Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 11
þeir stefndu til vesturáttar og fundu Hjörleif dauðan. Það hlýt ur að hafa verið sullsamt ferða lag. Á Hofi er gömul torfkirkja og mörg býli, eins er á Svina- felli, bœ Flosa. Rétt við bœjar- vegginn er Svínafellsjökull, beljandi skriðjökull. En fegurð er þarna stórhrikaleg og kjarri vaxnar brattar hliðar. En erfið hlýtur Flosa að hafa reynzt að- förin að Njálssonum og allar þingreiðar. En þessu hlutskipti hafa þeir löngum mátt hlíta, sem kosið hafa sér bólstað í þessari sérkennilegu og fögru sveit milli eyðisandanna tveggja. Og hátt þótti okkur að horfa upp til Öræfajökuls, þar sem Þumall og Hvannadalshnjúkur gnæfa. Ólafur Víðir, sonur okk ar á Seyðisfirði hafði gengið á hnjúkinn, ásamt tengdaföður sinum og mágum nokkru fyrr. Sögðu þeir okkur að það væri allmikil þrekraun en borgaði sig fyliilega, sérstaklega eft- ir að niður væri komið! „Sjáið tindinn, þarna fór ég —“ segir Tómas í kvæði sínu Fjallganga. En þótt þrammað sé upp í mót yfir urð og grjót bíða sigurlaunin þeirra, sem komast á hæsta tind inn, þar bíður „björtust brúð- armyndin" eins og Þorsteinn kvað forðum, og er það vissu- lega ávallt nýr — gamall sann- leikur. Sandfell er litlu sunnar en Svínafell. Það er nú í eyði, eft- ir standa leifar af gömlum burstabæ. Hallandi þil í grónu túni hlusta á týnda sögu, um Þorgerði landnámskonu, eld og flóð og ógnir þær, sem sr. Jón Þorláksson horfði yfir úr tjaldi sinu fyrir hálfri þriðju öld. Og senn erum við á leiðar- enda. Skaftafell er framundan, en á vinstri hönd kvíslast Skeiðaráin um endalitlan sand inn, sem trúlega á eftir að verða vegagerðarmönnum og allri þeirra yfirstjórn til ar- mæðu áfram sem hingað til. Haft er eftir útlendum vís- indamanni, að Skaftafell, útsýni og umhverfi muni vart eiga sinn líka á jarðai’kringlunni, enda friðlýst sem þjóðgarður. Þar blandast saman á f jarstæðu kenndan hátt mild fegui’ð og hýrleiki bjai’kanna í Morsái’- dal við tröllaukna fjallasýn og skriðjökla, sandeyðimörk og beljandi jökulvötn. Við höfðum þarna skemmri viðdvöl en vert hefði verið, gengum þó upp að Svartafossi, sem rammaður er inn i sérkenni lega reglulegt stuðlaberg. Eins fórum við á Skerhól og þaðan á brún Morsárdalsins og sáum niður í Bæjarstaðaskóg. Þarna væri gaman að dvelja, ekki einn dag heldur marga, horfa á jöklana og sandinn og hlusta á náttúruna tala við sjálfa sig, eins og hún hefur gert frá ómunatíð. Ég er dálítiS kvíðinn vegna næsta Skeiðarárhlaups, trúlega standast vörzlugarðarnir átök jökulflaumsins. Og verði svo, þá mun tækni vélaaldar leggja veginn vestan um sandinn. Þar með hefst straumurinn af mann fólki af þéttbýlissvæðum Suð- vesturlands, ásamt túristum ótal þjóða. Einangrun aldanna verður rofin af dyn umferðar- innar og fjölmengun menning- arinnar læðist upp með Svarta fossi, á Skerhól og Kristínar- tinda, inn Morsárdalinn í Bæj- arstaðaskóg. Vonandi á svartsýni hér ekki við. Hrikaleiki alls umhverfis mun standa af sér öll mann- anna verk, og óneitanlega er það mikið tilhlökkunarefni að geta hringkeyrt landið innan fárra ára. Og við höldum aftur af stað heimleiðis, akandi í hraðskreið- um bil. Við erum ekki þeir bóg ar að hlaupa norður af, þótt fyi’rum hafi smalamanni í Möðrudal ekki brugðið þótt hann skryppi til Skaftafells um jökul þveran og til baka aftur sömu leið. Sagnir herma að Möðrudalssmali hafi átt sér svefnpláss í Skaftafellsskála og gagnkvæmt með smala frá Skaftafelli. Forn skjöl benda til að eitthvað sé hæft í þessari sögu. En við förum ekki þessa leið, heldur sveit og sand til baka. Frá Fagui’hólsmýri fengum við myrkur og foiaðs veður til Hafnar. Kýrnar og kirkjan í Bjarnanesi í Hornafirði. Þaðan er dýrlegt litsýni til jöklanna. 12. ágiist. 1 nxorgun drukkum við kaff ið hjá Benedikt og Elínboi’gu Pálsdóttui’. Þar sáum við eitt þessai’a sérkennilegu og fögru steinasafna, sem víða prýða heimili á Suðaustui’landi. Og við fórum ekki tómhent þaðan. Konu minni áskotnaðist foi’láta vasi, með álímdu álitlegu safni af bergtegundum nálægi’a og f jarlægi’a staða. I skólanum þar sem við gist- um var hópur jarðfræðinema sem unnu að því á vegum Orku stofnunar að kanna nálæg fjöll, sérstaklega Lónsöræfi með til- liti til hugsanlegrar málm- vinnslu. Voru þeir með ótal gi’jótsýnishorn í pokum og krús urn, mulin og ómulin. Fékk ég þar steinflögu sem stirndi í. Spuiði hvað það væi’i og sagt það kallaðist „glópagull“, en kopar- og brennisteinskís er gylltur og getur hæglega villt um fyrir flónum. Ekki vildu þeir ungu menn gefa mér nein- ar staðgóðar upplýsingar, þó sögðu þeir að kopar fyndist þarna, en trúlega ekki í þeim mæli, að borgaði sig að vinna. Um hádegisbilið lögðum við af stað, kvöddum Hornafjörð- inn án þess að sjá hann. Feng- um við mestu í’igningai'dembu, sem við töldum okkur hafa mætt á lífsleiðinni undir Al- mannaskarði og aðra ámóta í Lóninu. Og á Lónsheiði hafði snjóað um nóttina, svo bíllinn dró siðan kviðinn eftir krapa- elgnum á háheiðinni. Og alls- staðar var snjór í fjöllum. Nótt in hafði verið köld. 1 Breiðdalnum var sólarglæta og þegar við komum i Skrið- dal glóði hún um skóg og sleg in tún. Annars gerðist ekkert mark- vert, þar til við komum á aust- urbrún Fjarðarheiðar. Þá varð ég fyrir þeirri upplifun að hlusta á Húnvetningakór úr Reykjavík syngja i útvarpinu. 1 eyrum mér hljómuðu tvö er- indi eftir sjálfan mig við lag eftir söngstjórann. Hafði ég aldi’ei heyrt þess getið að svo barnaleg ljóðsmíði yrði tón- skáldum að innblæstri. Þetta voru vorvisur trá tvitugsárum mínum í striðsbyrjun: Framli. á bls. 16 Bæjarhverfið Hof í Öræfuni. Út með fjallinu sér til Skaftafells. 3. jamúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.