Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 6
Konunglegt fjárhættuspil Frásögn af frægu hneyksli hjá brezku yfirstéttarfólki, þar sem Játvarður krónprins og fleiri úr háaðlinum komu við sögu og urðu að mæta fyrir rétti Myndin til hægri: Þann 9. september 1890 settist þetta fólk við spilaborðið eftir ríkulegan kvöldverð. Það var ekkert óvenjulegt. En þetta spil, sem nú var setzt að, átti eftir að valda klofningi í viktori- önsku yfirstéttinni, magna andstöðu fólksins gegn hinum nýríku og þar að auki leiddi spilið til þess, að hans hátign, prinsinn a£ Wales, varð að mæta fyrir rétti. Spilafólkið var allt gestir hjá Arthur Wilson í Tranby Croft í Yorkshire. Hann var auðkýfingur og skipaeigandi. Maður- inn við endann á borðinu cr Mr. Stanley Wilson, sonur gestgjafans, en síðan talið frá vinstri í kringum borðið: Hr. Lycett Green, hr. Berke- ley Levett, hans tign, prinsinn af Wales, síðar Játvarður konimgur VII.‘ frú Wilson, eigin- kona gestgjafans. Sitjandi við borðið hinum megin: Hr. Reuben Sasson, bankastjóri, Edward Somerset, lávarður, Owen Williams, hershöfð- ingi, frú Somerset (á bak við) Sir William Gordon-Cumming Bart og frú Lycett Green. Fleiri gestir voru þarna, en þeir tóku ekki þátt í spilinu. Gestgjafinn, Arthur Wilson, var veikur og lá í rúminu. Spurningin, sem réttur- inn, blöðin og allt landið spurði á eftir van Hafði Sir WiIIiam Gordon-Cumming rangt við í spilinu. í eftirfarandi grein, sem fyrir nokkru birtist í Sunday Times Magazine, skrifar James Fox um Tranby Croft-málið. Sjaldan hefmr brezk siða- vendni komið betur í ljós en í Baccaratmálinu svonefnda, sem fjallað var um fyrir meiðyrða- dómstólum í Englandi árið 1891 og styrkti svo grun Viktoríu drottningar um að ekki væri allt sem skyldi í siðferðismál- um yfirstéttarinnar og að þar ætti sér stað hvers kyns spill- ing, að hún beið skjálfandi á beinunum af ótta um afdrif brezka heimsveldisins. Fyrir prinsinn af Wales var þetta leiðindamál, sem olli hon- um slíkum áhyggjum að þær höfðu nærri lagt hann í rúm- ið, og varpaði stærri skugga á vinsældir hans, sem alltaf voru háðar veðrabrigðum, en nokkuð annað, sem fyrir hann kom um ævina. Aðdragandi þessa mikla hneykslismáls Viktoríutimans, sem allt ætlaði að æra þegar það fréttist út um heim, var sem hér segir: 1 september árið 1890 kaus prinsinn af Wales sér Tranby Croft, heimili herra Arthurs Wilsons og konu hans, sem að- setur meðan á Doncaster-veð- reiðunum stæði. Arthur Wilson var auðugur skipaeigandi frá Hull. Sagt var að um eitt skeið fyrir 1890 hefðu Wilson-bræð- urnir átt stærsta gufuskipa- flota heimsins, eða um 100 skip. Hinn mikla auð sinn höfðu þeir grætt á gufuskipum og Arthur Wilson lét fána skipafélagsins blakta af stöng við hliðina á brezka fánanum úti fyrir Tran by Croft. í blaðinu Pall Mall Gazette segir um bræðurna að „i nýlegu góðæri hafi þeir skipt einni milljón punda á milli sín“. í sömu grein, sem skrifuð er eftir málaferlin og í höfðingja- sleikjulegum tón, segir síðan: „Er þeir taka til máls veldur það flestum heilabrotum hvern ig mönnum, er hyggja svo lítt að því sem þeir segja tekst að ramba á stefnu sem lítur út nákvæmlega eins hún hafi ver ið valin af vandlega yfirlögðu ráði. Herra Arthur Wilson ger- ir sér engu meira far um skil- merkilegan málflutning en bóndi i sveitabrúðkaupi, en leiðtogar verkalýðsins vilja að talað sé við þá á