Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Side 9
lirimur Thomsen.
Hann var tuttugu og eins árs, þegar myndin var tekin.
og hún kom til Kristíaníu mætti
hún í stórveizlu hjá borgar-
stjóra með séra Thoresen.
Síðan liggur leiðin til prests-
setursins á Heröy á Sunnmæri.
>ar bíður hennar hlutverksem
kennslukona barna prófastsins.
Þau eru 5 á aldrinum 3ja til
10 ára. Hið þriðja í röðinni er
6 ára telpa, Susanna, sem síðar
giftist Henrik Ibsen. Þess vegna
er Magdalene Thoresen ekki
raunverulega tengdamóðir Ib-
sens, heldur stjúpmóðir konu
hans.
Á prestssetrinu er hún til
febrúarloka 1843. Þá hefur
margt gerzt bæði í líkama og
sál fröken Magdalene Kragh.
Séra Thoresen og hún fara sam
an um Kristíaníu til Kaup-
mannahafnar, þó að þau verði
að fara hina löngu landleið til
Svíþjóðar og taka ferju þaðan.
Það liggur á. Séra Thoresen
kemur einn heim til baka mán-
uði síðar og sækir þegar um
prestsembætti við Krosskirkju
í Bergen.
Það er staðfest, að fröken
Magdalene Kragh ól sveinbarn
í Den kongelige Födselstift-
else 16. júní 1843. 4 dögum síð-
ar er það skírt Peter Axel, en
síðar hlaut hann nafnið Axel
Peter Jensen. Var barninu svo
komið fyrir á barnaheimili, en
hvorki nafn föður né móður lát
ið uppi.
Þá fer að vandast málið, því
að nú liggur það ljóst fyrir, að
Magdalene elur barn sitt 8%
mánuði eftir að hún yfirgefur
Kaupmannahöfn. Það ætti því
að hafa verið getið sama mán-
uð og hún fór frá Kaupmanna-
höfn. Hún getur því ekki hafa
vitað þá, hvernig komið var fyr
ir henni, hvað þá aðrir.
Allnokkur aðdragandi og
undirbúningur hlýtur að hafa
verið að því, að hún færi til
Noregs til að taka að sér að
kenna bömum prófastsins. Hún
fer því ekki þangað vegna
barns þeirra Gríms. En hvemig
á því stóð, að hún tók boði
prófastsins, og hver eða hverj-
ir hafi þar verið milligöngu-
menn, er enn ekki ljóst. En þeg
ar hún hefur náð sér nægilega
eftir barnsburðinn, heldur hún
aftur til Noregs, og innan fjög-
urra mánaða frá því, er hún
ól bamið, er hún orðinn pró-
fastsfrú Thoresen.
Málið gerist nú allflókið og
verður sízt einfaldara við það,
að miðað við framvindu mála,
sem enn hefur eigi verið skýrt
frá, má telja það með öllu úti-
lokað, að séra Thoresen gæti
hafa átt barnið.
Þá er það einnig sannanlegt,
að Magdalene hafði ekkert
samband við Grím, er hún var
í Kaupmannahöfn, og sagði
honum ekki frá barninu fyrr
en 8 árum síðar. Það gerði hún
ekki fyrr en með bréfi, sem
ekki er fyrir hendi, einhvern
tíma árs 1851.
