Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 6
Aðalheiður í Byggðarenda Sigríður í Alheimi. Marsibil í ísafoldarhúsi r •: : FÓLKH) OG FRAMTÍÐARHORFURNAR NÚ HÖFUM við verið í viku hér í eyjunni; notið bjartra nátta hásumarsins og nálægð þeirrar náttúru, sem hvergi verður fundin nema í eyjum. Bráðum kemur skipið úr Hólm- inum með konumar af Eyrar- bakka; þá tökum við upp tjald- ið og svo verður eyjan að baki, líkt og einhverskonar veröld handan við veruieikann, sem maður hefur slæðst inní fyrir tilviljun. Sumir taka sér far með Baldri út hingað og dveljast í Flatey þrjá klukku- tíma, meðan báturinn fer áætl- unarferðina upp að Brjánslæk. Þau kynni eru auðvitað betri en ekki neitt, en um leið ákaf- lega yfirborðsleg og flausturs- leg. i fyrstu fannst mér að tím- inn yrði lengi að líða í heila viku, en annað kom á daginn. Með því að taka lífinu með hæfilegri ró, kynnast fólkinu eitthvað og eyjunni sæmilega, veitir ekki af vikunni. Flóabátur'inn var tvo klukkutíma út hingað úr Hólm- inum og við stóðum uppi mest af leiðinni og sáum hvernig hann risti Breiðafjörðinn; kjöl- farið e'ins og akbraut marga kílómetra afturundan. Þennan dag var heiðríkja og mikill blámi ríkjandi, bæði á himni og jörð um Breiðafjörð. Við Bjam- eyjar sátu skarfar á svört- um skerjum; þessar eyjar fóm í eyði á undan öðrum Breiða- fjarðareyjum. Oddbjarnarsker- Sð er langt á vinstri hönd og fyrr en varir ris Flatey úr sæ, í fyrstu heldur lág ásýndum eins og nafnið bendir raunar til. A bryggjunni stendurhóp- ur fólks; bátskoman er við- burður í eyjunni og þá labba margir vestur á brygguna, þótt þeir eigi ekki sérstakt eríndi. Það var raunar umsamið áð- ur, að við yrðum í læknishús- inu hjá Ólínu og Hafst-eini, en nú höfðu þau brugðið sér í ferðalag uppá landið. En það gerði raunar ekkí til, að minnsta kosti ekki meðan veð- ur héldist svo fagurt; það var bæði tjald og nesti með í ferð- inni. ★ Mér er í minni skipsferð, sem ég- fór fyrir ári á öðrum slóð- um. Það var með einu glæsi- legasta farþegaskipi heimsins, Michelangelo, frá Genúa; það Sigldi í þetta sinn um nætur- sakir frá Napólí til Cannes í Frakklandi. Það sem ég man bezt frá þessum glæsilega far- kosti var handagangurinn, óða- gotið skipulagsleysið og lætin að komast um horð og aftur í land. Að vísu var ég farar- stjóri fyrir ferðamannahópi og hef sjálfsagt af þeím ástæðum orðið meira var við óþægind- in. En mér var hugstæður mun- urinn á þessum ferðum, þegar ég bar tjaldið upp bryggjuna í Flatey; bar það ásamt öðru dóti uppí grasi vaxinn hól, sem þar verður fyrir. f brúnni á Konráð stóð Dalli stýrimaður og fylgdist með því er nokkr- ir farþegar gengu í land. Einn- ig voru nokkrir pakkar í mestu makindum látnir upp á bryggj- una. Og við settumst í grasið. Settumst hjá dótinu og sátum þar lengi. Ég hef ekki hug- mynd um hve lengí það var, en allt í einu var það bjarg- föst sannfæring að allur flýtir væri óþarfur. Ég býst við að tímalirak sé hugtak, sem m-enn hafa ekki svo mjög kynnst hér um slóðir. Við sáum Konráð leystan frá bryggju. Hann tók á sig sveig og síðan norðurúr í áttina upp að Brjánslæk á Barðaströnd. Þetta hafði verið góð skípsferð og ólíkt fyrir- hafnarminni en að sigla með Micelangelo