Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 2
Með gamlar syndir . . . neitt af slíku að segja, né held- ur mundi venjulegur saltur sjór á Selvogsbanka eða Hala- miðum óhreinkast af sápulegi eða olíubrák. Við ættum ekki að hafa áhyggjur af hehns- endi, sagði Ásgeir, vegna þess, að þegar við deyjnm, þá verð- ur hvort sem er heimsendir fyr- ir okkur sjálf. Sem sagt: lengra þurfum við ekki að hugsa. Samkvæmt kenningu Ásgeirs þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af tor- tímingarhættu mannkynsins nr. M1 og samkvæmt henni hiýtur líka að vera fullkomlega sak- laust að fleygja sýklavopnum niður á botn Atlantshafsins eins og Bandaríkjamenn gerðu á dögunum. Alimargir eru þó á þeirri skoðun, að ábyrgðar- leysi þessa verknaðar sé meira en svo, að nokknr leið sé að meta það. Von er að venjulegum, litl- um körium skjöplist á stund- um, þegar þeir eru svo misvitr- ir, sem ráða fyrir þjóðum. Hvað skal til varnar verða? Mótmæii á þingi Sameinuðu þjóðanna eða kröfuganga með spjöld ? Ætli það gildi ekki eimi úr því sem komið er. 3 Einhvern tíma í fymdinni lærðu menn að nota eldinn; meðal annars lærðu þeir að kveikja skógarelda til þess að reka dýrin þaðan á brott og auðvelda sér veiðina. Þá byrj- aði tvennt í senn: Mengun lofts og eyðing jarðvegs. í þá ðaga var ekki mikið hugsað um af- leiðingarnar fremur en nú, enda var þetta allt í tiltölulega litlum mæli. VíSa urðu afleið- ingarnar heppilegar í fyrstu; víðáttumikið graslendi tók við af skóginum og þar fjölgaði mjög veiðidýrum, sem voru undirstaða fólksfjölgunar og með tímanum grundvöllur menningarinnar, þegar menn fóru að fást við ræktun og ak- uryrkju. Desmond Morris telur í bók sinni, The Human Zoo, að lengst af hafi menn einungis lifað af veiðum. Fólkið lifði saman í smáhópum, þar sem all ir voru tengdir eða skyldir og á hverjum degi fóru verkfærir menn til veiða, en konur og börn voru heima við. Þannig hafði þetta gengið í mörg hundruð þúsund ár, þegar ein- hver fann upp á því að sá og rækta og jafnvel að auka upp- skeruna með áveitu vatns. Matarbirgðir nrðu til í fyrsta sinni og þar með var þeim áianga náð, að nú þurftu ekki allir að fara til veiða. Verka- skiptingin varð til, og þar með fyrsti vísirinn að borgarmeim- ingu nútimans. En hvemig stendur á því, að nú eru víða eyðímerkur, þar sem eitt sinn voru frjósöm ræktunarlönd. Nú bylgjast þar aðeins guiur sandur, sem gull- litað kom svignaði áður. Áveit urnar reyndust vel í fyrstu, en uppþurrkunarkerfi vantaði, að því að talið er. Jarðvatnið komst af þessum ástæðum sí- fellt ofar og ofar í jarðveginn og gífurleg uppgufun liafði í för með sér, að saltmagn jarð- vegsins jókst, en um leið minnkaði frjómagnið unz það eyddist með öllu. Þar með var undírstaðan brotin: Um leið og jörðin varð ófrjó af saltmeng- un og jarðvatnið minnkaði, hmndi menningin og stórveldi liðu undir lok. Sagnaritarinn Plíníus segir að 2000 ámm fyr- ir Krist hafi bændur í Babí- loníu fengið tvær uppskerur af komi og að þeir hafi beitt kind um á landið þess á milli. lin hvemig er ástandíö nú: Að- eins fimmti partur íraks er ræktað land. Mikið flæmi, sem eitt sinn var frjósamasta land jarðarinnar, er nú eyðimörk sökum þess, að menn hófu af- skipti af náttúrunni með af- leiðingum, sem þeir gátu ekki séð fyrir. 