Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 8
Konunglegt f j árhættuspil vitnastúkunni. „Ég man að Sir William hafði lagt 5 pund undir í þetta skipti. Lafði Coventry fékk fulla hendi og spilin voru lögð á borðið. Ég sá Sir Villi- am líta á spilin en síðan ýtti hann með blýantinum 10 punda peningi beint fram á borðið — svo augljóslega að ég furðaði mig á því að enginn hinna skyldi sjá það. Réttur hans til greiðslu var ekki vé- fengdur á nokkur hátt“. Berkeley Levett hafði „vilj- andi forðazt" að horfa á Gor- don Cumming síðara kvöldið og sá ekki neitt. Þegar kvöldið var á enda hafði Gordon Cumm- ing unnið 225 sterlingspund — hundrað pundum meira en nokkur annar og mestmegnis af prinsinum af Wales. Næsta dag barst sú fregn að bróðir frú Wilsons væri lát- inn. Gestirnir buðust til að halda heimleiðis, en þrátt fyrir að frú Wilson hefði orðið vitni að spilasvikum Gordons Cumm ings kvöldið áður, taldi hún þá á að vera um kyrrt. Þeir gerðu það og fóru, sorgarklæddir, með lest til Doncaster-veðreiðanna. Lycett Green var í vagni með Edward Somerset, lávarði og er þeir voru komnir á leiðar- enda, hafði hann sagt lávarð- inum upp alla söguna og spurði hann ráða. Eftir að hafa hugs- að sig um hálfan daginn réð Somerset honum að fara og finna að máli Coventry lávarð, hinn gamalreynda konunglega hirðmann og aidursforseta sam kvæmisins að frátöldum prins- inum. Lycett Green fór til Co- ventrys lávarðar, sem lét kalla á Williams hershöfðingja. Þeir ræddu fram og aftur um úrræði til að þagga niður það sem þeir vissu að myndi valda allsherjarhneyksli og komu sér saman um hefðbundna aðferð: að fá Gordon Cumming og vitn in til að skrifa undir yfirlýs- ingu, þar sem þagmælsku væri heitið með því skilyrði að Gor- don Cumming lofaði að snerta aldrei við spilum framar. Þetta var sama og syndajátning, óaft- urkallanleg og undirbúin af tveimur elztu vinum Gordons Cummings að honum forspurð- um. Fyrst komu þeir að máli við prinsinn og tjáðu honum hvað gerzt hefði og frá því áformi sínu að gefa Gordon Cumming tækifæri til undankomu. Segir ekki frá viðbrögðum prinsins. Coventry lávarður sagði síðar: „Prinsinn af Wales hafði heiðr að Sir William Gordon Cumm- ing með vináttu sinni um margra ára skeið. Okkur fannst ekki að við gætum látið þá vin áttu halda áfram án þess að hans konunglegu hátign væri sagt allt af létta". Ekki svo mikið sem hálfa klukikustund! Þeim hefur varla leikið mikill efi á raunverulegri sekt Gor- dons Cummings. Þeir fundu Gordon Cumming I reykherberginu. Coventry lá- varður hóf máls vandræðalega með óbeinni ákæru. Vissir sam- kvæmisgestir hefðu verið með athugasemdir við hegðun of- urstans í baccaratspilinu, sagði hann. „Guð minn góður! Hvað eigið þér við? Hvað segja þeir?“ spurði Gordon Cumming. „Þeir saka yður um spilafals", s'agði Coventry. „Það er blákaldur uppspuni“, svaraði Gordon Cumming. „Hverjir eru það sem ásaka mig?“ Er nöfnin voru talin upp, hrópaði Gordon Cumming: „Hvað þá? Ætlið þið að leggja trúnað á staðhæfing- ar hálfvaxinna unglinga?" Síð- an bað hann leyfis að mega tala við prinsinn og bera af sér ásakanimar, en borðbjallan glumdi i þeirri andrá og hann fór til að skipta um föt. 1 óútgefnu leikriti, sem sjald an er sett á svið en skrifað af Jack Russel um Tranby Croft hneykslið, er hálfsönn lýsing Sir Edward Clarkes á kvöld- verði þeim sem á eftir fór: „Kvöldið leið við samræður og tónlist í samræmi við þann ein stæða eiginleika Englendingsins