Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 13
Gengið á Dyrhólaey Framh. af bls. 7 stunda sjóinn t.d. úr sveiitun- um milli Sanda. Upp með hömrunum að vest- anverðu liggur sandbrekka, svo nefnd Sandkinn. Efst i henni myndast dæld uppi viö bergið, sem heitir Skipadalur. Þar er afdrep í flestum áttum og skjólgott. Sagt er að þar hafi skip verið smiðuð áður fyrr. En Dyrhólaey er ekki ein um það, að bjóða Atlantshaf- inu byrgirm sem syðsti tangi Islands. Úti fyrir henni standa BRIDGE Sagnhafi varður ávallt í byrjun spils að gera sér grein fyrir hvernig hanm ætlar að haga úrspilinu. Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta: Norður * Á-D-7 y Á-10-8-5-4 + K-8-5 * 7-5 Vestur Austur A 6-5-4 A K-G-10-9-8 V D-7 V G-9-3-2 ? D-9-3-2 ? G-7-4 * 9-4-3-2 * 10 Suðury A 3-2 V K-6 <$• Á-10-6 * Á-K-D-G-8-6 Suður er sagnhafi í 6 laufum og Vestur lætur út spaða 6. Hvernig á sagrahafi að haga úiTBpiliinu? Sagnhafi verðuir níá að gera áætlun um hvernig haron ætlar að viinna spilið. Augljóst er, að hanni verður áð gefa slag á tígul og einnig slag á spaða, ef Austur á spaða kóng- irun, raema honum takist að gera hjartað í borði gott og geti þannig losnað við tigul heimia. Þá er spurningin, hvernig getur sagn- hafi gert hjartað gott. Jú, ef hann reiknar rneð, að hjörtun skiptist 4—2 hjá andstæð- ingunuim, þá verður hann að trompa hjarta tvisvar og er 5. hjartað orðið gott. Til þess að þesei áætlun takist þarf sagnhafi þrjár innikomur í borð þ. e. tvær innkomur til að gera hjartað gott og þá þriðju til að tafca slag á frí-hjartað. Sagnhafi sér að í borði eru 3 inmkomur þ. e. spaða ás, hjarta ás og tígul kóngur, svo þess vegna gæti áætlunin staðizt. Þetta þýðir aftur á móti að hann má ekki eyða neinni innkomu fyrr en hann byrjar að trompa hjörtun. Haran má með öðrum orðunii eklki drepa útspilið með spaða ás né heldur gefa andstæðingunum tækifæri til að þvinga hanin til að drepa síðar með spaða ásnum. Þetta þýðitr að harun má ekki heldur drepa með spaða drottningu því þá drepur sagn- hafi mieð kóngi og lætur enn spaða og þar með er sagnhafi þvingaður til að drepa með Sagnhafi á í byrjun að drepa útspilið með spaða 7 og Austur fær slaginn. Nú getur Austur ekki látið spaða og er sama hvað haran lætur út. Sagnhafi tekur trompin af andstæðingunum, tekur kóng og ás í hjarta, trompar hjarta tvisvar og kastar síðan tígli í frí-hjartað í borði og vinnur spilið. BRIDGE Dyrhöladrangar trúan vðrð hverju sem viðrar og hvað sem á þeim dynur. Þeir hafa hver sitt nafn: Máfadrangur, við hann er talið tólf faðma dýpi, Háidrangur, sem Eldeyjar- Hjalti kleif, frægrar minning- ar, Lundadrangur er mjög ein- kennileg náttúrusmið. Gegnum göng má róa skipi inn í hann miðjan, smáhöfn þar sem vel er hægt að athafna sig á áraskipi. Var það oft gert þegar farið var út í dranginn til eggja- töku og fuglaveiða. Minnstur dranganna er Litlidrangur eða Tóardrangur en lægstur er Kambur. Engin sker eru milli dranganna, botninn er sléttur og dýpkar eftir því sem utar dregur. Meðan sjór var fast sóttur i Mýrdal var sjósóknin jafnan tvísýn glíma