Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 10
Björn Daníelsson Áfangastaður * 1 Öræfum JÞriðji og síðasti hluti ferðafrásagnar FERÐALÖG 11. ág'úst — kvöld. Örsefaferðin er liðin hjá. Um eMefuieytið að kvöldi komum við i þráð húsaskjól í skólastofunni í Höfn. Það var upp úr hádeginu sem við lögðum af stað, hik- andi og óákveðin, en létum þó að lokum skeika að sköpuðu þótt veðurguðirnir meinuðu okkur fjallasýn nema að nokkru. Það er líka viss fróun í þvi að láta andann gruna ennþá fleira en augað sér. Há og stoltaraleg kirkja gnœfir í Bjarnanesi eins og vera ber, en þegar betur er að gætt er hún nöguð af tönnum illra kjara, enda sáum við í grennd lægri og óásjálegri þúst, sem mun vera guðshús nútímans — hin er aflögð. Héðan lagði Teitur af stað með pokann og fyrirbandið, þegar Jón Ger- reksson skyldi kæfður. Hlaut sá hái preláti þar laun vonzku sinnar og glópsku. Og hér stakk afturgenginn miðalda- prestur ófrýnilegri kúpunni upp úr kirkjugólfi og skelfdi sóknarbörnin. Enn fleiri undur og stór- merki eru tengd þessum þekkta sögustað og höfðingjasetri. Á Hólum fæddist Jón Þor- leifsson listmálari. Alllangt er í Hoffell. Okkur langaði þangað, en töldum birt- una og aðrar aðstæður ekki sem beztar. í Höfn sáum við góð sýnishom af undrum jarð- arinnar á þessu fræga goða- setri, en þar er steinaauðgi meiri en víðast annars staðar, og hefur skrautgrýti jafnvel verið flutt til annarra þjóð- landa, og þar er að finna auð- ugustu silíurbergsnámu á ís- landi fyrir utan Helgustaða- námuna. Ópal frá Hoffelli feng um við gefinn í Höfn. Vestan Hornafjarðarfljóts eni Mýrar, svo tekur Suður- sveitin við. Hana þekkja allir. Þar er Hali og upprunastaður þeirra bræðra Þórbergs og Steinþórs. Meistari Þórbergur er svo samslunginn sögu minnar tíðar, að hún verður naumast full- lesin, án þess að taka hans framlag til greina. Þess vegna hefur Suðursveitin verið dular fuidur reitur í huga mínum frá þvi ég var strákur og la.s fyrstu iínurnar eftir þennan sérstæða rithöfund. Himingnæfandi trölijöklar að baki, sandur og haf, beljandi jökulvötn, sjódraugar af sokknum skipum, tröll, álfar °g hvers kyns forynjur í hól- um og klettum, þjóðsögur og röm hjátrú í afskekktri sveit — allt þetta hlaut að orka á næman hug. Sagan og þjóðsag- an spinnast saman í glitofna ævintýravoð, blettaða blóði og söltium tárum. Frá Borgarhöfn var fyrrum mikið útræði. Sagan hermir að Norðlendingar hafi sótt þang- að til fanga yfir þveran Vatnajökul. Fleiri sagnir eru um sjávargötu yfir jökulinn. Þætti slíkt langsótt og harðsótt á okkar öld. Úti fyrir Borgarhafnarsandi fórust 17 bátar, og tæpt 100 manns kvöddu þar jarðvistina á sama dægri seint á 16. öld. Þótti sú héðanför að visu ekki einleikin. Segir Jón á Yzta- felli svo í bók sinni Land og lýður: „Sveitamönnum þótti Norðlingar oflátar að róa þótt brim væri og yfir skylli. Eiígi þóttu þeir rækja vel bænir né helgar tiðir, en höfðu leiki mikla, dansa og víkivaka. Hélzt sveitamönnum ilia á meyjum sinum. Karl einn fom- vís var fenginn til að kveða þeim böl og fékk því áorkað, að þeir drukknuðu allir sama daginn. Lögðust þá verferðir Norðlinga niður. — En þar þótti reimt eftir, eigi dansað öllu minna en áður.