Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 12
SMÁSAGAN Fr.imh. aí bis. 5 snýtti sér hressilega og fékk sér svo flausturslega í nefið, að mikið af tóbakinu, sem nefinu var ætlað að hýsa, fór til spillis. VL En heima sátu þeir: hreppstjórinn, oddvitinn og kennarinn, við andlega iðju. Til þeirra heyrðist hvorki stuna né hósti. Þessir ákafamenn á sviði bú- skapar og bjargráða, höfðu sökkt sér svo niður í sína andlegu iðju, að úrhellis demba í þurran hey- flekk hefði varla orkað að koma þeim úr jafnvægi eða lyfta þeim úr sætum sínum. Allir sátu þeir með hálfskrifuð blöð fyrir framan sig, þegar leið að há- deginu. Allir höfðu þeir strikað út einstaka orð og setningar. Allir voru þeir þó orðnir sannfærðir um, að þeir væru á réttri leið. Hreppstjórinn var að Ijúka við frásögnina um Tyrkjaránið. Oddvitinn var einmitt að skrifa fallega setningu um það, hversu sveitin brosti við sínum tignu gestum. Kennarinn var að Ijúka við fjórða er indið í kvæðinu:" .„.Og léttur blærinn hjalar við lauf á grænu tré: Lofðungur ísiands hingað velkominn sé;‘. Einmitt þegar svona stóð á, var kominn hádegis verður og truflanir frá konum og krökkum því óhjá kvæmilegar. En þær truflanir liðu hjá. Þessi dagur leið að kvöldi, eins og aðrir dagar. Æsingur og erill Langfirðinga hafði þar engin áhrif á. En fáir hinna fullorðnu Langfirðinga sváfu „svefni hinna réttlátu", því að allir — eða að minnsta kosti allflestir fundu sig á einhvem bátt seka um það, að hafa ekki afkastað eins miklu þennan dag, eins og þeir hefðu kosið. Að liðnu miðnætti nutu þó flestir værðar, ef værð skyldi kalla hjá sumum, því að draumar voru í meira lagi dapurlegir, og hefðu einhvern tima þótt boða ill tíðindi að morgni. vn. Aftur glitraði dögg í morgunljóma frá upprenn andi sól. Smátt og smátt þoraaði döggin, líkt og svitadroparnir höfðu um nóttina þornað á Langfirð ingum undir værðarvoðunum og dúnsængunum. En nú var það svo, að eftir því stm daggararoparnir þornuðu þennan morgun, fjölgaði svitadropunum á Langfirðingum. Hreppstjórinn Áafði hringt til sýslu mannsins undir -eins og símatimi var kominn um morg unir.n. Jú, jú, konungurinn var væntanlegur til Langfjarðar snemma næsta morgun. í siðari síma tima myndi verða hægt að segja nánar um komu tíma konungsins, hafði sýslumaðurinn sagt hrepp stjóranum. Og aftur var tekið til starfa, þar sem frá var horfið daginn áður. En nú var asinn enn meiri. Þessí dagur varð að endast vel Hann var Lang firðingum einskonar gálgafrestur. í skólahúsinu var bakað og brasað, bæði á gömlu eldavélinni sem ung mennafélagið átti þar og á olíuvélunum, sem þangað höfðu verið fluttar hvaðanæva að úr sveitinni. Yfir snarkið barst stundum slitur úr samtali kvcnnanna. Þær lioiðu margar áhyggju af fleiru en konungskom- unni. Þær urðu sumar að sjá um klæðnað sínn, urðu að velja rétta kjóla og laga hárið á viðeig andi hátt. Það var ekki gott að vita, nema einhver væri í fylgdarliði konungsins, sem hefði smekk fyrir ungar heimasætur, upppússaðar! Enn sátu þeir heima og sömdu ræður og ljóð, hreppstjórinn, oddvit'inn og kennarinn. Þeim miðaði mun betur -en daginn áður. Byrjunin hafði reynst erfiðust. En þegar dagur var að kvöldi kominn, mættust þeir þó að lokum í skólahúsinu litu yfir það, sem gert hafði verið og ræddu dálítið um við fangsefnin — allt í mesta bróðerni. Það var eins og þetta sameiginlega viðfangsefni sveitarbúa hefði sam eina.