við höfuðskepn- urnar vegna hinnar hættulegu lendingar þegar skyndilega brimaði við hafnlausa strönd- ina. Stundum fór að vísu betur en á horfðist i fyrstu. Frá ein- um slíkum atburði segir sr. Jón Hjaltalín á Kálfafelli í sálmi sínum: Andvara, sem hann orti um það markverðasta í Vestur-Skafitafellssýslu árin 1754—77. — Það var mánudaginn .24. april 1775 að róið var alskipa í Mýrdal því blíðviðri mesta mönnum valdi að morgni höndin almættis. Fóru 5 skip á sjó með 90 manns. Er á leið dag versnaði veðrið, svo að landtaka var ó- fær sakir brims. Þegar skipin sneru frá, sást regnbogi á vest- urhimni, þvi að Guðs mildi-höndin maktarríka minntist á sina sáttmálsgjörð. Höfðu skipin samflot vestur með landi, en tvístruðust er myrkur fór að og veður versn- aði. En höf ðu allir það sama í sinni sér skyldi báran vísa leið Eyjanna til svo komast kynni en kalda forðast dauðans neyð. Tókst þetta með þeim ágæt- um, að um nónbil voru öll á land uppkomin laus við mein og grand. 1 Eyjum fengu Mýrdælir hinar beztu viðtökur. Tuttugu tók kaupmaður hans í sitt hús og gaf þeim svo upp með sómasöfn sérhvern kostnað og fyrirhöfn. Ellefu daga dvöldu Mýrdæl- ir í Eyjum. Þann 6. mai gaf leiði til lands. Að kvöldi þess dags náðu þeir Landeyjum: festu þar skipin firrtir neyð fengu þar hesta heim á leið. Siðan er heimkomunni lýst: Niunda mai vaf ðir værðum voru þar allir komnir heim lausir úr hættum hafs ófœrðum hver nam af alúð fagna þeim úr helju þóttust hafa þá heimta; sem öll var vonin á. Naungarnlr í sorgum sárum sietið höfðu um þetta bil, sveipaðir hörðum harmabárum hugðu þá sokkna í djúpsins hyl. Grátfegnir urðu þá og þeim þegar þeir heilir komu heim. Þegar þetta gerðist var sr. Jón Steingrímsson prestur á FeUi. „Var það tilfelli eitt það þyngsta og örðugasta, sem ég leið þar í plássi," segir hann í Ævisögu og bætir síð- an við: „En hvilikir fagnaðar- fundir þar urðu, þá hver heimti aftur sinn ektamaka og náunga má nærri geta. Lofaður sé Guð um aldur og eilifð fyrir slíkt almættisverk." . En það var ekki alltaf sem svo vel rættist úr þegar brim- ið hindraði, að lendandi væri i Dyrhólahöfn. Næstum einni öld eftir að sá atburður gerð- ist, sem sr. Jón Hjaltalín gerði að yrkisefni, fórust 26 menn af ttveim skipum við Dyrhólaey er þeim barst á í lendingu. Það var á góuþrælinn 20. marz 1871. Þá voru 17 lík jörðuð að Dyr- hólakirkju. En fréttirnar fóru ekki nema lestaganginn og tæplega það í þá daga. Ekki er sagt frá þessu hörmulega sjóslysi fyrr en rúm um mánuði seinna. — 1 Þjóð- ólfi 28. apríl er birt bréf til Jóns Guðmundssonar frá sr. Gísla Thorarensen á Felli, sem er nákvæm lýsing á þessum voðalega mannskaða. Frásögn sína endar hann á þessa leið: „Ég þarf ekki að lýsa fyrir þér ástandinu í Dyrhólahreppi. Það er aumara en frá verði sagt en eg tek það til dæmis, að af 36 búendum er hanga við hokur í Dyrhólasókn eru 11 ekkjur." Frásögn sr. Gísla tekur sr. Pétur næstum orðrétta upp í Annál 19. aldar. Landshöfðingi Hilmar Fin- sen og biskup dr. Pétur Pét- ursson ásamt Jóni nitstjóra Þjóðólfs, gengust fyrir sam skotum handa fjölskyldum