Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 1
4 EN ALLIR JAFN RÉTTHÁIR OSTOÐ V ANDI VIÐ DRYKKJU- Ferðasaga frá íslandi eftir David Butwin Ljósmyndir: Rafn Hafnfjörð DAVin BUTVVIN ex travel editor eða ritstjóri þess efnis Saturday Keview, sem fjallar um ferðamál. Þessir ferðaþættir birtast viku- lega og ýmist skrifar Butwin þá sjálfur eða fær aðra góða menn til þess. Eins og að líkum lætur er Butwin maður víðreistur og hefur mjög góðan samanburð á því, hvað telst óhæft, frambærilegt eða gott í ferðamannaþjónustu. Hann hefur einnig næmt auga fyrir því sérkennilega, Að undanförnu hafa allmargar greinar verið ritaðar í erlend blöð og tímarit um ísland og eru þær misjafnlega vandaðar eins og gengur. Eftirtektarvert er, að flestar eru þessar greinar skrifaðar af velvild; grein Butwins þar á meðal. Enda telur hann fsland hafa verið skotspón margra fordóma, hindurvitna og beinna ósanninda. Saturday Keview er mjög víðlesið blað og grein Butwins er hiklaust rnijög góð landkynning fyrir okkur. Land, þar sem hnefaleikar eru forboðnir og bann er lagt við hundahaldi í fjórum eða íimm stærstu bæjunum, getur ekki verið með öllu illt. Ég á hér við ísland, eylþjóð í Norð- ur-Atlantshafi, sem svo oft hef iir verið skotspónn svo margra fordóma, hindurvitna og beinna ósanninda, að jafnvel nafn landsins er hálfgerð lygi. Það var norskur vikingur, gest komandi, sem eftir vetursetu í landinu kleif fjall eitt og leit niður í fjörð einn fullan af ísi eftir langdreginn vetur, og hafði nýja nafnið með sér heim til Noregs. 1 rauninni er aðeins einn áttundi hluti hins marg- breytilega og víða stórbrotna lands þakinn ísi og enda þótt vetrarnæðingurinn geti vakið hroll hjá íslendingnum jafnvel ■um hásumardaginn, er sannleik .urinn sá að 1 höfuðborginni, Reykjavik, féll snjór aðeins fimm sinnum siðastiiðinn vetur. Nafn Grænlands (nágrannans í nor ðvestri) hef ði ef til vill verið betur viðeigandi. Við kvöldverð i Reykjavik fyrir skömmu heyrði ég amer- íska stúlku segja við vinkonu sína að hún væri fegin að hafa staldrað við á Islandi einn dag á leiðinni tii Evrópu, en eftir að hafa augum litið nokkra hveri og horft á hinn mikla Geysi gjósa þætti sér meira en mál að halda áfram ferðinni.Ég fór að útiista fyrir henni hvað hún færi á mis við, en henni varð bersýnilega ekki haggað. Island er, ekki siður en önnur iönd, eins og á það er iitið. Og hún var þegar farin á flakk um sveitir Frakklands. Þrir af hverjum fjórum far- þegum, sam stiga fæti á ísland, teygja þar aðedns úr sér áður en þeir fara aftur upp i Loft- leiðaþotuna, sem heldur áfram með þá á áfangastaðinn í Lux- embourg. Flugvöllurinn i Kefla vik á suðvesturhorni íslands um 45 kílómetra frá Reyikjavík liggur í svo hrjóstrugu, líf- vana umhverfi, að fól'k er fljótt að trúa því sem oft hefur verið sagt á prenti, að alllt landið lik- ist helzt sneið af tunglinu. Satt að segja voru Neil Armstrong og félagar hans eitt sinn sendir til ísdands í stutta þjálfunar- ferð en þeir hafa án efa orðið jafn hissa og ég á að finna þar grænar fjallshliðar, lyngi- vaxnar heiðar og grösuga ár- bakka á eylandi, sem betur er þekkt fyrir eld sinn og ís. I sumar misstu Loftleiðir orðs tír sinn sem „hippa-flugfélag" nokkra mánuði til stærri flugfé laga í millilandaflugi sem sviptu þær miklum viðskdptum með því að bjóða skólafólki og öðr um ungmennum mun lægri far