Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1970, Blaðsíða 14
Stutta tízkan og frjálsræðið á. erfitt uppdráttar í Austurlöndum Japan: Vestræn menningarinnrás. Unga fólkið gleypir við vesturlandaklæðnaði. S tutta tízkan og frjálsræð- ið í kynferðismálum er upp- runnið á Vesturlöndum, — eins og allt illt, — bæta ráð- settari Asíumcnn nú gjarnan við. Fyrir nokkrum vikum var kossagangur í kvikmyndum lielzta umræðuefnið um gjörv- allt Indland, og sýndist sitt hverjum. Þessar deilur hófust Thailand: Gífurlega útbreitt vændi, en hörð afstaða á móti stuttu tízkunni. eftir að opinber nefnd, sérstak lega skipuð til þessa máls, lýsti yfir því eða gaf það leyfi, að: „sé það nauðsynlegt söguþráð- arins vegna að sýna ástríðu- þrunginn koss, eða nakinn líkama í kvikmynd, ættu kvik- myndagerðarmenn að gera það“. Raunar benti nefndin á það í þessu sambandi, að ind- verskir kvikmyndaleikstjórar hefðu yfirleitt ekki hikað við það hingað til að sýna svo „grófa“ dansa í myndum sín- um að líkja mætti við „einhliða ástarleik“. En ráðsettari ind- verskur almenningur hugðist ekki láta bjóða sér neinn sóða- skap! Um slíkt leyti kom það nefnilega fram í skoðanakönn- un, að 75 prs. Indverja þeirra, er spurðir voru, voru alger- lega andsnúnir kossum í kvik- myndum. Það er undarlegt til þess að hugsa, að þessar deilur skuli rísa í Indlandi, þegar Iitið er t.d. til þess, að „Kama Sutra“, sú foma og fræga bók, full forskrifta að ástarleikjum ásamt með fleiru, er einmitt rituð í Indlandi og einnig, að óvíða munu finnast bersöglari og „grófari" útskurðarmyndir í musterum en í þeim ind- versku. Stutta tízkan á marga and- stæðinga í Indlandi. Indversk ar konur eru flestar á móti hinum skelfilcgu stuttu pilsum. Hins vegar hafa ungar stúlkur nú tekið upp nýja gerð hins foma indverska búnings SARI, nokkurs konar „hippa-sari“. Hefur hann nú verið styttur allmjög og einnig skellt nægi- lega ofan af honum til þess að ýta rækilega við ímyndunarafl inu. Þeir Indverjar, sem komn- ir em af gelgjuskeiði hrista höfuðið — liciniinum fer vissu lega hnignandi! Það má nefna í leiðinni, að fyrir skemmstu stóð þessi áletrun á auglýsinga spjaldi úti fyrir kvikmyndahúsi einu í Indlandi: — auðvitað eru kossar innflutningur frá Yestur löndum! — Yfirvöld í Bangkok, Saigon og víðar hafa látið í ljós ákveðið álit sitt á stuttu tízk- unni og hinu aukna vestur lenzka frjálsræði í kynferðis- málum og tekið eindregna af- stöðu gegn hvoru tveggja, svo ekki sé meira sagt. Yfirvöld í fjölda Asíuríkja hafa einnig lýst því yfir, að vest rænir dansar séu bæði „grófir og ósiðlegir“. Yfirvöld í Víetnam hafa lát- ið svo að sér kveða í þcssum efnum, að vændiskonur í Sai- gon, sem tekið hafa upp stuttu tízkuna ganga nú í skósíðum dökkum regnkápum yfir stutt- pilsum sínum, til vamar því, að þær verði handteknar um- svifalaust. L ögreglan á Taiwan hefur sýnt framúrskarandi dugnað í baráttunni. Frá því í janúar- mánuði hefur liún handtekið 736 stuttklæddar stúlkur og síðhærða pilta fyrir „ögrun við almennt siðgæði". Kvikmyndaeftirlitið á Tai- wan er eitthvert hið harðasta. Það bannaði eða klippti fyrir skemmstu nærri tvo þriðju hluta allra innfluttra kvik- mynda á eynni, vegna þess, að þær væru ósiðlegar. Menntamálaráðherra Malay- síu fordæmdi stuttu tízkuna ekki alls fyrir löngu og var- aði þá unglinga við því, líkt og ýmsir kollegrar hans, „að verða ekki þrælar lélegrar vestrænn- ar menningar". í vor létu yfir- völd loks til skarar skríða og lokuðu Fireplace-klúbbnum, en sá klúbbur veitti föstum meðlim um aðeins aðgang og státaði af óvenju góðri þjónustu sinni. Var þar gjaman statt margt stúlkna. Starfsemi klúbbsins hafði lengi verið yfirvöldum þyrnir í augum og þar kom, að þau töldu sig ekki geta þolað hana lengur og lokuðu klúbbn um — en lýstu því að vísu yfir, að honum hefði verið lokað vegna gruns um, aö þar væri neytt eiturlyfja. ka.mverjar liafa sem kunn- ugt er tekið ákveðna afstöðu til klæðaburðar unglinga, með því að fyrirskipa „Maó-tízk- una“ svonefndu. í Kína klæð- ast stúlkur og piltar líkum búningi, buxum og jakka, hvoru tveggja einföldu í snið- um ásamt með dálitlu pottloki. Ríkisstjórnin í Peking hefur einnig látið Ijós sitt skína um nýjustu vestrænu dansana og sagt þá „klúrar og grófar hreyfingar", sem ekki séu sam- boðnar siðuðu fólki, enda dansi þá engir nema „stéttafjendur"! Suharto Indónesíuforseti cr svo fastákveðinn í því, að gefa þegnum sínum betra fordæmi, en hinn lifsglaði fyrirrennari hans, Sukarno, að þau hjónin horfa aldrei á ástarsenur í einkakvikmyndasal sínum. Sé Suharto Indónesíuforseti: Eng- ar ástarsenur. eitthvað slíkt í vændum, bregð ur sýningarmaðurinn hendinni fyrir linsuna, þar til umrætt atriði er af staðið. A Thailandi hefur verið tekin hörð afstaða á móti stuttu tizkunni og gefnar yfirlýsingar um hana af opinbcrri hálfu. Skólanemar hafa verið varaðir við því þar sem og víðar „að verða ekki þrælar lélegrar vest rænnar menningar“. Það er ekki óeðlilegt, þótt Thailendingar kenni Banda- ríkjamönnum um innrás stuttu tízkunnar og afleiðingar lienn- ar en vinsældir þessa livors tveggja svo og dvalar Banda- ríkjamanna í landinu fara nú óðum dvínandi. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. jiainúar 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.