Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 5
BÖKMENNTIR OG LISTIR fslenzk skáldsagnaritun eftir 1940 — 18. grein Eftir Erlend Jónsson TAKN OG LÁTÆÐI finninganna. Persónur hennar tala fátt og tjá sig lítt með þeim og ein með þeim. Og end- irinn verður sá, að „menn í einkennisbúninigum komu og fluttu hana til eins og dauðan hlut.“ „Og kannske var erfiðast að skilja það, sem aldrei var sagt" (Gerviblóm). „Með honum bærðist óljóst sú hugsun að aðeins eitt dygði honum nú: að þau gætu horfzt í augu núna; að þau gætu brot- ið augnatilliti sinu leið hvort til annars gegnum þessa stofu og allt þetta fólk“ (Veizla und ir grjótvegg). „Röddin dó út og varð að vandræðalegri þögn sem sett- ist þung og mettuð á borðið fyrir framan þær. Hallveig sá stingandi augnaráð kvennanna skerast inn í þessa þögn og rýna í þá tertu sem hefði átt að vera þar, en var þar ekki“ (Útsýni). Þó Svava hafi víða leitað eftir söguefni og jafnvel skrif- að þátt með þjóðsagnablæ („Það var barn í dalnum“), auk hálfgildings sveitasagna, eru langflest yrkisefni hennar af einum og sama toga spunn- in: fágað og slétt, en innihalds- laust líf borgarbúans, sem reynir árangurslaust að sækja hamingju í síaukin lífsþægindi og dauða hluti, en firrist svo um leið lífið sjálft, að hann glatar hæfileikanum til að bindast tilfinningatengsl- um við aðrar manneskjur. Mitt í öllu glysinu verður umkomu- leysi hans enn örvæntingar- fyllra en ella. Sem til- valið dæmi má taka Endur- fund í 12 konum; upphafið á þessa lund: „Allt var á glitrandi iði. Gljáandi speglarnir köstuðu ljósinu á milli sin, og geislarn- ir tóku þátt í leiknum af galsa, sem gat orðið þeim skeinuhættur: þeir skullu stundum harkalega á lævíst yf- irborð speglanna, og þá hlógu þeir skærum, brothættum hlátri og létu sem þeir hefðu ekki meitt sig. Svo lokaðist lyft an, al'lt kyrrðist og hélt niðri í sér andanum, meðan það sogaðist upp á við. Konunni glýjaði fyrir augu i þessum undraheimi ljóss og spegla. Hvert sem hún leit, birtist mynd mannsins í spegl- unum, sem klæddu lyftuvegg- ina. Og hún fann, að hún elsk- aði hann enn.“ Hver er þessi kona? Fyrir því er tæpast nánari grein gerð. Hún er bara kona; ís- lenzk kona; ung fyrir hálfum öðrum áratug; nú stödd í er- lendri stórborg og hittir af til- viljun gamlan kærasta, sem hafði „svikið" hana og kvænzt annarri. Nú, sem hún hittir hann óvænt og óviðbúið, fylg- ist hún með honum upp á hótel herbergi hans, og þrátt fyrir alla þá firring, sem hið glýj- andi umhverfi veldur henni, skynjar hún samstundis, að allt er breytt, frá því sem forð- um var, en reynir að kalla fram í huga sér ímynd manns- ins, eins og hann var. Og það tekst. Þegar hann segir við hana: „Ég hef aldrei hætt að elska þig,“ blossar ást hennar upp á ný, en brennur líka til ösku á samri stund, þvi slik orð — sem hæfa þarna svo vel því falska umhverfi, sem lýst hefur verið — geta ekki tákn- að annað en tómleika og smjað- ur, úr því sem komið er, og dæma hana endanlega til þeirrar einsemdar, sem löngu liðinn aðdragandi þessara tal- aðra orða hafði upphaflega vald ið henni: „Hún blíndi á marglituð ljós- in að handan, þar til gneista- flugið skar hana í augun og byrgði alla sýn nema manninn. Og kraftaverkið varð. 1 geisla- brotunum birtist hann henni, eins og hann var, þegar hún elskaði hann. Þá brosti hún, tók tösku sina og hanzka og fór.