ð þcssa kappsfullu menn í vináttu. Sýslumaðurinn hafði símað að konungurinn kæmi um klukkan 9 fyrir hádegi. Yrði bát hans lagt að Gráklöppunum. Þegar á kvöldið leið, læddist dimm þoka inn Lang fjörð. Hún kyrrði með svala sinum ofurlítið hugar rót Langfirðinga, sem flestir framlengdu nú daginn á kostnað næturinnar. VIII. Það er morgun. Niðdimm þoka. Á Gráklöppunum ýmist sat eða stóð mestur hluti íbúanna í Langfirði og starði löngunarfullum aug um út í þokuna. Allir lögðu við eyrun, ef ske kynni að heyrðist í skipsflautu. Þung eftirvæntíngarkyrrð ríkti yfir öllum. Bárurnar gnauðuðu ömurlega við klettana. Hreppstjórinn, oddvitinn og kennarinn sátu fram arlega á klöppunum, klæddir sinum beztu fötum, eins og aðrir, því að annað hæfði ekki mótíöku hinna tignu gesta. En langt finnst þeim, sem bíður Tíminn silast áfram. Klukkan verður 10, 11 og hálf tólf. Þá voru liðnar 3 klukkustundir tfðan fólk ið fór að safnast saman niðri á klöppunum. Enn er þoka, grádimm, úrsvöl. Þegar klukkan var rúmlega 12, voru nokkrir horfnir af klöppunum upp á bakkana fyrir ofan þær. Það var raunar aðallega ungt fólk, en hið rosknara hélt biðstöðu sinni áfram. Hreppsíjórinn, oddvitinn og kennarinn sátu enn kyrrir. En nú var það ekki af taugaspennu eða hugaræsingi, sem þeir titruðu öðru hvoru innan und ir sparifötunum — heldur af kulda! Þokan er svöl, þótt á sumardegi sé! Loks rofaði ofurlítið í þokuna. Og þá, — já, þá kom ungur maður þeysandi á gráum gæðingi! Maður þessi, sonur hreppstjórans hafði verið sendur heim, til þess að síma til sýslumannsins og spyrjast fyrir um konunginn. Komumaður stökk af baki, stikaði til föður síns og tilkynnti, að konungs-skipstjórarnir hefðu ekki treyst sér til að sigla inn Langfjörð vegna þokunnar og hefðu því farið framhjá. Væri konungurinn því hættur við að koma til Langfjarðar. Hreppstjórinn reis á fætur og skjálfandi röddu kallaði hann þessi tíðindi til fólksins. Ahrifunum, sem þessi fregn hafði á Langfirðinga, verður ekki með orðum lýst, né sagðar þær athugasemdir, sem féllu um hans hátign og fleiri. (En þess má geta, svona innan sviga og í trúnaði, að 1944 kusu 100% Lang- firðinga sjálfstæði til handa þjóð sinni). En þetta kvöld var heiður himinn, aðeins þoku- bakki til hafsins. í skólahúsinu í Langfirði var dýr- Ieg átveizla. Margar snjallar ræður voru fluttar yfir borðum, blaðalaust. Svo var dans á eftir. Flatey Framh. af bls. 7 leigu hús, sem þar í eyjunni gengur undir nafninu Skrínan. Það er gamalt og að sumu leyti af sér gengið hús, einkennilegt í sköpulagi, «n hrifandi við nánari kynningu. Steingrímur var fyrst í Flatey við próflest- ur, en síðustu árin hafa þau hjón eytt sumarleyfinu í Flat- ey, og stundum hefur eitthvað af venslafólki búið með þeim í Skrínunni. Ég hygg, að sá sem einu sinni kynntist Flatey og töfr- um hennar, gæti mætavel hugs- að sér að dveljast þar til hvíld- ar og