Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Qupperneq 2
Roger Eddy Listin að sitja á sama kyrr stað Listin að ferðast er mismunurinn á þessu tvennu, sem gerir gæfumuninn. Þetta er undarleg, gagnverkandi at- höfn, ekki ósvipað því að lesa bók eða verða ástfanginn. Þeg ár allt kemur til alls, þá eiga nýtt land, ný bók og ný ást talsvert sameiginlegt: allt þetta býr yfir einhverju óvæntu, og ðfyrirsjáanlegu; þetta eru sjálf stæðir heimar, sem hlíta sínum eigin lögum, og eiga sér venjur, sérkenni og sjónarmið sem hinn nýkomni hlýtur að taka tillit til; á hinn bóginn hefur maður sjálfur í farangrinum áhuga- mál, hugmyndir og vandamál, sem óhjákvæmilega, nánast ógreinanlega, breytast við hin nýju kynni, stækka eða hverfa. Það má nefna þetta nokkurs konar nýsköpun, sem maður öðlast fyrir innsæi, og af því að maður horfir á hlutinabæði úr nálægð og f jarlægð. Það má vera, að eirðarleysi, leiðindi og óánægja sakir ónotaðrar orku, reki mann af stað, en sé maður þolinmóður og lánsamur, þá öðl ast maður nýtt líf, nýja tilveru á sama hátt og nýir vefir koma í stað þeirra sem eru slitnir og lúnir. 1 þessu er allur leyndardóm- urinn fólginn. Ég held, að hinn óforbetranlegi ferðalangur sé aldrei í leit að fyrirheitna land inu, sem á að vera alveg á næsta leiti. Það kann að vera, að það sé til, og kannski finnur hann það jafnvel, en þegar allt kemur til alls, skiptir slíkt ekki máli. Hvað sjálfan mig snertir, þá er sæluríkið í norðurhluta Nýju Mexikó. Ég fann það eft- ir mikið og tilviljunarkennt flakk, og ég fer þangað svo oft sem ég hef tækifæri til. Samt gæti ég aldrei setzt þar að. Hið raunverulega lif mitt, sjáifsvit und mín og rithöfundarstarf mitt er um of bundið London. Frá þessu er ég ekki að flýja, þegar ég ferðast, heldur efla það og styrkja, þótt eftir krókaleiðum sé. Því að sann- leikurinn er sá, að brottfarar- staður er manni nauðsyn. Án hans er maður aðeins tauga- kerfi svífandi í lausu lofti, sjón varpsmynd án útsendingarstöðv ar, tölva án verkefnis, geðkloíi, vofa. En pegar á allt er litið, er þetta engin niðurstaða. Því að jafnvel hið tilgangslausasta þráhyggjuferðalag á sér mark- mið. Kannski er það fólgið í því sem ég kalla áþreifanleika. Nú orðið öðlumst við allt án fyrirhafnar og allt er matreitt ofan í okkur; á sama hátt og við fáum matinn pakkaðan, soð inn, og allt að þvi meltan út úr frystikistunni, þannig fáum við og upp í hendur kynferðis- Iífið, ofbeldishneigðina, tungu- málið — jafnvel ástina og hatr- ið — innpakkað af sjónvarpi, kvikmyndum og myndasögum. Við lifum því lífi, sem Time- Life réttir okkur upp í hendur, og þar er upprunalegt líf sjald gæft fyrirbæri. Á þann hátt er líka hægt að ferðast; ferðalög- in koma i öruggum umbúðum, þar sem allt er pantað fyrir- fram, skipulagt fyrirfram og út búið fyrirfram á hótelum, þar sem þú ert eins og heima hjá þér. En ekkert af þessu er í rauninni nauðsynlegt. Það kann vel að vera rétt, sem sagt er, að risaþotur og örar sam- göngur séu að breyta heimin- um í eitt og sama þorpið. En hann er eftir sem áður stórt þorp með mörgum skúmaskot- um og mörgum framandi til- brigðum. Og það er framandleikinn sem skiptir máli. Það er hann sem sprengir umbúðirnar. Þessi algeri framandleiki, sem hvílir yfir nýjum stöðum, fólki og hlutum, neyðir mann til að bregðast við á upprunalegan, persónulegan hátt. Það skiptir því ekki svo miklu máli, af hvaða hvötum ferðalöngunin er runnin, hvort hún stafar af for vitni, eirðarleysi, leiðindum, ör væntingu eða eftirvæntingu — það er ekki mergurinn máls- ins. Það sem skiptir máli er, að maður lifi eigin lífi til hins ýtr asta, jafnvel þótt maður verði að afsala sér þægindum og ör- yggi um