að geta setið á eldfjalli salla- rólegur á yfirborðinu á meðan neðri hlutinn brennur til ösku. Ekki var minnzt einu orði á hina hræðilegu ásökun, sem hékk yfir höfði Sir Williams Gordons Cummings. Er klukkan var hálf ellefu var hann kall- aður á fund Hans konunglegu hátignar prinsins af Wales“. Viðtalið var stutt. Gordon Cumming hélt fram sakleysi sínu og sagðist vona að prins- inn legði ekki eyru að „hinum viðurstyggilegu ásökunum á hendur sér“. Prinsinn sagði: „Hvað annað er hægt að gera? Þú hefur fimm vitni á móti þér.“ Gordon Cumming kvað sér næst skapi að svívirða þess ar fimm manneskjur svo um munaði næst er fundum þeirra bæri saman — við veðreiðarn- ar daginn eftir ef ekki annars staðar. Síðan yfirgaf hann her- bergið. Þá yfirheyrði prinsinn ákærenduma fimm hvern í sinu lagi og fékk Berkeley Levett, sem vonazt hafði eftir að fá að standa álengdar, til að gefa ákveðna yfirlýsingu. Gordon Cumming fór aldrei fram á það, hvorki á Tranby Croft né þá níu mánuði sem liðu þar til réttarhöldin hófust, að fá að tala við ákærendur sína og verja sig fyrir sögu- burðinum. Hafi hann raunveru lega verið borinn röngum sök- um, var þetta mikil hernaðar- leg skyssa og þögn hans varð honum til falls. Klukkan hálf tólf kom Gor- don Cumming aftur inn. Hon- um var sagt að eina ráðið til að forðast „hryllilegt hneyksli" væri að hann skrifaði undir yf- irlýsinguna. Ef hann undirrit- aði ekki heitið um að hætta við spil yrði sagan komin út um allar jarðir daginn eftir og hann útbásúnaður sem svika- hrappur á hverjum skeiðvelli. Herdeild hans og heiður voru i veði, var honum sagt, og nafn prinsins af Wales yrði bendlað við málið. „Þetta myndi jafngilda viður kenningu á sekt minni," sagði Gordon Cumming. „Ég neita þvi eindregið, sem ég er sakað- ur um“. Williams sanvúnnti því en sagði að þetta væri eina leiðin út úr ógöngunum. Er Goixion Cumming bað um að mega bera málið fyrir yfirmann sinn, eða hertogann af Cam- brigde, svaraði Williams: „Það er yður fullkomlega frjálst, en ég læt yður vita, að hvorugur þeirra mun reynast yður væg- ari dómari en við Coventry lá- varður“. Gordon Cumming hik aði við drykklanga stund, en skrifaði siðan undir. Þvínæst spurði hann hvort spilabannið næði yfir fimmaura-whist í her deildinni. Það myndi vekja grunsemdir, ef hann þráaðist sí fellt við að taka i spil með liðs- foringjum sínum. Coventry svaraði því til að ekki yrði um neinar undantekningar að ræða — samþykktin gilti um öll spil. Gordon Cumming hafði ætlað sér að dvelja á Tranby Croft þar til veðreiðunum yrði lokið daginn eftir, en eftir ráði Willi ams og Coventrys hélt hann brott snemma næsta morguns og skildi eftir bréf til frú Wil- son, þar sem hann bað hana kurteislega að hafa sig afsak- aðan. Samkvæmið leystist upp sama dag. Hvað sem leið undirritun sam þykkta var óhugsandi að hneykslinu yrði haldið leyndu. Aðrir samkvæmisgestir, sem ekki voru bundnir af sam- þykktinni hlutu að verða þess varir, að eitthvað vaxr að. Og ekki getur farið hjá því að við veðreiðamar um daginn hafi eitthvað verið vikið að svo mergjaðri slúðursögu, án þess þó að nokkur segði neitt ákveð ið, þar sem þjóðfélagsstaða manna var metin eftir gæðum slúðursagna þeirra. Hvar væri Sir William? Hvers vegna hafði hann farið svo skyndilega: „Ef ég aðeins gæti sagt þér það, góða mín. . . .