Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 9
^«:vví''S>.,íí& *-:;'^ Mí::. Lengfst til vinstri: Butwin lítur út eins og ungur bítill, en ferðagreinar hans eru mjög víðlesnar. Hér er hann i viður- eign við lax í einni af Borgar- fjarðarám. í miðið liggur sá afturmjói sigraður, en hér að ofan stekkur annar, alls ósigr- aður. TU hægri eru veiðihúsin og Sigurður Magnússon. Rafn Hafnfjörð, að neðan, sést taka einn vaenan á land, tók for- síðumyndina og allar mynd- irnar hér að ofan. hluta Islands fyrir þúsund ár- um, kunnuglega fyrir sjónir. Ég ýki kannski eitthvað, en ekki um mjög mörg ár. „Ég er einn þeirra Islendinga, sem lifðu það að sjá stökkbreyting una frá elleftu öld til tuttug- ustu aldar á einni ævi," sagði imðaldra Reykvíkingur við mig að kvöldi ferðalags míns út í sveitirnar. „Ég fiæddist á sveita bæ hér fyrir norðan árið 1911 og ég sá bændurna fara rið- andi hjá með smjör og kjöt í sjávarplássin og koma aftur sömu ieið með harðfiskklyf jar, alveg eins og þeir gerðu fyrir þúsund árum." Á síðari tímum hafa jeppar komið í stað hest- anna sem aðalflutningatæki landsbyggðarinnar og enda þótt 'kunningi minn hafi haldið þvi fram, að tuttugasta öldin hafi nú að fuMu haldið innreið sína, held ég að hann hafi einn ig ýkt nokkuð. Áæfflunarferðir eru farnar til allra hluta þessa torfæra lands, í velfjöðruðum ökutækj um með risahjólbörðum sem fara yfir hvað sem fyrir er, svb sem óbrúaðar ár, er svella yif ir vegina í rigninguim og geta bundið endi á ökuferð í venju legum bíl. Farið er framhjá vellandi sjóðheitum hverum og öðrum náttúrufyrirbærum sem Island hefur uppá að bjóða. En þennan geislandi laugardags morgun í miðjum júlí var ég einhvern veginn ekki í skapi til hópferðar og batt því trúss mitt við ungan sjóliðsforingja írá herstöðinni í Keflavik, sem var í helgarfrii og langaði til að reyna þolrifin í nýjum Vollks wagen, sem hann átti. .. . Við vorurn skammt komnir út fyrir borgina, er við ókum fnam á tvo unga menn hjá bensínstöð, sem virtust eiga í vandræðum og veifuðu okkur. Þetta voru Islendingar og það sem þá vantaði var far á hesta mót einhvers staðar í sveitinni. Svo þeir settust upp í bílinn, hreiðruðu um sig í aftursætinu, ræddu við okkur á lipurri ensku og supu á kók-flöskum. Þegar þeir réttu aðra fram í komst ég að raun um við að dreypa á henni, að þeir yoru að gera skil þjóðardrykknum, kóka-kola og vodka. Eiturlyfja menningin hefur lítinn usla gert á Islandi og raunar voru þeir Jón og Eggert —¦ báðir há skólastúdentar, annar i við- skiptafræði hinn í læknisfræði — að furða sig á þvi að nokk- ur skyldi geta haft meiri ánægju af að reykja hasspípu en að hrista saman flösku af þessari gullnu gleðiveig. Sagt er að Island hafi 15.000 kílómetra vegakerfi (þar ' af eru aðeins um 90—100 kílómetr ar steyptir" eða malbikaðir) og eftir klukkustundar akstur fer manni að finnast að maður hafi yfirfarið það allt — en landa- bréfið sýnir að við erum að- eins komnir rétt út fyrir borg- ina og nálgumst fyrsta fjörð- inn norðan hennar. En sé manni sama um himinhá ryk- ský og stöðuga nauðsyn þess að skipta niður í beygjum er aksturinn stórátakalaus; vega eftirlit rikisins sér um að hefla vegina með vissu millibili og slétta úr verstu ójöfnunum. Þegar litið er yfir bláan fjörðinn upp í grænklæddar hlíðarnar hinum megin, verður manni á að halda, eins og mér, að enga stund taki að aka kringum f járðarbotninn, en þáð er öðru nær. Til ailrar ham- ingju fyrir þá Jón og Eggert, var veitingasala á leiðinni sem seldi kók. Eftir nokkra kíló- metra námum við aftur staðar til að rannsaka hvað ylli all- magnaðri lykt, sem barst til okkar frá húsaþyrpingu á milli klettanna. Þetta var hvalstöð, eim af fáum við Norður-Atlants- haf, í fullum gangi við að draga á land búrhvalaafla. Á bryggjunni, sem var sleip af blóði, lágu hrúgur af spiki, inn ýflum og hvelju í tonnatali. Hvalirnir, sem skutlaðir eru einhvers staðar innan 200 milna frá stöðinni (þar eð skrokkarnir þola ekki lengri heimferð) voru dregnir úr sjón um upp steinflá og um leið og þeim er dembt á bryggjuna taka hópar manna til við skurð og rista eins og skurðlæknar með risaverkfæri. Hundruð máva hnituðu hringa yfir aðgerðinni og nokkrir 'sem hættii sér nær syntu á blóðlituðum sjónum og gogguðu í dauðán hval, sem verið var að draga upp' á bryggjuna. Islenzkt hvalkjöt er selt í kjötvöruverzlunum lánds ins og að sögn vinar míns, sem hefur bragðað það má „matbúa það þannig að það verði ekki þekkt frá nautasteik." Mikið af ársafianum (sem er um 400 hvalir, veiddir á timabilinu frá maí fram í september) fer í hundafóður til Englands. Úr spikinu eru framleidd kerti, smjörlíki, bón og olía. Hvalur- inn var farinn að hrannast upp á bryggjunni. Það var ófögur sjón og daunninn frá bræðslu stöðinni var að eitra hið undra ferska íslenzka loft, en ég gat ekki að mér gert að standa þama drykklanga stund og virðá fýrir mér þessa éinkenni legu uppskeru á meðan ferða- mannabílarnir komu og fóru. Við ultum áfram eftir vegin- um, sneiddum á milli grænna engja og sáum þar tvær stúlk- ur — fáklæddar stúlkur — vera að raka saman nýslegið gras í sátur. „Það hlýtur að vera afbragð að stunda hey- skap i bikini," kallaði ég yfir skarkalann og dyninn. „Þær eru ekki i bikini," var svarað um hæl með miklum látum úr aftursætinu. „Þær eru á nærföt unum"! Ofar á veginum blasti þessi fallega sjón við okkur aftur. Það var undarlegt að horfa á konur í heyverknm, hvernig sem klæðnaður þeirra var, en Jón og Eggert tjáðu okkur að þar sem bú væri rek- ið af einni fjölskyldu yrðu allir að vinna. Auk þess hafa is- lenzkar konur oft á hendi svo nefnd karlmannsstörf. Handan við beygju á vegi.-i- um komum við að þar sem strjálingur af fólki sat í grænni fjallshlíðinni. Þetta var ferða mannahópur sem beið eftir lykt um gífurlegra átaka á veginum fyrir neðan. Áætlunarbill þeirra stóð fastur i á þrátt fyr- ir risahjólin, en stór vinnuvél hvæsti og hvein á bakkanum og reyndi að ná honum upp. Fjórir eða fimm bílar höfðu safnazt saman fyrir aftan áætl- unarbílinn og gátu ekki kom- izt framhjá. Engum virtist mis- lika og þeir sem ekki voru að reyna að liðsinna hrakfalla- bálkunum í orði eða verki höfðu tekið sér sæti i grasinu meðal blómanna og teyguðu bjart og tært sólarloftið. Ég gekkst einnig friðinum á vald — og ennfremur þeirri ertandi þreytutilfinningu, sem læðzt getur að ferðamanninum um há bjartan dag svo hann veit hvorki í þennan heim né ann- an. Ég vissi ekki fyrr til en Jón og Eggert stóðu yfir mér með eindregin tilmæli um að halda áfram hvað sem á dyndi. Um leið og fólksvagninn okk- ar smaug framhjá og fleytti nánast kerlingar ofan á vatn- inu, tók áætlunarbillinn kipp og brölti upp á bakkann. Með því var óundirbúinni íslenzkri áningu lokið. Eftir ein kóka-kóla innkaup til viðbótar komum við niður á víða græna velli, þar sem sér- kennilegt hestamót fór fram. Við hliðið inn á bílastæðið vor um við stöðvaðir af nokkrum vörðum, sem kröfðust 350 króna aðgangseyris af hverjum okkar. 1 fyrstu vildi Jón, sá hugdjarfi af skjaldsveinum okk ar, að við skildum bilinn eftir annars staðar og laumuðumst inn gangandi. Svo ákvað hann að beita heldur vinsamlegum fortölum. Hann nálgaðist verð ina, tjáði þeim að hann værl ásamt vini sínum i áríðandi leið söguferð og að við myndum að- eins hafa örstutta viðdvðl & meðan þeir sýndu okkur stað- inn. 1 sömu andrá lágum við I háu grasinu fyrir innan, og horfðum á íslenzka hesta ganga hjá að því er virtist fyr ir hið óþjálfaða auga, í einnt ringulreið. Öðru hverju reif einhver smáhesturinn sig fram úr hinum og brokkaði meS knapa sinh, sem venjulega var maður við aldur, hringinn I kringum þennan bráðabirgða- skeiðvöll og vakti það nokkra kátínu á meðal áhorfenda. - Færi áhugi manns á aðalat- burðunum að dofna mátti alitaf una sér við útsýnið — blátt Fmmli & bls. 15 17. oktðber 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.