Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 11
Maður er Laxness þakklátur fyrir að nefna ekki bara nafnið á bænum Svava Jakobsdóttir rœðir við Ingegerd Fries eiga auðvelt með að tjá sig, gæti falið í sér hœttu — að þeim vœri þá kannski ekki alltaf svo mikil al- vara með það sem þeir vœru að segja, og hún bœtti við, næstum í spaugi, að það hlyti að vera auð- velt og skemmtilegt að búa á -Cs- landi, því að þar virtist ekki vera við nein vandamál að etja. Ég held, að þœr hafi orðið hrifnastar af Jóhanni Sigurjónssyni. Það urðu mér vonbrigði, að þœr virtust ekki kunna að meta verulega fínar landslags- eða náttúrumyndir í Ijóðunum, sem mér sjálfri fannst auka gildi þeirra, en þeir sem ekki þekkja til íslands skilja ekki áhrif eða áhrifamátt þessarar sérstœðu náttúru. Kannski hlýtur maður að álykta sem svo að Ijóðaskáldskapur, sem byggir svona mikið á íslenzkri náttúru, eigi ekki erindi til annarra en fslendinga sjálfra og þeirra út- lendinga sem þekkja til tslands. Hið sama má segja um óbundinn skáldskap — í íslenzkum skáldskap úir og grúir af örnefnum, sem vekja með íslendingum margvísleg hug- artengsl, en í huga útlendingsins merkir nafnið eitt sér ekki neitt. Ef menn vilja skrifa fyrir útlend- inga, verða þeir annað hvort að gera skáldskapinn almennari eða reyna að lýsa þeim tengslum sem nafnið á að vekja. Til að skýra hvað ég á við, getum við tekið dœmi úr nýjustu bók Laxness — í einum síðasta kaflanum eru Umbi og Úa að þreifa sig áfram til ein- hvers húss í regni og myrkri. Þetta er dæmigerður islenzkur vegur — maður þekkir hann strax en jafn- framt verður hann svo algildur í meðferð Laxness að hann verður annað og meira en staðfræðileg lýsing eingöngu. Maður er Laxness þakklátur fyrir að hann lét sér ekki nægja að nefna bara nafnið á bænum sem þau voru að leita að. Sömu sögu er að segja um öll sér- stæð fyrirbrigði íslenzkrar náttúru svo sem hraun og jökul — ef ís- lenzk skáld gœfu okkur lýsingu eða vísbendingu sem gerði allt þetta áþreifanlegt og raunverulegt fvHr okkur, mundum við njóta þess betur. Ekki má heldur gleyma því, að íslenzk Ijóðagerð byggir sterklega á s?"~íslenzkum menningararfi. Við getum tekið sem dæmi kvœðið Jó^vík eftir Þorstein frá Hamri, sem .er að mínum dómi frábœrt Ijóð. Það var eitt þeirra Ijóða sem við tókum á íslenka bókmennta- kvöldinu, en enda þótt ég reyndi að útskýra baksvið lcvœðisins og bókmenntahefðina sem kvæðið byggir á, virtist gildi þess samt ekki komast fyllilega til skila. Forn íslenzk bókmenntahefð er okkur ekki í blóð borin og það er kannski óhjákvœmilegt að mikill hluti ís- lenzkrar Ijóðagerðar fari þess vegna framhjá útlendingum. Annars komu mér á óvart viðbrögð fólks eftir útkomu Ijóðabókar Hannesar Péturssonar Tid och Rum — þau Ijóð sem féllu fólki bezt í geð voru einmitt kvœðin sem byggðust á þjóðsögunum; honum hefur tekizt að ná andrúmslofti sagnanna og koma þeim til skila í Ijóðum sín- um En þetta gœti kannski verið vísbending um það, hvað vantar í íslenzka Ijóðagerð almennt og það er einmitt þessi myrki grunntónn sem þjóðsögurnar búa yfir. Án hins myrka grunntóns, án gruns um ó- hugnað eða þjárúngu, verður yfir- bragðið allt of Ijúft og fallegt. En vœri ekki ástœða til að gefa meiri gaum að þjóðsögunum? Islenzkar þjóðsögur eru að mínum dómi með þeim beztu í heimi að frásagnarlist og sú hefð er lifandi enn í dag — enn er til fólk á fslandi sem segir þannig frá. Menn œttu að reyna að halda slíka frásagnarlist í heiðri á íslandi og lœra af henni — þar hef- ur líka varðveitzt knappur stíllinn, sem hefur farið forgörðum í svo miklum hluta íslenzks skáldskapar. En mannleg vandamál? Gœtu þau ekki verið