hinna drukknuðu. Alls söfnuð- ust hátt í 1200 ríkisdali (þá kostaði korntunnan 10 rd.) þar af 100 rd. frá einum manni (Pétri biskupi?) og Bryde kaupmaður í Vestmannaeyjum safnaði hátt á 4 hundr. rd. í Kaupmannahöfn. Þessir dapurlegu atburð- ir heyra sögunni til. En um framtiðina dreymir Mýrdæl- inga stóra drauma þegar kom- in verður höfn við Dyrhólaey. GBr. biðum við siðan þar eftir OdÆ. Hann kom skömmu siðar me8 háseta sína og var þá lagt af stað úr sandi á ný, í ágætu veðri. Báturinn var sexæring- ur, sem hét Isakur, og var eirt af stærstu skipunum i Landeyj- unum. Þegar á djúpið kom var svo mikið vesturfall, að róður tók að þyngjast og var róið í marg- ar klukkustundir samfleytt og miðaði lítið. Var oft talað um að snúa aftur, en ekki þótti það ráðlegt. Eftir ellefu tíma róður lentum við á Eiðinu þvi ekki vildum við fara austur fyrir klett í þessari austanátt, þar sem við vorum lika orðnir þreyttir ef tir f erðina. Við Ivar gistum í London sem fyrr og fengum ágætan beina. Um morguninn fór- um við ívar að hugsa um að ná í vörurnar, og höfðum við lokið þvi um kl. 1. Það mun hafa verið um kl. 2, að Isakur lagði frá eiðinu, og var þá kominn suðaustan stormur, en sjór ládauður. Heimferðin gekk vel að þessu sinni og vorum við aðeins um einn tíma á leiðinni, því vest- urfall var, en það er undan. Lendingu fengum við góða, og tókst að skipa vörunum upp óskemmdum í sandinn. Vör- urnar bundum við í bagga og settum þær á hestana, sem bú- ið var að koma með, en það var vanalega gert þegar sást til skipanna. Við héldum siðan heimleiðis eftir að hafa þegið góðgerðir á Krossi, og vorum komnir heim kl. 2—3 um nóttina. Við vöktum upp, þvi allir voru í fastasvefni. Var okkur tekið með kostum og kynjum, því fólk var eðlilega farið að óttast um okkur eftir svona langan tima, eða samtals um fimm daga, og höfðu engar fréttir borizt, þar sem hvorki var um útvarp eða sima að ræða. Þarmig voru ferðir okkar í þá daga, þegar tók í stytzta lagi 2—3 daga að sækja vörur á einn hest, og voru þær oft og einatt meira og minna skemmdar, þó stundum gæti það lika gengið vel. Þetta mun hafa verið 1889; ég var þá 22 ára gamall. Að Sef eris látnum Vestmanna- eyjaferð Framh. af bls. 11 Oddur, sem þá bjó í austur- bænum á Krossi var þá nýbú- inn að veifa til Eyjaferðar. Fór ég þá beint úr sandi heim aS Krossi til að spyrja hann, hvort hann vildi flytja okkur til Eyja til að sækja vörurnar, og var það auðsótt mal. Fór ég þá aftur fram í sand til að láta þá vita um þetta og Framh. af bls. S Þrjú leynileg ljóð, kom £t 1 Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Sagau og hinar bóklegu til- vitnanir eru ekki einráðar í skáldskap Seferis. Birta hins daglega lífs leikur um ljöðin og gerir þau nærtæk og áleit- in. Það er ástríða í myndavali þeirra og hljómi, en túlkunin er ögnð; hvarvetna gætir skáldið hðfs, enda hafði það einsett sér að fara gæti- lega með orð. Arið 1942, ba blaðafulltrúi g-rísku úíI-.íru- stjórnarinnar í Kairó, yrk- ir Seferis Ijóð, sem segir meira 17. oktober 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.