“ Frá Kálfafellsstað var Torf- hildur Hólm. Þar er félags- heimili og skóli og reisulegt heim að líta. Rekja má ættir milli Frang- ara í Normandí og Suðursveit- unga. Göngu-Hrólfur ríkti í Rúðuborg en Hrolilaugur bróð- ir hans að Breiðabólstað, Rúðu jarlar og Englakóngar voru þar í bland fram eftir öldum. Munu ekki öllu tignari meran hafa hokrað hér á ströndum en Hrollaugur. Hann bjó á Breiða bólstað, þar er nú bæjahverfi, og er Hali einn þeirra. Uppi yfir fjallinu eru spátindar, er gefa til kynna með grjóthruni, hvort veður skuli þurrt eða vott. Þarf ekki aðra veðurspá á þeim bæjum. í Hrollaugshólum rétt við veginn er hinn ættgöfgi land- nemi heygður. Hafði hann þar gott sálufélag í stórri huldu- fólksbyggð. Hefur það fólk sézt þarna að störfum allt fram á síðustu ár. Býr það vel að sínu, er aðsjált og meinbægið. Þótt svo vilji til í grasleysi, að það eigi ónytjaða skika er þvi þvert um geð að mennskir ná- grannar slái töðugresi sunnan hólanna. Ófrómar sálir hafa þó stundum tekið þá áhættu, en hlotið skömmina eina og skað- ann fyrir. Drepinn hefur verið af þeim búpendngur og brotin hús. Reynivallabóndi sló þarna smáskika i leyfisleysi, sem varð til þess að sterkbyggt hesthús var kurlað^iður. Fór huldufólkið ekkert laumulega að hefndinni. Sást það við brotið með mikluim atgangi! — Var þama um hreinskilin mótmæli að ræða engu síður en hjá Mývetningum í mannislíki sem brjóta Miðkvíslarsitíflu fyrir al'lra augum. Suðursveitin er á enda. Reynivellir er vestasti bærinn — næst sandinum, Breiðamerk- ursandi. Hann reyndist allur annar, en við höfðum hugsað okkur. Ég hafði al'ltaf haft á meðvit- undinnd að hann væri grár, svartur og gróðurvana — lif- laus auðn. En yfir að llita er hann gróinn og slikjubrúnn. Að visu er gróðurinn strjáll, en vaxandi. Jökuililinn hopar á hæl og árnar kyrrast með aldri í föstum íarvegum og lif- mögn harðgerra grasa sækja á. Einn fjanda komumst við i kynni við þarna á sandinum, sem við höfðum ekki áður séð. Var það fugl einn ferlegur, þungur og klessulegur, en að- sópsmikill. Reiknaðist okkur ti'l að hann héti Skúmur. Fengum við af því fréttir á eftir að hann væri illur við- skiptis er hann gætti unga sinna. Væru jafnvel til um það sagnir, að hann hefði drepið börn, þegar verstur gállinn var á honum. Er hann þarna hagvanur og vill vera einvaldur, enda eru helstu varpstöðvar hans á land inu á Breiðamerkursandi. Þarna gekk jökullinn næstum í sjó fram, en hopar nú hægt til fjalla og myndar stórt lón í sínu fyrra bæli. Brotnar þar sí fellt framan af illúðlegri brún- inni. Hrikajakar svamla í lón- inu í seilingarfjarlægð þar sem farið er yfir brúna á Jökulsá. Er sem maður sé kominn í ann- arlega frumveröld, þegar ekið er fram hjá þessum undrum, svo ólikt er allt því, sem manni er áður kunnugt. Alltaf hafði ég hugsað mér Öræfin þrönga sveit í kreppu hárra fjalla, svo lítið veit maður um sitt eigið land. Þar veit sá einn bezt sem reynir, sá sem sér. Kvísker standa ein sér, vest- arlega á sandinum. Þar hefði ekki öllum heiglum verið hent að búa. En kjarnafólk vex aí hverjum vanda. Og Kvískerja- bræður hafa lifað opnum aug um. Rannsóknir þeirra á undr- um mikillar náttúru hafa skap- að þeim verðskuldaða virðingu. Bæir í Öræfum standa i hverf um. Mjög fallegt og reisulegt er að sjá heim að Hnappavöll- um. Vel byggt og máiað. En þar, eins og í öðrum byggða- hverfum Öræfa má enn sjá „björt og gullin þil“. Þar hefur burstastíllinn gamli lengur stað ið at sér storm nýjunganna en annars staðar — er þó á hröðu undanhaldi. Á Fagurhólsmýi'i er flugvöll- ur og myndarleg nýtizku verzl- un, þar áðum við um stund í fremui' leiðiniegu veðri. Þar frammi á sandinum gnæfir Ing ólfshöfði. Þangað er jeppafært en eklti virðist það árennileg leið fyrir ókunnuga, því sand- urinn sem aka þarf um er yfir flotinn, svo það er líkast því sem ekið sé á haf út. En slíku eru þeir vanir austur þar og láta sér hvergi bregða. Útræði var þarna fyrrum, en sjóslys tíð, og lítt er mér skilj anleg för Ingólfsþræla, þegar 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. jaorúa'r 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.