Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 4
I „Anna, Anna. Komdu fljótt“ kallaði Sveinn hrepp stjóri nm opnar dyr vinnuherbergis síns í áttina til eldhússins, þar sem hann vissi konu sína að störf- nm. Svo gekk hann aftur inn í herbergið, en gaut augunum óþolinmæðilega til dyranna, þar sem hús- móðirin, fasmikil og fönguleg — almenr.t kölluð hreppstjórafrúin — birtist að vörmu spori. „Nún, nú. Hvað er svo sem um að vera?‘‘ spurði hún með hásri eldhússsvælurödd, og þurrkaði af votum höndunum á blettóttu svuntuhominu. Sveinn klóraði sér vandræðalega bak við eyrað með annarri hendinni, en í hinni hélt hann á sím- skeyti. „Ja, það er ekki annað en það, að konung- urinn er að koma. Taktu eftir, kona, sjálfur kon- ungurinn -er að koma hingað“ „O-sei-sei. Ég held að það sé þá engin vanþörf á því að taka svolítið til héma. Það er annars meira bölvað blaðadraslið, sem þú sífellt og ætíð þarft að hrúga kringum þig.“ Sveinn henti símskeytinu á skrifborðið. „Hvaða þvættingur er þetta. Kóngurinn er svo sem ekki kominn. Hann er ekki væntanlegur fyrr en eftir tvu daga. Ég tók á móti símskeyti áðan frá sýslu- manninum, þar sem segir, að kóngur'inn sé væntan- legur hingað 16. þessa mánaðar. Og sýslnmaðurinn fyrirskipar viðbúnað. Hér er ekkert gaman á ferðum. Þetta verður annars auma umstangið. Og svo hittir þetta á mestu annirnar". Hreppstjórafrúin starði forviða á sinn virðulega eiginmann, um leið og hún hálfstamaði: ,Er þetta alveg ábyggilegt?" „Og hvers vegna skyldi það ekki vera ábyggilegt? „Ég spurði nú svona. En væri ekki vissara að þú talaðir sjálfur við sýslumannmn. Hvað svo sem ætti konungurinn að gera hingað? Ekki þekkn þú hann neitt', og frúin skáskaut augunum til bór.da síns. „Hvað ætli ég þekki hann? Ó-nei. Ætli hann sé ekki í svokallaðri kurteisisheimsókn hingað, eins og þeir gera oft, þessir herrar“. „Hann veit kannski, að þú hefur verið í skóla í Danmörku, góði minn", sagði frúin og brá höndun- um á mjaðmirnar, en það vax einkenni þess, að hún teldi sig hafa fundið lausn á vandasömu máli. „Það þykir mér nú heldar ól'klegt. — En það er annars bezt að ég tali nánar um þetta við sýslu- manninn." Án þess að ræða það frekar við frúna, gekk hreppstjórinn að símtaækinu, því eina í sveit- inni, og hringdi: Þrjár stuttar, ein löng. Halló. Halló, Ég þarf að fá samband við sýslu- manninn. Já, ég sagði það. Ég þarf fljótt að fá sam- band við hann. — Halló. Komið þér sælir. Er það sýslumaðurinn? — Já, komið þér sælir. Það er Sveinn hreppsljóri í Eangfirði. — Jú, þakka yður fyrir, ég fékk það. — Já. En hvers konar viðbúnað? Jú — já já. Jú, mér hafði komið það til hugar. Jú, það ev sjálfsagt. Ræður, já. Veitingar? Jú, — Nóg- ir hestar. Já. Jú, sei, sei, jú. Hreppsneíndina? — Já. Jú, ég þakka yður fyrir. Það er svo. Verið þér sælir — og þakka yður fyrir“. Sveinn lagði símatól- ið á sinn stað og þurrkaði sér um ennið m-eð jakka- erminni. „Og hvað segir hann svo?“ spurði hin hása rödd frúarinnar. „Ég þarf að kalla hreppsnefndina saman á stund- inni.“ „Það er nú ekki hlaupið að því að smala henni saman sveitarendanna á milli“. „En það verður að gerast. Krakkarnir verða að taka klárana", svaraði hreppstjórinn um leið og hann stikaði út um dyrnar. Innan stundar hleyptu þrjú hreppstjórabörnin úr hlaði á gæðingum hreppsyfirvaldsins. II. „Komdu sæll, Arni. Gerðu svo vel“, og Sveinn gekk á undan gesti sínum inn í vinnustcfu sína. „Fáðu þér sæti. Sástu nokkuð til hinna hrepps- hcfndarmannanna?" Há og hvell rödd komumanns gall við: „Já, Sig- urður er rétt ókominn, og ég sá ekki betur en Jón væri að koma á Móeyrunum. En hvað er annars um að vera?‘ „Það er ekki ein báran stök í þessari sveit. Þegar loks er búið að ráða fram úr sveitarómagamálinu hans Helga gamla, steðjar annað óhappið að, ekki betra“, svaraði hreppstjórinn og gekk óþolinmóður fram og aftur uin gólfið. „Er nú kannski annar ómaginn að bætast á okkur?