greinum við hallaiglugga. Senn hafa vindarnir tínt þau öll og stráð þeim um mannlausa stíga. Söngþrestirnir hurfu í annan skóg, visnar nú sefið á tjarnarbökkum. Höndin granna titrar við og grípur um flúrað skaftið: Spegill Spegill Herm þú mér Spegill Hvar hann er. ljós hrifningu sína með dynjandi lófa- klappi fyrir fyrstu tilraun ungs leik- stjóra, — sögu um ást ungs m-anns á mállausri og heyrnarlausri stúlku. Söguþráðurinn er einfaldur. Eftir að hann hefur hitt stúlkuna, fer ungi mað- urinn með hana á veitingahús. Vinur hans sér hann, kemur yfir að borðinu til þeirra og býður stúlkunni upp í dans. Á eftir fylgja fáeinar mínútur af því tagi sem skipa kvikmyndinni í flokk listgreina. Stúlkan skynjar það, að kom- ist maðurinn, sem sem bauð henni upp, að því að hún er heyrnarlaus, þá muni það valda þeim báðum feimni, útskýr- ingar hljóti að fylgja á eftir og ungi maðurinn hennar muni fara hjá sér. En hvernig á hún að fara að því að dansa, þegar hún getur ekki heyrt hljómlist- ina? Stúlkan beinir athygli sinni að hljómsveitarmönnunum og einbeitir sér að því að horfa á hreyfingar þeirra. Án þess að heyra hljóðið nær hún hljómfallinu og dansar án nokkurra erf- iðleika. Heyrnarleysi hennar er ekki uppgötvað. Þetta var enginn tilkomumikill sögu- þráður, sem endaði í hámarki, enginn sögufrægur viðburður. En í hugum allra þeirra, sem horfðu á kvikmyndina, voru úrslit baráttu mannveru við að sigrast á annmörkum sínum með viljastyrk allt í einu mjög þýðingarmikil. Þegar stúlk- an steig af öryggi út í dansinn, brauzt út mikið lófaklapp í áhorfendasalnum. Með því að taka sér yrkisefni úr líf- inu og uppgötva ferskleika raunveru- leikans, styrkist listin. Aðalpersónur þessarar stuttu kvikmyndar — sam- skipti þeirra, hegðun og eðliseinkenni líktust mjög æsku vors tíma og voru því sannar myndir úr lífinu. í fyrra bauð Sænska kvikmynda- stofnunin mér að halda námskeið fyrir kvikmyndaleikstjóra í skóla sínum. Ég tók boðinu með gleði. Mér lék forvitni á að kynnast kyikmyndagerðarmönnum annarrar þjóðar. Eftir að ég hafði séð verk þeirra, sagði ég þeim að ég vissi hvaða myndir hefðu verið sýndar í Stokkhólmi að undanförnu, en ég hefði ekki getað séð af kvikmyndum þeirra hvernig þeir (Svíar) lifðu. Sirkushest- ur, sem hefur hlaupið óteljandi hringi kringum sviðið, kann að halda að hann hafi hlaupið kringum hnöttinn, en í raun og veru hefur hann aðeins ferðazt aft- ur og aftur kringum lítinn blett. Það er aðeins með því að brjótast út úr hring vangavelta um kvikmyndatækni, sem menn geta veitt straumi lífsins upp á tjaldið. Þessi straumur rennur um innri veröld mannsins. Verk yngri kyn- slóðarinnar einkennist einmitt af þvl þau fjalla um andlegt líf mannsins, af vitundinni um það að sú eining, sem telja mætti smáa — einstaklingur —er í rauninni umfangsmikill efniviður. Þó gat kvikmyndalist okkar ekki snú- ið sér að þeirri mælieiningu fyrr en hún, að loknum sigri yfir tæknilegum erfiðleikum þessa miðils, hafði sannað getu sína til að sýna atburði sögunnar í hópmyndum á tjaldinu. Enda má segja sem svo, að við getum ekki gert okkur neina grein fyrir einstaklingi, ef við þekkjum ekki samtíma hans. Myndum við eftir Rómeó og Júlíu í dag, ef sverð ættanna Montague og Capulet hefðu ekki varnað þeim að njótast? Ég er kvikmyndaleikstjóri, og marg- ar af hugmyndum mínum eru auðvitað bundnar mínum eigin verkum. Kvik- myndir mínar, „Hamlet" og Don Qui- qote“ og undirbúningur minn nú að gerð myndarinnar „King Lear“ hafa t.d. kennt mér það að listrænn máttur höfundanna — sem ég lít ekki á sem forn góðskáld, heldur lifandi, sam- tímahöfunda — er fólginn í könnuni þeirra á lífi og anda mannsins er órjúf- anlegur hluti af túlkun þeirra á ákveðnu tímabili. Beztu stríðsmyndir okkar, þar sem öðrum listrænum aðferðum var veitt, eiga þetta sameiginlegt: Þær eru athug- anir á andlegri reynslu manna, sem hafa borizt inn í hringiðu sögulegra viðburða Það þýðir ekki það að framleiðsla myndanna þurfi að vera geysilega um- fangsmikil. Kvikmynd Grigori Chuk- haris, „Kvæði um hermann", var ein. ódýrasta mynd sem nokkurn tíma hef- ur verið framleidd. Eg minnist þess þegar nýja eftir- stríðskynslóðin kom í Kvikmyndaháskól ann í Moskvu. Stúdentarnir sátu við fcorð sín í hermannaskyrtum, — margir þeirra höfðu ekki aðeins sárabindi, heldur gerfifót eða gerfihandlegg. Þess ir nýju nemendur tóku starf sitt mjög alvarlega. Þeir lærðu sögu kvikmynda- listarinnar og horfðu á fjöldann allan af myndum. Auk náms þeirra, höfðu að- stæðurnar neytt þessa stúdenta til að læra önnur sannindi mannkynssögunn- ar í öðrum skóla. Þeir höfðu barizt I Framh. á bls. 10 24. nóv. ltM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.