stundarsakir. Því að svo fer þó ætíð að lokum, að vaninn sigrar eirðarleysið; reglubundnar launagreiðslur og reglubundin ást eru bezta læknishjálpin fyrir þreytta fæt ur. Og þá er kannski eftirsjáin ein eftir, þráin eftir þvi, sem maður kann að hafa farið á mis við með því að taka sig ekki upp, þegar mann langaði til. Eins og vesalings gamli faðir minn, sem var sviptur allri sál arró vegna þeirrar áhættu sem hann tók aldrei og þeirra staða, sem hann leit aldrei aug um. Þegar allt kemur til alls, þá lifir maður aðeins einu sinni. Og fær aldrei annað tækifæri. Talnaskýrslur sýna, að tala sjálfsmorða eykst um helming meðal fólks, sem flutt er úrífá- tækrahverfum og sett niður í splunkuný og nýtízkuleg íbúða- hverfi. Með öðrum orðum — ef maður fellst á það á annað borð, að sjálfsmorðstala sé mæli • kvarði á mannlega hamingju — jþá virðist svo sem sumt fólk ssértielmingiíóhamingjusamara í : f jölbýlishúsum .-af i ný justu (gerð enií leiguíbúðum áf gamla skól ;anum. Þrátt íyrii' rottur, óþrif; jgiæpi i og, sjúkdóma, virðast fá- rtækrahverfin fuilnægja frum- iþörf imannsins fyrir félagsskap ;annarra. Maöurinn virðist, geta : þraukaft og þolaö við nánast ihvers:konar:aðstæður svo fi emi Hiann sé<ekkiieinn. í'þessu er ef til vill fólgin að minnsta'-kosti ein skýring.-'át þvi, uacö ‘sjálfsmorð eru -svo ■ sjaldgæf i meðai föiks, sem býrialla æfina ;'á -sarna stáð. fí allt Of irikum imæli ihvíia; augu foMfeðranna á iþví imeðan jþacð thleður tbyssuna ■ eða blandar eitrið. Ilnnfædtíir staðarbúar .eru -sér ,-ætfð > meðvit ;andi um Iframþróun rtils, sem l býr yfir rmætti ;«ðri • þéim ssjáif- um.'Einhver'lætur-sér annt um þá. Maður, sem býr á þeim stað, þar sem hann er borinn og barnfæddur, er sjaldan einn, því að allt sem hann sér og heyrir, staðir, hljóð og fólk, þekkir hann fram í fingurgóma. Það er óhugsandi, að maður sem býr á fæðingarstað sínum, hvort sem það er borg, kaup- staður eða þorp, hljóti ekki ein hverja ánægju á hverjum degi sem guð gefur yfir; tréð, sem hann sá gróðursett og er nú orðið sextíu fet á hæð, þúfan sem er fyrst til að grænka á vorin, strákahópur, sem spark- ar knetti á -sama velli og iíann, þegar liann var ungur — allt- af verður eitthvaö tii að gleðja hann alveg án tillits til þess hvort hann hefur eytt ævinni til éinskis, eða hvort honum hefur mistékizt :ætlunarverl< sitt í lífinu — og öllum finnst þeim hafa mistekizt.iþegar þeir bera æfi sína saman við fyrri vonir og draumsýnir. Innfæddur bæjar- eða þorps- ibúi veit mörg leyndarmál.Hann veit, til dæmis, hver bjó áður í því húsi sem er núna líkhús. Hann veit, hvar gamli vegur- inn lá, áður en sá nýi var lagð- ur. iEf ódaun leggur úr ræsinu, getur hann örugglega sagt þér, hver það er, sem hefur látið rotnunargryfju sína fyllast um of. Hann getur lika sagt þér, hvortimuni fara að rigna. Tekin ,ein sér, eru þessi leyndarmál'litlls' virði. En tek- :in «em héild, geta iþau verið jöfnmikllsvviíði agrtífíð.-sjálft. Maður, sem býr ,alla ævi á sama statS, getur á örsmáu and- ariaki — þegar hann heyrir flautið í járnbrautarlestinni eða ihljóm kirMjuklukknarma eða raddir skðlabamanna á léið heim — lifað alla ævi sína upp aftur. Hljóð, sem aðrir greina ekki einu sinni, yngja hann upp. Hann býr yfir ánægju, sem verður hvorki eydd né deydd. Þörf mannsins fyrir hið gam alkunna er jafnbrýn og þörf hans fyrir fæðu. Innst inni vilja flestir heldur sjá sömu hlutina og sama fólkið alla daga en vera ofurseidir því, sem er nýtt og frábrugðið ðliu, sem þeir eiga að venjast. < Einn af framámönnunum í heimaborg minni í Nýja 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. sept. 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.