Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 19
\ Creedence Clearwater Revival Frá vinstri: John, Stn, Toni og Doug. Saga hljómsveitarinnar Creedence Clearwater Revival hófst fyrir 17 árum í E1 Cerrito í Kaliforníu. John Fogerty var þá átta ára og hann sat við útvarpstækið ásamt bróður sín- um Tom og þeir hlustuðu á einu sæmilegu útvarpsstöðina í nágrenninu. Hinar stöðvarnar fluttu yfirleitt ekkert annað en væmin lög með söngvurum eins Dg Tony Bennett, en i þessari stöð hijómaði taktföst lifandi tónlist svertingjanna. Og þá heyrðu þeir bræður lag með hljómsveit, sem hét Corvettes. John tók ákvörðunina á stund- inni: „Já, ég ætla að stofna hljómsveit og hún á að heita Corvettes.'1 Lagið sjálft var ekkert sérstakt, aðeins nafnið á hljómsveitinni. Og John fór að bera út blöð og safna peningum og loksins tókst honum að kaupa sér ódýran rafmagnsgítar. Hann byrjaði strax að æfa sig og fikra sig áfram í listinni og tónlistin varð fljótlega aðal- áhugamál hans. Hann fór að finna upp alls konar afsakanir til að þurfa ekki að fara í skól- ann, en lá þess i stað heima og spilaði á gítarinn. Þegar skóla- árið var hálfnað hafði hann mætt einu sinni í skólann, svo að ákveðið var að gripa til rót- tækra ráðstafana og ílytja hann í annan skóla. Óg John hefur síðar sagt svo frá, að það hafi verið stórkostlegasti at- burður í lífi hans. 1 þessum nýja skóla kynntist hann nefnilega Stuart Cook og Douglas Clifford og þeir stofn- uðu hljómsveit ásamt Tom, bróður Johns. Þetta var árið 1957, en hljómsveitin varð fyrst veru- lega vinsæl tíu árum seinna, árið 1967. Og þessi tíu fyrstu ár í sögu hennar eru auðkennd með svita og tárum. Hljóm- sveitin hét fyrst Blue Velvets og lét sér nægja að spila lögin án alls söngs. Þessi ár voru eiginlega bara æfing og undir- búningur undir stærri átök. Þeir félagar voru yfirleitt í skóla eða vinnu þennan tíma og því var hljóðfæraleikurinn aðeins aukastarf, þó að það ætti hugi og hjörtu þeirra allra. Árið 1964 var John kallaður í herþjónustu og hann var ekki lengi að stofna nýja hljómsveit með fjórum öðrum hermönnum. Þeir gátu ekki sungið frekar en hrafnar, svo að John tók sig til og reyndi að syngja nokkur lög. Síðan hefur hann vart þagnað. Þegar hann kom aftur úr herþjónustunni fór gamla hljómsveitin af stað á ný og nú undir nafninu Golliwogs. Og John kriaði út plötusamn- ing hjá hljómplötufyrirtækinu Fantasy. Reyndar var forstjóri fyrirtækisins einnig umboðs- maður hljómsveitarinnar og hann stjórnaði plötuupptökun- um hjá þeim félögum. Og John heldur þvi statt og stöðugt fram, að það hafi verið hræði- íegasta tímabilið í sögu hljóm- sveitarinnar, þegar þessi ná- ungi stjórnaði öllu. Við skulum þvi láta það tímabil eiga sig, en þess ber þó að geta, að hljómsveitinni tókst á endan- um að iosa sig við kauða og John tók að sér umboðsmanns- starfið. Árið 1967 var merkisár í sögu hljómsveitarinnar. John fann nýtt nafn á hljómsveitina í sjónvarpinu. Hann sat inni i stofu hjá tengdamóður sinni og horfði á nýja litasjónvarps tækið hennar. Það fyrsta, sem hann sá, var bjórauglýsing, þar sem mikil áherzla var lögð á allt hreina vatnið (Clear- water) sem notað væri við framleiðsluna. Næsta auglýsing var frá náttúruverndarsamtök- um og sýndi hún litinn strák hlaupa i gegnum skóg út að lítilli á, sem var svo troðfull af dekkjum, dósum og öðru drasli, að vatnið i henni sást varla. Og áhrifin af þess- um tveim auglýsingum voru svo sterk, að nafnið Clearwater festi sig í huga Johns. Nú voru komin tvö orð í nafn hljóm- sveitarinnar, því þeir félagar höfðu rhikið velt fyrir sér nafni eins vinar þeirra, sem hét Creedence. Og ekki leið á iöngu þar til þeir ákváðu að hnýta Revival aftan í hin tvö orðin og nýja nafnið var kom- ið: Creedence Clearwater Revival. Sama ár léku þeir félagar eitt sinn í borginni Patterson í Kaliforníu. Þeir þurftu að aka langa leið þangað í skíta- kulda og höfðu svo þegar til kom sáralitið upp úr krafsinu. John varð sárreiður af þessum orsökum og skammaðist mikið og lengi á leiðinni heim. „Viljið þið standa í þessu alla ykkar ævi eða viljið þið fara að gera eitthvað í málinu?" Og í hvert skipti sem þeir lentu í einhverjum erfiðleikum eftir þetta, sögðu þeir hver við ann- an: „Munið þfð Patterson?" Og það dugði, við vorum duglegri og ákafari eftir þetta. Allan þann tima, sem hljóm- sveitin hafði verið við lýði, höfðu þeir félagar hljóðfæra- leikinn aðeins i hjáverkum. Stu var í skóla, Doug vann á skrifstofu og bræðurnir Tom og John voru báðir vörubilstjórar. En í ágúst 1967 fór gæfuhjólið að snúast þeim í hag. Þeir sendu nýja plötu á markaðinn með nýjum útsetningum lag- anna Susie Q og I Put A Spell On You og fyrr en varði var hún komin í hóp tiu söluhæstu hljómplatna í Bandarikjunum. Síðan hefur hljómsveitin gefið út margar litlar plötur með lögum John Fogertys, sem öll hafa náð geysilegum vinsæld- um. Og það er líklega réttast að telja plöturnar hér upp í réttri röð: Proud Mary, Born On The Bayou Bad Moon Rising, Lodi Green River, Commotion Down On The Corner, For- tunate Son Travellin’Band, Who’ll Stop The Rain Up Around The Bend, Run Through The Jungle Looking Out My Back Door, Long As I Can See The Light Hljómsveitin hefur einnig Framli. á hls. 16 3. jainúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.