Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 13
þessu drasli þangað, bara til þess að það eyddist þarna?“ skaut Clemmie, konan hans inn í. „Bara —tók hann fram í. „Og —“ „Og hvað?“ „Og ekkert, ég var að spyrja þig?“ „Þú spyrð bara til þess að ergja mig, og vegna þess að þú skilur þetta ekki. Enginn skil- ur mig héma. Ef þið gerðuð það, guð minn góður, þá myndu allir vera á þönum eft ir skeljunum minum, fiskunum mínum, perlunum minum!" Að lokum eyddi hann öllum stundum sínum þannig, eins og langur saltslímugur áll, sem hrekst frá öllu þvi, sem ekki er söngur undirdjúpanna, oftar undir vatnsborði en ofar þess. Þegar hann synti, þá var það eins og að dreyma með opin augu. Hann ferðaðist um her- bergin í höllinni án þess að snerta bcrtninn, leið um og sá marglitar skeljar og kóralla — hann kafaði tvisvar eða þrisv- ar til þess að sannfæra sig um það sem hann hafði séð, — fyrstu ostrurnar. Konan hans skildi hann ekki, þegar hann sagði henni þetta, trúði henni fyrir þvi, milli þess, sem hann kaffærði tennur sínar í vatnsmelónunni: „Ég er svo glaður, Clemmie! Osturnar eru að bita á agnið!“ „Hvað er nú að þér, Johndel! Það hafa alltaf verið ostrur hér, nóg af ostrum.“ „Risaostrur já, það sem þeir kalla „asna-skeljar", með dökkum safa. En litlar ostr- ur. .. “ „Það er bara af þvi að hér er ekkert grjót, segja þeir.“ „Ekkert grjót, ha, ha!“ Hvitt bros Johndels flæddi gegn svörtu brosi melónunnar. „Það er aldrei að vita, hvað þér dettur i hug. Alltaf ein hver leyndarmál, einhverjar uppáfinningar. Manstu, þegar þú fékkst þá flugu i kollinn, að útlendingarnir vildu borða smá eðlur, og við fórum að rækta eðlur. Síðan voru það froskar, og við ræktuðum froska." „En, Clemmie, núna er allt öðru máli að gegna. Þetta geng ur vel. Ef þú gætir aðeins skil- ið hlutina, — ekki eins og þeir eru, heldur eins og þeir eru ekki.“ „Skilið? Hvernig á ég að skilja nokkuð, þegar þú ferð svona með mig, vöxturinn er alltaf úr lagi — þegar ég er ekki kviðmikil, þá er eitthvað aftan á mér, alltaf berandi eitt hvað, að framan eða aftan. Ég hef áhyggjur vegna barnanna, þau vaxa upp eins og rottur." Ekkert var eftir af götunum, sem hann hafði dregið bílflök- in eftir. Sandur og vindur, það var hans leyndarmál. Og leynd armálið vissu aðeins Johndel — og skugginn hans. Þeir éta hvor annan, renna saman, þessir tveir blámar, sagði hann við sjálfan sig og starði út í fjarskann. Sjórinn rennur saman við himininn, og himinninn rennur saman við sjó inn þarna úti við sjóndeildar- hringinn, sem hvorki er himinn né haf, aðeins þorsti, þorsti brennandi hádegisins, þorsti log andi vatnsins, logandi fjörunn- ar, logandi sandsins. Hitinn afskræmdi allt. Pelik- anana með hægum vængjatök- um. Leðurblökurnar í lestum, ýtandi sér áfram með litlum fót um eins og árum. Streymandi lækina. Hegrana eins og bleika bómullarhnoðra. Allt af- skræradist og rann saman við nágrennið í hitamóðunni. Það var bezt að kafa: Vera niðri í vatninu eins lengi og hann þyldi og koma svo upp rétt ódrukknaður með hnifinn milli tannanna, höndina tilbúna að reka hann í stórfiskið, — en nú notaði hann hana til þess að losa fyrstu ostrurnar frá bílflökunum, sem orðin voru að grjóti. Marglittumar liðu með sól hlífar sínar milli sorgarbúinna kræklinga, bundnar óslítandi