Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 8
 -i«íTW ^,~ >,. ¦tJ&r' '- ¦ <t«A*"^T?' ;;;;::v^"V """¦'¦ •fe-*^'?. ^K. '¦- Óstöðvandi við drykkju Framhald af forsíðu haínarborg með hvítum stein- húsum og rauðum og grænutn þöfcum, er nývöknuð til meðyit undar um reykháfa nálægrar malbikunarstöðvar og fiski- mjölsverksmiðju, en að öðru leyti er festing himinsins heið og óspillt, ekki sízt á sólríkum júlídegi í hægum sumarblæ. Heimilin eru upphituð með eðli legum jarðvarma, sem leiddur er j, þau úr heitum hverum i iðrum jarðar utan við borgina. Og hvergi sést örla á flækings hundum. „Hundahald hefur ekki verið leyft í borginni um margra ára skeið," sagði Kristján. „Við álítum þá óheilnæma og óþrifa lega smitbera, en persónulega er mér næst að halda að lög þessi séu til marks um góðsemi okkar í garð dýra: Hundar myndu ekki kunna vel við sig á íslandi, vegna þess að hér eru engin tré." Gróðurleysi Islands hefur löngum verið viðbrugðið, en nú undanfarið hefur rikis- stjórnin tekizt á hendur að gróðursetja milljón tré á ári og þessi stefna virðist hafa vak- ið landgræðslumanninn í mörg- uan þegnanna. Islendingur nokkur leiddi mig um garðinn við sumarbústað sinn einn dag inn og benti mér á tugi plantna eins og hann væri að sýna mér nýfæddan erfingja. Eins og Finnar og aðrir Norð urlandabúar ríghalda Islending ar í hvern sumardag þar til ör- mögnun — eða ölvun — rekur þá í háttinn. 1 Reyfkjavík eru tvær stórar útisundlaugar upp hitaðar með hitaveituvatni, og hvernig sem viðrar má sjá þar unga sem gamla svamla í vatn inu. Ferðahópur okkar staldr- aði við hjá annarri sundlaug- inni og þegar Kristján sá glampann í augum mér, krafð- ist hann þess eindregið að ég fengi mér sundsprett og hitti hópinn síðar. Áður en ég fengi rönd við reist, hafði hann náð í handklæði og hvít baðföt, sem liktust lendaskýlu Tarzans og ég var lagður af stað eftir leið sögumerkjunum inn í búnings- klefana, steypiböðin og til sundlaugarinnar. Hitinn var ekki yfir 15 stig á Celsius en sólin skein og fólkið lá þarna á skáhöllum borðum. Sé hægt að tala um þjóðaríþrótt á ís- landi, þá er það sund, sem er skyldunámsgrein hjá hverju skólabarni. Siðurinn er sá að stökkva út i laugina, synda góð an sprett og fá sér síðan hvíld í eins konar heitu setbaðkeri, þar sem fólk safnast saman, spjallar og gerir að gamni sínu. Þaðan er svo haldið i heit og köld vixlböð undir berum himni en að þeim loknum er byrjað að nýju. Sundiaugarnar i Reykjavik eru opnaðar klukkan hálf átta á morgnana, en um það get ég borið þar sem ég var kominn í biðröð fclukfcan sjö tuttugu og fimm daginn eftir í fylgd með miðaldra kunningja mínum sem tekur sér þennan kúr fjórum til fimm sinnum í viku. 1 bið- röðinni með okkur voru aðal- lega menn á hans aldri, fasta- gestir sem koma stundarfjórð- ungi fyrir tímann til að verða sér úti um sögur dagsins og fá sér í neðið á milli. „Þú gerir þér hvergi betur grein fyrir lýð ræðinu í þessu landi en með því að fara í sundlaug," sagði vinur minn. „Sá sem situr næst þér í heita kerinu getur verið forsetinn eða fjárbóndi, gömul kona eða yngismær." Orð hans sönnuðust mér einn ig á ferðinni um borgina þegar við höfðum viðdvöl í vinnu- stofu hins sjötíu og sjö ára gamla myndhöggvara Ásmund- ar Sveinssonar, sem stóð á með al hornhvassra verka sinna úr steini, málmi og tré, tók í