á Miðjarðarhafinu. En seinna fluttum við okkur um set. Fundum tjaldinu stað í ágætri tóft við fjöruna. Þar hafði einhverju sínni verið kartöflugarður. En um árarað- ir hefur gras fengið að vaxa þar í friði. ★ Stundum höfum við g-engið allar götur út á norðaustur- enda eyjarinnar; þar er kríu- byggðin. Maður reynir að finna fótum sinum gætileg for- ráð t’il þess að forðast að stíga ofan á eggin, sem þar liggja eins og hráviði. En krian er eins og kríur eiga að sér að vera. Hún gargar og stingur sér og alltaf býst maður við að fá kropp í hausinn, en aldrei hefur hún hugrekki til að sfinga sér nógu langt niður. Þarna verða fallegar víkur og vogar sem fyllast á flóðinu, en um fjörur er einungis ber botn inn langt út eftir. Botngrjótið liitnar af sólinni, og þegar flæðir inn í þessar innstu vík- ur, þá er sjórinn nánast volg- ur. Þarna var ungmennum kennt sund í eina tíð. Með lít- illi fyrirhöfn mætti útbúa þar ákjósanlega baðströnd. Bærinn í Svefneyjum sést vel handan við sundið; eyjamar verða eins og langur rani, sem ber í Skarðströndina og norðar sjást eyjamar í Hvallátrum. I Svefneyjum búa þeir feðgar Jens Nkiulásson og Nikulás sonur hans. Þar er víst gott und’ir bú. í Hvallátrum búa þelr Jón Daníelsson og Aðal- steinn skipasmiður, sonur hans. í Skáleyjum eru einnig tveir bæir en þeir sjást ekki héðan. ★ Hvað verður um þessa byggð, þegar þeir eru gengnir til feðra sinna, sem hér hafa alið aldur sinn allan. Horfurnar em • ekki bjartar, en þó hefur það borið við, að ungt fólk hafi flutzt þangað uppá síð- kastið. f því húsi, sem vestast er á eyjunni og Byggðarendi heitir, hitti ég unga konu úr Reykjavík, Aðalheiði Sigurð- ardóttur. Hún og maður henn- ag, Gunnar Jónsson, sjómaður, höfðu komizt að þeirri niður- stöðu eftir nokkurra ára bú- setu í Reykjavík, að viturlegra væri að flytja eitthvað út á land. Þau þekktu lítt til staða, en tóku íslandskortið og leizt mæta vel á Breiðafjörðinn og þá helst Flatey. Hún sagði: ' — Við fluttum í október, 19GG. Við vorum þá húin að búa í átta ár á Ljósvallagöt- unni í Reykjavík og höfðum fengið nóg af því. Við fengum þetta hús, Byggðarendann, á Ieigu af hreppnum. En það var ekkert rafmagn þá. Nú er aft- ur á móti rafmagn í þessu húsi og tvéim öðrum frá frystihús- inu. Mér leizt strax vel á mig í Flatey. Mér hefur fundist prýðilegt að búa hér, en það er alveg ófært að barnaskóla vantar. Sumir kenna krökkun- um sínum sjálfir; aðrir hafa þau í Stykkishólmi eða jafnvel í Reykjavík. Ég kynntist fólk- inu fljótt og v'ið höfum haft talsverð kynni og samgang. Mig minnir það hafi verið 25 manns hér í eyjunni í vetur og þá tel ég bömin með. Það er að vísu fallegra svona um há- sumarið, en ég varð aldrei vör við að það væri néitt sérlega skuggalegt hér í skammdeginu. Þó var ég að mestu ein hér í vetur; Gunnar var í flutning- um í Keflavík. Einu samkom- urnar hér eru þegar prestur- inn kemur til að messa. Þá fara allir í kirkju. Mér finnst ekki að ég hafi far'ið á mis við neitt. Ég er ekki svo mikið fyr- ir félagslíf. Þó var spiluð fé- lagsvist hér í vetur. Maður Hjónin í læknishúsi: Ólína Jónsdóttir frá Hvallátrum og Haf- steinn Guðmundsson frá Skáleyjum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.