Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 14
er á boðstólum í fangelsisstofn- unum, leita margir fangar eftir henni jafnvel í fullri vitund um að það muni ekki stytta dvalartíma þeirra. í sumum fangelsum líta embættismenn á það hornauga að fangar leiti læknismeðferðar. Nú þegar er verið að reyna ýmsar breytingaraðferðir við framfarah'lynnta dómstóla og fangelsisstofnanir víðsvegar um landið — fræðslu og félagsleg- ar, trúarlegar og í starfsþjálf- un og skemmtanalífi. Bætt hegð- un, nýir möguleikar í starfi og skemmtunum, nýtt sjálfsmat og félagaval, allt hjálpast þetta að við endurheimt samfélagslegr- ar viðurkenningar. Sumir eftir 'litsmenn og fangaverðir hafa sýnt mikla hugkvæmni við upp- finningu og mótun þessara hátt ernislegu endurhæfingar og uppbyggingarstarfa — meiri en ég gæti sagt frá hér, jafnvel þótt ég þekkti þau öll. En sum reyna á þolrifin. En á öllum sviðum er það skilyrðið fyrir góðum árangri, að lækningavið- horfið komi í stað refsingar- viðhorfsins. Afbrotamönnum, sem haldn- ir eru óviðráðanlegum ofbeld- is og árásartilhneigingum ætti ekki að leyfast að lifa á meðal okkar án einhverskonar þjóð- félagslegs aðhalds. En flestum þeim, sem gerast brotlegir, jafnvel „glæpamönnum" ætti ekki að halda í fangelsi ef við ætlum að „lækna“ þá. Víða um landið eru nú starf- andi borgaraleg samtök til heft ingar og fyrirbyggingar glæp- um og afbrotum. Þegar slík at- hygli og áhugi er fyrir hendi getur almenningur aflað s ér upplýsinga og vitneskju er leitt gæti ti’l breyttrar afstöðu til glæpamála og glæpamanna. Hann myndi uppgötva hversu mikið ranglæti felst í mörgu því sem við köllum réttlæti, hversu ruglaðir og ráðþrota margir dómarar standa gagn- vart steinrunnum ósveigjan- leika gamalla, úreltra laga og ríkisstofnana, sem hindra með öl'lu að hægt sé að taka upp skynsamlegan málarekstur í stað þess sem fánýtt er og skað- legt. Ég vil lýsa yfir því í áheyrn almennings, að málum er ekki svo komið sem hann óskar og verður það því aðeins að hann sýni áhuga og taki á sig ábyrgð sjálfum sér til varnai. Hlustar almenningur? Vakni áhugi hans mun hon- um verða ljóst að við verðum að afla fleiri staðreynda, fram- kvæma víðtækari tilraunir, fá fleiri sannprófaðar niðurstöð- ur. Hann mun uppgötva sér tii hrellingar, eins og nefnd for- setans, að í rauninni er ekkert vitað með neinni vissu eða hag- fræðilegri nákvæmni jafnvel um fallstefnu glæpaöddunnar. Hinum almenna borgara veit- ist erfitt að koma auga á hvern ig nokkur vísindarannsókn mætti verða til þess að breyta áliti hans á manni, sem myrð- ir börn sín á hroðalegan hátt. En einmitt slíkir hryllingsat- burðir eru gleggsta dæmið um það hversu þörfin á vísindaleg- um rannsóknum er brýn. Hvers- vegna skýldi — hvernig getur nokkur maður orðið slík ófreskja í okkar siðmtnningu? Hvemig er slíkur maður gedð- ur? Er hægt að skilja það að hann geti verið fæddur til slíkrar spillingar? V arðandi glæpi og al- mannavamir eru þúsundir spurninga, sem eiga rétt á vís- indalegum athugunum. Hvað gerir það að verkum að sumir einstaklingar viðhalda and'legu jafnvægi sínu með einni teg- und af þjóðfélagslegri röskun fremur en annarri, sem hefði komið þeim á sjúkrahús. Hvers vegna fást sumir einstaklingar einungis við vissar tegundir glæpa? Hversvegna skyldi svo margt ungt fólk, sem alið er upp í glæpa og fátækrahverf- um við slæman félagsskap, aldrei leiðast út á afbrotafer- il? (Þetta er ef til vil'l þýð- ingarmeira en hversvegna sumt af því gerir það). Almenningur er heillaður af ofbeldi og rígheldur í hefndar- þorsta sinn, blindur og heyrn- arlaus á fánýtið, kostnaðinn og hættuna af því hegninga- kerfi sem hann hefur í för með sér. En við hljótum að vona að þetta ástand víki að lokum fyrir áleitnu og grand- skoðandi Ijósi skynseminnar og aukinnar vísindalegrar þekk- ingar. Almenningur mun finna til vaxandi b'lygðunar yfir hróp um sínum á hefndaraðgerðir, kröfum sínum um makleg mála- gjöld. Þetta er hans glæpur, okkar glæpur gagnvart glæpa- mönnunum — og um leið glæp- urinn sem við fremjum á okkur sjálfum. Því ef okkur á að takast að draga úr eigin þján- ingum vegna hömlulausra of- beldisaðgerða meðborgaranna, verður við fyrst að ganga af refsitrúnni, hafna hinum úr- eltu hefndarviðhorfum. í þeirra stað myndum við stefna til víð- tækrar, uppbyggjandi þjóðfé- lagsafstöðu — þar sem aðgerð- ir byggðust sumar á lækningu, sumar á aðha'ldi en hin félags- lega heildarútkoma verkaði fyr- irbyggjandi. Við endanlega skilgreiningu mun þetta fara eftir siðferðis- vitund og verðleikamati hvers einstaks. Við verðum hver og einn að afneita hefndinni sem mannlegri driffjöður, hversu upphafin og guðrækilega dul- búin sem hún er. Þetta er boð- skapur gamalla trúarbragða og nýrra sálvísinda. Ef við hlýð- um ekki þessum boðskap, ef við fólkið í landinu — maðurinn á götunni, húsmóðirin á heimil- inu — getum ekki lagt á hill- una hina kitlandi ánægju okk- ar af -tækifærum til að koma fram hefndum á blórabörnun- um, getum við ekki heldur gert okkur vonir um frið, almennt öryggi eða andlega heilbrigði. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS . 24. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.