hr-essingar, þegar sumar- fegurðin nýtur sín bezt. Mér þykir líklegt, að með tímanum rísi sumargistíhús í Flatey með tíðum bátsferðum til nærliggj- andi eyja og meginlandsins. Hvort tekzt að endurreisa ein- hveru atvinnuvegi er á þessu stigi öldungis óvíst. En hinu má slá föstu, að Flatey á -eftir að verða eftirlætis dvalarstað- ur og kjörinn staður fyrir hverskonar hressingarhæli. Ekki mun af veita, ef síaukin streita og hraði leiðir til þess að taugaveiklun verði algeng- ari en kvefið. Einnig mun skáldum og listamönnum bykja gott að búa í Flatey um ein- hvern tíma og sumir sem and- snúnir eru nýjabruminu í verk- um þeirra mundu kannski vilja stuðla að því að þeim yrði smalað saman og fluttir út þangað. Raunar hafa ágætir lístamenn kynnzt töfrum Flat- eyjar, þeir Þorbergur og Lax- ness voru þar um tíma hjá prestinum og böðuðu sig alls- berir úr dögginni á Jóns- messunótt, ef ég man rétt. ★ Síðan víð fluttum í læknis- húsið, hefur Hafsteinn bóndi gengið út til verka á degi hv-erjum en sá búskapur er með nokkrum ólíkindum, því Haf- steinn er í rauninni veiðimaður. Hann háfar lunda, rotar skarf, veiðir seli og lúðu og hirðir um æðarvarp. Þetta er fjöl- breytt atvinna, einskonar sport mundi margur segja, enda kveðst Hafsteinn ekki geta hugs að sér neitt skemmtilegra. Hann er rétt liðlega þrítugur, og ber með sér þá rósemi, sem öllu eyjafólki virðist eðlileg og inn- gróin. Flateyjarhreppur leigir út hlunnindi eyjarinnar og síðast- liðið vor tóku þeir Hafsteinn og Jóhannes Gíslason í Skál- •eyjum, jörðina Flatey á leigu með öllum gögnum og gæðum. Þessum landkostum skipta þeir þannig, að Jóhannes hefur mest af grasnyt og beit en Hafsteinn mest af öðrum hlunnindum, sem eru selur, æðarvarp, fugla- tekja og eggjatekja. Flateyjarbóndinn þarf að mörgu að hyggja. Starf hans verður að teljast vandasamara flestum þeim búskap, sem stundaður er í landi. Hann verður að þekkja hverja eyju og hvert sker í næsta ná- grenni. Hann verður að vera gerkunnugur siglingaleiðum og straumum og öllu er lýtur að sjómennsku. Að frádreginni skólavist syðra hefur Hafsteinn alið aldur sinn allan við Breiða fjörð, eða í eyjunum. Hann er fæddur á Ilöllustöðum á Reykjanesi 1935, en fluttist með foreldrum sínum í Skáleyjar, þá tíu ára gamall. 1 Skáleyj- um ólst Hafsteinn upp og fór fyrst að heíman 17 ára á ver- tíð til Flateyjar. Um það Ieyti réru tveir bátar frá Flatey. Síðan var Hafsteinn ýmist heima við búskapinn eða á ver- tíðum á vetrum. Hann fór að stunda sjó alfarið 21 árs, og þá frá Grundarfirði. Litlu seinna kvæntist hann Ólínu Jónsdóttur frá Hvallátrum. Hafsteinn var ákveðinn í að leggja sjó- mennskuna fyrir sig, en þau hjónin grunaði ekki þá, að þau mundu setjast að í Flatey. Haf- steinn fór í stýrimannaskólann 1957 og tók fiskimannapróf vor- ið 1959.. Á meðan bjuggu þau Ólína og Hafsteinn í Reykja- vík. En að prófinu loknu fóru þau að búa í Grundarfirði og Hafsteinn stundaði sjóinn að mestu. ★ f ársbyrjun 1965 var búið að kaupa Konráð II., fiskiskipið, sem enn er gert út frá Flatey. En það var aðeins einn ungur maður eftir í eyjunni, og Ieit sannarlega ekki vel út. Ráða- menn í Flateyjarhreppi