Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 7
ins. Þjónarnir báru fram vín- blöndu og gjöfin byrjaði á frú Wilson. Strax í fyrstu umferð- inni tók Stanley sonur hennar eftir því að Gordon Cumming hafði fimm punda spilapening á borðinu áður en spilin voru gef in. Þeirra helmingur vann um- ferðina og þegar Wilson leit við aftur, sá hann að Gordon Cumm ing voru greidd fimmtán pund — eða þrisvar sinnum meira en hann virtist hafa lagt i borð ið. Ekkert strik hafði verið dregið á borðið fyrra kvöldið, og Gordon Cumming lagði spila j>ening sinn á hvítt pappirs- blað. Er að þvi kom að greiða honum vinning hans voru spila peningamir þrír. Næst er Stanley Wilson leit yfir borðið til að sjá hvað lagt hefði verið undir, hafði hann sjál/ur, Berkeley Levett og Gor don Cumming lokið við að spila og spilin voru gefin Edward Somerset lávarði. Gordon Cumm ing spennti greipar ofan á papp írsblaðinu og sá Wilson einn fimm punda pening á biaðinu fyrir framan hendur hans. „Som erset lávarður tók upp spilin og hallaði sér fram til að sjá hvað hann hefði fengið," sagði Wilson fyrir réttinum. „Er ég leit við sá ég glytta í eitthvað rautt í lófa Sir Wiiliams og vissi að það gat ekki verið neitt minna en fimm punda peningur. Somerset lávarður fékk fulla hendi, níu og rnann- spil. Strax og Sir William sá það, lét hann detta þrjá spila- peninga til viðbótar, og voru greidd 20 pund fyrir umferð- ina“. Siðan sagði Wilson að hann hefði séð Sir William draga að sér hendurnar, þegar hans lið hafði dregið slæmt spil og var baccarat, og látið nokkra spila peninga falla úr lófa sínum í bunkann sem hann hafði við hlið sér. Wilson hitnaði í hamsi. Hann sneri sér að Berkeley Le- vett, sem sat hægra megin við hann og hvíslaði í eyra hans: „Guð minn góður, Berkeley, þetta er of mikið af því góða.‘ „Hvað i ósköpunum áttu við?" spurði Berkeley. „Maðurinn hinum megin við mig hefur rangt við", sagði Wilson. „Góði bezti, þér hlýtur að hafa mis- sézt“,sagði Levett, „það hlýt- ur að vera vitleysa hjá þér. Það er gersamlega óhugsandi". Levett sagðist siðan hafa gefið Gordon Cumming auga og snú- ið sér til Wilsons eftir örfáar umferðir, sannfærður um að honum hefði ekki missézt. „Þetta er einum of mikið," sagði hann. Spilið hélt áfram og enn sá Wilson svo ekki varð um villzt, er Gordon Cumming ýtti spila peningi fram á borðið með blý anti sínum eftir að gefið hafði verið. Enginn vafi lék á þvl hvað hér var að gerast. Þetta var alkunn aðferð, sem í Frakk landi var nefnd „la poussette". Leikurinn hélt áfram til mið- nættis en þá foru gestirnir að tínast til herbergja sinna. Stan ley Wilson fór beint inn á her- bergi Berkeley Levetts og fleygði sér þar á rúmið. „Guð minn góður! Að hugsa sér þetta -— Sir William Gordon Cumm- ing, ofursti, staðinn að spila- faisi! Hvað eigum við að taka til bragðs?" sagði hann. Hann hefði betur ekkert tek- ið til bragðs og þó verið lög- iega afsakaður. Levett hafði óð ara þvegið hendur sínar: „1 guðanna bænum, gerum ekkert í þessu. Biddu mig ekki um að gera neitt. Hann er í minni herdeild og var höfuðsmaður minn í hálft annað ár. Hvað get ég gert?" En Wilson hafði þeg- ar afráðið að tala við mág sinn, Lycett Green, morguninn eftir. Áður en hann fór að hátta gekk hann inn í búningsher- bergi móður sinnar og sagði henni hvað gerzt hafði. Hún kom strax auga á það versta, sem hent gæti metnaðarfulla húsfreyju í mikilvægasta sam- kvæmi hennar og undrun henn ar varð að ofboði. „Ég get ekki leyft þér að hafa orð á því“ sagði hún. „Ó, þú mátt ekki minnast á það. Við megum ekki láta verða hneyksli hérna á heimilinu." En skriðan var komin af stað. Á morgungöngu með Lycett Green daginn eftir, endurtók Stanley Wilson frásögn sína í smáatriðum. Wilson sagði hon- um einnig, að hann hefði gert ráðstafanir til að annað borð yrði notað næsta spilakvöld og myndi það gera Gordon Cumm- ing ómögulegt að hafa aftur rangt við. TJm kvöldið þann 9. septem- ber eftir veðreiðarnar, var bacc arat aftur á dagskrá. 