þjóðlegri saxn esku. Það segja að minnsta kosti þeir sem til þekkja". Burtséð frá þeirri staðreynd að það var regla prinsins að bregða sér út fyrir hinn lokaða hring hástéttarmanna og sjálfs- vitundar þeirra (hann var að því leyti ólíkur skyldmennum sínum í Evrópu), og samlaga einveldið breyttum aðstæðum, hafði hann gengið svo nærri gestrisni hins gamla vinar síns Christophers Sykes, að heita mátti að hann væri kominn á vonarvöl. Sykes bjó nærri Tran by Croft og hjá homim var prins inn vanur að dvelja meðan á Doncaster-reiðunum stóð. Árið 1890 hafði hann fyllt flokk gjaldþrota aðalsmanna og var sjálfur gestur Wilson-hjónanna að Tranby Croft, ómegnugur þess að s+.anda lengur straum af gestgjafahlutverkinu. Wilson-hj ón'uiium hafði veiitzt auðveld inngangan í hástéttar- lífið. Tranby Croft, sem var tuttugu ára gamalt árið 1890 var bæbt og endumýjað hátt og lágt fyrir komu prinsins og var nógu glæsilegt til að þóknast smekk þess fyrirfólks, sem prinsinn hafði gert viðvart um fyrirfram, að hann óskaði að yrði boðið. Wilson-hjónunum hafði tekizt að stýra prinsinum til Tranby Croft með gætni og þolinmæði og fyrir milligðngu Coventrys lávarðar. Annar tiginn gestur Wilson- hjónanna í þetta skipti var Sir William Gordon Cumming, auðugur maður, sem átti 40.000 ekrur lands, sveitasetur í Skot landi og hús í London, glæsi- legan hernaðarferil að baki og var að auki gamall og náinn vinur prinsins af Wales og með limur í virðulegustu klúbbum Lundúnaborgar. Kjarninn í Baccaratmálinu var sú ótrúlega fullyrðing að Gordon Cumm- ing hefði með spilasvikum dreg ið sér allháa fjárupphæð. Enn fremur að hann hefði haft féð af prinsinum sjálfum, sem hafði bankann á hendi umrædd kvöld. Svikin virtust ástæðu- laus með öllu og tilefni varð aldrei fundið annað en það að Gordon Cumming þoldi ekki að tapa. Gordon Cumming var ímynd yfirstéttarmannsins í máli þar sem ættgöfgi og fyrirmennska léku hálfgert skuggahlutverk. Hann var glæsimenni með af- brigðum og eftirsóttur, og sög- ur hans af bardögum við Zúlú- negra í Ulundi og Egypta í Tel-El Kebir og Gubat, sem hann var heiðraður fyrir á marg víslegan hátt, hljóta að hafa fallið prinsinum vel í geð. Árið 1890 höfðu þeir þekkzt í 20 ár og Gordon Cumming hafði fimm sinnum verið gestur að Sandringham frá árinu 1881. Hann var þóttafullur, kuldaleg ur maður með hvöss grá augu. Nokkuð einrænn og þó ekki hvað konur áhrærði. Veðurbar- inn í andliti og hermannlegur. Alexandra prinsessa hafði á honum megna óbeit og kallaði hann auvirðilega höfðingja- sleikju. Auk Gordons Cummings voru aðrir meiriháttar gestir sam- kvæmisins Stanley Wilson, son ur Arthurs, Berkeley Levett, undirforingi í herdeild Gordons Cummings, Coventry lávarður, hirðmaður drottningar og frú hans, Owen Williams, hershöfð ingi, Edward Somerset, lávarð- ur og Reuben Sassoon banka- stjóri. Auk þess voru þar dótt- ir Arthuirs Wilsons og maður hennar Lycett Green. Green ættin var „eldri“ en Wilson ættin, en þó hafði hvergi nærri fymzt yfir fátæklegan upp- runa hennar. Þessar fjölskyld- ur voru dæmigerðar fyrir þá stétt manna, sem prinsinn af Wales var að hefja til virðing- ar. Að kvöldi hins 8. september, eftir að veðreiðum var lokið og síðbúinn kvöldverður snæddur, var stungið upp á baccaratleik. Prinsinn af Wales var hættur að dansa er þetta gerðist -— hann var 48 ára að aldri — og lék í stað þess baccarat á hverju