silkiþræði við málmhólfin. Kaldir eldhringar, sólargull hringar opnuðust og lokuðust í kyrrlátum öldunum, hægfara kolkrabbar og þangið fljótandi eins og hár. Zebrafiskur, rauð fiskur, perlumóðir. Gjörvallur neðansjávarheimur Johndels. Hann var búinn með loftið, hann kom úr kafinu með ostr- urnar og seldi þær við höfn- ina. Þær voru rifnar út af ljós- hærðum hafnarvörðum, sem borguðu hærra verð fyrir þær, til þess að þeir þyrftu ekki lengur að borða dósaostrur. Johndel varð þurr í munnin- um við tilhugsunina um, að ein hver af þessum ostrum hefði geymt perluna haris, perluna, sem hann dreymdi um, lítinn regnbogalitan hlut, og án þess að taka eftir þvi, myndu þeir bryðja hana milli gulltannanna — þessi hálstaufifl! Og þess vegna var það, að hann bauð þeim að opna ostrurnar fyrir þá, svo þeir gætu auðveldar gleypt þær. Sumir þáðu það, en aðrir, — án efa perluleitar- menn — vildu heldur opna þær með sínum eigin hnífsoddum. Stundum, þegar hann kom upp úr sjónum mjög snemma morguns, stóð hann milli ostru karfanna sinna á meðal kuð unga og skelja, lokaði augun- um, valdi eina í blindni og opn aði eina með von í huga. Hjarta hans sló, hratt, hratt. Hann hélt niðri í sér andanum. Perlan? Sérhvert starf á sína leyndar dóma. En leyndardómar þessa starfs voru jafnvel duldir hon- um sjálfum. Engin vitneskja, bara gáta. Negrinn, Toby Shrimpkin elti hann og þráspurði alla leiðina. „Hvaðan færðu allar þessar ostrur?“. „Hvað áttu við með hvaðan? Or sjónum?" Enginn segir þér nokkurn tíma nokkuð. Shrimpkin fann til undarlegrar tilfinningar, er hann elti Johndel hljóðlausum skrefum, og sá hann hverfa inn á milli hæðanna og niðri litla kornakurinn við ströndina og birtast aftur lengra í burtu. Toby stanzaði, baðaður í nótt unni, stjörnulausri nóttunni, skjálfandi með hlustandi eyru. Með sínum eigin augum sá hann Johndel hverfa í sjóinn og breytast í hvítan hákarl. „Nú veit Shrimpkin hvaðan hann fær ostrurnar," sagði negrinn við sjálfan sig og tók á sprett heim til hafnaricnar. Saga hans upplýsti leyndar- dóminn um ostrurnar hans Johndels. Orð Tobys voru heil agur sannleikur, þvi hann las Biblíuna á ensku og átti flösk ur fyrir þvaggreiningu. „Vandamálið er —“, eins og Shrimþkin trúði konu Johndels fyrir (en nú vissi einnig hún um perlurnar og rannsakaði jakkavasa manns sins á hverju kvöldi i von um smáfund). „Vandamálið er, að hákarls- ostrurnar okkar búa ekki til perlur." „Bull, Toby frændi, allir geta haft heppnina með sér.“ „Auðvitað, ef hann vildi spyrja hákarlana. . . “ „Hvernig getur hann það? Hann kann ekki hákarlamál!" Konan starði á hann. Hún var dökk, en allur farfi var horfinn úr andliti hennar og það varð fölhvítt. Eins og hvít ur hákarl, muldi'aði hún og skalf frá hvirfli til ilja. Hún beit á vörina. Hún var að því komin að segja Skrimpkin frá öllum bilflökunum, sem John- del hafði dregið frá gömlu höfn inni eitthvað úteftir, Guð vissi hvert. „Þetta er svei mér senni leg saga, eða hitt þó heldur, Shrimpkin. Hann hvítur há- karl og börnin mín litlir há karlar! Þú kemur mér til að hlæja!“ „Gleymdu ekki, að hann er kallaður Johndjöfull." „Nei, góði, Johndolphin." „Og nú eru þið efnuð. Rík.