1 þetta skipti var leikið í knattborðs- stofunni við borð klætt græn- um dúk og var hvitt kritar- strik dregið á það skammt frá borðröndinni. Með þessari að- ferð vonaðist Wilson til að geta komið í veg fyrir svik eða tekið af allan vafa um að þau ættu sér stað. En þegar leikur- inn hófst var fimm þátttakend- um þegar kunnugt um máia- vexti: Staniey Wilson sjálfum, Lycett Green og konu hans „sem hann leyndi engu", Berke ley Levett og frú Wilson. Gor- don Cumming sat vinstra meg- in við Owen Williams hershöfð ingja þetta kvöld og var um- kringdur fjórum af þeim fimm manneskjum, sem siðar ákærðu hann. Prinsinn hafði enn bank ann á hendi og frú Wilson, hús- freyja fram í fingurgóma, sat aftur við hlið hans. Lycett Green varð fyrstur til að koma auga á eitthvað grun- samlegt við leik Gordons Cumm ings. „Það fyrsta sem ég tók eftir," sagði Lycett Green fyr- ir réttinum, „var hvemig hann hallaði sér fram á borðið með hendurnar þétt saman yfir krít arstri'kinu". Upp frá þvi hafði hann ekki augun af Gordon Cumming. Hann kvaðst hafa séð hvernig ofurstinn ýtti blá- um spilapeningi yfir kritarstrik ið svo litið bar á eftir að gefið hafði verið. En málið tók fyrst að vandast ískyggilega eftir að langvarandi heppni hófst með spilum lafði Coventrys. Gordon Cumming, sem sat næstur henni leit í sífellu í spilin hjá henni og sagði henni til. „Hún gerði enga tilraun til að leyna spil- unum," sagði Wilson. „Hún bað elcki um spil. Þá sá ég SirWilli am líta fyrst í kringum sig til að gæta að hvort nokkur veitti honum athygli (líklega ekki tekið eftir starandi augnaráði Wilsons) og ýta síðan smátt og smátt fram spilapeningi, sem hann faldi undir lófa sínum rétt hjá hvita strikinu." Cumming hafði í fyrstu lagt 5 pund undir í þessari umferð. Lafði Coventry vann hana þar sem prinsinn lýsti bankann baccarat, og vinningum var út- deilt af Williams hershöfðingja. En Williams sást yfir 10 punda peninginn sem fullyrt var að Gordon Cumming hefði ýtt yf- ir krítarstrikið um leið og prinsinn sagði sig baccarat. Gordon Cumming leit með sin- um hermannlega ráðvendnis- svip í átt til prinsins og sagði: „Ég bið forláts, herra minn, en hér eru tíu pund eftir sem þér hafið gleymt". Frú Wilson hafði veitt því eft irtekt að lánið virtist elta Gor- don Cumming. Spilapeningarn- ir hlóðust upp við hlið hans, flestir á kostnað prinsins af Wales, sem svaraði hvatskeyts lega: „Þú ættir að láta spilafé þitt á meira áberandi stað. Fáðu honum önnur tíu pund, Owen". Wilson og Lycett höfðu tekið eftir því sem gerðist. Lycett Green var skelfingu lostinn. Hann sagði siðar, að hefðu kon- ur ekki verið viðstaddar, myndi hann hafa barið í borðið og gert uppsteyt. 1 stað þess reyndi hann að tefja leikinn. Hann stóð upp frá borðinu og fór inn í reykherbergið, skrif- aði þar orðsendingu til frú Wil son og fékk hana þjóninum. Þar stóð: „Ég hef tvivegis séð greinilega að Sir William Gor- don Cumming hefur rangt við. Hvað er hægt að gera?" Frú Wilson hristi höfuðið. Hún leit yfir borðið til að sjá hvað Gor- don Cumming hefðist að. Það var í fyrsta skipti sem hún veitti svikum hans athygli. Þá var öðru sinni komið að lafði Coventry að taka upp spilin, um tuttugu mínútum eftir að frú Wilson hafði fengið orð- sendinguna. „Hún sagði „pass" nokkrum sinnum", sagði frú Wilson þrekin og þrifleg, i 3. jamúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.