Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 14
P? Philip Ilouin Beethoven og samtíð okkar J.iiíiwisr van Beethoven. PJyndin er trerð 1814. Eitt sinn lék Beethoven Cis- molisónötuna (Tunglskinssónöt una) fyrir þann manninn, sem hann leit mest upp til ailra samtíðarmanna sinna, Johan Wolfgang Goethe. Leyndarráð ið var að vísu aiit annað en óhneigður fyrir tóniist. Hann hafði velt ýmsum vandamálum tóniistarinnar fyrir sér, en einnig áhrifum hennar, og sett fram formúlur varðandi tónlist Sebastian Bach, sem enn í dag eru hinar minnisverðustu. En á Beethoven fékk Goethe ekki áttaði sig, einkum hörfaði hann fyrir hinum ástriðuþrungna ofsa hins unga tónlistarmanns (ef til vill sakir þess að sjáif- ur hafði Goethe á æskuárun- um verið þjakaður af eigin ástriðuofsa), — hann dró enga dul á kuldaiega afstöðu sína. Cis-mollsónötuna hlýddi hann á í þögn, sem greinilega minnti á iskulda. „En meistari," varð Beethoven að orði, — „ef þér ek-ki segið neitt við mig, hver ætii skilji mig þá?“ Nú verður það að segjast, að Beethoven — hinn aldurhnigni, en einkum þó hinn ungi Beet- hoven — þurfti sjaidan að kvarta um áhugaleysi þeirra, sein á hann hlýddu eða hrifn- ingarskort, alira sízt í borg- irmi, þar sem hann tuttugu og tveggja ára að aldri tók sér bóifestu fyrir fullit og allt, þessum tóniistarbæ, par exellence — Vínarborg. Hins vegar gat eitthvað hafa á skort um hinn djúptækari skilning á tónlistinni. Stundum hef ég staðið sjálfan mig að þeirri fá- heyrðu ósk og tímavillu, að hann hefði mátt lifa samtímis þeim manninum, sem kallaður hefur verið rikisstjóri Goethes á jörðu hér, á vorri öld — Thomas Mann. 1 þessu sam- bandi er ekki úr vegi að nema staðar hjá þeim beethóvenska fræðara, Thomas Mann, stað- næmast lítið eitt við hið mikla snilidarverk hans á efri árun- um Ðoktor Faustus. Á köflum er það bók um Beethoven, i raun réttri má svo kallast að aðaipersónan í Doktor Faustus, Adrian Lever- kúhn, sé gerður tóniistarmað- ur, auk heidur tónsnillingur, tónskáld, sem í list sinni stend ur mjög nærri Beethoven. Tón- smiðum Adrians er lýst út í æs ar og jafnframt ósjálfrátt sam líkt við tónverk Beethovens. Þannig heyrum við, hvemig til brigðaformið, sem hjá Beethov en olli umsköpun á sviði tón- málsins i heild, þannig verður sviplik umsköpun hjá Adrian Leverkúhn. En andinn í tón- list hans er gagnstæða Beet- hovens. Þetta kemur skýrt fram, þar sem fjallað er um 9. symfóníu Beethovens — en það tónverk skipar meginrúm i hug leiðingum Adrian Leverkúhn um tónlist og vandamál tón- fræðinnar. 1 Faustóratoríum sinum tekur Adrian 9. symfón- iuna „til baka,“ eins og hann sjálfur kemst svo undarlega að orði. Hann getur ekki viður- kennt sigur Beethovens á þján ingu lífsins og kvöl, getur þrátt fyrir allt ekki fallizt á fagnaðaróðinn til gieðinnar, „Freude schöner Götterfunk- en.“ Þvert á móti beinir hann sjónum niður á við; gervaiiur veruleiki hans er sorg, þján- ing, eymd, dauði. Og tónlist hans hljómar sem kvalaóp skaparans yfir heimi sem er að líða undir lok. Með öðrum orð- um: himinhrópandi hugsæis- hyggja Beethovens afhjúpast hér af ennþá öfgafyllri böl sýnL Ég heí dvalizt hér um stund við Thomas Mann og Doktor Faustus m. a. vegna þess að slík bók getur ekki orðið til í hvaða landi sem er, og líkt má að vísu segja um höfundinn, Thomas Mann, tónlistarmann- inn meðal skáldanna. Ég hygg við gætum öll sagt, að einskis sé fremur þörf í menningariífi voru en þess, að við — í anda Thomasar Manns — byggjum brýr milli hinna ýmsu sviða andlegs lífs. Því við erum alltof fús til að einangra okkur hvert á sínum smáhólma, skáld skaparins, myndlistarinnar, tónlistarinnar eða guðfræðinn ar. 1 dag, á svonefndu Beethov- enári, gæti verið full ástæða til að minnast þess, að einmitt Beethoven virðist kjörinn til að mynda eins konar brú milli hinna andlegu sviða. 1 því sam bandi hygg ég að við get- um einfaldiega siegið þremur hluitum föstum: Beethoven var iítill bók- menntamaður. Gagnstætt höfuð aðdáanda sínum, Frans Schu- bert, fann hann til þvingunar, ef hann átti að semja tóniist við ákveðinn texta. Schubert var textinn lausn, uppspretta innblásturs, Beethoven hins vegar oftast hindrun. Lestur hans og móttökuhæfileiki tak- markaðist einkum við þær bækur, er töluðu til innstu til- finninga hans. Með réttu hefur verið sagt um hann, að hann umgengist hugtök harla frum- stætt, aðeins sem kveikjur inn- blásturs. En það síðarnefnda gerði hann dyggilega. 1 öllu sínu sköpunarverki leit Beet- hoven á sig sem boðbera, sem spámann. 1 sjálfs sín aug- um var hann stríðsmaður frels is og manngæzku; þessar hug- myndir vildi hann kunngera mönnum í tónlist sinni. Sagt hefur verið — og með réttn — að Beethoven hafi dregið eigið líí inn í tónlistina. í henni vildi hann gefa ástríöum, b áttu, hetjudýrkun og trú sinni liíandi form. Þetta gerði hann í rikara mæli en nokkurt tón- skáld á undan honum og raun ar flest, sem á eftir fóru. Þetta var eðlilegt sökum hans ofsa- fengna rómanitíska skapferlis og óhlíðra örlaga. Foreldrar Ludwigs, Joliann og Magdalena van Beethoven. Sarntíð Beethovons. Þá réð glirsiinennskan rikjum * Vinarijorg. Hér eru Vínarbúar í skemmtig'arði við Dóná. 0: Beethoven þótti efiki heinlínis heflaxjfnr og óð í gegnum barok- sali Vínssrhorgar eins og þeir vjeru hesthús. En þegar lia.nn settist \ið iiljóðfærið og byrjaði að spila, gleymdist aiit nema sniiid lians. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS n ii 'jm 3. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.