“ „Rík, nei. Við höfum fyrir nauðsynjum." „Það sjá allir. Nú eigið þið steinhús með þak úr tígulsteini svo þið þurfið ekki að stikna á sumrin og frjósa á veturna undir blikkþaki. „Veiztu, Shrimpkin," Clement ine hallaði sér að negranum, „ef þig langar i eitthvað lika, þá skaltu hjálpa okkur, svo að Johndel finni ekki eina heldur margar perlur í ostrunum sín- um.“ „Það er möguleiki, það er möguleik, kona,“ sagði Shrimp kin og ranghvolfdi augunum. „En við verðum að komast að þvi, hvar hann fer í sjóinn, því að þar breytist hann úr manni í hákarl. Ef þú eltir hann og segir mér, hvar það er, þá er ég með.“ „Og þá, þegar við höfum perlurnar, þá verðum við reglulega rik! Full karfa af perlum. . . “ „Alveg rétt, stórar og smáar.“ „Jæja, ég skal elta hann.“ „Þá er það ákveðið. Þú verður bæði rík og útsjónar- söm,“ sagði Toby til árétting- ar. „Fólk verður ekki ríkt svona upp úr þurru, Clemmie, heldur vegna þess að það er metnaðargjarnt, og hann hefur engan metnað. Og hvers vegna skyldi hann svo sem hafa metn að, hann er eins og hvítur há- karl, hann á öll auðæfi hafsins. Auðurinn birtist i augum manna og það gerir öfundin líka. Johndel reisti lítið hús i viðbót við hitt, handa börnun um, sem voru farin að ganga í skóla. Það eldra var stúlka, fjörugur krakki, og svo veiklu legur lítill drengur, rauðeygð- ur og kviðmikill með granna pípuleggi. Clemmie fór með hann til læknisins við höfnina. Hún fór i marglitt bómullarpils með gylllum mittisstreng, setti upp hárið, setti á sig eyrnar- lokka og hringi, og fór í marr- andi háhælaða glansskó. Lækn irinn hneigði sig djúpt fyrir henni og kallaði hana „Madam" og rannsakaði litla drenginn hennar með mestu ná kvæmni og kallaði hann „góð- an strák". Hvaðan komu allir þessir peningar núna, þegar þau höfðu ekki átt neitt nema ígangsklæðin fyrir tveimur ár- um? Óeinkennisklæddir lögregiu menn úr bænum fylgdust með Johndel langan tíma. Þeir grunuðu hann um brugg ein- hvers staðar á afviknum stað. En hvernig sem þeir snösuðu allt i kring um hann og fólkið, sem hann helzt umgekkst, og hvernig sem þeir sátu um öll vinviðskipti, jafnt heildsölu sem snafsbari, þá fundu þeir ekki neitt til sönnunar. Pening arnir komu frá ostruverzlun- inni. Fætur, augu, eyru, allir fylgdust með honum, svo hann keypti sér að siðustu stóran kanó og kafaði frá honum en ekki frá landi. Og svo kom hann til baka eins og áður, rétt í sólarupprás, því hann leysti aldrei bátinn fyrr en eftir mið- nætti — það er að segja aðeins á glitrandi, gagnsæjum dásam- legum nóttum. Ef hann hvessti eða rigndi, þá hélt hann sig heima i rúminu sínu, þar sem hann lá nakinn innanum and- ardrátt konunnar, barnanna, hundanna, kattanna og páfa- gaukanna. Vakandi eða sofandi, alltaf sama sagan. Engill vonarinnar mundaði skýbólstrasverðið yfir honum, en snákurinn Chie Chan með augu eins og stórar, tinnusvarar skúffur, fullar af perlum, lét eina og eina perlu detta niður í titrandi gin ostr- anna, sem opnuðust og lokuð- ust um leið og þær kölluðu til hans: „Johndel! Johndel!" með kokmæltum röddum. „Við verðum að kaupa kú, Johndel," sagði konan hans úr hinu rúminu. Hanarnir gólu. „Kú?“ „Svarta kú?“ „Svarta?" „Það sagði grasalæknirinn. Til þess að hjálpa drengnum. Ef við gerum það ekki, þá deyr hann i höndunum á okk- ur. Þú fórst ekki til Lippety- hallarinnar þinnar í kvöld.