“ Tökum annað dæmi, Vegg úr gleri. Einnig þar segir frá konu, sem meinað er að beina ást sinni í náttúrlegan farveg, svo hún tekur í þess stað að leggja ást við dauða hluti. „Þeir lifnuðu í höndum henn- ar.“ Dauðu hlutirnir á heimili hennar öðlast smám saman það líf, sem hún glatar sjálf, þar til hún verður eins og einn af þeim og ein með þeim. Og end- irinn verður sá, að „menn í ein- kennisbúningum komu og fluttu hana til eins og dauðan hlut.“ Svipað viðhorf birtist í Veizlu undir grjótvegg (1 sam- nefndri bók, 1967), þó þar sé unnið með öðrum hætti úr efninu: Maður flytur þrjú bíl- hlöss af grjóti austan úr Bú- landstindi og lætur hlaða úr því skrautvegg í stofu sinni, og skal veggurinn vera stöðu- tákn hans. En hvaða skjól hef- ur hann af þessum vegg og hvaða öryggi veitir veggurinn eiganda sinum, þegar hann er kominn upp? Ekkert. Aðeins stendur hann nú berskjaldaðri en áður frammi fyrir þeim veru leik, sem honum gegnir verst að horfast í augu við; og það, sem verra er — samstundis rís annar veggur — ósýnilegur — milli hans og þeirrar mann- verunnar, sem að öðrum kosti hefði ein getað gefið honum þá öryggistilfinning, sem hann þráir og þarfnast (samanber tilvitnun úr sögunni hér framar). Þriðja bók Svövu, Leigjand- inn (1969) er ekki smásagna- safn eins og tvær hinar fyrri, heldur stutt skáldsaga, og er aðalpersónan svo sem oft endranær kona og sagan túlk- uð út frá hennar sjónarmiði. Efni Leigjandans er í stórum dráttum á þessa lund: Hjón nokkur, sem búa sjálf í leiguíbúð, verða einhverra hluta vegna, sem er ekki nán- ar skýrt, að taka við leigjanda, útlendingi, inn á heimili sitt. Leigjandinn gerir sig strax heimakominn, svo konunni þyk ir nóg um, en maðurinn sætt- ir sig fremur við það. Þau hjónin eru að koma yfir sig húsi, en skortir peninga til framkvæmda. Leigjandinn legg ur þeim nú yfrið fé til að ljúka við bygginguna. Þangað flytj- ast þau svo og hann með þeim, öll sem ein fjölskylda. Skömmu eftir að þau eru flutt í nýja húsið, tekur annar ókunnugur maður að gefa þeim gætur. Gengur sá fram og aftur í fjör- unni fram undan húsinu; leigj- andanum til mikils taugaæs- ings, sem æðir þá „úr einu herbergi í annað og út í hvern gluggann af öðrum með kíki í höndum." Á aðfangadagskvöld kveður „maðurinn í fjörunni" dyra. Húsbóndanum og leigj- andanum bregður svo við, að þeir renna saman í eina per- sónu; sú þróun var raunar haf- in áður; en konan sem getur virt þennan óboðna gest ná- kvæmlega fyrir sér gegnum gægjugatið á hurðinni, lamast og stirðnar upp, svo hún má sig hvergi hræra til að ljúka upp fyrir manninum. — ★ — Flestir, ef ekki allir gagn- rýnendur, sem ritað hafa um Leigjandann, hafa lagt póli- tískan skilning í þennan sögu- þráð. Samkvæmt þvi skulu hjónin, húsráðendur, tákna ís- lenzku þjóðina, en leigjandinn Bandaríkjamenn og her þeirra hér á landi. Erfiðara hefur reynzt að ráða, hvað tákna skuli gestur sá, sem kveður dyra á aðfangadagskvöld, en í framhaldi af hinu fyrrtalda liggur þó beinast við að skilja hann sem tákn heimskomm- únismans: „Rauðum lit brá fyr- ir á andliti hans. Var þetta blóð? Lagaði úr manninum blóð? Eða var þetta aðeins endurskin rauða jólaljóssins sem hún hafði fest yfir útidyr- unum?