“ „Ekki veit ég nú hvort rétt er að kalla hann því nafni. Konungurinn er að koma hingað*. Arni laut áfram, tók annarri hendinnl um útjaðar yfirskeggsins, sem huldi efri vörina, og sneri upp á. Svo leit hann snöggt upp og sagði snúðugt: „Er það nú vitleysa! Kóngurinn að koma hingað — hingað? Sjálfur kóngurinn? Það held ég að þú sért ekki með öllum mjalla, maður“. Hreppstjórinn snar-stanzaði frammi fyrir Arna og hvessti á liann augum. „Heldurðu að ég sé að gera að gamni mínu? Þetta er ekkert gamanmál. Sýslu- maðurinn fyrirskipaði viðbúnað". „Og hvað vill þá kóngurinn hingað, ef ég má spyrja?“ Það var eins og Árni hefði hitt á óvenju- lega háa nótu vegna undrunarinnar, sem þessi orð hreppstjórans höfðu haft á hann. „Ætli hann hafi ekki heyrt um fjallafegurðina héma?“ „Sér er nú hver fegurðin. Ég held að hann gæti þá rétt labbað um fjöllin héma, án þess að bendla okkur nokkuð við það“. „Það er vist ekki ætlunin að láta hann fara í smalamennsku“, svaraði hreppstjórinn og brosti að sinni eigin fyndni Og honum létti ofurlítið við bros- ið. Það heyrðist hófatak á hlaðinu. Hreppstjórinn snaraðist út, en kom fljótlega inn aftur. í fylgd með honum var lágvaxinn, snarlegur maður, oddvit- inn Sigurður. „Gerðu svo vel og fáðu þér sæti“, sagði hreppstjórinn alvarlegur. Gagnvart þessum manni varð hann að gæta fyllstu kurteisi. Oddvitinn heilsaði Árna og settist, en sagði svo brosandi: „Hreppstjórinn hefir víst einhver mikilvæg tíðindi að flytja?“ Án þess að svara rétti hreppstjórinn Sigurði sím- skeyið. Sigurður las það gaumgæfilega, en leit svo upp. „Svo þetta voru þá tíðindin. Og hvað er svo ætl- ast til að við gerum?“ „Það munum við ræða, er við allir höfum komið hér saman“, svaraði hreppstjórinn með virðulegri hægð. Aftur heyrðist hófatak á hlaðinu, og attur snar- aðist hreppstjórinn út. Að lítilli stundu liðinni kemur hann inn aftur og í fylgd með honum er hrepps- nefndarmaðurinn Jón, hár, þrekinn, nokkuð álútur, rauðbirkinn í andliti. Nefið er þrútið og ber þess vott, að það er orðið langþreytt af tóbaksþennslu og snýtingum. „Þarna er sæti“, segir hreppstjórinn þurrlega. Honum er í nöp við Jón, því að hann hetur alltaf verið höfuðandstæðingur hreppstjórans í sveitarmál- unum. Ilreppstjórinn sezt við fornfálegt skrifborðið — hann liafði erft það eftir föður sinn, ásamt hrepps- stjóratigninni. Hægt og virðulega opnar hann mið- skúffuna — þá einu, sem enn gengur lyill að — og dregur upp úr henni stóra pappírsörk, leggur hana fyrir framan sig á borðið, ýtir skúffunni inn og snýr sér síðan til komumanna. „Vilt þú, Sigurður, gera svo vel og færa þig þarna að borðinu og rita niður það helzta, sem hér verður sagt og ákvarðanir teknar um á þessum fundi“. Með þessum orðum nær hreppstjórinn að mestu leyti meðfæddum og áunnum hreppstjóravirðuleik. „Fund- argci8in verður síðan færð í bækurnar á sínum tíma. Þú ritar fyrst ár og dag, fundarstað og fundar- menn. — Svo segi ég hér með þennan fund settan". Um leið og hreppstjórinn sagði síðustu setninguna, reis hann á fætur og ræksti sig. Hann hafði loks fundið gleraugun á skrifborðinu og komið þeim fyr- ir á réttum stað á andlitinu, þar sem silfurumgerðin naut sín vel. in. Fundargerðina er að finna í hreppsbókinni. Ber hún m-eð sér, að umræður urðu miklar og beitar með köflum. Höfðu umræður þessar risið og hnigið eins og l árur við brimsorfna strönd. En eins og bárurn- ar biotna við ströndina, höfðu umræðurnar stað- næmst við málalok, sem allir sættu síg við En nán- ari frásagnir af þessum fundi eru geymdii í bréfl frá einum fundarmanna til bróður hans í fiarlægum landsfjórðungi. Skal nú getið helztu ákvarðana fundarins, eins og þær er að finna í fundargerða- bókimii, en auk þess getið innan sviga nánari frá- sagna úr áður umgetnu bréfi Hreppsbúar skyldu, svo margir sem unnt væri, mæta á Gráklöppunum, þar sem var h-elzti lendingarstaður fjarðaiins. Þegar svo kóngsbáturinn hefði lagzt að klöppunum, skyldi hreppstjórinn ávarpa konunginn. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.