sameiginleg íslend- ingum og Svíum? Mér finnst það sterkt einkenni á íslenzkri Ijóðlist, að skáldin tala afskaplega mikiö um sjálfa sig, og það sem þeir tjá um sig persónu- lega er ékki alltaf það brýnt eða þýðingarmikið að það veki áhuga hjá öðrum. Ætli maður að skrifa um sjálfan sig, hlýtur maður að taka til meðferðar vandamál sem maður heldur að komi einnig öðr- um við, eða þá gera það á þann hátt, að lesandinn finni, að skáld- inu lá þetta svo á hjarta, að hann var bókstaflega kúinn til að yrkja um það. Að öðrum kosti vill þetta verða lítið annað en smávægilegur sœludraumur skáldsins um ástina — það getur verið gaman að lesa það en það skilur ekkert eftir. Slík- ur skáldskapur er auðvitaö stór hluti skáldskapar hjá öðrum þjóð- um, en það er auðvitað gagnslaust að ætla að koma því á framfæri er- lendis. Skáldskapur sem þýddur er á aðrar tungur, hlýtur að eiga að vera talsvert yfir meðallag. Skáld- sagnahöfundar aftur á móti fjalla yfirleitt um vandamál sem eru orð- . in úrelt í Svíþjóð — vandamálið sveit — borg er t.d,- ekki lengur brýnt hjá okkur. Tvœr nýlegar bœkur hafa vakiö gífurlega athygli í Svíþjóð, Ingenjör Andreés Luftfárd eftir Sundman og svo bók eftir Per Olof Enquist sem er nýkomin út og fjall- ar um flóttafólk frá Eystrasalts- löndunum. Hann notar sömu aðferð og Sundman, notar allar tiltœkar heimildir, en kallar bókina samt skáldsögu vegna þess að hann brýt- ur sjálfur frásögnina með eigin hugleiðingum. Þessi bókmenntaað- ferð vísar afturhvarf frá skáldskap til veruleikans. Þetta hef ég viljað nefna hér vegna þess að ég held, að áhugi á slíkum bókmenntum hljóti að vera mikill hér á tislandi og hér er nægilegt efni tiltækt sem hœgt vœri að bera á borð fyrir les- endur á þennan hátt. 1 Islands- klukkunni er visst tímabil í íslands sögunni tekið fyrir, en að öðru leyti er furðuhljótt um söguna, er mið- öldum sleppir. — Og hvað er orðið af hinum mikla og einstœða áhuga íslendinga á einstaklingum, manninum? Þarf allt nú skyndilega að snúast um fá- einar, ómerkilegar persónur af því að öllum er þjappað saman í þessu mikla þéttbýli, Reykjavík? Menn- irnir voru meiri og fjölbreyttari áð- ur fyrr, einir sér í sveitum. Það er að vísu komið í tízku heima í Sví- þjóð að lýsa manninum einungis sem fulltrúa einhvers hóps eða hluta af honum. En ég hef enga trú á framtíð þessarar stefnu og auk þess fœr hin frábœra islenzka skáldsagnargáfa yfirleitt ekki not- ið sín í þess háttar lýsingum. Á ís- landi hafa menn enn efni á að vera einstaklingar. Hví þá ekki að lýsa þeim sem slíkum. Það getur þó varla verið rétt, að menn sem hafa verið miklir i sveit með persónu- legum og frumlegum dráttum og hœfileikum, verði ekki neitt þótt þeir flytji í borg? — Laxness hef- ur að vísu hlotið ámœli fyrir að skapa allar sínar persónur í sinni mynd. En getur það talizt nei- kvætt? Þurfa ekki allar persónur í skáldskap sem eiga að lifa á annað borð, að vera á einhvern hátt þætt- ir af höfundinum sjálfum. Strind- berg hefur sagt: Enginn getur þekkt til hlítar nema eitt líf: sitt eigið. Þó gat hann, t.d. í leikritum sínum, komið fram sjálfur í ótal fjölbreyttum myndum. Að lokum vil ég taka fram, að mjög erfitt er fyrir okkur sem bú- um í Svíþjóð að fá nœgilega yfir- sýn yfir íslenzkar samtímábók- menntir. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur, sem viljum koma íslenzkum bókmenntum á framfœri, og mikil hjálp vœri að, ef við hefðum betri aðstöðu til að fylgjast með t.d. með fullkomnum bókaskrám um útgáf- ur o.þ.h. En mikil ábyrgð hvílir líka á Sslendingum sjálfum í vali þeirra á bókum til útgáfu erlendis. 24. nóv. 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.