nef- ið og ræddi við hvern þann gest sem skildi íslenzku, sænsku eða frönsfcu en kinkaði kolli til þeirra, sem það gerðu ekki. Hann var klæddur blárri peysu, verkamannabuxum, og strigaskóm og líktist meira um- sjónarmanni en einum helzta listamanni fslendinga. Jafnaðarandinn á íslandi kemur einnig fram á hverju kvöldi á vínveitinga- og skemmtistöðunum, þar sem karl ar pg konur koma saman og all ir virðast jafn réttháir. Amer- ískur kunningi minn, sem bros ir undirfurðulega í hvert sinn sem ísland ber á góma, hafði gert mér aðvart um næturfyrir komulag þar sem konur, hvort heldur væru giftar, lofðar eða óbundnar þyrptust á bari og dansstaði og ættu frumkvæði að kunningsskap við karl- menn. Kristján kvað þessa kenningu hina furðulegustu, en samkvæmt reynslu af heim- sóknum á gistihúsin Loftleiðir og Sögu, sem samanlagt taka megnið af helgarviðskiptunum í borginni myndi ég lýsa um- gengni karla og kvenna á ís- landi frjálslegasta og feimnis- lausasta atferli sem ég hef lengi augum litið. Eins og að likum lætur með jafnréttið, á Saga laugardagskvöldið en Loftleiðir föstudagskvöldið. A minn mælikvarða voru báðir staðirnir yfirfullir, en Islending ar fullvissuðu mig um, að at- hafnalifið færðist ailt í aukana hina löngu, köldu vetrarmán- uði, þegar fólkið væri ekki úti á landi í útilegum og veiðiferð- um. Islendingar virðast óstöðv- andi við drykkju — nema þeir eigi von á að þurfa að aka sama kvöldið. Þá beygja þeir sig fúslega undir hin ströngu viðurlög gegn ölvun við akstur og fást ekki til að þiggja ann að en tár af Campari. Ætla mætti að bjór væri vinsæll, en af einhverjum ástæðum fæst að eins veikur innlendur bjór. Einn dag í viku, á miðvikudög um, er áfengissala bönnuð á Is landi, sem gefur mönnum kost á útvötnun fyrir helgina. Sé lífið á Islandi ekki farið að virðast dæmalaust, gefið þá gaum að hvað fólkið borðar þar, auk undirstöðufæðunnar, sem er fiskur, soðnar kartöfl- ur og gúrkur. Við hádegisverð arborð Loftleiða, „kalda borð ið" svokallaða, getur maður fengið fylli sina af laxi, sítd, dökku flatbrauði og öllum hin- um venjulegu réttum en auk þess sjaldgæfu hnossgæti eins og hákarlsbitum, sem kæstir hafa verið grafnir í jörð (og, svo ég noti orð íslenzks fcunn- ingja míns „eru djöflinum daunillari") hrútspunga og Guð má vita hvað annað. Á eftir máltíð fær Islending urinn sér kaffibolla og hefur sykurmola uppi í sér á meðan eins og Rússar gera þegar þeir drekka te. Þetta er hvorki kvittur né kviksaga gerð með rangfærslum úr ferðamannapés um. Ég horfði sjálfur á aðal- eskimóann gera það, skipaði honum jafnvel að opna munn- inn til að geta séð kaffibrún- an sykurmolann bráðna á tungu hans. Ég reyndi þetta allt sjálfur til þess eins að fá innsýn i sálu og hugarheim framandi, fjarlægrar þjóðar. Mér tókst það ekki og þér mun ekki tak- ast það heldur, ekki á þremur dögum, en viðleitnin gæti orð- ið ómaksins verð. Ef til vill er svarið, ef eitthvert svar er til, vandlega geymt i fornsögunum. Að fara úr Reykjavik og aka- út í sveitir íslands er eins og<- að hafa aldaskipti. Eitt af þvi fáa, sem gamaldags er við höf- uðborgina er hið tæra loft. En óðara og komið er yfir borgar- mörkin hristist maður eftir ryfc ugum vegi niður í öld sem gæti komið sfálfum Leifi Eiríkssyni, fæddum á bóndabæ í vestur- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.