lögðu þá mjög að Hafsteini og Ólínu að flytja til Flateyjar og létu þau til leiðast; fluttu þangað 29. marz 1965 og Hafsteinn varð skipstjóri á bátnum. Þá var lagt upp í Flatey, og aflinn saltaður og hertur. Um það leyti hafði læknirinn flutt á brott og þau Ólína og Haf- steinn fengu inni í læknisbú- staðnum, nýju húsi vestarlega á eyjunni. Sumarið 1966 fór Hafsteinn að stunda fugl og lúðu, en tók aftur við bátnum um haustið og hefur verið með hann á vetrum síðan. í seinní tið hefur fiskur mjög lagzt frá, líklega sökum ofveiði. Frysti- húsið, sem ríkið eignaðist á sín- um tíma við skuldaskil hafði fyrir alllöngu verið gert óstarf- hæft með því að vélarnar voru teknar úr því. í fyrra var svo sett upp lítið frystitæki og nú væri hægt að frysta beitu. Að vísu var rækjuveiði á útmán- uðum síðastliðinn vetur, en Haf steinn hefur ekki verið svo mjög mikið með bátinn á veið- um; hans hefur verið þÖTf til annarra hluta. Þorskafjarðar- heiði og aðrir fjallvegir í Barða strandarsýslu teppast snemma vetrar sökum snjóa og bátur- inn þeirra Flateyinga hefur ver- ið notaður talsvert mikið til fóðurbætisflutninga um norð- anverðan Breiðaf jörð. í sumar var Hafsteinn ná- lega eingöngu við búskapinn og sá búskapur er fólginn í að nýta hlunnindi Flateyjar. Hann er á síf-elldum þönum milli eyjanna á litla mótorbátn- um sínum og hefur tvo ungl- ingsstráka með sér, sem hjálpa honum. Annar er sonur hans, uppalinn á sjó. Þrjár vikur á vori hverju er hann í selveið- inni; hún hefst í júníbyrjun. Kóparair eru eingöngu veidd- ir, og Hafsteinn leggur net sín við eyjar og sk-er vítt og breitt um Flateyjarlönd. Fullorðinn selur er ekkí drepinn, en stund- um fer hann í netin og þá er reynt að greiða hann úr. Að jafnaði fær Hafsteinn 30 kópa og þeir leggja sig á 8-900 krón- ur að jafnaði. Aðeins beztu skinn leggja sig á 1000 krónur. Kjötið er ekki selt, en Haf- steinn saltar það til heimilis- ins, og auk þess er það borðað nýtt meðan á veiðunum stend- ur. ★ í Flateyjarlöndum verpa nærri 2000 æðarkollur en það er mjög vítt og dreift um alla hólma, sem eitthvert gras er á. Það er kallað að fara í leitir, þegar byrjað er að fylgjast með varpinu og leitir hefjast, þegar helmingur fuglsins er „seztur upp“. Það er um 20. maí, en breyt'ist eftir tíðarfari. Vinnan við æðarvarpið stend- ur yfir allan júnímánuð. Hreiðr- in eru ekki merkt, aðeins lögð á minnið en finnast yfirleitt allt- af aftur. Yfir varptímann verð- ur að koma að hverju hreiðri þvívegis og þá er alltaf tekið eitthvað af dún í hverri ferð. Bezti dúnninn er yfirleitt sá, sem fæst í fyrstu leit. í síð- ustu leit er kallað að taka hroða; hann er hafður sér. Fyrsti dúnninn er aftur á móti að mestu laus við rusl- Dúnn- inn er gjarnan þurrkaður mót sólu og síðan er farið með hann í dúnhreinsunarvél: þeir inneyjamenn eiga eina slíka, hún er í Hvallátrum. Varpið er nokkuð jafnt frá ári til árs, kollumar álíka margar. Þó eru öruggar heim- íldir um að varpið var miklu meira áður fyrr. Fyrst og fremst stórminnkaði það eftir frostaveturinn 1918, «n auk þess hefur Svartbakur verið 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.