“ kynni frú Wil- son að hafa sagt og andvarpað. Gordon Cumming skildi eftir bréf á Tranby Croft til Willi- ams hershöfðingja, þar sem seg ir að hann geri sér fyllilega ljóst, að ómögulegt hefði verið fyrir sig að komast vel frá ákæru, sem borin væri á hend- ur honum af fimm manneskjum, og umfram allt yrði að forðast hneyksli. „Það er mikið reiðar- slag, að nokkrir menn skuli geta haldið þvi fram viljandi að ég hafi svikið þá i spilum. . . og að Hans konunglega hátign og Coventry trúi því ef til vill vegna undirskriftar minnar að ég sé á einhvem hátt óhæfur til að umgangast yður og yðar líka". Nú var hann að byrja að sjá fyrir afleiðingarnar af þvi sem honum kann í fyrstu að hafa virzt bærileg málamiðlun. Þann 11. september svaraði Williams: „Við höfum enga löngun til að sýna yður óþarfa hörku. . . en það er til einskis að neita ákærunni. 1 þessu máli höfum við komið fram sem vin- ir yðar og yður í hag en við segjum það umbúðalaust að við álítum okkur hafa sýnt yður eins mikla vægð og mögulegt er undir þessum leiðu kringum- stæðum". Gordon Cumming skrifaði um hæl: „Ég hafði vonað að þér, að minnsta kosti, sæjuð yður fært að láta mig njóta efans i þessu efni en því virðist ekki vera að heilsa. Allt of margir eiga að- ild að málinu til að þvi verði haldið leyndu til lengdar, og ég sé fátt framundan, sem geri líf- ið þess virði að lifa því. Ég býst við að ðg verðl að reyna að halda áfram sem horfir". Hann var þess óafvitandi, að afstaða Williams til hans hafði harðnað. En allan sept., okt- óber og nóvember bar ekkert til tíðinda og Gordon Cumm- ing hélt áfram að sækja klúbba sína. Þá var það 27. desember að sprengjan féll. Gordon Cumm- ing fékk nafnlaust bréf frá Par is, sem blés nýju lífi í glæðum- ar. Það var undirskrifað „Einn, sem vorkennir yður“, og var á þessa leið: „Hér er nú mikið rætt um það sem gerðist í New market (?) í sumar og um hin illu örlög yðar. Ef þér komið til Parísar eða Monte Carlo skuluð þér hafa mjög hægt um yður og snerta ekki á spilum. Of mikið hefur verið rætt um þetta". Bréfið var sent frá Place de la Concorde nr. 4, en það var klúbbur, sem SirWilli am var meðlimur í. Miklar bréfa skriftir hófust á ný milli hans, Williams hershöfðingja og Co- ventrys. Um 20. janúar var sag- an orðin svo útbreidd að Gor- don Cumming afréð að ræða málin við yfirmann herdeildar sinnar, Stracey ofursta, áður en hún næði eyrum hans. Hann skrifaði honum fyrst og sendi um leið inn skilriki sín og bað um að verða leystur frá her- þjónustu á hálfum launum. Jtracey hitti hann að máli 25. i't ' - '■ ■>n'1m að fram- burður fimm vitna ásamt undir skrift hans sjálfs yrði ekki sniðgenginn og hann ætlaði að leita ráða Sir Redvers Bullers, aðstoðarhershöfðingja um hvað gera skyldi. Sama dag átti Gordon Cumm ing fund með Berkeley Levett og bað hann að draga ákæruna til baka, en Levett neitaði. Tveimur dögum síðar fengu Le vett og hinir ákærendurnir f jór ir bréf frá lögfræðingum Gor- dons Cummings og var þeim tjáð að hafið yrði meiðyrðamál, nema þeir féllu frá ákæru sinni. Sama dag mætti Levett Gordon Cumming af tilviljun á Picca- di'lly og sagði honum að hann hefði ftengið bréfið frá lögfræð ingunum. Gordon Cumming svaraði: „Ójá, en það þarf ekki að fara lengra. Hvers vegna er ykkur öllum svona hræðilega uppsigað við mig?