Nú hljóta ýmsar spurningar
að koma fram í hugann. Og þá
fyrst, af hverju sagði hún ekki
Grími frá því, að hún bæri
barn hans undir belti og reyndi
þannig á viðbrögð hans? Hvaða
samræmi er í því, að hann hafi
„sleppt af henni takinu“, þegar
samband þeirra er ekki minna
náið allt fram til þess, er hún
fer frá Kaupmannahöfn, en það,
að hann getur verið faðir bams
hennar og fær ekki að vita
„sannleikann“? Hefur kona
ekki helzt tak á manni í slík-
um tilfellum, ef hún hefurþað
nokkurn tíma? Og því taki hef-
ur hún sannarlega sleppt og
ekkert á það reynt. Og vegna
stöðu Gríms og framavona sem
og vegna hins ástríðufulla sam-
bands þeirra, eins og hún lýsir
því, hefði það „tak“ átt að vera
meira en í meðallagi sterkt. Og
hann, sem hún er enn „sann-
færð um, að hefði getað veitt
henni hið fullkomná ástalíf“,
er látinn sleppa við að finna
nokkum skapaðan hlut fyrir
takinu. Hvers konar píslarvætt
ishneigð kom yfir þessa konu
einmitt á þessum timamótum
ævinnar? Og hvenær fór hann,
og hvernig veit hún það, að
„svipast um eftir“ henni og
komast að því, sennilega sér til
mikillar undrunar", að hún væri
hreint ekki nein jurt á alfara-
vegi, sem hugsunarlaust mætti
traðka á“? Og hvemig gat
hann þá gert henni bam?
Undrandi og hugsunarlaust?
„Hann lét mig fara.“ Hver lét
hvern fara? Hvernig kemur yf-
irleitt ofangreindur bréfkafli
til frú Heiberg, leikkonu, heim
og saman við veruleikann?
Svari því konur og menn.
En höldum hugsuninni.
Skyldi hún ef til vill ekki hafa
viljað Grím, þótt hann hefði
viljað hana? Það er mjögósenni
legt, því að þrátt fyrir allt er
enn ekki ástæða til að efast
um hug hennar. Grímur Thom
sen var með efnilegustu og
glæsilegustu ungum mennta-
mönnum í Danmörku á þessum
tíma og var þegar orðinn fræg-
ur maður fyrir gáfur og frammi
stöðu í þeim greinum, sem hún
einmitt mat hæst. Hún var fá-
tæk stúlka, en hann gat meira
að segja borið sig ríkmannlega
sem námsmaður, — þegar hann
las með henni.
Hér er langt frá því, að öll
kurl séu komin til grafar. En
þegar á þessu stigi málsins er
nóg komið til þess, að hægt er
að fullyrða, að Grímur Thom-
sen brást ekki barnsmóður
sinni. Menn geta ekki brugð-
izt því, sem þeir vita ekki um.
Það er því eðlilegt, að það
hafi runnið tvær grímur á Grím,
þegar hún skrifar honum 1851
og segir honum, að hann eigi
með sér 8 ára dreng. Og hann
sé í Kaupmannahöfn og hafi
þar allan tímann verið.
Síðar verður að því vikið,
hvemig Grímur brást við. En
ég tel það óyggjandi, að Grím-
ur hafi ekki fengið að vita um
tilveru drengsins fyrr en 1851.
Til er bréf frá Magdalene, sem
sýnir það. Fyrir hendi eru tvö
bréf á Landsbókasafninu frá
Magdalene til Gríms. Að Grími
látnum fól Jakobína Jónsdótt-
ir, ekkja hans, Jóni Þorkels-
syni, rektor, að senda bréf
Magdalene til Gríms til henn-
ar, svo að hún gæti gert við
þau, það sem hún vildi. En
hvort sem það var fyrir tilvilj-
un eða ekki, þá urðu tvö bréf
eftir í fórum Jakobínu og komu
í ljós að henni látinni. Annað
bréfið er dagsett í Bergen 22.
desember 1851 og er svarbréf
Magdalene við bréfi Gríms.
Þar er þessi setning: „Það var
seint, sem ég trúði yður fyrir
þessu, og þér hafið ástæðu til
að þykja það leitt (at klage
herover)." Og hún heldur
áfram, og taki menn vel eftir
orðalaginu og efninu: „En það
verður að vera svo, ég hef ekki
þorað það fyrr, en kjarkur
minn hefur vaxið með tímanum
og traust mitt til yðar um leið.