“ „Ég sneri við á ströndinni. Það var rigningarútlit. „En það rigndi ekki. Ég heyrði ekki —“ „Það rigndi langt í burtu, úti á sjónum." „Og varstu hræddur, hvíti hákarlinn." „Mér geðjast ekki að þessu nafni." „Það hæfir þér.“ „Ég er Johndolphin, og það hæfir mér. Nafnið mitt er gott. Hvers vegna segir þú þetta? Það er gott nafn.“ Hann glað- vaknaði i morgunbirtunni, reisti höíuðið frá koddanum, en hélt höndunum undir ábreið unni: „Til hvers eru þessi svörtu kerti?“ „Shrimpkin sagði mér að kaupa þau til þess að lýsa upp Kristslíkneskið, þegar þú ert á sj ónum.“ „Ég verð að segja, að mér geðjast ekki að þessum Kristi. Hann er of eyrnastór." „Það er bara betra. Ég bað um það. Þá heyrir hann bæn- irnar mínar betur. Honum geðj ast heldur ekki að þér. Hann veit, að þú sagðir um daginn, að hann væri eins og kross fest leðurblaka með asnaeyru. En til þess að gera gott úr þessu, þá sagði ég við hann: „Taktu ekki mark á honum, kæri Kristur, hann talar alveg eins og hvitur hákarl“.“ „Ef þú værir skynsöm, þá bæðirðu hann um að láta mán- ann rigna perlum í klettakvína, einhvern tíma þegar hann er fullur." „Detta perlurnar úr mánan- um?“ „Hvaðan ættu þær annars að detta? Þegar máninn er full- ur og ánægður og er alveg að springa, þá detta þær af, eins og smádropar." „Það er líklega svitinn af mánanum?" „Ætli það ekki, kaldur sviti." „Dauður sviti, Johndel. Það er eitthvað dauðalegt við perl- ur. Mér geðjast ekki að þeim. Ég hef hugsað mikið um það, en mér geðjast ekki að þeim. Þær eru bara á brúðir og hin- ar látnu, svo það er bezt að þú finnir þær ekki Johndel, því ekki get ég aftur orðið brúður þín, og ég vil ekki vera þín látna.“ Augu hans hverfðust aftur í draum. Hann sigldi á breiðum öldum. Hann var með svarta kú og veikan dreng i bátnum. Hann var sjónlaus, hann var syfjaður. Æðaslátturinn við gagnaugun var eins og sjávar föll. Það var ekki æðasláttur. Þetta voru sjávarföll hugsana hans. Hvað gerðist næst? Eða öllu heldur, hvað gerðist áður? Fyrir honum var ekkert á undan og ekkert á eftir. Það sem gerðist, gerðist án tíma. Hann var á ferð i nútíðinni. Báturinn hans, litli drengur inn hans, svarta kýrin, allt i nútíðinni. Allt reglubundið, reglubundnar hreyfingar. Flóð og fjara ómælisleikans i mjólk urlitum svefni. Hann var sjón- laus, var bara i svefni. Tveir svefnbrunnar milli augnalok- anna. En ef hann svæfi, — hann ruggaði með stýrið milli handanna, — þá væri hann ekki hér. Kannski langt fjarri? Hvað var fjarri, hvað var nærri? Fjarri eða nærri, skipti það nokkru máli. Það skipti hann engu. Ekkert skipti máli. Hann bara var, það var nóg. Nóg af hverju? Nóg af því að vera, — lifa. Að vera hluti af deginum, milli tanna snáksins, hluti af miðsumarshitanum, birtunni, margfaldri keðju ljómans, tvöföldum eldi sólar og endurskins, haddi pálma trjánna, hluti af vatninu streymandi fram og aftur þar til það breyttist í dökkan þar- ann. Himinninn með leyndar- dóm fjarlægra skýjanna. Hærra og hærra, Himinninn. Hvers vegna hverfa frá þessu til tilverunnar aftur? Hvers vegna að fara aftur til lands? Og rödd Clemmýjar. Clemm- ie, þegar hún var ung og fjað- urmögnuð, með flæðandi hár, full af ilmi kastaníutrjánna. Brjóstin, sem ólguðu gegn hon um, svo hann kvaldist, meðan liún var ekki enn orðin konan Framh. á bls. 18 3. jamúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.