“ Á meðan voru tilraunir Gor- dons Cummings til að fá sig lausan frá herþjónustu heftar af prinsinum af Wales, Willi- ams og Coventry sem vildu að málið færi fyrir herrétt. Sir Redvers Buller samþykkti að hef ja málsrannsókn, í þeirri trú að almenn málshöfðun yrði ómöguleg eftir að herréttur hefði fjallað um málið, en lét til leiðast að fresta rannsókninni fyrir atbeina lögfræðinga Sir Williams, sem nú vildu berjast til þrautar fyrir borgaralegum dómstóli. Mánuðirnir liðu og réttarhöld in hófust loksins á heitum júní- degi árið 1891. Engum var hleypt inn i réttarsalinn nema gegn aðgöngumiða. „Frá því eldsnemma um morguninn," seg ir í Pall Mall Gazette, „höfðu leikhúsdyrnar verið umsetnar hópi fólks, þar sem heldri menn og hefðarkonur stóðu fast á sínu og sumir gerðu sér títt við húsvörðinn. Margar frúrnar höfðu útvegað sér leikhúskikja eða lonjettur og styttu sér stundlrnar áður en málið var tekið fyrir, með því að kíkja á hina lögfræðilegu ráðunauta". Sir Edward Clarke, sem ef til vill var mikiihæfasti mála- flutningsmaður síns tíma, var fagnað með lófataki þegar hann hafði flutt framsöguræðu sina. Dómarinn hrópaði á þögn og sagði: „Þetta er ekkert leikhús". Afstaða Clarkes var sú í fyrstu og jafnvel eftir að réttarhöldin hófust, að enn væri von um að hin ákærðu tækju aftur full- yrðingar sinar gegn Gordon Cumming. Hann var tiltölulega vinsamlegur í þeirra garð og lagði megináherzlu á að gera hugi kviðdómenda fráhverfa því að dæma mann af sauða- húsi Gordons Cummings, sem væri bæði hefðarmenni og her maður, fyrir spilasvik og hnupl úr vösum vina sinna. Væri sá maður, „sem aldrei hefði roðið sverð sitt blóði annarra en fjandmanna ættjarðarinnar og hefði þar að auki átt vináttu prinsins um 20 ára skeið, líkleg- ur til að lúta skyndilega svo lágt?" (Clarke trúði því ávallt að Gordon Cumming væri sak- laus.) Hann sagði að Coventry og Wil'liams hefðu hafizt handa á grundvelli fullyrðingar eins manns, Lycetts Green, með þegj andi samþykki hinna aðilanna. Hinum ákærðu hefði, af skilj- anlegum ástæðum skjátlazt um það sem þau sáu. í rauninni hefði Sir William beitt leikað- ferð þeirri, sem nefnd væri „masse en avant" eða „coup de trois", og væri i því fólgin að skilja vinninga sína eftir á borð inu og bæta við jafngildi þeirra til að leggja undir í næstu um- ferð. Þetta væri endurtekið þrjár umferðir, en síðan byrj að aftur með eitt 5 punda veð. Þannig hefði getað litið svo út sem Sir William hefði verið að bæta við veð sitt eftir að sagt hafði verið á spilin. Við yfirheyrslurnar á Gor- don Cumming spurði verjand- inn, Sir Charles Russell, hann þrívegis að því hvað valdið hefði breytingunni á afstöðu hans frá því í september árið áður, þegar hann hefði virzt ánægður með samkomulagið. Lokasvar hans var: „Málið var orðið svo opinbert, að hefði ég ekki sjálfur gert þessar ráð- stafanir, myndu klúbbar minir, herdeildin og vinir mínir hafa látið það til sín taka“. 1 framsöguræðu sinni lagði Russell áherzlu á meginatriðin. Hvers vegna hafði Gordon Cumming ekki æskt þess að tala við ákærendur sína augliti til auglitis? Hvers vegna hafði hann undirritað yfirlýsinguna? Hafi það verið fyrir ráðlegg- ingar annarra, hefðu þær ráð- leggingar verið veittar honum sem ærulausum manni. Gat saklaus maður brugðið þannig við? En málsmeðferð Sir Edward Clarkes breyttist hastarlega eft ir ítarlegan framburð og lýs- ingar Stanleys Wilsons á þvi sem hann hafði séð fyrra kvöld ið og eftir að prinsinn af Wai- es hafði svarað spurningu eins kviðdómandans með orðurium: „Ákærurnar virtust svo sam- hljóða að ég átti ekki anmars úrkosti en að trúa þeirn". Upp frá þessu reyndi Clarke að kasta rýrð á hvem einstak- an sakborning um sig. Kvið- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.