Þér hafið aldrei elskað mig,
þann stutta tíma, sem kynni
okkar stóðu, var ástin aðeins
mín megin. Það væri ranglega
skilið, ef þér tækjuð þetta sem
ásökun. Það er það ekki, en á
því byggist ástæðan til ótta
míns og óframfærni, ég gæti
persónulega hafa skýrt yður
frá málavöxtum, það hefur síð-
an verið orsökin fyrir þögn
minni, ég gat ekki látið mér
detta í hug, að yður myndi
þykja vænt um litla barnið, ég
ímyndaði mér alltaf, að þér
mynduð líta á það sem byrði,
sem þjakaði yður. Það er fyrst
nýlega, eins og ég hef sagt, sem
ótti minn út af þessu hefur
horfið, og ég því snúið mér til
yðar í fullri hreinskilni."
Þetta er alldjarflega sagt.
En hvort er þetta fremur skýr-
ing eða afsökun? Hvað átti hún
á hættu, þó að hún hefði hrein
skilnislega sagt Grími, sem
hún kveðst hafa elskað svo
heitt, frá þessu á sínum tíma?
Eftir átta ár eða nær níu reyn-
ir hún, að því er mér finnst á
illskilj anlegan hátt að koma
sökinni, að minnsta kosti að
hluta yfir á Grím. Hvernig gat
hún vitað fyrir víst um við-
brögð hans án þess að reyna
hann? Og það eru stór orð að
segjast fyrirfram hafa verið
viss um tilfinningar hans gagn-
vart eigin barni, — hvernig svo
sem afstaða hans gagnvart
henni sjálfri hefði verið eða
orðið.
Seinni tíma ævisöguritarar
Magdalene Thoresen hafa geng
ið út frá því sem gefnu, að
Grímur ætti bamið, og hún
hafi setið eftir með söknuðinn
og þrána. Þannig flyzt það síð-
an yfir í ævisögu Gríms. Glöggt
dæmi um þetta eru „skýring-
ar“, sem fylgja ævisögu Gríms
eftir Jón Þorkelsson, sem birt-
ist framan við Ljóðmæli Gríms
Thomsens, útgefnum 1934. Þar
segir til skýringar, að hér muni
vera átt við dönsku skáldkon-
una Magdalene Thoresen, en
með þeim hafi tekizt góð kynni.
Segir svo orðrétt, að Magdal-
ene „fæddi Grími son 16. júní
1843. Þá þegar upp úr því fór
hún til Noregs og gekk þar
sama haust að eiga Thoresen,
prófast. . . og varð honum og
Magdalene ekki barna auðið.
Tókst góður kunningsskapur
með honum og Grími, sem hélzt,
þar til Thoresen andaðist 1858.
Munu þau Grímur og Magdal-
ene hafa staðið í stöðugum bréfa
skiptum og jafnvel hitzt á
stundum, að minnsta kosti, með
an Grímur var í Höfn.“
Slíkar lauslegar skýringar
eru verri en engar. Eins og að
framan er óyggjandi sýnt fram
á, skrapp Magdalene til Kaup-
mannahafnar frá Noregi til að
eiga þar barn sitt &Vz mánuði
eftir að hún fór frá Höfn. Og
hvarf síðan aftur til Noregs.
Auk þess var hjónaband þeirra
Thoresens ekki barnlausara en
það, að þau eignuðust fjögur
börn: Söi-u, fædd 1844, Thom-
as, f. 1846, Dorotheu, f. 1849
og Axel, f. 1851. Sem sagt, þau
eignast barn um það bil annað
hvert ár og hið síðasta, Axel,
sama ár og Grímur Thomsen
„eignast“ Axel Peter Jensen.
(Framhald í næsta blaði).
—
Björn Þórleifsson
FYRIR
GAFL
Fyrir ofan garfi
fara orð prestsins
í kirkjunni
viltu leitast við
ég trúi á
guð hvað kallinn er lengi
fyrir neðan garð
óma sálmar
tárvotar mömmur
bíður veizlan heima
af fremsta megni
og pabbar með tóm veski
útgöngusálmur
gjafirnar maður
guði sé lof og dýrð
ný föt
gestir
í fullorðinna tölu
gerðu svo vel góði
gróði
gróði
■ ■ ■
Í7. maí 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9