“ Með öðrum orðum — það er hreint ekki ljóst, hvort þessi göngumaður er rauður af blóði kommúnismans eða fagnaðar- boðskap hans, sem minnir þá á fagnaðarboðskap jólanna? Eða er ef til vill átt við Sovétríkin einungis og áhrif þeirra, sam- anber óðagot leigjandans með kíkinn? Sama hvort er; hvort tveggja getur átt við. Fleira má þá með sama rétti skilja táknrænt i Leigjandan- um. Hvaða hlutverki gegnir t. d. lifandi Maríumynd, sem húsfreyja forfærir um ibúðina fyrir jólahátíðina? „Þú veizt það ósköp vel, María, að það er ekki hægt að teppa heilan stól alla jóladag- ana . . . Hún vildi ekki eiga á hættu að María færi að kíkja á þennan mann í fjörunni . . . konan Jeit á pallinn í horninu og það léttist á henni brúnin. Auðvitað. Þarna yrði hún ekki fyrir neinum og þessum palli var hvort eð er ekki ætlað ann að en fylla upp í hornið." Hver er þessi María mey hornreka? Kemur ekki heim við önnur tákn Leigjandans, að hér sé átt við islenzku kirkjuna, auðmjúka, lítilláta og nægjusama, sem sætir þeim ör- lögum að vera kjálkað niður, þar sem hún stendur ekki I vegi fyrir neinu öðru? — ★ — Nú veit enginn, hvað höf- undur meinar með skáldverki, þegar hann semur það, og raun ar skiptir það ekki máli, eftir að hann hefur sent það frá sér. Útskýringar höfundar gætu hvort eð er aldrei neinu breytt um eðli eða gildi nokkurs verks. Vera má, að einhver telji illa farið með Leigjand- ann, að lesa svoná út úr hon- um allt annað en það, sem í honum stendur. En hér má hafa í huga, hversu lítið yrði úr sögunni, ef þessar eða þvi- líkar aukamerkingar væru ekki í hana lagðar. 1 fyrsta lagi hlyti sagan að skoðast óeðlilega langdregin, samanber eítirfarandi umsögn Jóhanns H j álmarssonar: „Eftir Leigjandanum að dæma virðist form smásögunn- ar eiga betur við Svövu Jakobsdóttur; lesandinn fær það á tilfinninguna, að hann sé að lesa smásögu, sem reyn- ist alltof löng, þegar á heild- ina er litið." Eins og geta má nærri um rit, sem skilið er svona póli- tískum skilningi, hafa gagn- rýnendur verið ærið ósammála um ýmiss konar gildi Leigjand- ans, þar með talið skemmtigildi. Til að mynda lét einhver í ljós, að sér þætti sagan ákaf- lega skemmtileg til lestrar. Aðrir voru á gagnstæðu máli, þeirra á meðal Gunnar Bene- diktsson, sem ritaði ýtarlega um bókina í Timarit Máls og menningar. „Áður en ég las Leigjand- ann,“ skrifaði Gunnar meðal annars, „hafði ég heyrt það ut- an að mér, að þetta væri mik- ils háttar skáldverk, og fengið pata af því, að inntak þess væri hin erlenda innrás í þjóð- líf okkar. Það þóttu mér vissu- lega góðar fréttir . . . En ég baðaði mig ekki lengi í ljóma fyrirheitsins . . . Persónur sög- unnar eru lífvana gervi- tákn . . . Það eru hvergi átök, sem valda spennu og vekja eft- irvæntingu." Hvort sem nú Gunnar Bene- diktsson hittir hér naglann á höfuðið eða kveður fullfast að orði, hniga mörg rök að þvi, að Leigjandinn verði ekki tal- inn til hins bezta, sem Svava Jakobsdóttir hefur sent frá sér. Raunar er það skiljanlegt, ef 'haft er i huga, að það eru svip- brigðamál stuttra andartaka, sem bera uppi hugtækustu sög- ur hennar. Svava er með öðr- um orðum höfundur augna- bliksins. Hingað til hefur henni því tekizt betur að fást við einhæft form smásögunnar en margbrotið umfang skáld- sögunnar. Hið síðar nefnda hefur henni — réttara sagt — alls ekki tekizt. 3. janúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.