gjöld en verið höfðu svo lokk- andi hjá Loftleiðum til þessa. Hins vegar var ennþá ódýrast fyrir ferðamenn yfir þrítugt að komast til Evrópu með Loftleið um (að frátöldum leiguflugvél- um) enda var flugvélin mín um miðjan júlí úttroðin af 250 alld- urhnignum hippum. En 1. ágúst unnu Loftleiðir aftur á sitt band nokkra krakka með nýj- um 16.300 króna unglingafar- gjöldum (14.500 kr. yfir vetrar mánuðina frá 1. september til 31. ma'í) sem er 1300 til 3000 krónum lægra en hjá hinum. Þar eð Loftleiðir tilheyra ekki þeim angalöngu samtökum er nefnast International Air Trans port Association hefur þeim ver ið í sjálfsvaW sett að ákveða eigin fargjöld og annan viður- gerning. Hinar furðulega þol- góðu flugfreyjur virðast verja mörgum klukkustundum i mjó- um ganginum við að skenkja vín og konlak en þessi hlunn- indá mega IATA flugvéiar ekki veita. Engu að síður var mér ljúft að st'íga út á Keflavikurflug- velli eftir fimm klukkustunda flug frá New York og láta jörmungandinn eiga sig í bili. Loftleiðir hafa skipulagt eins, tveggja og þriggja daga ferðir um landið, en sá sem gerir sér vonir um að sjá meira en suð- vestunhomið af landi sem er stærra en frland þyrfti til þess margar vikur, sterkan bíl og þolinmæði í þverpokum. Fyrir um það bil 2000 krónur á dag fær maður þrjár máMðir, her- bergi á Hótel Loftleiðum, ferð ir til og frá flugvellinum og get ur valið um áætlunarferðir inn í landið — það eru vildarkjör og fullboðleg jaínvel sjálfstæð asta ferðalangi. Eflaust hefur það gert gæfumuninn fyrir mig að ég var svo lánsamur að fá leiðsögumann sem ekki aðeins kunni sitt fag heldur hafði Qag á að koma því til skila án þess að svæfa farþegana — en það er ærið vertkefni ef tekið er til lit til svefngengilsástands flestra nýkominna ferðamanna. Kristján Arngrímsson heitir maðurinn, en kýs hins vegar að kalla sjálfan sig „aðal Eskimó- ann" í stil við þá villutrú, sem sums staðar ríkir, að á fslandi séu aðeins Eskimóar og snjókof ar. Þar fyrirfinnst raunar hvor ugt. Landið var numið fyrir rúmum þúsund árum af vdking um frá Noregi, sem höfðu með- ferðis nokkra skozka og írska þræla, en þeirra gætir enn í dimmu og prakkaralegu svip- móti fólksins sem annars er yf irieitt bjart yfirlitum og ljós- hært. Kristján sem er á svip- inn eins og hrekkvís dökkálf- ur, kveður hart að errunum með djúpum kverkhljóðum is- lenzkunnar og minnir á sam- bland af herskáum vikingi og irskum öikneifara. Að sjálfsögðu talar hann bet ur ensku en flestir hinna 200.000 landa hans, en aðkomu manni veitist ekki erfitt að gera sig skiijanlegan í Reykjavík — og það þi-átt fyrir þann ræki lega og dygga vörð, sem ísOend ingar hafa staðið um sína eigin tungu í þúsund ár. Enda þótt áhrif frá keltnesku og latínu og siðar þýzku, dönsku og öðr- um tungumálum hafi sótt að henni í tímans rás, er íslenzk- an enn i höfuðatriðum sama máiið og víkingarnir töluðu, sama tungan og íslenzkir sagna ritarar skrifuðu á fyrir sjö, átta öldum. Flest tungumál hafa tilhneigingu til upptöku erlendra orða um leið og þau komast í umferð, en á Islandi heitir „telephone" sími og „jet“ heitir þota. Islenzkan hefur að sínu ley.ti auðgað enskt orða- safn um að minnsta lcosti tvö orð — geysir og saga. Það er varla að Islendingar geti átt orð yfir poliution (mengur). Reykiavik, sem er Frr-'h. ,-4 . g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.