4 Engum datt neitt slíkt í hug, þegar þetta frjósaina land var miðja persneska heimsveldisins. Darius I., sem kallaður var „Konungur Kon- imganna“ fyrir 2400 árum, hann hefði ugglaust hlegið að þeim spámanni, sem varaði við mengun jarðvegsins og eyð- ingu vatnsins. Svipað átti sér stað í Grikklandi hinu foma; þar var þykkur og frjóir jarð- vegur eftir því sem sagnaritar- ar greina, en eyðing skóga ásamt ofbeit varð til þess, að lindir þomuðu, jaarðvatnið þvarr og eyðing jarðvegsins hófst. Plató sá þetta fyrir og varaði við því, en enginn hlust- aði á viðvaranir hans, að því er virðist. Mörg dæmi mætti nefna því til stuðnings, að mengun af manna völdum á sér gamla sögu. Hún er ekki algerlega nútímafyrirbrigði, þótt viða hafi nú uppá síðkastið verið rekið upp ramakvein, þegar allt er komið í óefni. Það er vita- skuld rétt, að talsverð hystería hefur verið í kringum þetta hjal, en kannski er einmitt þörf fyrir slíkt. Lengi hefur það verið gáta, hversvegna háþró- nð menning líður undir lok. Heimsveldi rísa og hníga. Mönnum hefnr löngum þótt það merkilegt, að Rómaveldi skyldi molna í sundur. En rök- studd kenning er til um það, að mengun hafi átt sinn bátt í bví. Þannig var, að Rómverjar færðu sér í nyt blýnámur á Bretlandseyjum og notuðu blý óspart í vatnsleiður, margs konar ílát og jafnvel vínámur. Nýlegar rannsóknir á beinum Forn-Rómverja hafa' sýnt blý- innihald, sem gefur til kynna, að einkum vel efnum búið fólk og þar á meðal yfiirráðastéttin rómverska, hafi þjáðst af blý- eitrun. Blýmengað fólk verðjur ófrjótt og vísindamenn hafa tal ið, að þetta hafi meðal annars átt mikinn þátt í hnignun Rómaveldis. 5 Enginn skyldi halda, að and- rúmsloftið liafi alla tíð verið tandurhreint, þar til mann- kynið hóf að óhreikna það. Eldfjöll hafa þeytt ösku og reyk upp í andrúmsloftið frá ómunatíð og eldri kynslóðin í þessu landi man Kötlugosið 1918, þegar nálega varð myrk- ur um miðjan dag af reyk og öskufalli. Skógareldar, sand- fok og ýmislegt fleira hefur Iíka orðið til að óhreinka loft- ið, án þess að maðurinn kæmi þar nærri. Doktor Lamont C. Cole, sem prófessor er í um- hverfisfræði við Comell-há- skólann í Bandaríkjunum, tel- ur að breytingin haí'i fyrst og fremst orðið síðustu 300 árin, eftir að menn fóru að nota kol og olíu. Cole nefnir London sem dæmi; snemma varð sú borg illa úti söknm kolareyks- ins, sem grúfði þar yfir. Þar í borg er fyrst getið um að mað- ur hafi brennt kolum árið 1306. Það þótti mjög alvarlegt, enda var maðurinn dreginn fyrir rétt og tekinn af lífi. Það var kaldhæðnl öriaganna, að til- tölulega skömmú síðar voru kol í almennri notkun í Lund- unaborg. 6 Síðar kom bíllinn til sögunn- ar og allir vita hvað hefur gerzt; óþarft er að þrástagast öllu meir á hinni gífurlegu mengun frá útblæstri bifreiða, og reyk frá verksmiðjum allt frá Straumsvík til Detroit, frá útgangsefnum iðnaðar, þvotta- efnum og skordýraeitri. Nýleg- ar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að skordýraeitrið DDT finnst í selakjöti á Norðurpólnum og mörgæsum á Súðurpólnum. Það ætti að duga sem dæmi um dreifinguna. Verst ef það skyldi eitthvað valda þeim óróa, sem halda að Islandsmið verði um allan aldur eins og þá er Ingólfur Arnarson varpaði útbyrðis öndvegissúlunum. Samkvæmt upplýsingum frá amerískri stofnim, sem þar í landi nefnist U. S. Food and Drug Administration lætur nú nærri að til sé hálf milljón efna, sem á einn eða annan hátt rjúka viðstöðulaust út í and- rúmsloftið. En allir vita að efnaiðnaðurinn er framfara- sinnaður og talið er að 400— 500 ný efni bætist í þennan flokk á ári hverju. Eitt af þeim stórfyrirtækjum, sem sendir eiturefni í tonnatali út í and- rúmsloftið á degi hverjum, heitir Dow Chemical Company. Þetta fyrirtæki auglýsir í stór- blöðunum og kemst þannig að orði: „Það sem við seljum, er betra Iíf.“ Þvílíkt endeniis píp. Japanir eru stoltir af efnahags- undrinu, sem þar hefur átt sér 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. jarnúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.