sveitasetri sem hann dvaldist á, nema Sandringham. Reuben Sassoon hafði gefið hon um spilapeninga skreytta gyllt um fjöðrum, sem hann hafði með sér hvert sem hann fór. „Það er sagt að ég beri þá á mér eins Tyrki ber bænaábreið una sina," sagði hann við vini sína í umkvörtunartón tíu mán- uðum síðar, þegar hneykslimál- ið stóð sem hæst. Baccarat var bannað með lög um í spilahöllum í Englandi og var yfirieitt talið ógeðfelldur, franskur löstur. Skoðanir voru skiptar um gildi þess sem spils. Málafærslumaðurinn Sir Ed- ward Clarke, sagði við réttar- höldin: „Mér virðist þetta ein heimskulegasta aðferð til að tapa peningum sínum eða fé- fletta aðra, sem ég hef nokkru sinni heyrt getið um, vegna þess að hún gerir engar kröfur til leikni eða dómgreindar". Sir Charles Russell, sem var andstæðingur hans, leit á það frá raunsærra sjónarhorni sem gagnlega, fyrirhafnarlitla af- þreyingu á hinum löngu kvöld- um endalausra sveitasamkvæma „og hreint ekki afleitt spil". Eins og í mikilsháttar fjár- svikamálum þurfti að byggja upp tæknilegan grundvöll að málinu fyrir rétti áður en hægt væri að bera staðhæfinguna um spilafals fram fyrir kviðdóm- endur. Þeir hlýddu á þrotlaus- ar útlistanir á ýmsum leikað- ferðum þar til þeir voru ger- samlega ringlaðir — um brúna spilapeninga, rauða spilapen- inga, masse en avant, coup de trois (sem hinum sísyfjaða Col eridge lávarði heyrðist vera coup d’état eða stjórnarbylt- ing) og útreikninga fjárhættu- spilara í það óendanlega. Hinir ráðgefandi kunnáttumenn gerðu heyrum kunnugt, að slíkt spil væri ekki samboðið þeirra gáfum. Tvennt er það sem dregur úr möguleikum á allri leikni í baccarat og gerir það að bama leik með peninga. í fyrsta lagi verða allir að veðja áður en gefið er og i öðru lagi geta þátttakendur venjulega farið allnærri um hvað mótspilarar þeirra hafa á hendi áður en sagt er. Þetta þyrfti flókinnar skýringar við, en byggist á þeirri reglu, að hafi maður feng ið sex eða meira tekur hann þriðja spilið en ef hann hefur fimm eða minna, gerir hann það ekki. Borðinu er skipt í tvo heiminga sinn hvorum megiin við bankann. Einum þátttak- anda við hvorn borðhelming eru gefin spil í hverri umferð og leggja hinir við þann helming peninga undir þessá spil. Mark- miðið er að fá tvö spil, sem gilda átta eða niu samanlagt en það er full hendi og vinnur um- ferðina sjálfkrafa, enda sé sagt tafarlaust. Komi ekki upp full hendi, er hægt að biðja bankann, sem bæði kvöldin á Tranby Croft var í höndum prinsins af Wal- es, um spil, sem gefið er uppí- loft, en áður hefur bankinn tvisvar gefið eitt spil á grúfu á hvorn borðhelming. (Áður hefur verið lagt í borðið.) Nú eru sex spil á borðinu. Ef hvor ugur hefur sagt fulla hendi seg ir bankamaðurinn „Ég gef spii" og býður hvorum spilara eitt spil, sem hann snýr upp. Það sem næst er átta eða níu, vinn- ur umferðina. Tían og mann- spilin gilda sama og núll, tvö mannspil eru því núll eða bacc arat en nía og f jarki gera þrjá. 1 bankanum eru 208 spil og á Tranby Croft byrjaði bank- inn bæði kvöldin með 100 pund. Rauðu spilapeningamir voru 5 punda virði, þeir brúnu giltu fyrir 10 pund og aðrir litir fyr- ir 2 pund, 10 shillinga og 5 shillinga. Eftir að nokkrir söngvar höfðu verið sungnir kringum slaghörpuna fyrra kvöldið, sett ust gestirnir við spil í hinu skrautlega bókaherbergi húss- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.